Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 20
Um háska Listin er þeir fiskar sem afgangs eru þegar allir hafa fengið nóg að borða, - er haft eftir einum okkar mesta lista- manni og spekingi, sem jafnframt var sjómaður og dáð hraustmenni. „Hann var lipurmenni", sagði Guð- laugur kaupmaður um hann og lét hanga mynd eftir hann uppi á vegg hjá sér, eina mynda, þótt hann skildi hvorki myndina né manninn. En hann skildi það sem máli skipti: Að með Jóhannesi Kjarval var eitthvað þýðingarmikið á ferð: Eitthvað sem maður eins og hann tekur gildi án þess að spyrja: „Skil ég það eða skil ég það ekki“. Pó angrar mig sífellt eitt: Hvernig stendur á því, að hversu mikið sem menn á borð við Jóhannes draga af fiskum þá virðist aldrei vera rýmilegur afgangur handa honum, eða mönnum á borð við hann, að hafa sér til viðurværis? Það er sannast sagna helvíti skítt að hvorki Jóhannesi né öðrum þvílíkum virðist lukkast að láta ganga af, af erfiði sínu, einn einasta fisk til þess æðsta málefnis sem þeir sannarlega báru fyrir brjósti; að fóðralistina, það eina sem þeim þótti þó sannanlega þess vert að Ieggja krafta og fjármuni Svo er hitt einnig ljóst, að þó menn eins og hann hætti á sjó, loks sannfærðir um að þeir muni aldrei hafa upp svo marga fiska með færa eða netadrætti að það verði nokkrum manni nokkurn tíma til nokkurs gagns, þá eru þeir eigi að heldur lausir við þann háska sem fylgir hinni votu gröf. Meir sagt: Með því að ganga af skipi og fara að stunda „fagrar listir" eru menn að setja sig í ennþá meiri háska (sálarháska) en þekkist til sjós. Líf manna er hvarvetna hlaðið lífs- háska. Hann er innifalinn í kaupunum þegar oss er lífið gefið og hann endist okkur í réttu hlutfalli við lengd þess! Hafið eða illviðrin svokölluð breyta ekki miklu þar um. í lífsins ólgusjó Við erum semsagt öll seld undir þann mikla dóm og hin endanlegu úr- slit baráttu vorrar fyrirfram ráðin, hvað sem líður garpskap og góðum vilja. Hér þýðir því ekki að spyrja að leikslokum heldur einungis að því hversu menn standa sig þá stund sem stríðið varir. Til þess að standa sig er betra að hugsa sem mest um hina hraustu og æðrulausu menn en reyna að velta sér ekki um og upp úr raun- um og ævisögum þeirra sem í sífellu eru að „missa fótanna" „renna á rass- inn“ „skripla á skötum“ eða „lenda á eymasneplunum" svo dæmi séu tekin af hressilegu orðfæri um þessa hluti. Við beinum því aðdáun okkar og sem mestu af sjóninni, að hinum sísigr- andi hetjum, með svalvindana í heitan faðm sér, en guði sé lof, þá er mönnum jafnframt gefin vorkunn og hjálpsemi við hina sem ekki þola mik- inn gust. Tilvera vor manna byggist á þessum tvennum lyndiseinkunnum: aðdáun á þeim hrausta og hjálpsemi við hinn veika. Án þeirra yrði aldrei sjúkum líknað, engum hvftvoðungi komið til manns og aldrei neinum úr sjávarháska bjargað. Án þeirra yrði öll hin fagra list í útideyfu, - hjálparvana. Sjómaður dáðadrengur Framhald vísunnar þekkja menn: Hann var drabbari eins og gengur, hann sigldi úr höfn út á svalfexta dröfn þegar sfldin sást ekki lengur... Þannig hafa menn haft ímynd sjó- mannsins. Hann er hraustur en villtur og hæpinn á að treysta, einsog hafið sjálft, nema það að hann getur rokið til og rifið upp lífsbjörg handa heilum þorpum og borgum á einni nóttu, þegar gefur og sá gállinn er á honum. Þessvegna verður líka að fyrirgefa honum þótt hann fari á sjóðandi fyll- erí, svíki þá sem vildi hann elska um- fram allt og á hann treysta, lendi í áralöngum villum í lífsins ólgusjó. Kannske kemur hann aldrei aftur, kannski lendir hann í brjálaðri sfld annarsstaðar, kannski gengur hann í hamarinn með nornum og tröllum í rauðljósahverfum stórborga, langt í burtu og kannski hirðir „sá sem átti hann“ sinn feng, og samsamar endan- lega hans ólgandi skammlífa blóð sínu eigin - eilífa. En komi hann nú einhverntíma aftur til sinna þá er oft tekið við honum á ný, og hann elskað- ur meir en sá sem dvaldi kyrr og vakti kannski yfir öllu því sem hann for- sómaði. Það er kannski ekki réttlæti en það er nú samt hinn einkennilegi og óviðráðanlegi galdur lífsins, sem Guð hefur skapað. Við eigum erfitt með að skilja hann engu að síður en hafið. Við skynjum að hann hefur sín lögmál, rétt einsog hafið þyngdar- lögmál og bylgjuhreyfingu, en hann er nákvæmlega jafn óútreiknanlegur, dyntóttur og tillitslaus og það. Hvað veldur? Er það kannski tryggðin sem mestu stjórnar í lífi mannanna? Og veldur því að þeir koma alltaf til baka, hversu langt sem þeir þvælast frá sér sjálfum og sínum? Hinir stærstu og sterkustu sægarpar sem ég hefi þekkt báru allir „Hina miklu ógn“ í brjósti og töluðu við mig um það, þegar þeir voru fullir. Annað mál var að þeir kunnu að umbera þessa ógn í brjósti sér og sjálfan sig í ógninni, standa sína plikt, taka hrot- una þegar hún kom og storminn þeg- ar hann kom, í tveim orðum sem þeim er svo tamt að nota: „Standa klár“. Ævintýri úr Eyjum Ég hef sennilega aldrei lent í eins ógnvænlegu brimi og á landleguballi í Eyjum. Fékk þó ýmsa sullsama ferð með gamla Herjólfi og stóð oft, lost- inn klökkri hrifningu niðri á Skansi að horfa á fiskiflotann koma inn, hlað- inn, í þessháttar ferðum að iðulega var annar hver bátur horfinn með rá og reiða en hinir rambandi, sitt á hvað, á hliðinni, drifnir ógegnsæju, hvítu særoki. Svona balli er ekki hægt að lýsa, allra síst hljóðum þess sem byrja með lágværum klið, líkt og öídur hjala við steina en breytast svo í þungan nið og síðast í brimöskur, ým- ist rísandi, ýmist fallandi, líkt og Átl- antshafið í ham. Það er þrifið í axlir, þrifið í rassa og þungum hnefum skellt á trýn. Brennivínsflöskum grýtt í veggi af alefli. Mönnum líka. Götur fullar, eftir dansinn af hálfbjargar- lausum mönnum að staulast heim. Ég er ekki hrifinn af svona sam- komuhaldi en hitt verður að játast að strax að morgni voru þessir sömu menn komnir niður á kajann þar sem Lagarfoss var að slitna upp í hávaða- roki og slagviðri, búnir að binda allan vörubflaflota staðarins við skipið og, undir gjörsamlega æðrulausum skip- unum hafnsögumannsins gamla, sem í svona tilfellum tekur víst við ábyrgð héldu þeir áfram að leysa, binda, hífa, slaka, kúpla, gefa inn og skipta um gíra til skiptis eftir því sem aldan þrýsti skipinu, ýmist viðráðanleg eða óviðráðanleg, að og frá. Hvað eftir annað voru afturhjól bílanna komin út á kant. Engum brá. Þar voru einnig komnar konur og menn sem héldu áfram að handleika sveifar sínar, kaðla og festingar með þeirri blöndu af mýkt og handfestu sem þeir lögðu þessar sömu hendur á brjóst kvenna sinna, - uns ólguna hafði lægt og þetta mikla skiplá bundið. Afgangs- fiskarnir Sjómannslffið hefur breyst. Skipin eru tryggari. Menn segja að það sé orðinn meiri háski að vera innanum bflaumferðina á þurru landi heldur en útiá hinum votu vegum. Ég veit ekki hvort það er satt. En sé það svo, þeim mun sárara er til þess að hugsa að afgangsfiskar þeir sem Jóhannes talar um skuli sífellt fara til þess að kaupa þessi háskalegu tæki bifreiðar og svo að byggja hallir sem enginn hefur þörf fyrir og virðist í því efni vera alveg sama hvað þessir fiskar verða margir. Það virðist endalaust vera óútskýrð þörf fyrir fleiri hallir. En það mega líka sjómenn sem aðrir vita að hér er vandsiglt. Við vitum aldrei, á hverri tíð hvort einhver listamaður, Jóhannes eða annar, er meira virði en bfll. Þetta er háski listarinnar, - háski lífsins, óháður því hvort við erum á hafi eða ekki hafi. Sá einn er ekki f lífsháska sem er nógu heimskur til að skynja ekki það. Kraftbirting Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleik- húsi: LJÓS HEIMSINS eftir Kjartan Ragnarsson eftir skáldsögu Halldórs Laxness, Heimsljósi, fyrsta hluta. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Tónlist og áhrifahljóð: Pétur Gétars- son og Jóhann G. Jóhannsson. Sönglög: Jón Ásgeisson. Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhanns- son. Lýsing: Egill Örn Árnason. Leikendur: Sverrir Páll Guðnason/ Orri Huginn Ágústsson, Helgi Björns- son, Ólaiia Hrönn Jónsdóttir, Mar- grét Ólafsdóttir, Sigurður Karlsson, Guðmundur Ólafsson, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Margrét Ákadóttir, Jak- ob Þór Einarsson, Steindór Hjörleifs- son, Marinó Þórsteinsson, Eyvindur Erlendsson, Rósa G. Þórsdóttir, Bryndís Petra Bragadótir, Erla Ruth Harðardóttir og Arnheiður Ingimundardóttir. Enn sækja menn í námur Hall- dórs Laxness nú þegar reykvík- ingar hafa loksins reist sér leikhús í stíl við umferðarmannvirkin, fjölbýli sín og einbýli. Og eins og áður er sótt í sagnabrunn Hall- dórs og skáldsögur hans sniðnar að háttum leiksviðsins: Borgar- leikhúsið opnaði í síðustu viku með hátíðarsýningum á tveim fyrstu hlutum Heimsljóss. Á þriðjudagskvöld var Kraft- birtíngarhljómur guðdómsins leikinn fyrir almenning á Litla sviði Borgarleikhússins og í kvöld verður Höll sumarlandsins frum- sýnd á því stærra. Kjartan Ragn- arsson hefur tekist á það vanda- sama verk að laga þessar sögur að þörfum sviðsins, en Kjartan og Stefán Baldursson leikstýra hvor sinni sýningunni. Borgarleikhúsið Ekki skal hér fjallað um Borgarleikhúsið sjálft, skelina sem skal hýsa starfsemi Leikfél- agsins um ókomin ár. Húsið hef- ur ekki reynst dýrt í byggingu miðað við leikhúsbyggingar í heiminum í dag. Það er ekki íburðarmikið, en ágætlega búið tækjum. Sviðin munu reynast starfsmönnum hússins erfið fyrsta kastið, en þær hömlur verða fljótt að baki, þótt þær kunni að kalla á nákvæma skoðun innan hússins á verkefn- um næstu misserin, hvernig tekst til um leikmátann, miðlun til áhorfenda. Bygging leikhússins og vígsla er tímanna tákn, nú þegar bygg- ing Þjóðleikhúss þarfnast brýnna endurbóta og kerfi félagsheimila um landið er ýmist lurelt eða þarfnast aukinnar starfsemi frá kjarna lýðveldisins. Sýningin liðið þriðjudagskvöld vakti vissulega umhugsun. Hall- dór eigum við saman, sú menning sem hann lýsir í Heimsljósi virðist okkur vart eiginleg lengur, þekk- ing á henni er á hverfanda hveli þótt ýmis þau atvik sem bregður fyrir undir Fótarfæti eigi sér hlið- stæður í borg Davtðs í dag. Kotbændasamfélagið er púkó, U1 PÁLL BALDVIN BALDVINSSON fornfálegt, heimur sem varla er hægt að leggja á trúnað: „Ég held að það sem kemur þarna fram hafi ekki getað verið daglegt brauð niðursetninga og um- komuleysingja,” segir Kjartan Ragnarsson í vitali á síðum þessa blaðs fyrir viku. Svona talar sá sem veit ekki betur eða vill ekki vita betur. Eins og löngum eru menn reiðubúnir að afgreiða þjóðfélagslega skoðun Halldórs sem „ýkjur”, skáldskap sem ekki er í tengslum við veruleikann. Litla sviðið Þetta er lítill salur á tveim hæð- um með svið í miðju og mætti reyndar loka hringnum alveg en í þessari sviðsetningu er hringur- inn rofinn. Sviðsetningin tekur samt ekki nema að litlu leyti tillit til þessa. Leikmátinn er afluktur, inn- hverfur að miðju og vísar mikið af hálfum hringnum. Hann beinist sjaldan upp til þeirra sem á svölum sitja og tillit leikend- anna er bundið við hluta salarins. Það er eins og enn sé hugsað í rými salar við Vonarstræti. Leikmynd Grétars Reynis- sonar býður samt uppá allt aðra rýmisnýtingu. Hún er einföld í tákngerð sinni, nokkur tefjandi fyrir atburðarás en hugsunin í byggingu hennar snjöll, hring- laga form hennar kallar á leik all- an hringinn, jafnvel að þeirri glufu sem ekki er setin heldur nýtt til aðflutninga á áhrifa- mikinn hátt. Það eru þannig í leikmyndinni margir góðir kostir, snjallar lausnir. Hún er þokka- lega lýst, ekki sláandi en sker hvergi í augun. Eðlisþættir text- ans og sýningarinnar bæru mun hvassari lýsingu. Búningar eru aftur óttalegur samtíningur, gætu nánast verið á almúgafólk í vestra. Þekking Halldórs á klæðnaði sinnar smáðu þjóðar hefur greinilega ekki varpað neinni skímu inní huga leikmyndahönnuðar við verkið. Nema það sé af yfirve- guðu ráði (eða fjárskorti?) að Kamarilla húsfreyja gengur á gömlum spariskóm af karlmanni frá því um 1960. Er sá hluti lýtir á sýningunni og uppgjöf fyrir hinni þjóðlegu hefð. Áhrifshljóð eru fallega unnin af Pétri Grétarssyni og Jóhanni G. Nokkuð misræmi er milli þeirra og gullfallegra laga Jlons Ásgeirssonar. Kórsöngurinn fjarlægur og laustengdur svip sýningarinnar. Leikarar Ánægjulegast við sýninguna á Heimsljósi er hversu jöfn hún er í leik, hvað frammistaða Ieikenda er góð. Fyrstan skal telja Sverri Pál Guðnason, en hann deilir hlutverki Ólafs á barnsaldri með Orra Ágústssyni. Pilturinn leikur óhemju erfitt hlutverk svo ung- um huga af mikilli næmni, skýr- leik og snerpu. Kjartan hefur gripið til þess ráðs að tvískipta hlutverki Ólafs og er það bragð notað nokkuð vel gegnum sýn- inguna, þó barnslegar hugsanir og uppljómanir Ólafs á unglings- árum mætti tjá nokkuð meira með yngri röddinni þegar á líður leikinn. Helgi Björnsson er hins- vegar Ólafur Kárason á gelgju- Rúmenskur farsi Nemendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ. GRÍMULEIKUR eftir Ion Luca Car- agiale. Leikstjóri: Alexa Visarion. Þýðandi: Jón Óskar. Leikmynd og búningar: Hlín Gunn- arsdóttir. Lýsing: ÓlafurÖrn Thoroddsen og Magnús Bergmann. Leikendur: Hilmar Jónsson, Ingvar Eggert Sigurðsson, Balthasar Korm- ákur, Björn Ingi Hilmarsson, Erling Jóhannesson, Eggert Arnar Kaaber, Katarina Nölsoe, Harpa Arnardóttir, Edda Arnljótsdóttir Nýr árgangur sprettur fram úr fylgsnum Leiklistarskóla íslands og setur upp nær aldargamlan farsa eftir rúmenskan höfund í hljómfagurri og leikandi léttri þýðingu Jóns Óskars. Kallaður er til gestaleikstjóri með norrænum tilstyrk alla leið frá Rúmeníu og látinn hrista upp í krökkunum, keyra þau á ofsahraða með mikl- um tilþrifum gegnum sýninguna og eftir á að hyggja þá spyr áhorf- andinn sjálfan sig: Jaá? Þetta var kraftmikið, snoturlega samið, en ósköp var það lítið skemmtilegt. Nemenda- sýningar Þá má spyrja á móti: til hvers eru nemendasýningar? Svar lætur ekki á sér standa. Allir skólar sjá sig knúða til að ljúka námsdvöl tveggja þriggja ára með einhverskonar opinberu verkefni. Hér á landi er sú hefð komin á að lokaverkefni Leik- listarskólans eru talin fullgildur þáttur í leikstarfsemi atvinnu- manna. Sýningar þeirra eru auglýstar sem slíkar. Skólinn hef- ur lagt metnað sinn í að fá til starfa fullveðja atvinnumenn til að stýra þessum sýningum, látið semja leikrit sérstaklega fyrir hópinn eða þýða ýmis verk, sígild eða nærri því sígild og látið nem- endur sína kljást við þau. Allt er þetta gott og blessað. Á þessum sýningum má sjá drög að atvinnumönnum, starfs- krafta sem hafa oftar en ekki markað sér bás, sérsvið sem þeir eru sterkari á en öðrum. Ein- kenni sem þeir hafa náð sæmi- legum tökum á í námi sínu og flytja nú í fullveðja sýningar. I sumum þessara leikaraefna eru greinanlegir efnisþættir, sem bjóða uppá ýmsa möguleika, líkamlegt atgervi, skap, fram- sögn, ýkjur eða ríka nærveru. Það er síðan listamannanna sjál- fra og leikhúsanna sem ráða þau til starfa á komandi misserum hvernig tekst til, hvað krakkarnir þroskast mikið og fljótt. Víst njóta þessir lærlingar tillits áhorfenda veturinn í Nemenda- leikhúsinu. Stundum hefur það jafnvel brunnið við að þeir sem skrifa um leiklist að staðaldri í dagblöð hefji þessa starfsemi upp til skýjanna og telji listsköpun búa árvisst í Lindarbæ. En það er mikil firra. Grímuleikur Farsinn sem Nemendaleikhús- ið sýnir að þessu sinni er ekki fjarskyldur austurrísku og frön- sku försunum sem urðu til uppúr miðri öldinni. Hann er skop um ráðsetta borgara og daðrar vita- skuld við eftirlæti áhorfenda fyrr og síðar, misskilning, blekkingar og villu í ástarmálum sem hafa það að markmiði að seðja líkam- legan losta. Það er býsna langsótt þykir mér að gera því skóna að leikur Caragiele sýni „vaxandi ógn hins stóra tóms“. Hann er bara ósköp venjulegur farsi þar sem skopið sprettur fram af af- káralegum kringumstæðum sem venjulegar búðarlokur og frillur þeirra lenda í. Leikstjóranum hefur hinsvegar tekist að láta leikarana flytja verkið af óhemju 20 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.