Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 17
Stuð um allt land Fjöldi útihátíða um Verslunarmannahelgina B.S.Í. og Félag Sérleyfis- hafa verða með sætaferðir á allar helstu útihátíðir landsins um verslunarmannahelgina, og að sjálfsögðu til baka líka. Þjóöhátíðin í Eyjum Ef fólk ætlar á Þjóðhátíðina í Eyjum verða sætaferðir frá Reykjavík til Þorlákshafnar sem hér segir: Á föstudag 4. ágúst kl. 07.30,16.30 og 00.30 (aðfaranótt laugardags), frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur kl. 08.30 og 16.30. Laugardag 5. ágúst frá Reykjavík kl. 12.30 og frá Þorlákshöfn kl. 13.30. Sunnudag 6. ágúst frá Reykjavík kl. 16.30 og frá Þorl- ákshöfn kl. 17.30. Mánudag 7. ágúst frá Reykjavík kl. 11.00 og 19.30. og frá Þorlákshöfn kl. 11.00, 20.30 og 04.30 (aðfaranótt þriðjudags). Þriðjudag 8. ágúst frá Reykjavík kl. 11.30 og 19.30 og frá Þorlákshöfn kl. 12.30 og 20.30. Hægt er að kaupa pakka- miða á Þjóðhátíðina og í þeim er aðgangseyrir á hátíðina sem er 6000 kr., ferð með Herjólfi fram og til baka 2000 kr. og rúta frá Reykjavík til Þorlákshafnar og til Reykjavíkur aftur 600 kr. Sam- tals kostar pakkinn því 8.600 krónur. Þessa pakkamiða er hægt að kaupa hjá Ferðaskrifstofu BSÍ á Umferðarmiðstöðinni. Þjóðhátíðin er haldin í Herj- ólfsdal á vegum Týs og hljóm- sveitirnar sem leika fyrir dansi eru Bítlavinafélagið, Sálin hans Jóns míns, Eymenn og hljóm- sveit Einars Sigurfinssonar. Auk þessa verða til skemmtunar Halli og Laddi, Valgeir Guðjónsson, Omar Ragnarsson, Bjartmar Guðlaugsson, Jóhannes Krist- jánsson, Bergþór Pálsson, Einar Klin Red Shirts, Mömmustrákar, hljómsveitin Lúsifer, Lúðrasveit Vestmannaeyja, íþróttir af ýmsu tagi, barnagaman, Brúðubfllinn, bjargsig, bamadansleikur, þjóð- hátíðarlagið 1989, blysför, brenna, flugeldasýning, varðeld- ur og brekkusöngur. Bindindismótið í Galtalæk Sætaferðir í Galtalæk verða sem hér segir: Föstudagur 4. ág- úst, frá Reykjavík kl. 08.30, 17.00 og 21.00 og frá Galtalæk kl. 16.00. Laugardagur 5. ágúst frá Reykjavík kl. 08.30 og 13.30 og frá Galtalæk kl. 16.00. Sunnu- dagur 6. ágúst frá Reykjavík kl. 08.30 og frá Galtalæk kl. 16.00. Mánudagur 7. ágúst frá Reykja- vík kl. 08.30 og frá Galtalæk kl. 13.00 og 16.00. Þriðjudagur 8. ágúst frá Reykjavík kl. 08.30 og frá Galtalæk kl. 16.00. Aðgangs- eyrir á hátíðina er 4000 krónur og rúta frá Reykjavík til Galtalækjar og til Reykjavíkur aftur kostar 1400 krónur, eða samtals 5.400 kr. Unglingar 13-16 ára greiða 3500 krónur á hátíðina, en börn yngri en 12 ára fá frítt. Bindindi- smótið er haldið á vegum ís- lenskra Ungtemplara og Um- dæmisstúku nr. 1. Hljómsveitir á hátíðinni verða hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Busarnir, Fjörkallar, Sérsveitin og Vímu- laus æska. Skemmtiatriði verða fjölmörg og meðal þeirra verða Ómar Ragnarsson, Jón Páll, Linda Pétursdóttir, Hálft í hvoru, Raddbandið, Guðbjörn S. Ingi- marsson eftirherma, Jóki trúður, songvarakeppni, karatesýning, hjólreiðakeppni, ökuleikni BFÖ, barnadansleikur, Brúðubfllinn, danssýning, tívolí, karnival, ævintýraland, leiksvæði, varðeld- ur, flugeldasýning, fjöldasöngur o.fl. Rokkhátíðin í Húnaveri Sætaferðir í Húnaver verða á föstudag 4. ágúst frá Reykjavík kl. 08.00, 17.00 og 19.00, en frá Húnaveri kl. 11.30 og 19.00. Laugardagur 5. ágúst frá Reykja- vík kl. 08.00 og 13.00, en frá Húnaveri kl. 11.30. SunnudagUr 6. ágúst frá Reykjavík kl. 08.00 og 17.00 og frá Húnaveri kl. 11.30 og 19.00. Mánudagur 7. ág- úst frá Reykjavík kl. 08.00 og frá Húnaveri kl. 11.30 og 19.00, en aukaferðir verða farnar eftir þörfum. Þriðjudagur 8. ágúst frá Reykjavík kl. 08.00 og 17.00 og frá Húnaveri kl. 11.30 og 19.00. Pakkaverð í Húnaver er 6.850 krónur og innifalið í því er að- gangseyrir á hátíðina, 3.950 og rúta frá Reykjavík til Húnavers og aftur til Reykjavíkur 2.900 krónur. Rokkhátíðin er haldin mitt á milli Blönduóss og Varmahlíðar á vegum Stuðmanna. Hljóm- sveitir sem verða auk Stuðmanna eru Bubbi Morthens, Síðan skein sól, Langi seli og Skuggarnir, Geiri Sæm og hungangstunglið, Sniglabandið, Strax, Nýdönsk og Ex. Skemmtiatriði verða mörg, til dæmis verður hljómsveita- keppni þar sem þrjátíu hljóm- sveitir keppa um titilinn Hljóm- sveit ‘89. Fjölskyldu- hátíð í Vík Sætaferðir í Vík verða á föstu- dag frá Reykjavík kl. 08.30 og 20.00 og frá Vík kl. 15.15. Laugardagur 5. ágúst frá Reykja- vík kl. 08.30 og frá Vík kl. 15.15. Sunnudagur 6. ágúst frá Reykja- vík kl. 08.30 og frá Vík kl. 15.15. Mánudag 7. ágúst frá Reykjavík kl. 08.30 og frá Vík kl. 15.15. Þriðjudagur 8. ágúst frá Reykja- vík kl. 08.30 og frá Vík kl. 15.15. Ókeypis er inn á hátíðarsvæð- ið, en tjaldstæði kosta frá 500 kr. upp í 1000 kr. Aðgangseyrir að dansleik er 1.200 kr., og rútuferð til Víkur kostar 1.060 kr. Hátíðin er haldin á vegum Björgunar- sveitarinnar Víkverja og Ung- mennafélagsins Drangs. Hljóm- sveitin Lögmenn leikur fyrir dansi í Leikskálum. Önnur skemmtiatriði og afþreying verða útsýnisferðir með hjólabát, rútu- ferðir að nýrri skíðalyftu á Sól- heimajökli, minigolf og íþrótta- mót fyrir yngstu kynslóðina. Suðurlands- skjálftinn Suðurlandsskjálftinn verður NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 17 ij; Á öllum stærri Shellstöðvum, Shell-gas fyrir - allar gerðir prímusa og gasljósa, - fyrir grill, - sumarbústaði, - alla tjald- og tjaldhýsaútgerð. Reykjavík eru þessir staðir auk þess seruítbúnir til gasafgreiðslu: • Þjónustustöðin Skerjafirði, sími 91-11425, o Þvottastöðin Laugavegi 180, sími 91-623016, þar eru seld áfyllt hylki fyrir amerísk gasgrill og auk þess minni hylki 2,5-5 kg. • Skeljungsbúðin Síðumúla 33 sími 91-681722 • Shellstöðin, Miklubraut v/Kringiuna s. 36060 • Shellstöðin,.Suðurfelli s. 74060 í Skeljungsbúðinni fæst ennfremur fittings, mælar, þrýstijafnarar slöngur og fleira. haldinn í Árnesi og sætaferðir verða á föstudag 4. ágúst kl. 18.30 frá Reykjavík og frá Árnesi kl. 09.45. Laugardagur 5. ágúst frá Reykjavík kl. 14.00, en engin ferð frá Árnesi. Sunnudagur 6. ágúst frá Reykjavík kl. 21.00 og frá Árnesi kl. 09.45. Mánudaginn 7. ágúst verður engin ferð frá Reykjavík, en frá Árnesi kl. 17.45. Ekkert kostar inn á svæðið sjálft, en tjaldstæði kosta 250 á mann fyrir eina nótt. Aðgangs- eyrir á dansleik er 1.200 kr., en matargestir fá frítt á dansleikinn. Suðurlandsskjálftinn er haldinn í Félagsheimilinu Árnesi í Gnúp- verjahreppi á vegum Ómars Gunnarssonar. Hljómsveitirnar Kátir piltar og Rokkabillýband Reykjavíkur leika fyrir dansi. Önnur skemmtiatriði verða Valgeir Guðjónsson, bandaríski söngvarinn John Collins og Hjörtur Howser píanóleikari, hestaleiga, ýmsar uppákomur, leikjadagskrá, knattspyrnu- keppni, kúluvarpskeppni og fleira. Valaskjálfti ‘89 Það er dálítið mikið mál fyrir Reykvíkinga að komast austur á Egilsstaði, því ferðin tekur tvo daga þar sem skipta þarf um rútu á Höfn í Hornafirði eða á Akur- eyri. Annars vegar er hægt að fara frá Reykjavík kl. 08.00 dag- lega og þaðan til Akureyrar og daginn eftir kl. 08.15 til Egils- staða. Sú ferð kostar 4.350 kr. Hins vegar er hægt að fara frá Reykjavík kl. 08.30 daglega til Hafnar í Hornafirði og þaðan daginn eftir kl. 09.00. Sú ferð kostar 4.300 kr. Einnig eru ferðir farnar frá Neskaupsstað og Atla- vík og að sjálfsögðu frá Höfn og Akureyri. Ekkert kostar inn á svæðið sjálft en tjaldstæði á Egilsstöðum kosta 125 kr. á mann og 125 kr. fyrir tjald í eina nótt. Aðgangs- eyrir á dansleikina þrjá (föstu- dag, laugardag og sunnudag) kosta 3.600 kr. Einnig er hægt að kaupa sig inn á einstaka dans- leiki. Valaskjálfti 89 er haldinn á vegum Hótels Valaskjálf. Hljóm- sveitir verða Stjórnin, Langi Seli og Skuggarnir, Heitar pylsur, Enginn okkar hinna, Hálfur undir sæng og Pete Suffa & the Disaster. Einnig skemmta söng- konurnar Sigríður Beinteinsdótt- ir og Ellen Kristjánsdóttir, blús- arinn Guðgeir Bjarnason, eld- gleypir og fleira fólk. NUERTÆKIFÆRIÐ! Tilboðsverð á örfáum CATERPILLAR F60 DSA 3ja tonna rafmagnslyfturum Búnaður: Hliðarfærsla — Möguleiki á snúningi Kvoðufyllt breið dekk — Vinnuljósabúnaður Gámagengt mastur — 855 amperstunda raf- geymir — Tölvustýrt hleðslutæki — o.fl. o.fl. VERÐ AÐEINS KR. 1.980.000 HEKLAHF Laugavegi 170-174 Sími 695500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.