Þjóðviljinn - 27.10.1989, Síða 2

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Síða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég skapa söguna aftur á bak Ég, Skaöi, hefi jafnan haft mikinn áhuga á mannkynssögunni. Mér finnsf svo merkilegt að hugsa um jafnt hvunndags sem á helgi- dögum um alla þessa atburði og uppákomur sem gerðust hingað og þangað. Alltaf þegar þessir Framsóknarkommar sem ráða landinu, Steingrímur og Ólafur Ragnar eða hvað þeir þykjast heita, eru að gera einhverja andskotans vitleysuna enn, þá hugsa ég til Hitlers og Stalíns og Filippusar annars Spán- arkonungs og Djengis Khans og ívans grimma og allra þeirra kóna og þá verð ég svo glaður í sálinni og sæll yfir því að hafa valið mér tiltölulega rólegan stað og tíma til að fæðast á. Ég held það mundi sljákka svolítið í þessu sívælandi kvörtunarliði ef það kynni söguna betur og vissi til dæmis að meira að segja hjá Frakkakóngi í Versölum, þar sem allt var í gulli og flúri og dýrum gripum, var ólíft með öllu fyrir einfaldri skítalykt. Ekki síst á morgn- ana þegar hundrað þjónar marséruðu með koppa næturinnar eftir óralöngum göngum hallarinnar. Það er eins og ég hefi alltaf sagt: mesti velgjörðarmaður mannkynsins áður en Sjálfstæðisflokkurinn minn var stofnaður var sá sem fann upp vatnskiósettið. Það er líka afskaplega freistandi að hugsa um söguna frá því sjónarmiði að hún hefði getað orðið allt öðru vísi eða kannski alls ekki orðið. Ég hefi til dæmis verið að fylgjast með þessum sjónvarpsþáttum um heimsstyrjöld- ina síðari og þar koma hundvísir menn og fjasa mikið einmitt um þetta: það sem ekki þurfti að gerast. Ef nú þessi hefði gert þetta þá hefði hinn ekki getað, já og svo framvegis. Þið skiljið hvað ég meina. Ef að Stalín hefði tekið mark á viðvörunum um að Hitler væri að koma til að hjóla í hann, þá hefði Rauði herinn ekki beðið gífurlegt afhroð fyrst og Rússar hefðu ekki misst tutt- ugu miljónir manns heldur kannski tíu og stríðinu hefði lokið ári fyrr. Ef að Frakkar hefðu ráðist inn í Þýskaland að vestan meðan Hitler var önnum kafinn í Póllandi þá hefðu Þjóðverjar kannski tapað stríðinu strax á fyrsta ári þess. Ef Bretar og Frakkar hefðu ekki svikið Tékka í Munchen 1938 heldur stutt þá með öllum ráðum ásamt Rússum, þá hefði Hitler skroppið saman eins og blásinn belgur, í sem glettin ungfrú stakk ástar títuprjóni, eins og í vísunni segir. Ég er alveg með á þessum nótum þótt mér verði stundum á að reyna að snúa út úr þessu í huganum og spyrja sem svo: Já, en um hvað ætti að gera stríðsmyndir ef allir hefðu gert eitthvað annað en þeir gerðu og varla nokkurt stríð, og hvað hefði orðið um íslendinga sem hefðu þá engan stríðsgróða fengið og væru enn í dag eins og hverjir aðrir afdalamenn í neftóbaki og slori? Mér finnst líka stundum að þeir sem eru eitthvaö að efast um söguna fram og aftur, þeir grípi nokkuð seint í rass hennar. Þeir eru alltaf að tala um eitthvað sem gerðist en hefði ekki þurft að gerast eftir að þetta fól, Adolf Hitler komst til valda. Mér finnst miklu skynsamlegra að ráðast að rótum meinsins, því hvað sagði ekki Ása- Þór þegar hann henti steininum í klof skess- unnar stórmígandi: Á ska! að ósi stemma! Það er nefnilega og akkúrat það. Ef nú lækn- irinn sem tók á móti barni hjá Klöru Schickl- gruber þann tuttugasta apríl árið 1889 hefði nú haft sitt vit á því að drekka sig fullan ein- mitt þann dag en ekki daginn eftir eins og til stóð, og ef hann hefði nú verið svo fullur að hann missti barnið á steingólfið svo það hrökk úr því öndin, þá hefði þetta barn aldrei orðið Adolf Hitler og þá hefði aldrei verið neitt vesin í heiminum, nema kannski hann Stalín. Það hefði verið mikið næs og konfí eins og hún frænka mín litla, hún Villa, hefði sagt. Og þó Skaði, hugsaði ég með sjálfum mér og hleypti mér í heilastormsveip. Og þó. Ef ég gæti nú ekki huggað minn anda og leitað mér æðruleysis andspænis nútímanum með því að lesa um Hitler og hyski hans, hvernig ætti ég þá að sætta mig við þruglið, vitleysuna og ofbeldið í þessum Leitis-Gróu Framsóknarkommum, sem stjórna íslandi nú? ROSA- ^ GARÐINUM ÓÞOLANDI GALLAÐ SKÓLAKERFI! Maður sér bláókunnugt fólk kyssast á almannafæri án sérstaks tilefnis og maður sér líka til hám- enntaðs fólks sem hefur ekki hug- mynd um það hvernig á að kyss- ast. Ellert B. Schram í DV SLAUFAN Á ÞORSKINN Ég var á Spáni í fimm daga og á hverjum degi voru í kringum fimmtíu blaðamenn og ljósmynd- arar kringum mig. Þetta vakti auðvitað mikla athygli á íslenska saltfiskinum. Linda í DV EG VILEKKI ÞESSI DÖNSKU ÁHRIF! í myndum númer 4 og 5 saumar hún strætómiða og skókassa- pappír inn á myndflötinn ásamt hrifsildi úr danskri símaskrá. D V í STAÐINN FYRIR SÓSÍALISMANN Auglýsingar leika á langanir fólks um skárri jarðvist Morgunblaóió SKORTUR Á NOR- RÆNU SAMSTARFI Frændum vorum Dönum virð- ist einkar lagið að klúðra banka- ránum. í júní 1987 reyndu þrír bankaræningjar að sprengja upp peningaskápinn í bankanum í Munkebo. Þrátt fyrir sex tilraunir til að sprengja skápinn lét hann ekki á sjá. Bankinn sjálfur var hinsvegar algjörlega jafnaður við jörðu. Morgunblaóió þústóðstátindi HEKLU HÁM Fjölmiðlar nærast á málflutn- ingi óvandaðra stjórnmálamanna sem draga umræðuna niður í svaðið, segir forsætisráðherra. Tíminn huggunerað TÍMANSTÖNN Ég viðurkenni þó að það þurfi að reyna að auka frjálsræði í landbúnaðarmálunum þó ég viti satt að segja ekki hvernig eigi að fara að því. Ég held þó að þessi mál eigi eftir að leysast af sj álfu sér með tíð og tíma. Sú kynslóð bænda sem nú hokrar á eftir að líða undirlok. Tíminn NEIÞAÐGERAÞEIR í VIRÐINGARSKYNI Það er fáránlegt að halda því fram að ráðherrar kaupi áfengi í auðgunarskyni. Steingrímur Hermans- son i Tímanum 2 SlÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.