Þjóðviljinn - 27.10.1989, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Qupperneq 12
Af samtökum þeim, sem beita sér fyrir því að mannkynið auðsýni mannréttindum virð- ingu, eru Amnesty International líklega þekktust. Arlegar skýrsl- ur samtaka þessara, sem hafa deildir í fjölda landa og aðal- stöðvar í Lundúnum, vekja þvi alltaf athygli og umræðu. Nú er nýkomin frá Amnesty skýrsla um ástandið í mannrétt- indamálum í heiminum á því herr^ ans ári 1988. Svört er sú skýrsla sem hinar fyrri frá Amnesty um þetta efni, en þó eru í henni atriði sem vekja vonir um að þrátt fyrir allt miði mannkyninu fram á við á þessum vettvangi. Sérstaklega er athyglisvert að sum austantjalds- ríki hafa mjög bætt ráð sitt í þess- um efnum, svo að í þeim standa a.m.k. Pólland og Ungverjaland vesturlandaríkjum ekki að baki, enda einnig í sumum þeirra ríkja ekki allt í nógu miklum sóma hvað þetta varðar. í þriðja heiminum er ástandið í mannrétt- indamálum enn sem fyrr hið herfilegasta, þegar á heildina er litið. Staðreynd er að tugþúsundir karla, kvenna og barna voru myrtar að tilhlutan valdhafa ríkja sinna á árinu 1988 og því athæfi t hefur verið fram haldið á yfir- standandi ári. í skýrslunni fagnar Amnesty sérstaklega framförum í mann- Barn og faðir sem kastað hefur sér yfir það því til verndar - tvö af ótöldum þúsundum Kúrda sem fórust í eiturgasárásum Irakshers s.l. ár. stjórnvalda. Amnesty telur þó líklegt, að enn séu þar í landi nokkur hundruð pólitískra fanga. Ekki batnar það þegar til Afr- íku kemur og þar er Sómalfland hvað efst á blaði hvað hryllinginn varðar. Amnesty telur að stjórnvöld þess lands hafi í hern- aði gegn Sómölsku þjóðar- hreyfingunni í norðurhluta lands- ins af ráðnum hug grandað 15,000-50,000 óbreyttum borgur- um yfir árið, en tölur af þeirri stórslátrun eru greinilega ekki nákvæmar. Valdhafar Eþíópíu og Súdans ollu og verulegum mannskaða á varnarlausu fólki í hernaði gegn þarlendum upp- reisnarmönnum. í Búrúndi, þar sem við Iýði er einskonar apart- heidkerfi, drap herinn, sem að mestu er skipaður mönnum af ráðandi þjóðflokki, Tútsum, þús- undir manna af Hútúþjóðflokki í kjölfar uppreisnar fólks af því þjóðerni. f yfir 20 Afríkulöndum var á árinu vitað um samvisku- fanga og frá mörgum ríkjum bár- ust fregnir af pyndingum og illri meðferð á pólitískum föngum. Þeirra á meðal eru Suður-Afríka og sérsvæði bantúþjóðflokka þar, sem að nafni til eru sjálfstæð ríki. í árslok voru í Suður-Afríku um 500 manns í haldi án þess að hafa verið leiddir fyrir rétt, þar á meðal börn og unglingar. Enn ein svört skýrsla Virðingu fyrir mannréttindum fleygði fram s.l. ár í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, eníþriðjaheiminum erástandið íþeimefnumí stórum dráttum jafn herfilegt og fyrr réttindamálum í Sovétríkjunum, Póllandi og Ungverjalandi, en tekur fram að þessi ríki megi þó betur gera í þeim málum. Á árinu létu sovésk yfirvöld lausa yfir 150 samviskufanga áður en þeir höfðu afplánað fangelsisdóma sína. Þó voru enn í lok ársins yfir 100 sovéskir samviskufangar í fangelsum, útlegð eða í nauð- ungarvist á geðsjúkrahúsum og enn bar það við að menn væru handteknir af pólitískum ástæð- um. Af Evrópuríkjum, sem eru eða voru fram á yfirstandandi ár undir stjórn kommúnista eru það Júgóslavía og Rúmenía, sem höfðu mest á samviskunni hvað mannréttindamál varðar miðað við s.l. ár. í fyrrnefnda landinu voru á árinu a.m.k. 200 sam- viskufangar í haldi, í Rúmeníu var vitað um a.m.k. 18 samvisku- fanga en talið er nálega víst að þeir hafi skipt þar hundruðum. í Búlgaríu var margt manna af tyrkneska þjóðernisminnihlutan- um í fangelsum. Mikið er enn um það í Evrópu að menn séu fangelsaðir fyrir að neita að gegna herþjónustu og þetta átti sér stað í fleirí eða færri tilfellum á árinu í Austurríki, Finnlandi, Frakklandi, Grikk- landi, á Ítalíu, í Júgóslavíu, Pól- landi, Sovétríkjunum, á Spáni, í Sviss og Ungverjalandi. í skýrsl- unni eru látnar í ljós áhyggjur vegna ásakana og gruns um að vissir fangar sæti illri meðferð í Austurríki, Bretlandi, Frakk- landi, Grikklandi, á Ítalíu, Spáni, í Tékkóslóvakíu og Vestur- Þýskalandi. Þetta er þó allt saman hátíð hjá því sem er í þriðja heiminum. Á s.l. ári bárust Amnesty fréttir af pyndingum og illri meðferð á föngum frá nær öllum löndum Vestur-Asíu og Norður-Afríku. Besta einkunn af landstjómend- um í þessum heimshluta fær fyrir árið Gaddafi Líbýuleiðtogi, en þarlendis voru þá látnir lausir um 400 pólitískir fangar. Mestir hryðjuverkamenn og grófastir mannréttindaníðingar þar í löndum vom þá valdhafar íraks AÐ UTAN og írans. Ráðamenn fyrrnefnda landsins héldu uppi sannköll- uðum útrýmingarhernaði gegn kúrdneska þjóðernisminnihlut- anum þar og beittu við það eiturgasi. í eiturgasárás á borgina Halabja í suðurhluta íraska Kúrdistans fórust þannig um 5000 manns, þar á meðal margt kvenna og barna. Stjórnarher lir- aks strádrap oft fólk það, sem lifði af gasárásir, og Amnesty hefur heimildir fyrir því að þau hafi orðið örlög um 1000 manns í þorpum nálægt Dohuk í norður- hluta landsins - á einum degi að- eins. Telja má víst að með við- leitni sinni til að leysa endanlega sitt Kúrdavandamál hafi fraks- stjórn myrt miklu fleira fólk en Amnesty og aðrir aðilar á Vestur- löndum hafa glöggar spurnir af. Stríði íraks og Irans lauk sem kunnugt er á árinu og notuðu valdhafar beggja ríkja friðinn til stóraukinna ofsókna á hendur þeim þegna sinna, sem voru í ónáð hjá þeim af einhverjum ástæðum. Amnesty telur sig vita með vissu að um 1200 pólitískir Mótmæli í Rangún, höfuðborg Búrma - þar var grófar brotið gegn mannréttindum en í nokkru öðru Suður- og Austur-Asíulandi árið 1988. Kim Keun T ae, suðurkóreanskur andófsleiðtogi sem var látinn laus s.l. ár eftir pyndingar og þrig- gja ára fangelsisvist. fangar hafi verið teknir af lífi í íran síðari hluta árs, en hefur grun um að raunveruleg tala líf- látinna þar á því tímabili sé tals- vert hærri. í samanburði við þá slátrun má smámuni kalla að nokkrum tugum þjófa var á sama tíma refsað í sama landi með því að höggnir voru af þeim fjórir fingur hægri handar, og er tekið fram í skýrslunni að einungis sí- brotamenn hafi sætt þeirri refs- ingu. Tyrkir þykjast þessa stundina vera lýðræðisþjóð en eigi að síður voru samviskufangar í hundrað- atali í dýflissum þeirra árið 1988, að sögn Amnesty, og nokkrir pól- itískir fangar voru þá dæmdir þar til fangelsisvistar eða dauða, að undangengnum hæpnum réttar- höldum. Svo er að heyra á skýrsl- unni að regla hafi verið þar frem- ur en undantekningar að fangar hafi sætt pyndingum í fangelsum og á lögreglustöðvum, a gömlum vana. Israelskir her- og lögreglu- menn skutu til bana um 300 Pal- estínumenn á fyrsta ári intifödu, auk þess sem Amnesty hefur heimildir fyrir því að um 40 manneskjur hafí þá látist af eitrun af völdum táragass og 14 eftir misþyrmingar og illa með- ferð í haídi hjá Israelum. í Alsír voru á árinu hundruð manna drepin í óeirðum og margir sem handteknir voru í þeim sættu pyndingum. DAGUR ÞORLEIFSSON I Suður- og Austur-Asíu er Burma (sem nú nefnist raunar opinberlega Myanmar) versti sökudólgur ársins 1988 í þessum efnum. Lengst af ársins voru þar hörð átök milli öryggisliðs og mótmælafólks. Her og lögregla valdhafa þar drap um 200 mót- mælamanneskjur á tímabilinu frá mars til júlí, um 1000 í ágúst og fleiri þúsund í sept. og þar á eftir. Þar að auki fréttist að Burmaher hefði á árinu myrt og pyndað óbreytta borgara í hernaði sínum gegn þjóðernisminnihlutum. Kínversk yfirvöld létu hand- taka hundruð manna í Tíbet eftir mótmælaaðgerðir þarlendis. í Indlandi, sem hreykir sér af því að vera fjölmennasta lýðræðisríki heims, voru þúsundir manna í fangelsi fyrir að vera á móti stjórnvöldum og höfðu þó ekki verið ákærðir eða leiddir fyrir rétt. Á árinu fréttist af pynding- um í fangelsum þar og dauðsföll- um af völdum þeirra. Á Sri Lanka hurfu tugir manna, eftir að stjórnarliðar og indverskir her- menn höfðu handtekið þá. Á Fil- ippseyjum hurfu og tugir manna og mikið virðist hafa verið þar um pyndingar. í Kína, Indónesíu, Nepal, Bangladesh og Pakistan sættu menn meiri eða minna þrengingum af trúarástæðum. í Suður-Kóreu dró úr mannréttindabrotum eftir kosn- ingar þar í aprfl og í Afganistan fór fréttum af pyndingum fækk- andi og um 7600 pólitískir fangar voru látnir lausir, að sögn Rómanska Ameríka var í stór- um dráttum söm við sig hvað mannréttindum viðvíkur á téðu ári og drápu her og lögregla og morðsveitir á þeirra snærum þús- undir manna þar án dóms og laga. Hundruð í viðbót eru horf- nir, eins og jörðin hafi gleypt þá, eftir að hafa verið handteknir. Þessi athafnasemi yfírvalda virð- ist hafa færst í aukana s.l. ár og vera betur skipulögð en fyrr. Mest var óöldin af völdum þess- ara aðila í Kólombíu, Perú, Gú- atemala og Salvador. í Kólombíu tóku handlangarar yfirvalda yfir 1500 manns af lífi án dóms og laga yfir árið og ollu hvarfi um 250 í viðbót. Manndráp þessi voru einkum á svæðum, þar sem her- inn réði mestu, og virðist hann hafa leyft morðsveitunum að hafa sína hentisemi. Þær myrtu einkum vinstrisinna af ýmsu tagi, en einnig dómara og aðra á veg- um yfirvalda, sem herinn hafði illan bifur á. í Perú beita her og lögregla morðsveitum til að hræða fólk frá því að styðja skærulið maóista- hreyfíngarinnar Ljómanda stígs, og niðurstaðan af því hefur orðið sú að morðsveitirnar valda landinu meiri mannskaða en ma- óistum hefur tekist. Mörg hundr- uð óbreyttra borgara létu lífið þar' eða hurfu á árinu af völdum her- og lögregluliðs eða morðsveita á þeirra vegum. Þarlendis eru um 630 pólitískir fangar og algengt er að þeir séu pyndaðir. í Gúatemala urðu á árinu mörg hundruð dauðsföll og manns- hvörf af sömu orsökum og í Sal- vador færðust morðsveitir í auk- ana á árinu. Amnesty telur að í þeim sveitum þar séu raunar óeinkennisklæddir her- og lög- reglumenn. í Brasilíu drápu at- vinnumorðingjar á vegum land- eigenda og braskara bændur, for- ustumenn í verkalýðsfélögum, starfsmenn kirkjunnar og indí- ána, oft út úr deilum um jarðir og ræktarland. Yfirvöld létu það yf- irleitt afskiptalaust. í Níkaragva var að sögn Amnesty eitthvað um að stjórnarhermenn dræpu eða létu hverfa bændur, sem grunaðir voru um stuðning við kontra. Stjórnvöld kváðu hafa farið sér hægt við að láta rannsaka þau mál.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.