Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 6
Valinn maður í hverju rúmi Um 400 íslendingar hafa þekkst boð um NATO-ferðir á 10 árum. Fjölmiðlamenn í forgangshópi boðsgesta. Skólastjórar tíðförulir. NATO-ferðirnar hafa komið í stað pílagrímsferða í austurveg Það er löngu þek að stórveldi nvaða nafni sem ^ ekkt staðreynd að stórvefT" ' þau kunna að nefast, leggja sig mjög í líma við að skapa sér vel- vild annarra þjóða og er þá oft öllu til tjaldað. Þetta á ekki hvað síst við um stórveldin tvö Banda- ríkin og Sovétríkin, sem löngum hafa keppst sín á millum að hafa áhrif á heimsálitið sér til hags- bóta. f þessu skyni hefur verið til siðs að bjóða ýmsum þeim sem teljast til málsmetandi manna, sem helst er von til þess að geti haft áhrif á almenningsálitið heimafyrir. Til þessa hóps hafa talist mennta- menn af ýmsum toga, rithöfund- ar, fullþroskaðir og upprendandi stjórnmálamenn, verkalýðsfor- ingjar og aðrir þeir sem hafa á etnhvem hátt með skoðana- mótun að gera. Pílagrímsf arir til Bjarmalands íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari iðju stórveld- anna. Á ámm áður fóm ýmsir þeir sem hallir vom undir „sovét- valdið“ eins og hægri pressan nefndi það, miklar pílagrímsferð- ir til Sovét sem skipulagðar voru af þarlendum stjórnvöldum og vitnuðu síðan um ágæti óska - jandsins þegar heim var komið. Meðan gróskan var mest í slfk- um ferðum austur á Volgubakka spratt upp heill bálkur bók- mennta. Þar í eru einna þekktast- ar fölskvalausar lýsingar þeirra DUNLOP MAXFLIDDH SIGURSÆLASTl GOLFBOLTIÁ ÍSLANDIUNDANFARIN 20 ÁR Óskum þátttakendum góðs gengis, góðs árangurs og ánægjulegra samverustunda með öðrum kylfingum á yfirstandandi landsmóti í Leirunni. Ax | ^usturbakki hf. M I BORGARTÚNI 20. SÍMI 2 84 11 Gefendur á eignargripum tjl Islandsmeistara karla “Austurbakkagripurinn" og íslandsmeistara kvenna 1 “Bláa nunnan” gripurinn skáldbræðra Þórbergs Þórðar- sonar í „Rauðu hættunni“ og Halldórs Laxness í „Gerska ævintýrinu“ af undrum og stór- virkjum Bjarmalands á Stalíns- tímanum. En Adam var ekki lengi í para- dís. Þar kom að rifa tók í það sem var bak við fortjöldin og smám saman missti Sovét-Rússland ljómann í hugum íslenskra sósíal- ista. Það þótti ekki lengur par fínt að þekkjast boð þeirra „kremlverja" og vera í málsvari fyrir þá þegar heim var komið. Haldiðí vesturveg á vegum NATO Um svipað leyti og draga tók úr ferðaáhuganum í austurveg, tók þeim mun meira að bera á fram- boði ferða á aðrar og nýjar slóðir. Bandaríkin og Atlantshafs- bandalagið - NATO - hafa verið iðnari við kolann á undanförnum áratugum að bjóða „málsmet- andi“ íslendingum til höfuð- stöðva NATO í Brussel og höfuð- stöðva Bandaríkjahers í Banda- ríkjum Norður-Ámeríku. I þetta sinn voru það ekki „so- vétvinir" sem urðu fyrir valinu, heldur ýmsir þeir sem með ein- hverjum hætti voru líklegir til þess að mæla hersetunni bót og veru íslands í NATO. Menningarstofnun Bandaríkj- anna á íslandi og NATO hafa haft forgöngu um þær boðsferðir sem standa íslendingum til boða og er ýmist haldið til Briissel, Washington og/eða Norfolk. Samkvæmt upplýsingum frá Menningarstofnun Bandaríkj- anna hafa 118 einstaklingar þekkst boð um NATO-ferð á vegum stofnunarinnar á tæpra tíu ára tímabili, frá því í september 1979 fram til júlí í ár. Ekki reyndist unnt að fá hliðstæðar upplýsingar frá Upplýsingaskrif- stofu NATO nema þá með góð- um fyrirvara. Undanfarin ár hafa 27 manns farið á vegum Upplýs- ingaskrifstofunnar, þannig að gera má ráð fyrir að 270 manns til viðbótar hafi farið í slíkar boðs- ferðir á undanförnum 10 árum. Fjölmiölafólk og skólamenn aufúsugestir Þegar listinn yfir 118- menningana er athugaður kemur í ljós að sumar starfsstéttir eru í meiri metum en aðrar þegar boð- ið er í slíkar ferðir. Fjölmiðla- menn eru iang flestir eða 33 tals- ins, eða tæplega helmingi fleiri heldur en þingmenn sem eru næst fjölmennastir boðsgestanna, eða 17 í það heila tekið. Því næst koma 13 skólastjórar, átta manns frá ungliðahreyfing- um stjórnmálaflokka og átta frá Háskóla íslands, sex verkalýðs- leiðtogar, sex sveitarstjórnar- menn og enn aðrir sex sem eru flokkaðir sem starfsmenn stjómmálaflokka. Þar næstir koma fjórir lögfræðingar og fjórir sem tengjast atvinnulífi, þrír frá utanríkisráðuneyti, þrír frá skólayfirvöldum, tveir frá Varð- bergi og Samtökum um vestræna samvinnu, tveir frá Öryggismála- nefnd, einn aðstoðarmaður ráð- herra, einn frá Landhelgisgæslu og einn frá Almannavömum ríkisins. í sjálfu sér kemur það ekki á óvart að fjölmiðlungar skuli skipa öndvegi í slíkum ferðum, - allavega ekki þegar þess er gætt að fjölmiðlarnir em viskubmnn- ur nútímamannsins og því mikils um vert að menn á þeim bæ séu vel brynjaðir upplýsingum um hlutverk og eðli hernaðarmask- ínu NATO og Bandaríkjahers til að miðla áfram samkvæmt form- erkjum „hlutlausrar“ frétta- mennsku. Aftur á móti vekur nokkra furðu að sjá hve skóla- stjórar eru ofarlega á blaði yfir boðsgestina. Fyrir rúmum tveimur ámm varð töluvert fjöl- miðlamál út af NATO-ferð átta skólastjóra úr gmnnskólum í Reykjavík til Briissel og hafði einn þeirra farið tvær slíkar ferðir áður. Þá kom fram í svari talsmanns Menningarstofnunar Bandaríkj- anna að boðið væri í þessar ferðir til þess að skapa jákvæðni í garð NÁTO og Bandaríkjanna. Sama máli gegndi um skólastjóra sem og aðra sem færu í slíkar ferðir. Af hálfu skólastjóranna var hins vegar minna um svör þegar þeir vom eðlilega inntir eftir því á hvern hátt kynnisferðin kæmi að notum í skólastarfi. —rk Mikils um vert að fræðast Magnús Þórðarson, UpplýsingaskrifstofuNATO: Ferðirnar eruekki verðlaun fyrir vel unnin störf í þágu NATO Það er ekki það sama að lesa sér um hlutina eins og að geta spurt um þá og séð með eigin augum, sagði Magnús Þórðar- son, framkvæmdastjóri Upplýs- ingaskrifstofu NATO á íslandi, en á undanförnum árum hefur NATO boðið Islendingum þríveg- is á ári til höfuðstöðvanna í Bríiss- el. Magnús sagði að venjan væri að Varðberg, samtök ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu, veldu menn í eina ferð og stjórn Samtaka um vestræna samvinnu veldi í aðra ferð. - Upp á síðkastið hafa ekki verið nema níu manns í hvorri ferð. Reynt er að halda ákveðnu pólitísku jafnvægi milli Alþýðu- flokksmanna, Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna. Og mjög oft eru einhverjir óflokksbundn- ir, sagði Magnus. Magnús sagði að þriðja ferðin sem farin væri á vegum NATO, samanstæði af embættis- mönnum, ritstjórum, fjölmiðla- fólki og öðrum þeim sem talið erl nauðsynlegt að viti eitthvað um Magnús Þórðarson: NATO- ferðirnar hefur sett niður í hugum manna. Ekki sama ævintýrið og áður. NATO starfs síns vegna. - Það eru þessir aðalsmenn seinni ára eins og fjölmiðlafólk vill gjarnan h'ta á sig og aðrir þeir sem hafa eitthvað með upplýsingaflutning og skoðanamótun að gera, eða það sem Ameríkaninn nefnir „opinion makers“. Þetta geta einnig verið kennarar og jafnvel verkfræðingar sem eru að vinna að verkefnum er tengjast varnar- liðinu. Nú svo kemur einnig til greina að bjóða fólki sem hefur sýnt sérstakan áhuga, sagði Magnús. Hann tók þó fram að ekki væri litið svo á að þessar ferðir væru einskonar umbun fyrir vel unnin störf. Magnús sagði að seinni árin hefðu ekki farið nema 27 manns á ári í NATO-ferðimar, en á ámm áður hefðu boðsgestir verið mun fleiri. - Þessar ferðir hefur sett ofan í hugum manna. Þær em ekki lengur eins spennandi eins og áður. Nú em Islendingar alltaf á faraldsfæti og því lítil nýlunda þótt menn komist út fyrir land - steinana, sagði Magnús. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.