Þjóðviljinn - 27.10.1989, Qupperneq 26

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Qupperneq 26
Hvað á að gera um helgina? lagið sýnir, opn lau kl. 14. Sýningin verður opin kl. 13-18 helgarnar 28. og 29.10., 4.-5. og11.-12.11. Kjarvalsstaðir, opið daglega 11 -22. Sveinn Björnsson, málverk, opn lau kl. 16, verk eftir Arvid Pettersen, opn lau kl. 16, Kristín ísleifsdóttir, verk unnin í leir, opn lau kl. 14. Til 12.11. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11 -16. Bogasalur: Ljósmyndin 150 ára- Saga Ijósmyndunar á ís- landi. Til nóvemberloka, aðgangur ókeypis. TONLIST MYNDLIST Ásmundarsalur v/ Freyjugötu, Aðal- heiður Valgeirsdóttir, grafík- og þurrkrítarmyndir, opn. lau kl. 14. Til 12.11.14-20 daglega. Bókasafn Kópavogs, Rafn Stefáns- son, blýantsteikningar og málverk, 10-21 mán-fö, 11-14lautiloktóber- loka. FÍM-salurinn, Kristinn G. Jóhanns- son,málverk.Til5.11.13-18virka daga, 14-18helgar. Gallerí Borg, listmunauppboö á Hót- el Borg su kl. 20:30. Uppboðsverkin verða sýnd í galleríinu við Pósthús- stræti í dag 10-18, lau og su 14-18. Gallerí 11, Gunnar Kristinsson, mál- verk.Til2.11.14-18daglega. Gallerí Llst, Jónína Magnúsdóttir (Ninný), myndlist, opn. lau kl. 15. Til 5.11.10:30-18 virkadaga, 14-18 helgar. Gallerí Madeira, Evrópuferðum, Klapparstíg 25, Björgvin Pálsson, Ijósmyndastækkanir. Til 24.11. virka daga 8:30-18. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, Árni Páll, myndlist, opn í dag. Til 24.11.9-18virkadaga. Gamli Lundur, Ríkey Ingimundar- dóttir, myndlist. Til sunnudagskvölds, 14-21. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, 14-19 alla daga nema þri. Kaffistofa: Sigur- björn Eldon Logason, vatnslitamynd- ir. Helgl Jónsson sýnir vatnslitamyndir ágöngum Landsspítalans til 11.11. Korpúlfsstaðir, myndhöggvarafé- Listasafn ASl, Fréttaljósmyndir89 (World Press Photo 89). Til 29.10. 16-20 virka daga, 14-20 helgar. Listasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- inn alladaga11-17. Listasafn Islands opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Til 5.11. yfirlitssýning á verkum Jóns Stefáns- sonar. Mynd októbermánaðar Svanir e/Jón, leiðsögnin Mynd mánaðarins fer f ram í fylgd sérfræðings fi kl. 13:30. Aðgangur að sýningu og leið- sögn ókeypis og öllum heimill. Listasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Nemendur Myndlista- og handíða- skólans sýna verk um alnæmi í Borg- arspítalanum til 29.10. Norræna húsið, til 29.10: Kjallari, Björg Þorsteinsdóttir, olíukrítar- og vatnslitamyndir, 14-19 daglega. And- dyri, öðruvísi fjölskyldumyndir, Ijós- myndir e/ Tone Arstila, Jim Bengt- son, Frank Watson og Nönnu Bisp Buchert, 12-19 su, 9-19 aðra daga. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Valgerður Bergsdóttir, blýteikningar, opn lau 14-16. Til 15.11.10-18 virka daga, 14-18 helgar. Rlddarinn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti, ÞingvallamyndirÁs- gríms. Helgar, þri og fi 13:30-16 fram í feb.1990. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir samkomulagi. Kammerhljómsveit Akureyrar heldurtónleika í íþróttaskemmunni, Akureyri su. Á efnisskránni er píanó- konsert í C-dúr eftir Beethoven, for- leikur að óperunni Der Schauspieldir- ektor eftir Mozart og Sinfónía nr. 101 eftir Haydn. Einleikari verður Jónas Ingimundarson, stjórnandi Oliver J. Kentish. Norræna húsið, tveir sænskir tón- listarmenn, PerWaldheimtenór- söngvari og Harriet Percy píanó- leikari halda tónleika su kl. 17. Á efnisskránni eru sönglög eftir Grieg, Sibelius, Nordqvist, Rangström, Sjögren, Brahms, Schubert, Rossini, Mascagni o.fl. Aðgöngumiðar við inn- ganginn. Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar, Júlíana Rún Indriðadóttir pí- anóleikari heldur burtfarartónleika frá skólanum í Norræna húsinu lau kl. 17. Júlíana leikur verk eftir Bach, Beethoven, Berg, Skrjabin og Chop- in. Allirvelkomnir. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið, Isaðargellur, í dag kl. 14:30, miðnætursýning lau kl.. 23:30, síðustu sýningar. Frú Emilía, Skeifunni 3 c, Djöflar, mán. 20:30. Leikfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld, lau og su kl. 20. Höll sumarlandsins, stóra sviðinu í kvöld lau og su kl. 20. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ, Grímuleikur, lau og su 20:30. Þjóðleikhúsið, Oliver! í kvöld kl. 20, lau og su kl. 15 og kl. 20, síðustu sýn. ÍÞRÓTTIR Handbolti. 1 .d.ka. KA-FH, Stjarnan- Víkingur, fR-ÍBV, Grótta-Valurlau. kl. 16.30, KR-HKsun. kl. 20.30.1 .d.kv. Stjarnan-Víkingur, Grótta-Fram lau. kl. 15.00, Haukar-Valursun. kl. 14.00, KR-HK sun. kl. 19.00.2.d.ka. Þór-UMFN fös. kl. 20.00, FH b-Fram sun. kl. 15.15, Selfoss-Haukar sun. kl. 14.00.2.d.kv. ÍR-UMFAkl. 15.00. Badminton. Einliðaleiksmót íTBR- húsi sun. frá 10.00. Mótsgjald kr. 800. HITT OG ÞETTA MÍR Vatnsstíg 10, kvikmyndasýn. su ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagar í ABR athugið Tillögur uppstillingarnefndar um fulltrúa ABR á landsfund AB 17.-19. nóv. 1989 liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með laugardeginum 28. nóv. til mánudags 20. nóv. Frestur félags- manns til að gera aðrar tillögur rennur út á mánudag. Skrifstofan verður opin bæði laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 16 og á mánudag til kl. 20.30. Félagsfundur verður þriðjudaginn 31. okt. kl. 20.30 og er auglýstur sérstaklega. Stjórnin FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Út af með útvarpsráð! Nú er búið að leggja fram á þingi frumvarp til nýrra útvarps- laga. Þar með er formlega lokið þeim þriggja ára reynslutíma sem gildandi útvarpslög gáfu tilraun- um með nýja skipan útvarpsmála með þjóðinni. Hann er í raun ekki alveg liðinn, enn eru veru- legar blikur á lofti, ekki síst á sjónvarpshimninum. Þessi tími hefur vissulega ein- kennst af miklum umbrotum á ljósvakamarkaðnum. Fyrst hófst mikið fjölmiðlasukk, fjölmargar nýjar stöðvar fóru í loftið og tókst mörgum hverjum að hanga þar drjúga stund. Góðærið í efna- hagslífinu varð til að framlengja líf sumra en að því loknu hófst grisjunin. Eftir standa Stöð 2 og Bylgjan ásamt með nokkrum út- varpsstöðvum áhugamanna á borð við Rótina og Útrás fram- haldsskólanema. Slagnum er þó ekki alveg lok- ið. Olafur Laufdal og félagar neita að leyfa Jóni Ólafssyni og bylgjuliðinu hans að hrósa sigri í stríðinu um það hver fær að reka einu kúlutyggjópoppstöðina sem pláss er fyrir í Reykjavík. Raunar hefur stjörnuliðið játað sig sigrað í þeim slag: nýja Aðalstöðin á að sögn einkum að höfða til fólks á miðjum aldri en ekki ungling- anna. Enda hef ég staðið mig að því að hlusta töluvert á hana, þar er leikin tónlist sem var vinsæl þegar ég var yngri og hún ornar manni alltaf á æ svalari haustkvöldum. Þarna hefur stjörnuliðið ber- sýnilega lært af Rás 2. Hún sá að það var ekki vænlegast til árang- urs í Ijósvakastríðinu að reyna að slá hina út í því að dauðhreinsa dagskrána af öðru en því sem er á vinsældarlistunum hverju sinni. Fólkið sem nú er að komast á miðjan aldur tilheyrir fjölmenn- ustu árgöngum íslandssögunnar og er auk þess í þann mund að koma sér fyrir í makindalegustu stólum landsins. Þetta er því á- kjósanlegur markhópur eins og það heitir á máli auglýsingastof- anna. En það er semsé búið að leggja fram frumvarp til nýrra útvarps- laga. Helsta nýmæli þeirra laga er að útvarpsráð skuli lagt niður. í stað þess á framkvæmdastjórn að fá meiri völd ásamt með því að stofnað verði dagskrárráð sem á að verða „stofnuninni til aðhalds varðandi stöðu RÚV og þróun,“ eins og segir í frétt hér í blaðinu í gær. I þessu ráði fá starfsmenn RÚV aukna hlutdeild og einnig verða þar fulltrúar aimennings og stj órnmálaflokka. Það held ég að margir eigi eftir að fagna því að útvarpsráð hverf- ur. Um langan aldur hefur þetta ráð vakið furðu landsmanna með allra handa sérvisku og geð- vonsku og oftar en ekki hafa um- ræður ráðsmanna einkennst af ótrúlegu pólitísku ofstæki og fordómum. Sem betur fer hefur verið dregið úr völdum ráðsins, það hefur ekki lengur úrslitavald um dagskrá og mannaráðningar eins og raunin var fyrir nokkrum árum. í síðasta pistli fjallaði ég um þau skelfilegu tíðindi að ráðs- Skúli Helgason dagskrárgerðarmaður Ég verð náttúrlega að vinna á sunnudaginn einsog venjulega en á laugardag ætium við hjónaleysin að reyna að komast á myndlistasýn- ingar og þá sérstaklega Jón Stefánsson. Þá hef ég áhuga á að sjá Der letzte Mann í Kvikmyndaklúbbnum fari ég ekki á hana á fimmtudagskvöldið. Þess á milli ætla ég að vera með syni mínum og svo veitir ekki af því að safna kröftum fyrir hinn árlega aðalfund Knatt- spyrnudeildar Skotfélags Reykjavíkur sem haldinn verður um aðra helgi. kl. 16, Venjulegur fasismi eftir Mikhaíl Romm, 1965. Imyndinni,semsetter saman úr efni af kvikmyndasöfnum og svipmyndum frá sjöunda áratugn- um, ersagtfráfasismanum, upphafi hans og þróun. Efnið er tengt saman með texta, sem Romm talaði inn á myndina, en eintak MÍR er talsett á ensku. Norrænir bókasafnsfræðingar þinga í Norræna húsinu í dag 9-12. Sri Chinmoy setrið gengst fyrir námskeiði í yoga og hugleiðslu í Árnagarði um helgina. Námskeiðiðer í sex hlutum og hefst fyrsti hluti í kvöld kl. 20, nánari upplýsingarísíma 13970. Námskeiðið er ókeypis og öllumopið. Kvöldvökuféiagið Ljóð og saga heldur fyrstu kvöldvöku vetrarins lau kl. 20:30 í Skeifunni 17. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Rangæingafélagið heldur sinn ár- lega kirkjudag í safnaðarheimili Bú- staðakirkju su. Sameiginleg kaffi- drykkja að lokinni guðsþjónustu sem hefstkl. 14. Félag eldri borgara í Reykjavik og nágrenni, Göngu Hrólfur hittist á morgun kl. 11 að Nóatúni 17, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 su kl. 14. Frjálst, spil og tafl, dansað frá kl. 20. Ferðafélag íslands, dagsferð kl. 13 su, Höskuldarvellir-Trölladyngja. Hana nú leggur upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nýlagaðmolakaffi. Útivist, dagsferð su kl. 13: Innstidal- ur-ölkeldan. HaustblótáSnæfells- nesi 27.-29.10, gist á Lýsuhóli, upp- lýs. á skrifst. menn hefðu orðið sammála. Svo hitti ég fyrrverandi ráðskonu sem sagði mér að málið væri öðruvísi vaxið en fjölmiðlar skýrðu það út. Tillögurnar um fréttaflutning Sjónvarpsins af Alþingi voru tvær. Annars vegar persónuleg árás á Ingimar Ingimarsson frá fulltrúa Borgaraflokks og öðrum fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Hins vegar hefði komið fram tillaga um að efla fréttaflutninginn með því að bæta við öðrum frétta- manni, helst konu. / í frásögnum f/ömiðla varð þetta að einni tillögu og allir ráðs- liðar sagðir styðja hana. Reyndin var sú að engir tóku undir tillögu tvímenninganna en allir undir síðarnefndu tillöguna. Hef ég raunar heyrt þær raddir innan af fréttastofu Sjónvarps að þar yrði því tekið með fögnuði ef útvarps- ráð skaffaði þann pening sem þarf til að bæta við öðrum þing- fréttamanni. Hins vegar held ég að útvarps- ráð hafi í þessu máli rétt einn ganginn staðfest það sem margir hafa haldið fram: ráðið er gjör- samlega ófært um að taka faglega á málefnum Ríkisútvarpsins og því ætti að leggja það niður. Heitu pottarnir í laugunum eru eini rétti vettvangurinn fyrir um- ræður af því tagi sem þar eru stundaðar. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. október 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.