Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gislason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla: @ 68 13 33 Augiýsingadeild: @ 68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð: í lausasölu 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Amast við smæni dagblöðum í fyrri viku birtist í DV grein eftir Guðmund Magnússon þar sem veist er harðlega að þrem dagblöðum, Þjóðvilj- anum, Tímanum og Alþýðublaðinu. Þarer mjög hamast á því, að þessi blöð séu af einhverjum sérstökum og óæðri flokki blaða, þau séu pólitísk málgögn og því vart mark- tæk-það sé nú eitthvað annað en hin „frjálsu og óháðu“ dagblöð, Morgunblaðið og DV. í annan stað er svo stað- fiæft, að einmitt þessi blöð séu út gefin á kostnað skatt- greiðenda sem sé mesta óhæfa. Hér hlaðast upp falsrökin í háan hrauk. Eins og bent var á skiimerkilega í leiðara Alþýðublaðsins á dögunum, er ekki um sérstaka fyrirgreiðslu ríkisins við fyrrnefnd þrjú blöð að ræða: það eina sem þar getur verið um að ræða er það, að þingflokkarnir frá styrk tii útgáfumála (og Sjálf- stæðisflokkurinn þá mest). Þessi styrkur getur runnið til dagblaða og hefur gert það í mismunandi mæli, en hann er alls ekki neitt sem kalla mætti merktan eða tryggan tekjustofn dagblaða. Annað það sem ríkisvaldið hefur gert til að greiða fyrir útgáfu dagblaða á íslandi (þau hafa verið undanþegin söluskatti, launaskatti, aðstöðugjöld- um) er svo þess eðlis að það eru einmitt stærstu blöðin, Morgunblaðið og DV sem mest hagnast á þeim undan- þágum. Eða eins og Alþýðublaðið segir: „Skattgreið- endur greiða langmest til Morgunblaðsins af öllum dag- blöðum“. Ekki er síður vert að gefa gaum að þeim eðlismun sem greinarhöfundur reynir að gera á íslenskum dagblöðum, þarsem annarsvegar eru „alvörufréttir" Morgunblaðsins og DV, hinsvegar „pólitísk samsuða" hinna blaðanna. Sá fótur er fyrir þessum samanburði að t.d. Morgunblaðið getur, m.a. vegna stærðar sinnar og mannfjölda, gefið meira rúm margskonar fréttum, til dæmis „hlutlausum" þjónustufréttum en hin smærri blöð. í þeim smærri fer þá hlutfallslega meira fyrir pólitískum skrifum og útskýring- um en í stórblaðinu. En þetta gerist ekki vegna þess að meiriháttar eðlismunur sé á þessum blöðum öllum. Þetta er ekki síst tengt þeirri þróun, að dagblöð yfirleitt hafa farið halloka sem fréttamiðlar fyrir kvöldfréttatímum út- varps og sjónvarps. Þaðan hafa menn fyrst og fremst „tíðindi dagsins", sjálfa atburðina. Hlutverk dagblaða verður svo meir í því fólgið að leita viðbragða manna við tíðindum (sem geta vitanlega verið fréttnæm í sjálfu sér) og skrifa fréttaskýringar af ýmsu tagi. Og sá fer heldur betur villur vegar sem heldur, að í því efni sé grundvállar- munur á til dæmis Þjóðviljanum og Morgunblaðinu. Menn gætu til dæmis rifjað það upp í huganum, hvernig frá- sögnum og útskýringum Morgunblaðsins á undanfara og framgangi landsfundar Sjálfstæðísflokksins var leynt og Ijóst beitt til þess að knýja fram varamannaskipti í flokkn- um og til þess að breiða yfir ágreining í flokknum og ráðleysi hans í stórmálum eins og t.d. stjórn fiskveiða. Fyrir nú utan það hve oft og rækilega það sannast á Morgunblaðinu, að pólitísk matreiðsla á veruleikanum fer í dagblaði ekki síður fram í því hverju er þagáð yfir en með því sem sagt er. Undir lok greinar sinnar gerir Guðmundur Magnússon sig Ijúfan og lýðræðíslegan í framan og segír: „Engin ástæða ertil að amast við útgáfu Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðviljans". Þetta er hræsnistal: öll greinGuðmundar á einmitt það erindi að „arnast" sem mest við útgáfu þessara blaða. Því þ.að er mer^figteðliseinkenni margra þeirra, sem hæst gala um frelsið, að helst af öllu viíjá þeir beita sinni markaðshyggju með þeim hætti að þaðheýrist - ekki í neinum nema þeim sjálfum. ÁB 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. október 1989 hugmyndum Biblíunnar eða Biblíuþjóðar um æskilega og rétta lengd mannsæfinnar: megir þú lifa í hundrað og tuttugu ár. Nú eru áhöld um það hjá mörg- um hvort þeir nenni að lifa svo lengi, en við ætlum ekkert að vera að efast um að Flosi hafi á því fullan hug, enginn efast um síkvika og óstýriláta lífslöngun í hans ávala kroppi og hann er þek- ktur fyrir að vera íhaldssamur á það sem hann bindur trúss sitt við. Eitt frægasta dæmið um íhalds- semi Flosa er það að í sextán ár samfleytt skrifaði hann vikulega pistla í Þjóðviljann, sem byggðu á hugvitssamlegum skopfærslum á hugsunarhætti og umtalsefnum íslenskrar þjóðar og undirdeilda hennar. Af þessari iðju Flosa varð það til sem kallað er sam- stilling hagsmuna á máli hinna risaveldanna. Flosi hefur svo sjálfur frá sagt, að á þessum skrif- um hafi hann lært margt um list- ina að skrifa og þar að auki hafi hann getað notað þau til að halda utan um persónuleikann svo hann dytti ekki í sundur í óráðsíu. Þjóðviljinn lyfti að sínu leyti sín- um andlegum sexappíl um helgar á vængjum hins flosíska texta og eignaðist fordæmi þar með sem þarft er og nauðsynlegt að sinna hvernig sem veröíd veltist. Gangi Flosa og hans fólki allt í haginn. Árni Bergmann. Helgarveörið Flosi sextugur Flosi Ólafsson er sextugur í tíma til að líta upp eitt augnablik dag. Hann er að vísu að vinna og og taka við bestu heillaóskum frá hamast á afmælisdaginn eins og okkur Þjóðviljamönnum. hver önnur sígild íslensk vinnu- Flosi er semsagt á afskaplega bytta, en við leyfum okkur að merkilegum tímamótum þvf nú gera ráð fyrir því að hann hafi er æfi hans hálfnuð samkvæmt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.