Þjóðviljinn - 27.10.1989, Qupperneq 4
Útgjöld lækka að raungildi
Ólafur Ragnar Grímsson: Mikill árangur hefur náðst íefnahagsmálum áþessu ári.
Höfuðeinkennifjárlagafrumvarps eru aðhald, jöfnuður og kerfisbreytingar. PálmiJónsson: Götóttfrumvarp.
Málmfríður Sigurðardóttir: Engar forsendur fjárlaga hafa staðist
Ólafur Ragnar Grímsson fylgdi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar úr
hlaði í Sameinuðu Alþingi í gær. Mynd: Kristinn.
Fyrsta umræða Ijárlaga næsta
árs fór fram í Sameinuðu
þingi í gær. Fjármálaráðherra,
Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í
upphafi ræðu sinnar að höfuð-
einkenni frumvarpsins fælust í
aðhaldi, jöfnunaraðgerðum og
kerfisbreytingum. Leitast væri
við að snúa af braut síaukinna
ríkisútgjalda, stöðugs hallarekst-
urs ríkissjóðs og erlendrar skuld-
asöfnunar sem þjóðarbúið hefði
mátt þola sl. fímm ár. Ríkisút-
gjöld muni lækka á næsta ári mið-
að við þetta ár um 4% eða um 4
milljarða og ef það gengi eftir
væri það í fyrsta skipti á þessum
áratug sem slíkt gerðist. Tekjur
ríkissjóðs verði 1,3 milljörðum
lægri á næsta ári, þriggja
milljarða halli verði fjármagnað-
ur með innlendum lántökum og
aðhald verði á rekstri hins opin-
bera án þess að skerða mikilvæga
þjónustustarfsemi. Fjármálaráð-
herra sagði að horfið hefði verið
frá „ga ga efnahagsstefnu" Sjálf-
stæðisflokksins sem hefði rekið
ríkissjóð með bullandi halla á
góðæristímum.
Ráðherrann sagði jöfnunarað-
gerðir frumvarpsins ma. felast í
að lægra skattþrep virðisauka-
skatts yrði á mikilvægustu inn-
lendum matvælum. Framlag til
Byggðastofnunar væri aukið um
60% í krónutölu til að gera henni
kleift að sinna því hlutverki sínu
að jafna aðstöðumun lands-
byggðar og höfuðborgarsvæðis
og ríkisstjórnin hefði ákveðið að
hefja endurskoðun laga um
tekjuskatt með það að leiðarljósi
að lækka skattbyrði láglauna-
fólks. Þær kerfisbreytingar sem
mest áhrif hefðu væru upptaka
virðisaukaskatts, sem bætti sam-
keppnisstöðu útflutningsgreina
og jafnaði aðstöðu fyrirtækja inn-
anlands. Ný skipan á verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga ætti
síðan að einfalda og auðvelda
fjárhagsleg samskipti ríkis og
sveitarfélaga.
Arangur efna-
hagsstefnunnar
Ólafur Ragnar rakti í ræðu
sinni það sem hann sagði sýna ár-
angur efnahagsstefnu ríkisstjórn-
arinnar á þessu ári. Viðskipta-
halli hefði minnkað þrátt fyrir
samdrátt í þjóðarbúskapnum,
sem ekki hefði gerst í marga ára-
tugi áður. Viðskiptahalli verði
3% af landsframleiðslu saman-
borið við 3,7% í fyrra en vöru-
skiptajöfnuður verði jákvæður
um 4,8 milljarða króna en hann
hefði ekki verið jákvæður síðan
1986. Munurinn væri hins vegar
sá að árið 1986 hefði fiskafli
aukist og viðskiptakjör batnað
verulega. í ár minnkaði afli og
viðskiptakjör versnuðu.
Þá sagði Ólafur raungengi
krónunar hafa lækkað verulega
án þess að komið hefði til koll-
steypu í gengismálum og verð-
bólga færi úr böndunum. Á mæl-
ikvarða launakostnaðar væri
raungengið 20% iægra en á fyrsta
ársfjórðungi 1988 og í ár yrði það
12,5% lægra en í fyrra. Raun-
gengi væri nú 2% lægra en það
hefði verið að meðaltali á árun-
um 1979-1989.
Verðbólga hefur alltaf farið úr
böndunum á samdráttartímum,
að sögn ráðherrans. Tekist hefði
að koma í veg fyrir það á þessu
ári. Á síðasta ári hefði fram-
færsluvísitalan hækkað um
25,5% en í ár væri útlit fyrir að
hún hækkaði um 21%.
Þrátt fyrir hrakspár forystu-
manna Sjálfstæðisflokksins um
að ekki tækist að afla nauðsyn-
legs lánsfjár innanlands á þessu
ári, sagðist Ólafur nú þurfa að
leggja fyrir Alþingi frumvarp um
umframheimild til lántöku innan-
lands, þar sem sala ríkisskulda-
bréfa og ríkisvíxla hefði gengið
vonum framar. Samtals hefðu
spariskírteini og ríkisvíxlar selst
fyrir 6 milljarða umfram inn-
lausnir og salan stefndi í 6,3
milljarða á árinu. Þá hefði halli
ríkissjóðs lækkað um helming.
Hann væri 1,6% af landsfram-
leiðslu í ár, samanborið við 2,8%
ífyrra, 1,2% 1986 og 1,3% 1987.
í vaxtamálum sagði Ólafur að
nokkur árangur hefði náðst í
lækkun raunvaxta. Vextir spari-
skírteina hefðu verið lækkaðir úr
7-8% í 5,5% og 6% og algeng-
ustu útlánsvextir bankanna á
verðtryggðum lánum hefðu lækk-
að úr rúmum 9% sl. haust í 7,5%
nú. Á gráa markaðnum hefði
vaxtalækkunin orðið enn meiri.
Nokkuð vantaði þó á að vextir
bankanna hefðu aðlagast lægri
verðbólgu og vöxtum spariskír-
teina ríkissjóðs og tryggja yrði að
sú aðlögun ætti sér stað.
Markmið fjárlaganna
Röng efnahagsstefna á árunum
1983-1987, þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn fór með fjármálavald-
ið, ásamt offjárfestingu og rangri
gengisstefnu, gerir það að verk-
um að ástandið nú er enn verra en
það þyrfti að vera, að mati fjár-
málaráðherra. Minni afli, verri
viðskiptakjör og veruleg skipu-
lagskreppa í atvinnulífi orsökuðu
þann samdrátt sem nú ríkti. Sagði
Ólafur að réttast væri að láta
skírslu Hafrannsóknarstofnunar
um ástand fiskistofna fylgja fjár-
lagafrumvarpinu, þar sem afli
upp úr sjó væri stærsti örlagavald-
ur í íslensku efnahagslífi. Á gó-
ðærisárunum 1986-1987 jukust
þjóðartekjur um 52 milljarða á
verðlagi þessa árs en á árunum
1988-1990 drógust þjóðartekjur
saman um 22 milljarða. Sagði
Ólafur þessar tölur sýna glöggt
„ga ga efnahagsstefnu" Sjálf-
stæðisflokksins, sem rekið hefði
ríkissjóð með halla á fyrrgreinda
tímabilinu.
Meginmarkmið fjárlaga eru að
sögn ráðherrans að ríkisbúskap-
urinn stuðli að því að viðskipta-
halli aukist ekki og að verðbólga
minnki þrátt fyrir samdrátt út-
flutningstekna. Að skattar verði
óbreyttir sem hlutfall landsfram-
leiðslu, sem fæli í sér tæplega
1,5% lækkun tekna ríkissjóðs að
raungildi eða um 1,3 milljarðar
króna. Þá væri stefnt að því að
halli ríkissjóðs verði innan þeirra
marka að hægt verði að fjár-
magna hann án þess að auka er-
lendar skuldir eða hækka vexti á
innlendum lánsfjármarkaði.
Hvar er aðhaldið?
Aðhald í ríkisfjármálum kem-
ur aðallega fram í hagræðingu
ýmiss konar og lækkun framlaga.
Ráðherrann boðaði aðhald í
rekstri án þess að þjónusta yrði
skert og framlög og fjárveitingar
til fjárfestinga yrðu lækkuð veru-
lega. Kostnaður við heilbrigðis-
þjónustu yrði lækkaður um 500
milljónir með lækkun lyfja-
kostnaðar og kostnaðar við sér-
fræðilækningar. Einnig væri
stefnt að sparnaði með samruna
og samrekstri sjúkrahúsa á höf-
uðborgarsvæðinu. Sparnaðar-
átak yrði gert í skólakerfinu og
fleiri stofnunum mennta- og
menningarmála upp á 200
milljónir með hagræðingu og nið-
urgreiðslur búvara yrðu
óbreyttar í krónutölu og framlag
til framleiðnisjóðs lækkað um
9% af framleiðsluverðmæti bú-
vöru. Framlög til fjárfestinga
muni lækka um 700 milljónir,
sem jafngilti 20% lækkun og fra-
mlög til Vegagerðarinnar lækk-
uðu um 500 milljónir.
Ólafur viðraði hugmyndir
sínar um breytt verklag við fjár-
lagavinnuna. Hann sagðist
þeirrar skoðunar að annað hvort
yrði þingið að koma saman fyrr á
haustin, í ágúst eða byrjun sept-
ember, svo Alþingi hefði lengri
tíma en 2 mánuði til að fara í
gegnum fjárlagafrumvarpið, -eða
að breyta ætti fjárlagaárinu þann-
ig að það yrði frá 1. júní til 31.
maí.
Vestrænar hag-
stjórnaraöferöir
í lok ræðu sinnar sagði Ólafur
að í flestum vestrænum ríkjum
væru fjárlög hornsteinn efna-!
hagsstefnu stjómvalda. Hér á
landi hefði hins vegar gætt þeirrar
ulhneigingar að líta á fjárlög sem
eitthvað sem kæmu efnahagsað-
gerðum ekkert við. Þeir sem töl-
uðu jafnvel hæst um vestrænar
hagstjórnaraðferðir væru í raun
fylgjandi séríslenskri groddahag-
stjórn stórra gengisfellinga og
kollsteypna. Sumir talsmenn
Sjálfstæðisflokksins hefðu lagt á
það mikla áherslu á ríkisstjórnin
fylgdi ekki hefðbundnum vest-
rænum hagstjórnaraðferðum.
„Þeir láta eins og hefðbundnar
vestrænar hagstjórnaraðferðir
séu annaðhvort groddahagstjórn
sem þeir eru fylgjandi, eða
hreinræktuð frjálshyggja“, sagði
Ólafur. Ekkert væri fjarri lagi.
Hins vegar hefði ríkisstjómin
verið nær því að fylgja hefðbund-
num vestrænum hagstjórnarað-
ferðum.
Glansmynd
fjármálaráðherra
Stjórnarandstaðan var ekki
hress með fjárlagafrumvarp
Ólafs Ragnars. Pálmi Jónsson,
Sjálfstæðisflokki, sagði að þjóðin
hlyti að spyrja sig hvort glans-
myndir fjármálaráðherra af fjár-
lagafmmvarpinu væm í ein-
hverju samræmi við raunvem-
leikann. Glansinn hyrfi af frum-
varpinu þegar rýnt væri í það.
Pálmi rakti hvernig allar forsend-
ur fjárlaga yfirstandandi árs
hefðu brostið. Forsendur í
verðlags-, launa- og gengismál-
um hefðu ekki enst nema fyrstu
2-3 mánuði ársins.
Pálmi sagði raunveruleikann
vera fjármálaráðherra hulinn og
staða fólksins í landinu væri hon-
um ókunn. Hann var heldur ekki
alls kostar sammála Ólafi um að
nú væri útlit fyrir þrjú samdrátt-
arár í röð. Aðeins tvisvar á þess-
um áratug hefði komið hagstæð-
ara ár fyrir íslenskt þjóðarbú en
árið í ár. Ráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar hefðu í flestu verið kák-
ráðstafanir. Sumpart hefðu þær
komið of seint og verið of litlar til
að taka á rótum vandans, þannig
að hallarekstur hefði haldið
áfram að vaxa hjá útflutnings-
greinunum. Millifærslusjóðirnir
hefðu síðan aðeins frestað vand-
anum sem kæmi fram af fullum
þunga þegar ríkisstjórnin væri
farin frá.
Þá sagði Pálmi að þó fjármála-
ráðherra reyndi að láta líta svo út
að fjárlagafrumvarpið væri
fullkomið, væri það sínu götótt-
ara en fjárlagafrumvarp yfir-
standandi árs. Ymislegt hefði td.
komið forystumönnum stjómar-
flokkanna í fjárveitinganefnd á
óvart og þeir þyrftu jafnvel að
biðja starfsmenn Fjárlaga og
hagsýslustofnunar um að ganga á
eftir túlkun eða útskýringum fjár-
málaráðherra á einstökum þátt-
um þess. Frumvarpið fæli í sér
hrikalegan niðurskurð á fé til
verklegra framkvæmda og til at-
vinnuvega og stórkostlega út-
þenslu á rekstri ríkiskerfisins.
Allt þetta sannaði að ráðherra og
ríkisstjórn hefðu ekki náð
nauðsynlegum tökum á fjármál-
um ríkisins.
Landsmenn blekktir
Oddviti Kvennalistans,
Málmfríður Sigurðardóttir, tók
undir með Pálma um að boðaður
niðurskurður frumvarpsins væri
stórfelldur. Frumvarpið boðaði
samdrátt í þjóðartekjum og skort
á atvinnu, samdrátt í þjónustu og
stórfelldar kerfisbreytingar sem
menn bæm ugg í brjósti um
hvaða afleiðingar þær hefðu fyrir
einstaklinga, fyrirtæki og
sveitarfélög.
Málmfríður gagnrýndi einnig
orðalag frumvarpsins, sem væri
víða óskýrt. En hún eyddi stóram
hluta ræðu sinnar í gagnrýni á þau
áform fj ármálaráðherra að 60
milljónir af sjálfsaflafé Happ-
drættis Háskólans ætti að renna
til Þjóðarbókhlöðu. Sagði Málm-
fríður þetta endurspegla menn-
ingarviðhorf ríkisstjórnarinnar.
Hún rakti hvernig aðeins hluti.
sérstaks þjóðarbókhlöðuskatts
hefði rannið til byggingar þjóðar-
bókhlöðunnar og sagði þær ráð-
stafanir vera lögbrot og með
þeim hefðu landsmenn verið
blekktir.
Forsendur fjárlaga síðustu ára
hafa brugðist, að sögn Málm-
fríðar. Verðlagsforsendur þeirra
hefðu sjaldnast staðist. I fjár-
lögum þessa árs hefði verið gert
ráð fyrir 12% verðbólgu en hún
stefndi í að verða 25%. í áætlun
Þjóðhagsstofnunar væri gert ráð
fyrir veralegri kaupmáttarrýrnun
á næsta ári. Kjarasamningar væra
lausir um næstu áramót og þess
vegna spyrði hún hvort líklegt
væri að launafólk sætti sig við
boðskap sem þennan. Þetta væri
enn eitt atriðið sem vekti efa-
semdir um forsendur frumvarps-
ins.
-hmp
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. október 1989