Þjóðviljinn - 27.10.1989, Page 5

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Page 5
Evrópa stokkar upp spilin Fyrirhugaður innri markaður Evrópubandalagsins og afnám landamæra innan hans, fyrirhugað sameiginlegt efnahags- svæði EB og EFTA og hröð þróun í átt til lýðræðis í Austur- Evrópu samfara bættum samskiptum austurs og vesturs hafa gjörbreytt öllum pólitískum og efnahagslegum forsendum í Evrópu á skemmri tíma en menn óraði fyrir. Hverju skipta þessar breytingar okkur íslendinga til góðs eða ills? Við lifum nú örara breytingaskeið í Evrópu en nokkur gat séð fyrir fyrir fáum árum eða jafnvel misserum. Samfara stöðugt nánari efnahagslegri og pólitískri sam- vinnu Vestur-Evrópuríkja verða nú örari breytingar i átt til lýðræðis í A-Evrópu en nokkurn gat órað fyrir. Á örskömmum tíma hafa forsendur kalda stríðsins gufað upp þannig að herlúðrar hauka og vígbúnaðar- sinna í hernaðarbandalögunum austan og vestan járnt- jalds eru skyndilega orðnir falskir og hjáróma í allra eyrum: það er búið að stela frá þeim glæpnum. Tilgangs- leysi þeirra hefur aldrei verið augljósara. Þessar breyttu ytri forsendur kalla á mikla pólitíska endurskoðun, bæði í orði og á borði. Ekki síst kalla þessar miklu breytingar á sterk viðbrögð meðal smáþjóða eins og okkar íslend- inga, sem eðli málsins samkvæmt hafa takmörkuð áhrif á framvinduna en munu engu að síður finna fyrir henni jafnvel í ríkari mæli en aðrir, bæði vegna einhæfs atvinnu- lífs sem er mjög viðkvæmt fyrir allri röskun, og ekki síður vegna þess pólitíska og menningarlega sjálfstæðis sem aldrei er sjálfgefið fyrir smáþjóð. Þær viðræður sem nú eiga sér stað á milli Evrópu- bandalagsins og EFTA um sameiginlegt evrópskt efna- hagssvæði eru augljóslega einhver afdrifaríkustu málin sem nú eru á dagskrá í íslenskum stjórnmálum. Þar eru í húfi miklir efnahagslegir hagsmunir, sem varða aðgang að evrópskum mörkuðum fyrir útflutningsvörur okkar annars vegar og forræði okkar yfir íslenskum auðlindum hins vegar. Jafnframt eru í húfi menningarleg og pólitísk tengsl okkar við meginland Evrópu annars vegar og menningarlegt og pólitískt sjálfstæði okkar hins vegar. Þegar lengra er litið varða þær einnig afstöðu okkar til og þátttöku okkar í þeirri pólitísku, efnahagslegu og menningarlegu umsköpun, sem nú á sér stað í álfunni og mun fyrirsjáanlega gerast með enn hraðari hætti á kom- andi árum. Nýtt Helgarblað fjallar í dag um þessi mál frá ólíkum sjónarhólum. Hér er um flókin og viðamikil mál að ræða þar sem margar hliðar ber að skoða áður en dyrum er lokað eða þær opnaðar upp á gátt. Þátttaka lesenda Þjóðviljans í þeirri umræðu sem framundan er um þessi mál er ekki bara æskileg, heldur nauðsynleg, ef hreyfing- in sem á bak við blaðið stendur á ekki að daga uppi í umræðunni eða vakna við vondan draum. _^|g Sjá næstu síður Ragnar Arnalds Hversu langt ætla menn að ganga? í könnunarviðræðum EFTA við Evrópubandalagið seinustu daga hefur komið greinilega í ljós, að enn er til þess ætlast, að Islendingar skipti á tollalækkun- um á fiski og veiðiheimildum fyrir útlend skip í íslenskri land- helgi. Þessu hafa allir flokkar hafnað. En jafnvel að þessu frágengnu er ljóst, að náin tengsl við Evrópu- bandalagið fela í sér stórfellda hættu á mörgum sviðum. Það geta allir viðurkennt, að stóraukin samvinna Evrópu- þjóða er tvímælalaust jákvæð þróun, sem mun draga úr árekstr- um og eyða tortryggni milli þjóð- anna. Hinu getur enginn neitað, að þessi þróun setur okkur íslend- inga í mikinn vanda. Fyrsta hætt- an er sú, að þegar ríki Evrópu- bandalagsins auka innbyrðis samstarf, byggi þau um leið um sig múr með hækkuðum tollum. í framhaldi af þessari hættu, hefur umræðan snúist upp í það, hvort ekki sé þá eins gott að afnema allar hindranir á flæði vöru, vinn- uafls og fjármagns milli EFTA- ríkja og Evrópubandalagsins. Þetta þykir mörgum heillaráð og víða virðist að þessu stefnt. Ekki vil ég draga í efa, að slík þróun geti hentað mörgum þjóð- um Evrópu vel, en misvel, sumum miklu síður. Þeir gætu eignast heilu sjávarþorpin Flestir hljóta að gera sér grein fyrir, að enn meiri hætta væri á ferðum fyrir íslenskt samfélag, ef engar hömlur mætti setja á inn- flutning vöru eða vinnuafls frá þessum löndum og erlend stór- Mál sem yfirgnæfir öll önnur í íslenskum stjórnmálum fyrirtæki gætu keypt hér upp fyr- irtæki, fasteignir og náttúruauð- lindir að eigin vild. Óheftir flutningar fjármagns gætu leitt til þess, að risafyrirtæki í Evrópu eignuðust íslenskar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, ís- lensk dagblöð, flugfélög eða skipafélög. Þau gætu keypt upp frystihús og skip, jafnvel eignast heilu sjávarþorpin. Auðvitað gætu íslenskir fjármálamenn flutt fé sitt þar á móti til meginlandsins í stórum stíl og séð sér hag í því, en fyrir þjóðarheildina væri það mjög óhagstætt. Að sjálfsögðu á ekki að útiloka þátttöku útlendinga í íslensku atvinnulífi. Hún getur átt fullan rétt á sér í sérstökum tilvikum og í hæfilegum skömmtum, og þá fyrst og fremst í sérhæfðum iðn- aði og nýjum atvinnugreinum, enda sé þess gætt, að íslendingar séu þátttakendur í rekstrinum og hafi þar nokkurt forræði. í ís- lenskan sjávarútveg eiga útlend- ingar ekkert erindi. Hindranalaus vöruviðskipti gætu einnig sett okkur í mikinn vanda, t.d. opnað fyrir óheftan innflutning búvara og torveldað stjórn á því, að óunninn fiskur sé ekki fluttur í stórum stfl úr landi í gámum. Nú eru þrjátíu-fjörutíu milljónir manna án atvinnu í Vestur-Evrópu. Ef ekki þarf lengur atvinnuleyfi til að fá hér vinnu, er ekki unnt að útiloka stóraukið atvinnuleysi í kjölfarið. Viðræður án stefnu? Hversu langt geta menn hugs- að sér að ganga í þessa áttina? Stjórnmálamenn og flokkar verða að svara þeirri spurningu fordómalaust og af fullri hrein- skilni, áður en lengra er haldið. Alþingi hefur enga stefnu mótað í þessu máli. Varla verður farið út í formlegar viðræður um svo ör- lagaríkt mál, án þess að menn viti að hverju stefnt er? Er endilega víst, að hagsmunamál íslendinga séu þau sömu og hinna EFTA-þjóðanna? Allar eru þær að vísu smáar á mælikvarða stórþjóða en sú næst- minnsta er þó tuttugu sinnum fjölmennari en fslendingar. Fámennið, smæð fyrirtækj- anna og lítil fjármagnseign skapar okkur algera sérstöðu meðal Evrópuþjóða. í þessum orðum felst engin minnimáttark- ennd, aðeins viðurkenning á staðreyndum. Á erlendum mörkuðum er íslensk framleiðsla ágætlega samkeppnisfær, ótoll- uð. Við eigum að geta skapað hér einhver bestu lífskjör á jörðu. Og við eigum ekki að láta hræða okk- ur með því, að þjóðin einangrist, þótt við opnum ekki allar dyr fyrir Evrópubúum. Það er alsiða á íslandi að ræða þannig um efnahagsmál, að hvergi á byggðu bóli sé önnur eins óstjórn. Menn bölva öllu og öllum, jafnt stjórnmálamönnum sem sérfræðingum. í örvæntingu sinni velta menn því jafnvel fyrir sér í alvöru, hvort ekki væri skást að binda gengi krónunnar við er- lenda mynt eða jafnvel að tengj- ast Evrópubandalaginu. Gengur okkur vel eða illa? En hefur þá íslendingum vegn- að illa miðað við aðrar þjóðir? Vissulega er verðbólgan löngum mikil og skuldirnar erlendis háar. En við höfum líka byggt upp at- vinnulíf með meiri hraða en flest- ar aðrar þjóðir. Nýlega voru birtar töflur um hagvöxt í 24 iðnríkjum á 17 ára tímabili fram til 1987. í þessum hópi eru öll ríki EFTA og Evr- ópubandalagsins ásamt Banda- ríkjunum, Japan, Kanada og öðr- um auðugustu ríkjum heims. Þar kemur ljóslega fram, að á þessu 17 ára tímabiii er hagvöxtur lang- mestur hér á landi. í Evrópu er það aðeins Noregur sem eitthvað nálgast vaxtarhraða íslenska hag- kerfisins. f Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi, var vaxtarhraðinn helmingi hægari en á íslandi. Þetta eru fróðlegar fréttir fyrir þá sem ímynda sér að stórar ein- ingar gefi alltaf meiri hagvöxt og því hljóti okkur að vegna betur í evrópsku stórríki. Enn fróðlegra væri þó að rannsaka vísindalega, hvernig jaðarbyggðum í stórríkj- um hefur vegnað seinustu ára- tugi. Reynslan er yfirleitt sú í hverri ríkisheild, að byggðir á útjöðrum ríkja þróast hægar en sterkustu efnahagssvæðin. Staða íslands í of nánum tengslum við evrópskt stórríki yrði líklega ekki ósvipuð stöðu landsbyggðar hér á landi gagnvart þéttbýlinu við Faxaflóa. Eða hvernig halda menn, að lífskjör væru hér, ef ísland hefði frá stríðslokum verið hluti af Stóra-Bretlandi, þar sem efna- hagsþróun hefur almennt verið helmingi hægari og þó enn hægari í jaðarhéruðunum. Ekki er ininnsti vafi á, að þau væru miklu lakari. Hvernig stendur svo á því, að smáþjóð með þröngan heima- markað og hlutfallslega dýra yfir- byggingu vegnar þrátt fyrir allt betur en ríkustu þjóðum heims. Skýringin er engin önnur er sú, að sjálfstæð efnahagsheild, þótt lítil sér lagar sig ört að eigin þörf- um með löggjöf gengisskráningu og öðrum efnahagsaðgerðum, þegar nauðsyn ber til. Þannig vinnur hún upp ókosti fámennis- ins og gott betur. í stórríkinu er margt þunglamalegt. Þar þarf til dæmis sjávarútvegshérað að búa stöðugt við gengisskráningu og aðrar ákvarðanir, sem ekki eru teknar út frá þörfum þess svæðis heldur með allt aðra hagsmuni í huga. Það tók þjóðina öld að öðlast sjálfstæði. Hún gæti gloprað því niður með einum vanhugsuðum leik á taflborði alþjóðastjórn- mála. Sjálfstæði íslands er ekki að- eins metnaðarmál þjóðar sem vill varðveita tungu sína og menn- ingu. Sjálfstæði okkar er umfram allt lykill að áframhaldandi efna- legri og menningarlegri vel- gengni. Þeim lykli skulum við ekki glata. Föstudagur 27. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.