Þjóðviljinn - 27.10.1989, Page 6
Ný öld yfir Evrópu
Rættvið JónBaldvinHannibalsson um nýttevrópskt efnahagssvæði
og þaunýju viðhorf sem skapasthafaí austanverðri álfunni
Ef árangur þess starfs, sem nú
er verið að vinna innan Evr-
ópubandalagsins, EFTA og
Austurevrópuríkjanna yrði sá,
að þeir múrar sem nú aðskilja
Evrópu í nafni hugmyndafræði
verða brotnir á bak aftur og Evr-
ópa sameinuð á grundvelli sam-
eiginlegra hugmynda um opin
þjóðfélög, lýðræði og virðingu
fyrir mannréttindum, þá er það
ekkert minna en bylting. Það
mun skapa nýja öld yfir okkar
heimshluta og stuðla stórkostlega
- aðheimsfriði.
Þannig komst Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
að orði í símtali við Þjóðviljann í
vikunni, þar sem ræddir voru síð-
ustu atburðir í samskiptum
EFTA og Evrópubandalagsins
(EB) annars vegar og síðustu at-
burðir í austanverðri álfunni hins
vegar. En sem kunnugt er skilaði
sameiginleg nefnd embættis-
manna EFTA og EB fyrir viku
síðan niðurstöðum um hugsan-
legar leiðir að því marki, að
skapa sameiginlegt evrópskt
efnahagssvæði EB og EFTA-
ríkjanna sex. í dag (föstudag)
stýrir Jón Baldvin Hannibalsson
ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í
Genf, þar sem þessar niðurstöður
verða til umræðu, og nú um helg-
ina verður málið á dagskrá á
fundum íslensku ríkisstjórnar-
innar og utanríkismálanefndar
Alþingis. Málið mun síðan koma
til umræðu á Alþingi 23. nóvem-
ber og stefnt er að því að málið
verði á dagskrá sameiginlegs
fundar utanríkisráðherra EFTA
og EB í París þann 19. desember
næstkomandi. Þar mun væntan-
lega koma í ljós hvort aðilar eru
sammála um að hefja formlegar
samningaviðræður á næsta ári á
grundvelli þess starfs sem þegar
hefur verið unnið.
Jón Baldvin, getur þú greint
okkur frá þeim valkostum sem
settir hafa verið fram í einstökum
málaflokkum í þeim könnunar-
viðrœðum sem nú eru afstaðnar?
Niðurstöður þess starfs sem
samstarfsnefnd EFTA og EB
hefur unnið á síðastliðnum 6
mánuðum eru ekki opinberar
enn. Það sem ég get sagt um mál-
ið að svo stöddu er þetta: Á veg-
um nefndarinnar störfuðu 5
starfshópar um afmörkuð svið.
Fyrsti vinnuhópurinn fjallaði um
frjáls vöruviðskipti, og í niður-
stöðum hans voru settir fram
tveir meginvalkostir. Annar er
sá, að víkka út fríverslunarsam-
starfið, þannig að það næði til
sem flests varnings, þar með talið
fiskafurða.
Hinn valkosturinn er að stíga
skrefið til fulls og koma á tolla-
bandalagi, sem tæki til alls mark-
aðssvæðisins. Það þýddi að allir
tollar á viðskiptum innan svæðis-
ins yrðu lagðir niður, þar með tal-
ið tollar á fiskafurðum. Þar á
móti yrðu menn að taka á sig þá
skuldbindingu að hafa sameigin-
lega viðskiptastefnu og sameigin-
lega ytri tolla gagnvart þriðja að-
ila. Þegar það mál er skoðað
kemur á daginn að við höfum
lægri ytri tolla að jafnaði en EB.
Báðir valkostirnir myndu fela í
sér samræmingu á samkeppnis-
reglum með afnámi ríkisstyrkja,
þar sem aðilar myndu skuldbinda
sig til að lúta sameiginlegum
dómstóli um ágreiningsefni.
Annar hópurinn fjallaði um
frjálst flæði fjármagns og sam-
eiginlegan markað fyrir fjár-
magnsþjónustu. Niðurstöður
hans ganga í svipaða átt og koma
fram í Efnahagsáætlun Norður-
landa, sem samþykkt var fyrir
nokkru og íslenska ríkisstjórnin
hefur lýst yfir stuðningi við. Þró-
unin til frjálsra fjármagnsvið-
skipta mun gerast á löngum tíma,
en það sem þar er eftir að slægj ast
er fyrst og fremst opnun fjárm-
agnsmarkaðsins, það er að segja
aukin samkeppni, sem ætti vænt-
anlega að leiða til þess að draga
úr rekstrarkostnaði og vaxtamun
innanlands, tryggja fyrirtækjum
greiðari aðgang að lánsfjármagni
án ríkisábyrgða, og sömuleiðis
getur þettað varðað hagsmuni
einstaklinga, lífeyrissjóða og al-
mannasamtaka hvað varðar
möguleika á ávöxtun fjár. Aðal-
atriðið er þó það að á þessu sviði
erum við komin heldur skemmra
en á vörusviðinu, þar sem við
erum í rauninni lengra komin en
hin EFTA-ríkin.
Vinnumarkaöur
og búseta
Vinnuhópurinn um búseturétt
og atvinnurétt gengur út frá þeirri
grundvallarreglu, að fólki sé ekki
mismunað í rétti til búsetu eða
atvinnu eftir þjóðerni. Þarna eru
þó fyrirvarar, og við íslendingar
höfum í þessum efnum sett fram
mjög sterka fyrirvara, þá sömu
og við höfum í gildi hvað varðar
norræna vinnumarkaðinn. Sá
fyrirvari felst í því að íslenska
ríkisstjómin hafi til þess rétt, að
höfðu samráði við samningsað-
ila, að grípa inní og takmarka
innflutning, ef hann felur í sér
hættu á að raska jafnvægi á vinn-
umarkaði í heild eða á einstökum
svæðum að mati íslenskra
stjórnvalda. Síðan er einnig í gildi
sá almenni fyrirvari, sem einnig
gildir innan EB, að það eru gerð-
ar kröfur til kunnáttu í þjóðtungu
viðkomandi lands varðandi öll
störf sem felast í þjónustu og
samskiptum við fólk.
Fjórði hópurinn fjallaði um
svokölluð jaðarverkefni er
standa utan hins beina viðskipta-
sviðs. Hann byggir á eldra sam-
starfi frá 1984, svokallaðri Lúx-
emborgaryfirlýsingu, og stærstu
atriðin þar eru menntamál. Það
er að segja að tryggja íbúum
EFTA-landanna sama rétt og
þegnum EB varðandi aðgang aö
háskólum, æðri menntastofnun-
um, þátttöku í samstarfi á sviði
vísindarannsókna, varna gegn
umhverfismengun, neytenda-
vernd, samkeppnisaðstöðu lítilla
og meðalstórra fyrirtækja, sam-
göngumál og félagsleg réttindi
launamanna.
Fimmti starfshópurinn, sem
lauk sínum störfum síðast, hafði
það verkefni að vinna að tillögum
um það, hvernig EFTA gæti
styrkt sjálft sig, komið fram með
sameiginlegar niðurstöður og tal-
að einu máli gagnvart EB, en það
var ein meginkrafa EB fyrir þessu
samstarfi. Öll álitamál um
nauðsynlegar breytingar á lögum
og reglugerðum, sem upp komu
hjá hinum hópunum voru send til
þessa starfshóps, sem þannig
vann að tillögum um hvernig
tryggja mætti lagalega fram-
kvæmd samningsins, eftirlit með
honum, samræmda túlkun og
hvernig fyrirtækjum og einstak-
lingum yrði gert kleift að leita
réttar síns hjá sameiginlegum úr-
skurðaraðila fyrir dómstóli.
Yfirþjóðlegt
vald?
Nýverið lýsti austurrískursend-
ifulltrúi hjá EFTA því yfir í sjón-
varpsviðtali, að Austurríkismenn
teldu að aðild að evrópsku efna-
hagssvæði í gegnum EFTA vœri
óviðunandi fyrir Austurríkis-
menn, þar sem slík aðildfœli ekki
í sér rétt til áhrifa á ákvarðana-
töku, sem væriöllíhöndumfram-
kvæmdastjórnar EB. Pví sæktu
Austurríkismenn um fulla aðild
að EB. Horfir þetta ekki eins við
okkur? Eru EFTA-ríkin ekki að
undirselja sig ákvörðunarvaldi,
sem þau hafa ekki íhlutunarrétt
um, með því að ganga inn í hið
evrópska efnahagssvœði? Eða
munu EFTA og EB mynda sam-
eiginlegt yfirþjóðlegt stjórnvald
yfir þessu svæði?
Þessi afstaða Austurríkis-
manna þarf ekki að koma á óvart,
þar sem Austurríki er eina
EFTA-ríkið, sem þegar hefur
lagt inn umsókn um aðild að EB.
Hitt er svo opinbert leyndarmál,
að þeir þurfa ekki að búast við
svari - jákvæðu eða neikvæðu -
frá EB fyrr en á árunum 1993-95.
Spurningin um sameiginlega
stjórnun á hinu stækkaða evróp-
ska markaðssvæði er hins vegar
all flókið mál, en aðalatriðin eru
þó þessi: EFTA-ríkin stefna að
því að gera mjög viðamikinn
milliríkjasamning á milli EFTA
(eða EFTA og einstakra aðildar-
ríkja þess) og EB. Við gerum ráð
fyrir að sá samningur verði
byggður á þeirri vinnu sem unnin
hefur verið í könnunarviðræðun-
um, en þar er um þekktar stærðir
eða valkosti að ræða. Þessi milli-
ríkjasamningur yrði síðan lagður
fyrir þjóðþingin og fengi þannig
lagagildi. Jafnframt yrði í fylgi-
skjölum hans kveðið endanlega á
um það, með hvaða hætti unnt
verði að tryggja framkvæmd
samningsins, eftirlit með samn-
ingnum, samræmda túlkun hans
og úrskurðaraðila gagnvart
deilumálum sem upp kynnu að
koma. Stundum hefur verið sagt
að þetta kunni að fela í sér ein-
hvers konar yfirþjóðlegt stjórn-
unarvald. Það teljum við sem í
þessum málum höfum staðið ekki
vera. Heldur sé hér um að ræða
að samningur fái lagagildi sam-
kvæmt löggjafarvaldi hvers
lands. Við erum vanir því, að því
er varðar alþjóðasamninga, að
við sættum okkur við úrskurð
dómstóls til þess að tryggja fram-
kvæmd. Þegar litið er síðan til
framtíðarinnar og hvernig mark-
aðssvæðinu verði stjórnað til
frambúðar, þá eru grundvallar-
hugmyndirnar þær, sem Jacques
Delors setti fyrstur fram, að efna-
hagssvæðið byggi á tveim megin-
stoðum eða stólpum, EFTA og
Hlutverk EFTA hefur breyst
RættviðÓlafDavíðssonhagfræðing,semnúgegnirformennsku í ráðgjafarnefnd EFTA
Frá því að fríverslunarbanda-
iagið EFTA var stofnað fyrir
rúmum tveim áratugum hefur
hlutverk þess breyst úr því að
vera einfalt bandalag um tollfríð-
indi í það að verða virkur þátt-
takandi í þeirri pólitísku um-
sköpun sem nú á sér stað í Evr-
ópu. Þetta gerðist fyrst með Lúx-
emborgaryfirlýsingunni 1984, og
síðan með Oslóaryfirlýsingu for-
sætisráðherra EFTA-ríkjanna í
mars á þessu ári, þar sem sam-
þykkt var að taka upp könnunar-
viðræður við Evrópubandalagið
um mótun evrópsks efnahagss-
væðis er næði til aðildarríkja
beggja aðila. Einn þeirra sem
fylgst hefur vel með gangi þessara
mála er Ólafur Davíðsson fram-
kvæmdastjóri Félags islenskra
iðnrekenda, en hann var nýverið
kosinn formaður í ráðgjafar-
nefnd EFTA.
Ólafur, hvað er ráðgjafarnefnd
EFTA og hvaða hlutverki gegnir
hún?
Ráðgjafarnefnd EFTA er hóp-
ur fulltrúa úr atvinnulífinu frá
hverju landi um sig, sem kemur
saman reglulega. Þarna eiga sæti
fulltrúar samtaka launþega, at-
vinnurekenda og atvinnuveg-
anna, 5-6 fulltrúar frá hverju
landi. Þetta er því um 30-40
manna hópur, sem hefur starfað
allan þann tíma sem EFTA hefur
starfað. Upphaflega var við-
fangsefni hópsins almennar um-
ræður um efnahagsmál, sem mót-
uðust mjög af þeim tímabundnu
efnahagsþrengingum, sem voru í
álfunni á 8. áratugnum. En á ár-
unum 1984-85 breyttist starfsemi
hópsins með breyttu hlutverki
EFTA. Síðan hefur meginorkan
farið í að ræða hvernig bregðast
skuli við fyrirhuguðum innri
markaði EB, sem tekur gildi í árs-
lok 1992. í þessu skyni höfum við
haft samvinnu við Efnahags- og
félagsmálanefnd EB, sem er hlið-
stæð ráðgjafarnefndinni, nema
hvað hún er stærri og hefur
ákveðið skilgreint hlutverk innan
EB sem umsagnaraðili um allar
tillögur framkvæmdastjórnar
bandalagsins.
Við höldum reglulega fundi
tvisvar á ári með hluta þessarar
nefndar, og mitt hlutverk er að
skipuleggja dagskrá þessara
funda. Næsti fundur verður í nóv-
ember, þar sem ræddar verða
niðurstöður könnunarviðræðn-
anna um evrópskt efnahagssvæði
og hinn félagslega þátt í þeim við-
ræðum.
Hvaða þýðingu hefur þetta
starf?
Við teljum blátt áfram að þetta
Sé mikilvægur vettvangur til þess
að minna þá í EB á tilvist okkar
og halda þeim við efnið. Þeir eru
svo uppteknir af framkvæmd
innri markaðsins annars vegar og
því sem er að gerast í A-Evrópu
hins vegar, að EFTA-samstarfið
vill gleymast, ekki síst þar sem
ekki hafa komið upp nein sérstök
vandkvæði í samskiptum þessara
aðila. Þessi samskipti hafa því
viljað sitja á hakanum innan EB,
og við teljum mikilvægt að við-
halda formlegum tengslum á
öllum sviðum: hinu pólitíska,
meðal embættismanna og meðal
fulltrúa atvinnulífsins.
Hvaða væntingar hafi þið um
þetta starf?
Það er einróma álit í ráðgjafar-
nefndinni, að farið skuli í form-
legar samningaviðræður við EB á
næsta ári, og að þeim eigi að ljúka
með alhliða samningi á milli
EFTA og EB. { þessu sambandi
sjá menn fyrir sér að samninga-
viðræður og staðfesting niður-
stöðu þeirra á þjóðþingum að-
ildarríkjanna geti tekið 18 mán-
uði, og að taka muni um 18 mán-
uði að koma á framkvæmd slíks
samnings. Bjartsýnir menn eru
því að vona að slíkur samningur
geti komið til framkvæmda í árs-
byrjun 1993. Það er athyglisvert
að samstaða hefur verið um þetta
meðal fulltrúa launþega og at-
vinnurekenda í hópum allra land-
anna sex, þótt um einhverjar
áherslubreytingar sé að ræða og
menn séu misjafnlega bjartsýnir
á að þetta takist.
Má búast við að sú samræming
starfsreglna sem felast mun íþessu
samstarfi kalli á endurskoðun
vinnulöggjafar hér á landi, ef af
verður?
Það er ómögulegt að sjá fyrir á
þessu stigi, en þó er ólíklegt að
verulegra breytinga verði þörf
hjá okkur. Þarna er verkefnið að
miðla málum á milli tveggja sjón-
armiða er varða samræmingu á
kröfum um rétt launþega, örygg-
isreglur á vinnustað, vinnuöryggi
o.s.frv. annars vegar, en aðstæð-
ur í þessum efnum eru ólíkar á
milli landa. Hins vegar hafa þær
þjóðir sem styttra eru á veg
komnar í þessum efnum visst
forskot í samkeppnisaðstöðu
með ódýrara vinnuafl. Það er í
raun talið æskilegt að þessi að-
stöðumunur verði minnkaður
með þeim hætti að þau lönd sem
skemmra eru á veg komin fái að
njóta að einhverju leyti þessa að-
stöðumunar til þess að auka hjá
sér hagvöxt og jafna þar með
kjörin og aðstöðuna á grundvelli
hagvaxtar. Því sá munur sem er á
milli landa í þessum efnum mun
fyrirsjáanlega ekki hverfa nema á
löngum tíma.
Er reiknað með að viðskipti
með landbúnaðarafurðir verði
frjáls í hinu nýja evrópska efna-
hagssvœði?
Nei, almennt er ekki gert ráð
fyrir því nema að litlu leyti, og þá
mun það að líkindum einkum
eiga við um suðrænar afurðir eins
og ávexti, sem snerta okkur lítið.
Annars hefur ekki farið fram pól-
itísk umræða um þetta atriði
innan EB, þannig að ekki er hægt
að fullyrða neitt á þessu stigi
málsins.
Hafa tengsl Austur-Evrópu við
evrópska efnahagssvœðið verið til
umræðu innan ráðgjafarnefndar-
innar?
Þróunin í Austur-Evrópu hef-
ur auðvitað vakið mikla athygli,
en það er almenn skoðun innan
EFTA að fyrst eigi að koma sam-
skiptum EFTA og EB í farveg,
síðan geti menn farið að huga að
formlegum samskiptum við þjóð-
ir Austur-Evrópu. Það gæti þá í
fyrsta lagi orðið eftir 3 ár.
Ertþú trúaður á að sú tímaáætl-