Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 16
Konur milli línanna Og karlar hafa of lengi tekið sem gefið að þeir vissu hvað það er að vera karlmaður. Viðtal við Guðrúnu Ölafsdóttur og Hallgerði Gísladóttur um norræna kvennaráðstefnu og kvennarannsóknir á íslandi Líf og starf kvenna sem fædd- ust í lok síðustu aldar- karl- ímynd og kvenleiki ífornbók- menntum - eðli brjóstkrabba- meins og erfðafræðilegir þættir - dagbækur verkakonu - íslenskar konur á erlendri grund - móðurímyndin í ís- lenskum bókmenntum... Svona margvísleg eru verk- efnin sem íslenskar konur stunda í ár á sérstökum styrk frá ríkinu sem ætlaður er til rannsókna í kvennafræðum. Þó eigum við ekki sérstaka rannsóknastofnun í slíkum fræðum eins og víða er í grannlöndum okkar. Norræna samstarfsnefndin um rann- sóknir í húmanískum fræðum hélt í maílok viðamikla ráð- stefnu í Finnlandi sem þrjár íslenskar konursátu.Tvær þeirra hittum við að máli til að forvitnast um stöðu kvenna- rannsókna nú og þróun þeirra síðustu ár. Viðmælendur Nýs Helgarblaðs eru Guðrún Ólafsdóttir dósent í landafræði við Háskóla íslands og Hallgerður Gísladóttir safnvörður. Guðrún er að skoða konur og byggðaþróun nú á tím- um í samvinnu við rannsóknar- hópa kvenna annars staðar á Norðurlöndum. Hallgerður vinn- ur á þjóðháttadeild Þjóðminja- safnsins við að safna og vinna úr upplýsingum um gömul vinnu- brögð til sjávar og sveita. Eldhús- störf eru sérstakt rannsóknarefni hennar. Sjálfstæð grein eða samtvinnun við aðrar? Um hvað var þessi ráðstefna, Guðrún? „Hún átti að fjalla um framtíð húmanískra kvennafræða. Þetta var eiginlega afmælisráðstefna því nú eru tíu ár síðan samskonar ráðstefna var haldin. Meiningin var að líta yfir farinn veg þessi tíu ár, athuga stöðuna og huga að framtíð. Við vorum þrjár frá ís- landi tilnefndar af íslenska vís- indaráðinu. Auk okkar Hallgerð- ar var Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur." Hvað hafði gerst á þessum tíu árum? „Mjög margt, meðal annars hafa rannsóknir í kvennafræðum unnið sér traustan sess í há- skólum víðsvegar um Norður- lönd,“ segir Guðrún. „Rann- sóknastofnanir hafa verið settar á fót við marga háskóla, bæði al- mennar og fagbundnar. Það eru rannsóknastofur eða áhugahópar við alla háskólana í Danmörku. í Bergen er bæði rannsóknastofa í húmanískum og samfélagslegum kvennafræðum, en við háskólann í Osló er þverfagleg rannsókna- miðstöð, svo eitthvað sé nefnt. í Osló er líka deild í lögfræðinni sem fæst við svonefndan kvenna- rétt. Frekari upplýsingar um rannsóknir í kvennafræðum á Norðurlöndum má finna í bæk- lingi sem var gefinn út fyrir Nor- rænu kvennaráðstefnuna í Osló í fyrrasumar og er í fórum mín- um.“ „Þetta var mjög skemmtileg ráðstefna," segir Hallgerður. „Þarna voru sextíu konur og manni kom mest á óvart hvað það voru margvíslegar rannsóknir í gangi á ýmsum sviðum. Þó voru þær alls ekki ánægðar, fannst hlutirnir ganga alltof seint. Þær sögðu að á ráðstefnunni fyrir tíu árum hefðu konur verið svo bjartsýnar að halda að árangur- inn kæmi eins og himnasending, kvennarannsóknirnar myndu flæða yfir, blandast í greinamar eins og ekkert væri, en raunin hefði ekki orðið sú. Það var svo- lítið sérkennilegt að hlusta á þetta sem íslendingur og hafa ósköp lítið til að státa sig af. Grundvallarspurningin um framtíðarskipulag rannsókna í kvennafræðum var hvort og þá að hve miklu leyti þær ættu að vera óháðar eða samtvinnaðar öðrum rannsóknum. Fyrir tíu árum höfðu þær verið á því að það ætti fyrst og fremst að blanda kvenna- rannsóknunum í fögin og héldu að það gengi vel fyrir sig að koma að nýju kennsluefni og nýjum hugsunarhætti. Þær áttu von á að kollegarnir sem ekki voru akkúr- at á þessari línu myndu verða það mjög fljótt, og þar með yrði kvennasjónarhornið komið inn í námsbækur og rannsóknir á há- skólastigi. Núna voru konurnar komnar á þá skoðun að líklega væru háskólarnir eitthvert sterk- asta vígi karlveldisins. Þær voru ennþá á því að vinna bæri að blöndun í fögunum, en það væri brýn nauðsyn á að kvennarann- sóknirnar hefðu líka sínar sér- stöku stofnanir." „Til að eflast og styrkjast fræðilega og skipuleggja rannsóknirnar betur,“ bætir Guðrún við. Hafði þá gengið miklu betur þar sem sjálfstœðum stofnunum hafði verið komið upp? „Þær virðast hafa komist að tvennu,“ segir Hallgerður. „Annars vegar vantar rannsóknir til að geta miðlað nýrri þekkingu. Hins vegar eiga konur með kvennafræði sem sérgrein stund- um erfitt uppdráttar í hefð- bundnu háskólaumhverfi. Áður hafði slagorðið verið „blöndun eða einangrun" - nú er meira tal- að um blöndun eða sjálfstæði. Þetta passar við það sem hefur gerst hér. Fyrir tíu árum þótti goðgá að tala um sérstök stjórn- málasamtök kvenna; síðan höf- um við orðið vitni að uppgangi Kvennalistans. Konur telja sig þurfa að hafa styrk hver af ann- arri. Andstæðurnarvoru aðraren þær héldu - ekki annars vegar blöndun og hins vegar einangrun, heldur gat blöndunin þýtt ein- angrun og hin svokallaða einang- run í sérstökum kvennastofnun- um gat verið konum styrkur við að koma rannsóknum sínum á framfæri í samfélaginu. En sjálf- sagt er þetta mismunandi eftir greinum og aðstæðum." „Þær eru líka ótrúlega fáar sem hafa fengið stöður við háskóla," segir Guðrún. „Þess vegna hefur gróskan í kvennafræðum orðið fyrir utan háskóladeildirnar í þessum sérstöku kvennarann- sóknastofnunum. í Noregi hefur verið gerð athugun á' stöðu kvenna í háskólum og það kom í ljós að á síðustu árum hefur kon- um fækkað hlutfallslega í föstum stöðum! Og þó hefur opinber stefna verið sú að koma konum að.“ „Sama er í Danmörku,“ bætir Hallgerður við. „Ase Hjort Lervik, prófessor í bókmenntum við háskólann í Tromsö sagði í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni: Við höfum enga ástæðu til að vera ánægðar! Samt hafa þær ærnar ástæður til að vera ánægðar frá okkar sjónarmiði,“ segir Guðrún. „Við höfum engar stofnanir, engar stöður og enga opinbera viðurkenningu á nauð- syn kvennarannsókna, ef frá er talin smávægileg fjárveiting.“ Hefur þá aðsóknin að kvenna- fræðum verið minni en reiknað var með og háskólayfirvöldum haldist þess vegna uppi að snið- ganga þau? Konum hefur aldrei verið fyrir- gefið neitt í lögum og dómum á þeirri forsendu að þær væru hið veikara kyn, segir Hallgerður. „Það ganga margir sérfræðing- ar í kvennarannsóknum atvinnu- lausar á Norðurlöndum,“ segir Hallgerður. „Eitt af því sem gerir konum svo erfitt fyrir er að dómnefndir í háskólum hafa til- hneigingu til að virða ekki rann- sóknir kvenna. Þær þykja ekki nógu merkilegar. Það mælir líka með þessum sérstöku stofnun- um. En ég átti við nemendur - scekja þeir ekki lengur í þessi námskeið? „Ég hef á tilfinningunni að það valdi nokkrum áhyggjum að áhugi stúdenta hafi minnkað á þessum fræðum,“ segir Guðrún. „Og það er vegna þess að áhugi á kvennabaráttunni er almennt minni núna meðal ungs fólks en fyrir tíu árum. Þetta fylgist að. Einn fyrirlesarinn dró upp línurit sem sýndi einmitt að kvennabar- átta elur af sér áhuga á kvenna- rannsóknum sem nær toppi svo- litlu seinna. Svo dala þær saman niður ef ekkert er að gert.“ Öllu troðið í andstæður Hvernig var ráðstefnan skipu- lögð, Halla? „Það voru nokkuð margir fyrirlesarar, tólf erindi á tveim dögum, frá hádegi á sunnudag til hádegis þriðjudag. En dagskráin var ekki mjög stíf, erindin voru ítarleg og upplýsandi og drjúgur tími tekinn í að ræða þau. Það er mikill kostur. Ég hafði einna mest gaman af fyrirlestri Giselu Bock sem er prófessor í sögu við evrópska há- skólann í Flórens. Hún var að tala um þessi pör sem alltaf eru notuð þegar verið er að skoða líf kvenna, eins og þegar heimilið - vinnan, náttúran - menningin eru sett upp sem andstæður. Karlinn er menningin og konan náttúran, hún er einkalífið, hann opinbera lífið... Þessar andstæður breytast með tímanum, verða ónothæfar og nýjar koma upp, og þá sér maður hvað þær eru varasamar og takmarkaðar. Það sem mest er í tísku núna er parið sex/gender. Við eigum ekki samsvarandi orð, en hér er annars vegar áherslan á líffræðilegan mun en hins vegar er veruleikinn skoðaður í ljósi kynhlutverka og menningar- bundinna hugmynda um kynin, sem teljast fremur orsök fyrir kúgun kvenna en líffræðilega kynið. Þetta getum við kallað kynjasjónarhornið. Svo var mikið talað um jafnstöðu og jafnrétti - það er að segja hvort konur eigi að leggja áherslu á að ná jafnri stöðu á við karla á þeirra forsendum eða hafa jafnan rétt og þeir til að vera eins og þær vilja, karlar séu karllegir og kon- ur kvenlegar og hvort tveggja sé metið til jafns. Gisela fjallaði af- skaplega skemmtilega um þessi pör, hvernig reynt væri að troða öllu inn í andstæðurnar sem væru í tísku hverju sinni þangað til þær spryngju! Svo talaði danskur þjóðfræð- ingur, Birgitta Rörbye, um rann- sóknir sem verið er að gera á lífi gamals fólks. Konur eru miklu fleiri en karlar í elstu árgöngun- um og þær missa ekki vinnuna sína nema að hluta til; þær halda áfram að vinna heimilisstörf og hætta síðast af öllu að elda mat! Einhver hafði gert athugun á elli- lífeyrisþegum og komist að því að gamlir karlmenn væru miklu virkari en gamlar konur. Þegar farið var að skoða málið nánar þá 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. júní 1989 kom í ljós að heimilisstörfin - að kaupa inn, elda, vaska upp og þrífa - voru ekki tekin með! Það var bara verið að tala um íþróttir, trimm og þess háttar, tómstunda- störf sem hafa tilheyrt karlaheim- inum að mestu. Þó var verið að athuga líf eldra fólks almennt." Nýr sjónarhóll Hvað fannst þér merkilegast á ráðstefnunni, Guðrún? „Það merkilegasta var hvað hún var fjölbreytt. Þarna var fjallað um rannsóknir í tungu- máli, listasögu, sagnfræði, þjóð- fræði, bókmenntum og fleiru. Ég hafði gaman af að hlusta á list- fræðinginn Rúttu Konttinen tala um finnskar myndlistarkonur í lok 19. aldar og benda á fjársjóð- ina sem er að finna þegar við rannsökum fortíðina. Ég hafði líka mjög gaman af fyrirlestri Agnetu Emanuelsson sagnfræð- ings frá Uppsölum um upphaf hjúkrunarkvennastéttarinnar og fyrstu konurnar sem urðu læknar í Svíþjóð. Hún bar saman hug- myndafræðina að baki þessum störfum og hvernig hún mótar sjálfsmynd þeirra, hegðun og val á viðfangsefnum. í Svíþjóð tóku margar konur í læknastétt kven- lækningar sem sérgrein, það þótti eðlilegt af því að þær voru konur; aftur á móti var þeim beint frá þeirri sérgrein í Danmörku og Noregi, þær þóttu ekki hæfar í hana af því að þær voru konur. Sama röksemdin leiddi til ólíkrar niðurstöðu!" „Lögfróð kona benti á það í umræðunum eftir þennan fyrir- lestur,“ segir Hallgerður, „að í lögum og dómum hefði konum aldrei verið fyrirgefið neitt á þeirri forsendu að þær væru hið veikara kyn, þó voru þau rök not- uð alls staðar í samfélaginu á sama tíma til að halda þeim niðri! Það er alltaf hægt að nota það einhvern veginn gegn okkur að vera konur.“ „í grein sem okkur var send fyrir ráðstefnuna bendir Gisela Bock á hvað það er mikið til af sagnfræðiritum um konur frá um- liðnum öldum,“ segir Guðrún. „Þegar Petrarca hafði gefið út „Bókina um fræga menn“ á 14. öld samdi landi hans Boccaccio bókina De claris mullieribus, „Af ágætum konum“. En einkum voru það konur sem skrifuðu um konur, þó að þau rit séu flest gleymd núna. Vandamál allra kvennarannsókna er að þær týn- ast, þær verða ekki eðlilegur hluti af greininni af því að karlar hafa lítinn áhuga á þeim. Við þurfum að fá aðstæður til að stunda rannsóknir og þær þurfa að komast inn í megin- straum rannsókna og fræðslu. Nú þegar er kominn svolítill grunnur um konur sem verður um leið samanburðarefni við karlana. Þá liggur beint við að spyrja hvaða máli það skiptir að kynin eru tvö, - engu, einhverju og þá hverju? Það er ekki hægt lengur að ganga út frá því að karlar séu normið og konur frávik frá því.“ Reyndar eru komnar upp „karla- rannsóknir" meðal karla þar sem þeir skoða hvað það þýðir að vera karlmaður. Það er eðlileg af- leiðing af kvennarannsóknum.“ „Og ég held að við hljótum að fagna þeim,“ segir Hallgerður. „Þetta er mjög forvitnilegt athug- unarefni. Karlmenn hafa of lengi tekið sem gefið að þeir vissu hvað það væri að vera karlmaður.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.