Þjóðviljinn - 27.10.1989, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Qupperneq 15
a Þorsteinn Gunnarsson: Vonum að leiklistargyðjan kunni húsaskjólinu vel. Myndir - Jim Smart. Eins og gráir kettir - Okkar starf hófst á því að við fórum yfir forsögnina, við skoð- uðum fleiri leikhús í nágranna- löndunum, ræddum við leikhús- fólk og fórum á gagnrýninn hátt yfir hugmyndir leikfélagsins. Um svipað leyti voru ráðnir breskir sérfræðingar í leikhústækni, sem við höfðum góða samvinnu við framan af. Og að sjálfsögðu rýnd- um við í þær leikhúsbyggingar sem við eigum hér heima, því af öllu má læra. - Við byrjuðum á því að teikna leiksviðin og salina, áður en við vorum búnir að forma útlit húss- ins eða annað skipulag þess. Þeg- ar leikrýmið eða kjarninn var kominn kom svo að því að raða verkstæðum, búningsklefum, skrifstofum og öðru í kringum hann. Starfsemi Leikfélagsins var þá dreifð út um allan bæ. Smíða- verkstæðið var á einum stað, búningageymsla á öðrum og skrifstofurnar á þeim þriðja, svo einhver dæmi séu nefnd, og fyrir LR var það fyrir löngu orðin knýjandi þörf að sameina þetta allt í einu húsi. Ég minnist þess að það varð til að mynda heilmikil umræða um það hvort það yrði nauðsynlegt fyrir leikhúsið að hafa sitt eigið smíðaverkstæði þegar fram liðu stundir. Hvar leituðu þið helst fanga um hugmyndir að leikhúsinu? - Við fórum nú svo víða að það væri ógjörningur að telja það allt upp. Við fórum til dæmis til Bret- lands, ekki síst vegna þess að bresku ráðgjafarnir, sem voru ráðnir við Borgarleikhúsið unnu líka við breska Þjóðleikhúsið, sem þá var verið að byggja. Við fylgdumst náið með byggingu þess hús, nánast frá því að sökl- arnir voru steyptir, - við vorum þarna eins og gráir kettir á öllu byggingartímabilinu. Svo skoð- uðum við fleiri leikhús, nýbyggð eða í byggingu á Bretlandi, öll af svipaðri stærð og leikhúsið hér. - Sama gildir um Norður- löndin, ég held að við höfum náð að skoða allt það nýjasta þar. Við skoðuðum til dæmis Borgar - leikhúsið í Helsingfors. í Stokk- hólmi ríkti millibilsástand því þar var ekki búið að ákveða staðsetn- ingu Borgarleikhússins, en af byggingu þess húss höfum við haft mikið gagn síðar, því ráð- gjafi okkar í hljómburði, Stefán Einarsson verkfræðingur, var einnig viðriðinn Borgarleikhúsið í Stokkhólmi. - Við fórum einnig til Þýska- lands, þar voru á áratugunum eftir stríð byggð mörg Borgar- leikhús, sem eru þó ólík Ieikhús- inu hér að þau eiga það sammerkt að þjóna þremur listgreinum; leiklist, ballett og óperu. Nú, við fórum til Hollands, til Sviss... við fórum ýmist saman í þessar skoð- unarferðir eða sinn í hvoru lagi. Félagar mínir fóru til að mynda á stóra leikhússýningu í París, sem ég komst ekki á, og ég fór síðar til Moskvu og Bandaríkjanna að skoða leikhús, án þess þó að það hafi haft veruleg áhrif á teikning- arnar. Þetta var síðan allt að gerj- ast frá því að við vorum ráðnir, sfðla árs 1973, allt fram í ágúst 1975 að teikningarnar voru full- búnar. Kom aldrei til greina að stærri salurinn yrði annað en „hefð- bundinn“? - Við skoðuðum mörg leikhús af hreyfanlegri gerð, en niður- staðan varð sú að slík leikhúsgerð myndi ekki henta leikhúsi sem ætti að reka eins og Borgar- leikhúsið með fleiri en eina sýn- ingu samtímis. Ég fylgdist til dæmis með byggingu Schaubú- hne í Berlín, sem byggð var fyrir leikhóp Peters Stein. Það leikhús hefur sjaldnast nema eina sýn- ingu í gangi í einu og sal og leiksviði ergjörbreytt fyrir hverja nýja sýningu. Að minni hyggju þyrfti að verða meiri háttar koll- steypa í rekstri Leikfélags Reykjavíkur til að slík leikhús- gerð hentaði félaginu. - Engu að síður gerðum við frumdrög að mismunandi opnum leikhúsum og það sem okkur fannst best þegar upp var staðið var stóri salurinn eins og hann er í dag. Við höfum gert ráð fyrir að hægt væri að koma fyrir öllum æskilegum tæknibúnaði fyrir nú- tímaleikhús, véldrifnu hring- sviði, sviðsturni með ljósa og leiktjaldarám, eðaflugkerfi, með 50 rám. Þá er töluvert rými í kringum leiksviðið, sem ég vona að flokkist fremur undir framsýni en ofrausn. Eins var hljóm- sveitargryfjan stækkuð frá því sem við höfðum gert ráð fyrir að Leikfélagið þyrfti, en upphaflega var áætlað að gryfjan myndi rúma 20 manna hljómsveit, en nú kom- ast þar fyrir á milli 50 og 60 hljóð- færaleikarar. Eins er salurinn þannig útbúinn að hægt er að breyta hljómburðinum með fær- anlegum teppum uppi yfir loftinu eftir því hvort verið er að flytja leikrit eða óperu. - Það var að mörgu að hyggja við hönnun þessa húss. í innri gerð sinni þarf leikhúsið að svara mörgum kröfum um notagildi og hagkvæmni. Hús af þessari stærð kallar að sjálfsögðu á athygli, svo að ekki má einu gilda um ytra útlit þess. En síðast en ekki síst er hver leikhúsbygging sérstaklega krefjandi að því er varðar rýmis- myndun bæði fyrir okkur arki- tekta og leikhúsfólk. - Eins og fyrr segir tókum við því þann kostinn að teikna bæði sviðin og salina án þess að velta útliti hússins fyrir okkur, og raða síðan í kringum þá þeirri aðstöðu sem nauðsynleg var út frá því hvaða deild þyrfti að vera í sam- bandi við hverja. Hér stöndum við svo í dag með þessa byggingu og vonum að leiklistargyðjan kunni húsaskjólinu vel. lG Grunnmynd af fyrstu hæð leikhússins. Þar sést anddyri og aðstaða sýningargesta til hægri, báðir salirnir (sá minni fremst), verkstæði baksvið og málarasal- ur eru til hægri fyrir aftan stóra sviðið. Búningsherbergi og að- staða fyrir leikara, skrifstofur og inngangur starfsmanna sjást hægra megin á teikningunni. sama tíma og því þyrfti leiksvið að vera þannig að hægt væri að skipta um leikmynd með stuttum fyrirvara. - Á meðan á vinnunni að for- sögninni stóð fór Gústaf í kynnis- ferð til nokkurra nágrannalanda ásamt Steinþóri Sigurðssyni leikmyndateiknara, mér og Guðmundi heitnum Pálssyni leikara, sem þá var framkvæmda- stjóri Leikfélagsins. Þar kynntum við okkur nýbyggð leikhús af þeirri stærð sem ákveðin var af hálfu Leikfélagsins en þá þegar hafði ákvörðun verið tekin um að í húsinu yrðu tveir salir, annar „hefðbundinn“ og tæki 450 til 500 manns í sæti, en hinn frjálsari í formi en svipaður að stærð og sal- urinn og leiksviðið í Iðnó til samans. - Forsögnin var síðan lögð fram og samþykkt af Leikfé- laginu og arkitektar ráðnir í fram- haldi af því. Það voru þeir Guð- mundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson, og síðan var ég ráðinn sem þriðji maður, lík- lega fyrst og fremst vegna þess að það var talið að ég hefði eitthvað til málanna að leggja vegna minnar leikhúsreynslu. Föstudagur 27. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.