Þjóðviljinn - 27.10.1989, Síða 7
EB. EFTA muni þá koma sér
upp stofnunum sem tryggi fram-
kvæmd samningsins og eftirlit
með henni og samræmda túlkun
og dómsvald um ágreiningsefni.
Síðan hafi báðir aðilar með sér
náin samráð í einni stofnun um
heildarstjórnun. Grundvallarvið-
horfin sem koma fram af hálfu
EFTA eru þau að ná fram mark-
miðinu um eitt sameiginlegt evr-
ópskt efnahagssvæði án þess að
kosta því til að falla frá fullveldi
ríkja. Markmiðið er því að finna
lausnir sem ekki fela í sér yfir-
þjóðlegt stjórnvald.
t>að ber hins vegar að hafa í
huga að þær tillögur sem nú liggja
fyrir eru valkostir, og endanlegar
niðurstöður munu ekki fást fyrr
en að eiginlegar samningavið-
ræður eru hafnar í umboði ríkis-
stjórna.
Er EB andlýð-
ræðislegt?
Nú hefur sú gagnrýni verið sett
fram hér á landi, meðal annars af
Hjörleifi Guttormssyni, að valda-
skipan innan EB sé andlýðrœðis-
leg og gangi gegn þingrœðinu. Er
ekki hœtt við að sama gerist innan
hins evrópska efnahagssvœðis?
Pað er rétt sem komið hefur
fram hjá Hjörleifi Guttormssyni
og fleirum, að innan EB er að
finna yfirþjóðlegt vald, sem þjóð-
þingin hafa framselt með meiri-
hlutaákvörðunum í hendur fram-
kvæmdastjórnarinnar. Hugsjón-
in um sameiningu Evrópu kost-
aði þetta verð. Það reyndist
nauðsynlegt til að vinna gegn
tregðulögmálum og sérhagsmun-
um einstakraþjóðríkja. Pólitískir
leiðtogar Evrópu höfðu þá fram-
sýni til að bera að stíga þetta
skref. Það var nauðsynlegt á sín-
um tíma. En það er þegar farið að
gæta þróunar í hina áttina, og hún
verður örugglega ekki stöðvuð.
Þróunar í þá átt að Evrópuþingið
láti meira til sín taka og hafi vax-
andi áhrif sem aðhaldsaðili og
frumkvæðisaðili innan EB. Sjálf-
ur er ég ekki í minnsta vafa um
það, ef ég lít til framtíðarinnar,
að það sem kallað hefur verið hið
óþingræðislega stjórnkerfi EB,
muni þróast í átt til aukins þing-
ræðis. En ástæðan fyrir því að
EFTA-ríkin 6 hafa ekki viljað
ganga inn í EB að svo stöddu, er
einmitt sú sem Hjörleifur nefnir.
En með auknu lýðræði í stjórnar-
háttum í framtíðinni kann að fara
svo að ekkert verði til fyrirstöðu
Jón Baldvin Hannibalsson: Ég má ekki hugsa til þess að ísland verði viðskila við þá þróun sem nú á sér stað
í Evrópu.
frekari samruna. En það er langt í
land að svo verði.
Ein hlið þessa máls varðarsam-
skiptin á milli austurs og vesturs,
sem nú eru mjög í deiglunni. Hver
verða hugsanlega tengsl hins nýja
evrópska efnahagssvæðis við
Austur-Evrópuríkin ?
Jú, mikið rétt, í Austur-
Evrópu gerast hlutirnir nú svo
hratt, að maður hefur varla við að
nema fréttirnar. Kannski hvað
hraðast seinustu vikurnar í Ung-
verjalandi, þar sem það hefur
gerst að Ungverjar hafa sett sér
nýja stjórnarskrá, sem byggir á
fjölflokkakerfi, lagt alþýðulýð-
veldið niður og stofnað Lýðveld-
ið Ungverjaland. Þar verða for-
Ólafur Davíðsson: Samstaða ríkir í ráðgjafanefndinni um að stefna beri
að samningum á næsta ári. Ljósm. Kristinn.
ingaviðræður EB og EFTA verði
tekin í þeirra forsætistíð. Því er
stefnt að því að það gerist á ráð-
herrafundi bandalaganna í París
19. desember næstkomandi.
un sem þú ert að tala um muni
standast?
Við njótum að vissu leyti góðs
af því að Frakkar gegna nú for-
mennsku innan EB. Það er ein-
dreginn vilji þeirra að ákvörðun-
in um að hefja formlegar samn-
Gangi það eftir geta menn verið
vongóðir um framhaldið. _^\g
setakosningar innan mánaðar og
þingkosningar innan 90 daga og
ríkisstjórnin boðar að komið
verði á markaðskerfi. Kommún-
istaflokkurinn hefur lagt sjálfan
sig niður og eftirstöðvar hans lýst
sig jafnaðarmannaflokk, sem
hyggi á inngöngu í Alþjóðasam-
band jafnaðarmanna. Þetta er
allnokkuð á fáeinum dögum.
Síðastliðin sunnusdag átti ég
hér í Genf viðræður við ung-
verska sendinefnd undir forystu
dr. Tibor Melega viðskiptaráð-
herra Ungverjalands. Erindi
hans var að færa EFTA með for-
mlegum hætti skriflega orðsend-
ingu ungversku ríkisstjórnarinn-
ar þess efnis að óskað væri eftir
nánari samskiptum Ungverja-
lands og EFTA og að stofnuð
yrði sérstök samstarfsnefnd í
þeim tilgangi. Stefnt skyldi að
eins konar fríverslunarsamningi.
Jafnframt var tekið fram að Ung-
verjar leituðu nú eftir samskonar
samningum við EB og hefðu
reyndar þegar sett á laggirnar
samstarfsnefnd með EB.
Ég gat að sjálfsögðu ekki gefið
önnur svör á þessu stigi, en að
innan EFTA ríktu mjög jákvæð
viðhorf til þeirrar þróunar sem nú
ætti sér stað í Ungverjalandi, og
erindið yrði vafalaust skoðað í
ljósi þess.
Útflutningur Ungverja er fyrst
og fremst landbúnaðarafurðir, og
þar reka þeir sig á stóran vegg
sem er hin sameiginlega landbún-
aðarstefna EB-ríkjanna. Ung-
verjar höfðu talsverðan markað
fýrir sínar afurðir í V-Evrópu
fyrir nokkrum árum, en vegna
þeirrar verndarstefnu sem EB
rekur í landbúnaðarmálum með
miklum ríkisstyrkjum og niður-
greiðslum, innflutningshömlum
og kvótum, hafa Ungverjar tapað
um 200 miljón dollara við-
skiptum. Brýnasti vandi þeirra er
því að ná samningum við EB, en
sannleikurinn er sá að EB heldur
svo fast við landbúnaðarstefnu
sína að ekki eru miklar líkur á að
það takist fyrir 1992. Hins vegar
eru margar hugmyndir til um-
ræðu um hvað EB og EFTA-ríkin
geta gert sameiginlega og sitt í
hvoru lagi til þess að styðja við
bakið á þeirri þróun sem nú á sér
stað í Ungverjalandi og Póllandi.
Iðnríkin sjö hafa þegar ákveðið
matvælaaðstoð við Pólland, sem
EB var falið að framkvæma. EB
hefur síðan leitað eftir samstarfi
við EFTA um málið og við Is-
lendingar höfum tekið þátt í
þessu með ákvörðun um að láta
Pólverjum í té matvæli fyrir um
20 miljónir króna. Sú upphæð er
þreföld á við það sem hinar
Norðurlandaþjóðirnar hafa
ákveðið miðað við höfðatölu.
Þessi matvælaaðstoð er skipu-
lögð í formi „Marshallaðstoðar",
það er að þessi matvæli verða seld
á pólsku markaðsverði og and-
virðið síðan lagt í sjóð sem notað-
ur verður til þess að greiða fyrir
uppbyggingu markaðskerfis og
bættri vörudreifingu á matvæl-
um. Auk þessa hafa einstök ríki
boðað efnahagsaðstoð við Ung-
verjaland og Pólland og einstök
fyrirtæki hafa lýst áhuga á við-
skiptum við þessi lönd, einnig í
formi sameiginlegs fyrirtækja-
reksturs. Aðrir hafa bent á að ef
til vill sé þýðingamesta aðstoðin
sem hægt er að veita fólgin í því
að opna skóla og rannsókna-
stofnanir fyrir sérfræðingum
austanfrá, sérstaklega til að
þjálfa forsvarsmenn fyrirtækja í
stjórnun og aðlögun að markaðs-
hagkerfi.
Þessi mál standa þannig
gagnvart EFTA-ríkjunum, að við
erum nú mjög uppteknir af að fá
úrslit í viðræðum okkar við EB.
Takist okkur það erum við búnir
að stíga skrefinu lengra að hinu
sameinaða efnahagssvæði Evr-
ópu, sem gæti miðað við hraðfara
þróun færst út til Austur-
Evrópuríkjanna.
Þáttur
Alþingis
Hvenœr kemur þetta mál til
umfjöllunar á Alþingi? Áttþú von
á að málið valdi deilum þar?
Málið hefur verið sett á dag-
skrá Alþingis þann 23. nóvem-
ber. Við höfum gætt þess vel að
upplýsingamiðlun til hagsmuna-
aðila væri greið. Það á að koma í
veg fyrir ágreining vegna mis-
skilnings, eða óþarfa tortryggni
um, hverjar séu staðreyndir
málsins. Rétt er að hafa í huga,
að það sem við erum að gera er í
samræmi við stefnumörkun Osló-
arfundarins, sem var undirbúinn
rækilega með samráði við Evr-
ópunefnd Alþingis, utanríkis-
málanefnnd og þingflokka. Um
það var ekki ágreiningur að fara
þá leið sem þar var mótuð. Það
hefur verið sameiginleg afstaða
allra stjórnmálaflokka á fslandi,
að við ættum ekki að stefna að
aðild að EB. Jafnframt hafa
menn verið sammála um að gera
ætti það sem hægt væri til að
tryggja lífsnauðsynlega viðskipt-
ahagsmuni okkar gagnvart þeirri
þróun sem nú á sér stað í Evrópu.
Það var samstaða um það fyrir
Oslóarfundinn að feta þessa slóð
saman með aðildarlöndum
EFTA. Þegar menn skoða
hagsmunina sem eru í húfi sjá
menn að það er tveggja kosta völ:
áð taka þátt í þessu samstarfi á
þessum forsendum án þess að
taka á sig skuldbindingar um yfir-
þjóðlegt stjórnvald eða að ein-
angrast frá þessari þróun og taka
afleiðingunum. Afleiðingarnar
væru þær að við stæðum utan við
þetta markaðssvæði, sem þarna
er að myndast, þrátt fyrir að 75%
fiskútflutnings okkar fari nú á
þetta svæði, á meðan hin EFTA-
ríkin ættu þar aðild. Þarna eru því
miljarðahagsmunir í húfi.
Annað er að hvati til efna-
hagsframfara, hagvaxtar og
bættrar samkeppnisaðstöðu Evr-
ópu gagnvart Bandaríkjunum og
Japan byggist á þessu samstarfi.
Þannig að ef við ætlum að standa
utanvið, varðar það ekki bara
beinar efnahagsframfarir og hag-
vöxt, heldur einnig aðgang okkar
að tækninýjungum og aðgang
okkar ungu kynslóðar að evr-
ópskum menntastofnunum og
vísindastofnunum, þátttöku í al-
þjóðasamstarfi t.d. á sviði félags-
mála, sem jafnaðarmannaflokk-
arnir í Evrópu leggja höfuðá-
herslu á. Það er út af fyrir sig
athyglisvert að Jafnaðarmanna-
flokkarnir í Evrópu eru hvað ein-
arðastir stuðningsmenn þessarar
þróunar og ef nokkuð er ennþá
ákveðnari í að knýja á um að
þessi leið verði farin, heldur en
fulltrúar atvinnulífsins.
Ný öld
að hefjast
Hvaða árangur sérð þú fyrir
þér sjálfur af öllu þessu starfi á
nœstu áratugum?
Ætli mér verði ekki fyrst hugs-
að tii hinnar pólitísku hliðar
málsins. Ef árangurinn yrði nú sá
að þeir múrar sem nú aðskilja ríki
Evrópu í nafni hugmyndafræði
yrðu brotnir niður og Evrópa
sameinuð aftur á grundvelli sam-
eiginlegra hugmynda um opin
þjóðfélög, lýðræði og virðingu
fyrir mannréttindum, þá er það
ekkert minna en bylting. Ný öld
yfir okkar heimshluta, sem stuðl-
ar stórkostlega að heimsfriði.
Þessi þróun í átt til pólitískrar
sameiningar og umburðarlyndis
gagnvart ólíkum hugmyndum en
viðurkenningar á grundvallar-
reglum er forsenda þess árangurs
sem við höfum nú í augsýn í af-
vopnunarmálum. Það eru tvær
hliðar á sama málinu. í breyttum
heimi er Evrópa að búa sig undir
að verða betur fær að mæta
harðnandi samkeppni frá Banda-
ríkjunum, Japan og Kyrrahafs -
svæðinu. Ég lít á þessa þróun sem
skref í átt til þess að aflétta böli
atvinnuleysis og gera Evrópu bet-
ur í stakk búna til að leggja fram
skerf til jöfnunar lífskjara í
heiminum og að koma til liðs við
snauðar þjóðir. Þar þarf mikið að
gera: opna markaði fyrir fram-
leiðsluvöru þessara þjóða, mat-
væli og hráefni, og bæta við-
skiptakjör. Það verður ekki gert
með verndarstefnu. Hér sýnast
mér allar ár falla til Dýrafjarðar:
þetta á allt að stefna að betri ver-
öld en við höfum sætt okkur við á
tímabili kalds stríðs og vígbúnað-
arkapphlaups eftirstríðsáranna.
Ég má ekki til þess hugsa að ís-
lendingar telji sér nauðsynlegt, af
einhverjum óskiljanlegum ástæð-
um, að verða viðskila við þessa
þróun.
-ólg
Föstudagur 27. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7