Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 20
FRAMÁ Sigríður Elfa við eitt verka sinna. Myndlist í Heima- hvammi Sigríður Elfa Sigurðardóttir opnar málverkasýningu í vinnu- stofu sinni í Heimahvammi í Ell- iðaárdal á morgun. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri, tækni, öll frá þessu ári. Sigríður Elfa var við mynd- listarnám í tvö ár í Barcelona og í tvö ár í Cartagena í Kólombíu, en þaðan lauk hún prófi í desember í fyrra. Sýningin stendur til 9. júlí og verður opin virka daga kl. 20-22 og kl. 14-20 um helgar. Skólaslit í Leik- listar- skólanum Áttaleikarar brautskráðir, brautryðjenda minnst Þrettánda starfsári Leiklistar- skóla íslands lauk þann 27. maí síðastliðinn, en þann dag fyrir 62 árum síðan luku fyrstu íslending- arnir leiklistarnámi. Það voru þau Anna Borg og Haraldur Björnsson sem bæði stunduðu nám við skóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Við skólaslitin var þeirra Har- aldar og Önnu minnst, og skólan- um gefnar myndir af brautryðj- endunum. Auk þess færðu full- trúar forvera Leiklistarskólans hér á landi skólanum gjafir. Átta leikarar voru brautskráð- ir frá skólanum að þessu sinni, þau Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Christine Carr, Elva Osk Ólafs- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Sigurþór Albert Heimisson, Steinn Ár- mann Magnússon og Steinunn Ólafsdóttir. Verðlaun fyrir með- ferð og framburð íslensks máls, sem Félag íslenskra leikara veitir í minningu Lárusar Pálssonar, hlaut Elva Ósk. „ LG íþróttasamband Færeyja og Havnar Sjónleikarafelag sýna í Þjóðleikhús- inu: FRAMÁ eftir Sigvard Olson og Fred Hjelm. Þýðing: Ásmundur Johanncsen. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Lýsing: Frank Jakobsen eg Niels Ni- elsen. Hingað komu um síðustu helgi knáir kappar frá Færeyjum og léku sænskt leikrit um ófarir knattspyrnufélags í deildar- keppni. Uppákoma sem er alltaf að gerast, lið tapa og lið vinna, alltaf detta einhverjir út. Þetta var sniðuglega samið leikrit og prýðilega sett á svið af Sigrúnu Valbergsdóttur, ágætlega leikið af glæsilegum, eðlilegum og skýr- mæltum hóp karlmanna úr eyjun- um. Það var einkum þetta þrennt sem sló mann við þessa sýningu sem var ósköp illa sótt: leikurinn hjá piltunum sem áreynslulaus og hnökralítill, prýðileg framsetning þeirra á textanum og svo ágæt leikstjórn Sigrúnar, ekki einungis í vandasamri sviðsetningu (marg- ir á sviðinu í einu og flestir kyrr- stæðir) heldur líka í stjórn pilt- anna, hvernig henni tókst að laða fram ágæti þeirra. Víst fannst mér margt í efni leiksins vera út úr kú ef litið var til samfélagsins í eyjunum, jafnvel miðað við okkar „stóra“ samfé- lag. Leikurinn er ádeila á ástand sem þekkist ekki nema í litlum mæli í íþróttahreyfingu okkar, heldur er bundið við miklu stærri markaðssvæði landa á borð við Svíþjóð. Og svo fór ég að velta því fyrir mér: gætum við mannað svona leikrit, gætum við vænst sama árangurs af piltunum okk- ar, væri þeim auðið að mynda flokkinn, íþróttaliðið, „strák- ana“? Og niðurstaða mín var okkur í óhag. 0-1 ísland- Færeyjar. Leikmynd Messíönu klofnaði í tvennt: búningar hennar og öll tól og tæki voru súperrealismi, en baktjöld og ýmis atriði tengd Dansað uppá suður-amerísku á Hótel íslandi. Kjötkveðju- hátíð Mamba og Salsa á Hótel ísland í sumar Sumarkarnival heitir sýning á suður-amerískum dönsum, sem hefst á Hótel ísland um helgina. Dagskráin verður frumsýnd í kvöld, en ætlunin er að hún verði á föstudags- og laugardagskvöld- um í sumar. Auður Haralds danskennari samdi dansana út frá suður- amerískum danssporum, auk þess sem hún setti sýninguna upp og stjórnar henni. - Það var ákveðið að breyta út af vananum með skemmtiatriði á hótelinu í sumar, segir hún, - og haft sam- band við mig í framhaldi af því. - Þetta er tæplega 50 mínútna danssýning, tilraun til þess að sjá hvort fólk hafi áhuga á að sjá sýn- ingu sem bara byggist upp á dansi. Sjálf trúi ég þvf að svo sé. - Þetta eru þrjátíu dansarar alls, og 24 taka þátt í hverri sýn- ingu, og meginuppistaða dans- anna eru Mamba og Salsa. í miðaverði danssýningarinnar er innifalinn kvöldverður að suður-amerískri fyrirmynd og dansleikur að sýningu lokinni. LG Dansað í Kramhúsinu Nemendur á alþjóðlegu dansnámskeiði sýna afrakstur erfiðis síns í Kramhúsinu á morg- un kl. 18, en þar var námskeiðið haldið dagana 19. til 30. júní. Meðal dansatriða verður djass- dans, spuni, nútímadans og kór- eógrafísk vinna, og geta áhorf- endur þar með gengið úr skugga um fjölbreytni og markmið.slíkra námskeiða í Kramhúsinu. Allar upplýsingar veittar á staðnum og vekur Kramhúsfólk athygli á því að aðeins ein sýning verður á dansinum að þessu sinni. Adrienne Hawkins, ein af leiðbeinendum á sumarnám- skeiðinu. Mynd - Jim Smart. Leikararnir átta: Helga Braga, Ólafur, Christine, Bára, Sigurþór Albert, Elva Ósk, Steinn Ármann og Steinunn. Mynd - Jóhanna Ólafsdóttir. Úr færeysku leiksýningunni Framá. Flautuleikur í Listasafni Sigurjóns Tónlist fyrir tvær flautur í safninu á þriðjudagskvöldið túlkun hennar á undirbúningi leiksins sem launhelgun voru langsótt og pössuðu hvergi inní mynd leiksins. En stundum láta menn táknmyndir glepja sér sýn. Texti leiksins, allur framgangur sýningarinnar er naturalískur og tákngerð þess heims óþörf. Áhorfendur geta líka hugsað. Þökk fyrir góða skemmtun, fína sýningu og þarfa áminningu hvað íslenskt leikhús getur lært af áhugasömum leikmönnum. Flautuleikararnir Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau leika tónlist fyrir tvær flautur á tónleikum í Listasafni Sigurjóns næstkomandi þriðjudag. Á efnisskránni er Konsert fyrir tvær flautur eftir Couperin, kons- ert sem á sínum tíma var saminn fyrir sunnudagstónleika Lúðvíks fjórtánda, Allegro og Menuet eftir Beethoven, og Minningar frá Prag eftir bræðurna Franz og Karl Doppler, en þeir voru meðal annars rómaðir fyrir samstilltan samleik á flautur. Enn fremur flytja þau Guðrún og Martial nútímaverk eftir bandaríska tónskáldið John Cage, ítalska tónskáldið Goffre- do Petrassi og sænska tónskáldið Arne Mellnas. í því verki leika þau með segulbandi sem þau hafa sjálf leikið inn á. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari kemur til liðs við flautu- leikarana í einu verkanna. Tón- leikarnir hefjast kl. 20:30 og standa í um klukkustund. Að- göngumiðar við innganginn. Martial og Guðrún. Mynd - Jim Smart. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.