Þjóðviljinn - 27.10.1989, Síða 14

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Síða 14
Borgarleikhúsið, aðalinngangur. Byrjað á leiksviðunum Borgarleikhúsið nýja hefur nú verið opnað almenningi, þrettán árum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að húsinu, en það var 31. októ- ber 1976. Aðdragandinn að byggingu hússins er þó mun lengri sem kunnugt er og hef- ur fjöldi manns lagt hönd á plóginn svo verða mætti af opnunarhátíðinni miklu sem haldin var með pomp og prakt um síðustu helgi. Með opnun Borgarleikhússins er merkum áfanga náð í leiklistar- og byggingarsögu ís- lands. Auk þess að vera stærsta leikhús landsins er Borgarleik- húsið ásamt Pjóðleikhúsinu eina húsið sem reist er hér á landi og eingöngu ætlað undir leiklistar- starfsemi. Sá munur er þó á þess- um tveimur leikhúsum að Þjóð- leikhúsinu var auk leiklistarinnar ætlað að sinna bæði ballett- og óperulífi landsmanna, en við byggingu Borgarleikhússins var fyrst og fremst tekið mið af leiklistinni, þó vissulega hafi ver- ið gert ráð fyrir að þar mætti flytja bæði óperur og ballett. Þorsteinn Gunnarsson: Tókum þann kostinn að teikna bæði sviðin og salina án þess að velta útliti hússins fyrir okkur Fjöldinn allur af hönnuðum og tæknimönnum á sinn þátt í Borg- arleikhúsinu eins og nærri má geta og arkitektarnir sem að því standa eru þrír, þeir Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sig- urðsson og Þorsteinn Gunnars- son, og varð Þorsteinn fyrir val- inu vegna tengsla sinna við Leikfélag Reykjavíkur bæði sem leikari og leikstjóri. Á sömu for- sendum hafði Nýtt Helgarblað samband við Þorstein og bað hann að segja frá undirbúningn- um að byggingu hússins fyrir hönd arkitektanna þriggja. - Það var frá upphafi ljóst að frumkvæðið að byggingunni kæmi frá Leikfélagi Reykjavíkur, segir Þorsteinn. - Ég held að það hafi verið árið 1953, skömmu eftir að Þjóðleikhúsið tók til starfa að það kom fyrst til tals hjá Leikfélaginu að byggja Borgar- leikhús. Til að byrja með snerist umræðan fyrst og fremst um hvar þetta nýja leikhús ætti að standa, það var meðal annars talað um Klambratúnið, þar sem Kjarvals- staðir eru núna og eins var lengi reynt að fá leyfi til að byggja við Tjörnina. Hugmyndin var sú að byggja lítið leikhús á Bárulóðinni og nota Iðnó áfram sem eins kon- ar annexíu við það. Óskir um hagkvæmt nútímaleikhús - í ársbyrjun 1972 tók Leikfé- lag Reykjavíkur svo ákvörðun um að taka boði borgarinnar um að byggja leikhús í nýja miðbæn- um í Kringlumýrinni, en hann var þá búið að skipuleggja, þó það væri lengi framan af óljóst hvort hann yrði að veruleika. Eftir það var Gústaf Pálsson, þáverandi borgarverkfræðingur, ráðinn til að gera forsögn um húsið í sam- vinnu við nokkra félaga Leikfé- lags Reykjavíkur. Og ég held að það sé samdóma álit okkar allra sem að þessu máli höfum staðið að það hefi verið mikil heppni að Gústaf fékkst til að taka þetta að sér. - í forsögninni komu fram ósk- ir Leikfélagsins um bygginguna, en þær voru í aðalatriðum að byggt yrði hagkvæmt nútíma- leikhús, sem miðaðist við íslensk- ar aðstæður en tæki jafnframt mið af því helsta og besta sem gert hafði verið í nágranna- löndum okkar á þessu sviði. Enn fremur var lögð áhersla á að við hönnun hússins yrði tekið tillit til þeirrar reynslu sem Leikfélag Reykjavíkur hefði af leikhús- rekstri, sem er mikilvægt atriði, því þar með var gert ráð fyrir að nýja leikhúsið yrði einnig svok- allað „repertoire“ leikhús: Leikhús sem gæti verið með ák- veðinn fjölda sýninga í gangi á VCRKSTJC6I RAFMAGN3TAFLA r~! \ . ■ 5T- 4-í i - Tmíla,,*sa,-u* H TOÍ vinstri á myndinni, anddyri og aðstaða fyrir leikhúsgesti til hægri. t4 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.