Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 15
um, sem lent hafa í karlmönnum, hefur kannski fundist eitthvað kitlandi við þetta, og þegar þeir sjá sjálfa sig sem gerendur koma gjaman upp efasemdir hjá við- komandi um að ef til vill sé hann samkynhneigður undir niðri og hafi viljað þetta sjálfur. - Það er líka sá stóri munur á viðbrögðum kynjanna að karl- menn, sem í æsku hafa vérið fórn- arlömb sifjaspella eða misnotk- unar utanaðkomandi aðila mis- nota oft á tíðum sjálfir börn þegar þeir em fullorðnir. Það er eins og þeir leitist við að snúa hlutföllun- um sér í hag. Þeir geta ekki sætt sig við að vera fómarlömb og skipta því um hlutverk, verða sjálfir gerendur og setja bam í það sem áður var þeirra hlutverk. - Konurnar verða hins vegar sinnulausar. Þær sökkva sér í sjálfsvorkunn, vanrækja böm sín og giftast stundum manni sem svo misnota böm þeirra og em þann- ig með í því að viðhalda víta- hringnum. Algengustu viðbrögð stúlkna em að annað hvort af- neita þær kynferði sínu, eða þeim finnst þær vera almenningseign og sofa hjá hverjum sem er. Og öllum finnst þeim þær vera bæði ljótar og leiðinlegar. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir sifjaspell? - Það verður að sinna bömum. Það mikilvægasta er að sjá til þess að þeim líði vel, andlega og líkamlega, því sifjaspell tengjast alltaf vanrækslu bama. Það er nauðsynlegt að hafa augun opin fvrir líðan þeirra, þau segja kannski ekki beinlínis frá, en oft á tíðum kvarta þau undan alls kyns ókennilegum verkjum og annarri vanlíðan. Það er mjög mikilvægt að ná til þeirra barna sem í dag eru fómarlömb fullorð- inna til þess að koma í veg fyrir að þau beri vandann áfram. Ef það tækist til að mynda að ná til allra drengjanna væri hægt að koma í veg fyrir að þeir verði á morgun þeir sem misnoti böm. - Á námskeiði sem ég var á í London var því haldið fram að það ætti að kenna börnunum að gæta sín sjálf, en það finnst mér vera að bjóða okkur, fullorðna fólkinu, upp á að fría okkur ábyrgð með því að varpa henni yfir á bömin. Við verðum fyrst og fremst að gæta þeirra og hafa auga með því hvort þau sýni ein- hver merki vanlíðunar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að barn átti sig á því hvar eðlileg mörk í samskiptum þeirra og full- orðinna liggja. Þegar farið var að hreyfa við sifjaspellsmálum kom í Ijós vandi, sem var stœrri en nokkurn hafði grunað. Heldur þú að víðar sé pottur brotinn án þess að við höf- um hugmynd um það? - Það sem kom í ljós þegar menn loksins þorðu að taka á sifjaspellunum gerir að verkum að maður fer að spyrja sig hvað það verði sem næst komi á dag- inn. Hvort það séu ekki fleiri dæmi um misnotkun og kúgun sem fari fram beint fyrir framan nefið á okkur og sem við lokum augunum fyrir. Hvað Danmörku varðar held ég að það sem næst verði að taka fyrir sé meðferð á gömlu fólki. Ég er hrædd um að það sé meira en okkur grunar um ofbeldi gegn elstu borgurum þjóðfélagsins, sem eins og þeir yngstu eiga í vök að verjast fyrir þeim sterkari. LG Geta gerst í hvaða fjölskyldu sem er Guðrún Jónsdóttir: Sifjaspell er afleiðing af misskiptingu valds. Konur eru kúgaðar af körlum og börn af fullorðnum Fjölmiðlar voru ákafir í að segja frá reynslusögum fómarlamba en áhugi þeirra einkenndist nokkuð af æsifréttamennsku. Þegar málið er ekki lengur söluvara er hætta á að umræðan detti niður, segir Guðrún. Mynd-Kristinn. Guðrún Jónsdóttir, félags- ráðgjafi er í hópi þeirra kvenna sem fyrstar létu til sín taka varðandi sifjaspell. í við- tali sem hér fer á eftir ræðir hún um aðdragandann að stofnun samtaka gegn sifja- spellum, hugmyndir sínar um orsakir slíks ofbeldis og á hvern hátt hægt sé að draga úr því. Hún er ekki sammála þeirri kenningu Ingrid Leth sem kemur fram í viðtali við hana á næstu síðu að karl-' menn sem í æsku hafa verið misnotaðir verði oft sjálfir kyn- ferðisafbrotamenn á fullorð- insaldri. - Þetta eru ákaflega hæpin fullyrðing sem ég get ekki tekið undir. Vegna skorts á rannsókn- um og því hve erfitt er að fram- kvæma marktækar rannsóknir á þessu sviði þá er ekki hægt að halda svona fullyrðingum á lofti. Úrtakskannanir, eins og sú sem Ingrid byggir sínar kenningar á, gefa oft óáreiðanlegar niðurstöð- ur vegna þess hve erfitt er að fá fólk til að svara á hreinskilinn hátt. Niðurstöður slíkra rannsókna, jafnvel í sama landi, geta verið mjög mismunandi, sagði Guðrún. - Auðvitað eru til afbrotamenn sem hafa sjálfir ver- ið misnotaðir í æsku en það gefur ekki tilefni til neinna alhæfinga. Kjarni vandans felst í misnotk- un á valdi og sifjaspell eru ein tegund þess ofbeldis sem mis- notkun valds leiðir af sér. í seinni tíð hafa flestir tekið undir þá skoðun feminista að orsakir sifja- spella liggji í valdamismuni sam- félagsins. Kúgun karla á konum og kúgun fullorðinna á bömum. Ingrid segist hafa heyrt að ís- lendingar séu óvenjugóðir við börnin sín. Þú segir að þau séu kúguð. - Já mér finnst við almennt sýna bömum okkar ýmist ofríki eða afskiptaleysi. Samfélagið tekur litla ábyrgð á bömum og með of miklu vinnuálagi og lítilli þjónustu við bamafólk er for- eldrum gert ákaflega erfitt um vik að sinna sínu hlutverki. Mér finnst líka felast ákveðin þversögn í því að íslendingar eiga flest börn, miðað við nágranna- þjóðir okkar, en um leið og þau eru fædd er enginn tími fyrir þau. Að þessu leyti held ég að að að- búnaður barna sé verri hér en annar staðar. Samtök gegn sifjaspellum Hvernig kom það til að stofnuð voru samtök gegn sifjaspellum? Kveikjan að stofnun samtak- anna var umfjöllun í Vem um of- beldi gegn bömum sem birtist í blaðinu sumarið 1986. Þetta var í fyrsta skipti sem um þessi mál var skrifað á opinberum vettvangi hérlendis. Veturinn á undan hafði ég verið með líámskeið í félagsráðgjöf í Háskólanum tengt þessu efni. Nemendumir vom mjög áhugasamir og vildu ekki láta staðar numið að námskeiði loknu. Um sumarið stofnuðu við því hóp og ákváðum að gera eitthvað í þessum málum. Við höfðum enga ástæðu til að ætla að sifjaspell væm minni vandi hér en annars staðar þótt umræða um þessi mál hafi verið bannhelg fram að þeim tíma. í þessum hópi störfuðu líka nokkrar konur frá kvennaathvarfinu. Fyrsta verk hópsins var að hafa opinn síma á kvöldin þar sem fómarlömb sifjaspella gátu haft samband. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, það var hringt látlaust öll kvöld, konur á öllum aldri, og það kom okkur á óvart hve mikill fjöldi kvenna var reiðubúinn að tjá sig um reynslu sína og gera eitthvað í málunum. Hugmyndin var sú að ná saman þeim konum sem höfðu orðið fyrir sifjaspellum og koma á fót sjálfshjálparhópum. Fyrsti slíki hópurinn hittist í janúat 87 en frá því að við fórum af stað hafa hátt á þriðja hundrað konur haft sam- band við okkur. í þessum hópum hittast konur sem eiga það sameiginlegt að hafa upplifað hræðilega reynslu og stuðningur þeirra hver við aðra er þeim mjög mikilvægur. Þær rifja upp atburðina, sem öllum reynist mjög erfitt því fórn- arlömb sifjaspella vilja helst gleyma þessari reynslu eða ýta henni til hliðar. I framhaldi af þessu reyna þær að átta sig á þeim afleiðingum sem þetta hefur haft á Iíf þeirra. Það myndast yfirleitt sterk samkennd í hópunum sem eykur konunum kjark og þor til að takast á við sjálfa sig og lífið. Fáir karlar hafa hringt Nú eru strákar líka fórnarlömb ■Sifjaspella, hafa þeir ekki leitað til ykkar? Það hafa einungis tveir karlar hringt í okkur og ég kann enga einhlíta skýringu á því. Það er vit- að að stúlkur eru í meirihluta þeirra sem verða fyrir sifjaspell- um þó engar áreiðanlegar tölur séu til í því sambandi. Skýringin er ef til vill sú að karlmenn eiga erfiðara með að viðurkenna að þeir séu fórnarlömb., það brýtur niður karlmennskuímyndina, en það er ekkert hægt að fullyrða i þessum efnum. Við erum tilbúnar til að að- stoða karla við að koma á fót sjálfshjálparhópum en þeir verða að hafa frumkvæðið að því sjálfir og við teljum ekki æskilegt hafa kynblandaða hópa. Getur gerst í öllum fjölskyldum Til að draga úr kynferðislegri misnotkun á bömum, og raunar öllu ofbeldi, held ég að við ættum einbeita okkur að eigin einkalífi og átta okkur á því hvernig valda- mynstrið er inn á okkar eigin heimili. Við þurfum að hugleiða vandlega hvaða veganesti við gef- um börnum okkar og spyrja okk- ur að því í hvaða mynd kúgun barna kemur fram í kringum okk- ur. Það er mjög ríkjandi viðhorf að börn eigi að hlíða og við troðum upp á þau okkar skoðun- um og vilja. Virðingarleysi fólks gagnvart bömum kemur glögg- lega fram í því á hvem hátt er talað við þau og í raun njóta börn ekki mannréttinda. Fullorðnir “eiga“ bömin og ráðskast með þau undir því yfirskyni að þau vilji þeim aðeins það besta. • Langtímamarkmiðið er í mín- um huga það að dreifa valdi jafn- ara og koma á friðsamlegri sambúð milli karla og kvenna og á milli þjóða. í því sambandi er lausnin ekki fólgin í því að helm- ingur kvenna sé í öllum ábyrgðar- stöðum þjóðfélagsins heldur að við beinum sjónum okkar inn á eigin heimili og skoðum valda- hlutföllin þar og hvernig því mætti breyta Fólki reynist ákaflega erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að sifjaspell geta gerst alls staðar í hvaða fjölskyldu sem er og það er ekki hægt að benda á neitt óeðli- legt í fjölskyidum eða fari þeirra fjölskyldufeðra sem fremja sifja- spell. Þetta em oft á tíðum hinir mætustu borgarar út á við og fjöl- skyldulífið allt slétt og fellt utan frá séð. Enda er það svo að fólk neitar oft að trúa því að maðurinn í næsta húsi misnoti dóttur sína á bak við gluggtjöldin, ..Nei, ekki hann, ekki þessi fyrirmyndarfað- ir... Börnum er ekki trúað Fyrir utan það sem við sjálf get- um gert til að höggva að rótum meinsins er nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða strax til að að- stoða þau böm sem hafa verið misnotkuð. Breytingar í kerfinu ganga ákaflega hægt og ég þekki fleiri en eitt dæmi þess að börn hafa fengið alveg hroðalega með- ferð. Til dæmis er bömum mætt með mikilli tortryggni þegar þau segja frá því að þau hafi verið misnotuð og vitnisburður bamsins er ekki tekin sem gild sönnun. Annað hvort þarf afbrotamaðurinn að játa verknaðinn eða einhver vitni að finnast, sem er nú í langfæst- um tilfellum. Það er ekki rétt að efast á þennan hátt um framburð bamsins því rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis sýna að innan við 1% af vitnisburði þeirra er ómarktækur. En auðvitað em þetta alvarlegar ákærur sem koma fram og við eigum að fara varlega í að sakfella menn en með hliðsjón af eðli sifjaspellsmála verðum við að endurskoða sönnunarmatið og sönnunar- byrðina. Það er ekki hægt að meðhöndla þessi mál á sama hátt og venjuleg sakamál, eins og t.d. þjófnað. Þjónusta bamaverndamefnda og féiagsmálastofnana þarf að verða markvissari og snúa ekki eingöngu að baminu heldur einn- ig að móðurinni og öðmm fjöl- skyldumeðlimum. Hér í Reykja- vík hefur verið komið á nokkurri reglu i meðferð sifjaspellsmála en víða út á landi er litla aðstoð hægt að fá. Eftir að mál em upplýst er svo eins og botninn detti úr meðferð- inni og lítil aðstoð fæst eftir það. Það er ákaflega mikilvægt að auka þá aðstoð sem fylgir í kjöl- farið. Það þarf oft að fjarlægja afbrotamanninn af heimilinu, en ekki barnið eins og stundum er gert, og eftir að maðurinn er far- inn þarf bæði barnið sjálft og móðirin á aðstoð að halda til að koma undir sig fótunum á ný. Æsifrétta- mennska Þegar farið var af stað með starf sifjaspellshópsins átti kannski engin von á að umræðan um þessi mál yrði eins mikil og raun varð á. Fjölmiðlar vom á- kafir í að segja frá reynslusögum fómarlamba en áhugi þeirra ein- kenndist svolítið af æsifrétta- mennsku. Þegar málið er ekki lengur söluvara er hætta á að um- ræðan detti niður. Það er ákaflega erfitt að meta það hvort sú umræða sem farið hefur fram hafi skilað einhverj- um árangi og hvort viðhorf fólks hafi eithvað breyst. Ég veit til dæmis nýlegt dæmi þess að bam hafi þurft að skipta um skóla vegna stríðni skólasystkina sinna eftir að fréttist um að faðir henn- ar hafi misnotað það kynferðis- lega. Þau uppnefndu stúlkuna mellu og hóm og bróðir hennar varð líka fyrir aðkasti. Þetta sýnir að það er gmnnt á því viðhorfi að fómarlömb séu sek og þótt böm hafi hér verið að verki er alveg Ijóst að viðhorf þeirra mótast af því umhverfi sem fullorðnir búa þeim. Það er mikilvægt að fjölmiðlar láti ekki staðar numið heldur fylgi málinu eftir með málefna- legri umfjöllun og upplýsingum um eðli þessara afbrota. Fjöl- miðlar gegna ábyrgðarmiklu hlutverki sem einn liður í því að breyta viðhorfum fólks. til sifja- spella og fá fólk til að horfast í augu við þá staðreynd að vand- amálið er algengara en við viljum trúa. iþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.