Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 12
Varfranska byltingin upphaf jafn- réttis eða valdataka borgara- stéttarinnar? Franskirbyltingar- menn úr efri stéttum gróðursetja „frelsistré". Ef einhver ástæða hefði verið til að minnast frönsku stjórnarbyltingarinnar sér- staklega fyrir aldarfjórðungi eða svo, er fullvíst að þá hefði ein ákveðin túlkun þessara at- burða verið nánast því ríkj- andi, þótt við hana hefðu kannske verið einhver til- brigði, og sagnfræðingar að talsverðu leyti á einu máli. En örlögin hafa hagað því svo, að haldið er upp á tvö hundruð ára afmæli byltingarinnar skömmu eftir að róttæk end- urskoðun byltingarsögunnar hefur verið á dagskrá, ný við- horf hafa rutt burtu gömlum kenningum, sem nutu al- mennrar viðurkenningar, eða gert þær valtar í sessi og af þessu hafa sprottið deilur sem eru alls ekki hljóðnaðar ennþá. Setti þetta nokkuð svip sinn á umræðurnar í kringum byltingarafmælið. Þær nýju túlkanir á frönsku byltingunni sem nú eru komn- ar fram skipta vitanlega miklu máli fyrir sögu Frakklands og Evrópu, en deilurnar eru einn- ig athyglisverðar að ýmsu öðru leyti, ekki síst fyrir að- ferðir sagnfræðinnar og jafnvel sitthvað fleira. Straumh vörf í frönsku mennta- lífi Þótt í megi vitanlega ekki gleyma að sagnfræði þróast að verulegu leyti eftir sínum eigin línum, m.a. eftir því hvernig heimildakönnun miðar áfram, standa þessi umskipti í sambandi við róttæk straumhvörf í frönsku menntalífi. Einhvern tíma á átt- unda áratugnum brá sem sé svo við, að marxisminn, sem hafði nánast því verið opinber heimspeki og lífsskoðun franskra menntamanna í marga áratugi og sett sinn svip á fjölmörg svið, féll af þessum stalli sínum, hann hætti aðverae.k.almennviðmiðun,og í staðinn fóru menn nú að líta gagnrýnum augum á alls kyns kennisetningar, sem byggðar höfðu verið á marxískum grund- velli og notið almennrar viður- kenningar. Hjá því gat ekki farið, að þessi straumhvörf hefðu veruleg áhrif á kenningar manna um frönsku stjórnarbyltinguna. Af augljós- um ástæðum, sem síðar verður reyndar vikið nánar að, var bylt- ingarsagan mjög í brennidepli í marxískri söguskoðun yfirleitt, en auk þess var í Frakklandi ára- tuga gömul hefð fyrir því að beita aðferðum og viðhorfum marx- ismans í margvíslegum frumrann- sóknum á atburðum stjórnarbylt- ingarinmnar. Þannig höfðu fræðimenn myndað heildarkenn- ingu um þessa atburði, sem virtist hvfla á mjög sterkum grunni og naut því almennrar viðurkenn- ingar langt út fyrir raðir eigin- legra „marxista“. Sem smádæmi um það hvað þessi söguskoðun var sterk, má nefna að sú venja hefur verið ríkjandi um langt skeið að í prófessorsembætti Sorbonne-háskóla í byltingar- sögu skyldi jafnan nefna marxista Endurskoðun á sögu frönsku byltingarinnar. Uppgjör við marxíska söguskoðun sem stundaði þá rannsóknir sínar eftir þessum ruddu brautum. Ekki bar mikið á að menn gagnrýndu þessa skipan mála: sagnfræðingar sem voru á ein- hvern hátt á öndverðum meiði við slíkar kenningar, t.d. kaþól- skir sérfræðingar í kirkjusögu, áttu t.d. til að segja, að marxism- inn væri söguskoðun, sem búin hefði verið til á 19. öld og ætti vel við aðstæður á þeim tíma, en yrði því verri sem honum væri beitt við atburði og aðstæður semværu lengra burt frá Evrópu á 19. öld í tíma og rúmi. Af þessu mátti leiða, að marxisminn gæti verið góð og gild aðferð í byltingar- sögu, þótt hann hentaði síður í kirkjusögu miðalda eða öðru slíku. Kenningar marxista um byltinguna Þegar litið er á verk þeirra sagnfræðinga sem studdust við aðferðir og viðhorf marxismans þegar þeir fengust við sögu frönsku byltingarinnar, er rétt að gera greinarmun á rannsóknum þeirra á ákveðnum sérsviðum og svo heildarkenningunum um þessa atburði. Deilurnar um túlk- un byltingarsögunnar snúast að sjálfsögðu fyrst og fremst um þessar síðarnefndu kenningar og gildi þeirra, og er því rétt að rekja þær í fáum orðum, þótt þær séu reyndar mörgum kunnar. Samkvæmt söguskoðun marx- ista þróaðist þjóðfélagið eftir ákveðnum lögmálum og gekk í gegnum viss stig, þannig að eitt efnahagskerfi, sem ákveðin stétt bar uppi, tók við af öðru: léns- í augum almennings hefurfallöx- in orðið e.k. tákn frönsku bylting- arinnar. skipulag tók við af þrælahaldi og síðan tók kapítalismi við af léns- skipulagi. Umskiptin urðu, þegar efnahagskerfið var búið að ganga sér til húðar og þjóðfélagsþróun- in var í þann veginn að sprengja það að sér, og kostuðu þau gjarnan byltingu: ný stétt, sem áður hafði verið undirokuð, reis upp, tók völdin úr hendi þeirrar stéttar sem áður hafði verið ríkj- andi afl í þjóðfélaginu og gerbylti kerfinu. A þennan hátt túlkuðu marxistar síðan frönsku stjórnar- byltinguna. Þeir töldu að á 18. öld hefðu Frakkar enn búið við „lénsskipulag" og aðalsveldi en vegna þróunar kapítalismans, sem var þá stöðugt að eflast, og uppgangs borgarastéttarinnar hefðu mótsagnir þjóðfélagsins stöðugt verið að skerpast. í fyrstu umferð hefðu aðalsmenn brugð- ist þannig við þessari þróun að þeir hefðu reynt að hamla á móti henni, ríghalda í sín forréttindi og herða tökin á þjóðfélaginu: það var hin svokallaða „andspyrnu- stefna aðalsins". Þetta hefði þó ekki dugað til langframa, og því hefði borgarastéttin að lokum gert byltingu gegn aðalsveldinu árið 1789 með stuðningi alþýð- unnar. Eftir miklar atburða- sveiflur, þar sem hyllt hefði undir valdatöku enn lægri stétta og aðra frelsun, hefði borgarastéttin að lokum borið sigur úr býtum og með henni borgaraleg viðhorf, siðgæði og menning. Þá hefði loks hafist skeið kapítalismans í Frakklandi (rúmri öld síðar en í Englandi) og reyndar víðar um Evrópu, og myndi það standa þangað til önnur stétt tæki við af borgarastéttinni í annarri bylt- ingu. Væri franska stjórnarbylt- ingin dæmi og e.k. söguleg fyrir- mynd þess hvernig „bylting“ ætti sér stað. Rætur íhug- myndaheimi Frakka Vera má, að þessi söguskoðun sé talsverð einföldun á kenning- um Karls Marx, eins og stundum hefur verið haldið fram, en á hinn bóginn má ekki gleyma því, að þótt hún sé kennd við marxisma, eiga margir þættir hennar djúpar og víðtækar rætur í hugmynda- heimi Frakka. Sú skoðun hefur af eðlilegum ástæðum lengi verið í útbreidd að í stjórnarbyltingunni hafi orðið einhver mikilvæg þáttaskil en jafnframt að breytingarnar hafi ekki náð fylli- lega fram að ganga og starfi bylt- ingarmannanna hafi ekki verið lokið: það hafi þurft eða þurfi nýja umbyltingu til að reka á það smiðshöggið. Þar sem stjórnar- byltingin var margþætt mátti túlka hana á ýmsa vegu, og alla 19. öld litu menn gjarnan á helstu atburði samtímasögunnar, bylt- ingarnar 1830 og 1848 og „komm- únuna“ 1871 sem tilraunir til að 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.