Þjóðviljinn - 27.10.1989, Qupperneq 9
Hefð og
endurnýjun
Athyglisverð sýning eftir norska málarann Ar-
vid Pettersen opnuð á Kjarvalsstöðum um
helgina
„Ég varð fyrir eins konar vitr-
un þegar ég ferðaðist um eyði-
mörk Sahara á 8. áratugnum. Þar
sá ég veggmyndir á fjallsvegg,
sem voru 4-8000 ára gamlar.
Meðal annars voru þarna myndir
af antilópum svo fagurlega dregn-
ar með sperrta bringu og þanda
lend, að ekki var hægt að gera
betur. Mér varð skyndilega Ijóst
að ég hafði ekkert nýtt fram að
færa í myndlistinni.“
Þannig komst norski listmálar-
inn Arvid Pettersen að máli í
stuttu spjalli við blaðamann
Þjóðvilj ans í vikunni, en á laugar-
dag verður opnuð að Kjarvals-
stöðum farandsýning á verkum
hans, sem fara mun um öll Norð-
urlöndin.
Ekki má skilja orð málarans
svo, að sýning hans bjóði ekki
upp á nýmæli. Þvert á móti ber
sýning hans vott um að hér er á
ferðinni með því athyglisverðasta
sem nú er að gerast í norrænni
málaralist. Það sem Petterson
átti hins vegar við er að í myndum
hans er að finna visst afturhvarf
til hins hefðbundna málverks út
frá nýjum forsendum.
„Ég lít ekki á hefðina í mál-
verkinu sem byrði, heldur sem
styrkleika, vegna þess að hún
geymir sögu okkar og fortíð. En
við getum ekki látið okkur nægja
að leggjast til hvflu með hefðinni
eins og ekkert hafi gerst, við
verðum að snúa upp á hana og
snúa út úr henni til þess að fá fram
það sem í okkur býr. Annars
verður hún byrði."
Brot Pettersen gagnvart hefð-
inni birtist með ýmsu móti: í við-
fangsefnum málverksins og af-
stöðunni til þeirra, í efni mál-
verksins og aístöðunni til þess, í
áferð myndanna og litaskala.
„Það hefur verið mér vanda-
mál að mála myndir af fólki, ein-
stökum persónum. Ekki af tækni-
legum ástæðum, heldur tilfinn-
ingalegum. Ég get hins vegar
málað fólk sem skúlptúra, því
það gefur mér nauðsynlega fjar-
lægð gagnvart viðfangsefninu.
Það er kannski sama ástæðan sem
liggur til þess að ég mála mikið
skúlptúra og óskilgreinda hluti.
Það gefur mér greiðari aðgang að
vandamáli sjálfs málverksins og
Arvid Pettersen: „Hin myndræna tjáning hefurfylgt manninum jafn lengi og orðsins list.“ Ljósm. Jim Smart.
útilokar víddir sem koma því ekki
við. “ „Viðfangsefnið eða fyrir-
myndin er ekki aðalatriðið í mál-
verkinu, heldur aðferðin og hið
tilfinningalega samband mitt við
málverkið sem slíkt og þau
lögmál sem liggja því til grund-
vallar. Viðfangsefni mitt er að
uppgötva þessi lögmál, og það
getur verið mjög gefandi starf.“
„Einu sinni reyndi ég að mála
mynd sem hvarf inn í óendan-
leikann, hafði óendanlega dýpt.
Þetta verkefni var að gera útaf
við mig, því það virtist sama hvað
ég reyndi, fyrir mér var alltaf
veggur af lit. í örvæntingu datt
mér í hug að setja örfáa bletti af
kadmíumrauðu á myndina. Þeir
voru svo litlir að þeir sáust ekki í
sjálfu sér. En viti menn: það varð
eins og sprenging og myndin
hvarf inn í óendanleikann. Það
eru sjónrænar uppgötvanir sem
þessar, sem veita málaranum
umbun erfiðisins.“
Sýning Arvid Petterson að
Kjarvalsstöðum á áreiðanlega
eftir að veita mörgum unnendum
málaralistar á íslandi ánægju, en
hún verður opnuð á laugardag og
stendur til 3. desember.
-ólg
heíldsalar lurfa
EKKi AB HAFA 'AHMáSjuR. AF
SKÖMMUM (Sj'aLDFRÖTíA VÍRfeiS-
ftUKASRATTÍ FAR SEM ÓTSKTOUS
MUN DRASAsr ÍNN1 ÍNNSfcATT
-NEi SKRATTt- DRA5AST FFÖA 0r-
SKATTÍ - ALTSO (NMSkATri
QS MUN. „ MUN„. EkiUM.
Vi£> AE> SPjALLA UA4
eítthvað annað?
Föstudagur 27. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9