Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 7
afslátt í staðinn. Slík endur- menntunaráætlun fyrir kennara yrði því nokkuð dýr, og enn sem komið er höfum við allt of litla peninga í þetta. Það er verið að þjálfa upp stjórnendur fyrir þetta starf, en enn er óljóst hversu um- fangsmikið það verður. Er skólinn of dýr? Þá erum við komin að fjármál- unum og niðurskurðinum, sem nemendur Hamrahlíðarskólans voru að mótmæla. Er skólinn okkar of dýr? Við verjum heldur minna hlut- falli af þjóðartekjum til skóla- mála en nágrannaþjóðir okkar. Það er eitt kostnaðaratriði, sem við höfum umfram nágranna- þjóðirnar í framhaldsskólanum, en það er að við höfum 2 erlend tungumál fyrir alla og að minnsta kosti 3 tungumál til stúdents- prófs. Þetta lengir nám til stúd- entsprófs um eitt ár miðað við það sem gengur og gerist er- lendis. Sumir vilja spara með því að stytta framhaldsskólann, en ég held að við höfum ekki efni á því. Okkur er nauðsynlegt að vera læs á erlend tungumál. Okkur er jafnframt nauðsynlegt að sam- ræma kröfur okkar við það sem best gerist í Evrópu með tilliti til þess opna vinnumarkaðar sem nú virðist stefnt að í álfunni. Ef við berum okkur saman við V-Þýskaland, þá eigum við nokk- uð langt í land. Þar ljúka 70% hvers árgangs samningsbundnu verklegu námi (í iðnaði, verslun, þjónustu o.s.frv.) en 30-40% taka stúdentspróf. Samanlagt er þetta yfir 100% vegna þess að allmargir gera hvorutveggja. Afstaða íslendinga til þessara mála hefur verið nokkuð tvíbent: annars vegar virðast mjög margir sammála um að dregið skuli úr ríkisbákninu svokallaða, og skattheimtan minnkuð. En þegar svo á að skera niður í menntakerfinu, heilbrigðiskerf- inu eða hinni félagslegu þjón- ustu, þá vill enginn niðurskurð. Það ríkir nú megn óánægja innan skólakerfisins vegna þess niður- skurðar, sem framkvæmdur var á þessu ári. Hún á við full rök að styðjast. Það er til dæmis ljóst að framhaldsskólalögunum nýju verður ekki framfylgt með því fjármagni sem nú er varið til skólans. En til þess að það verði aukiö þarf mikinn pólitískan þrýsting og skilning frá skatt- greiðendum. Því það er ekki hægt að gera hvort tveggja í einu, lækka skattana og hækka framlög til skólanna. Ég tel að sá árangur sem Vest- urþjóðverjar, svo dæmi sé tekið, hafa náð í sinni atvinnuuppbygg- ingu, sé ekki síst góðu starfs- menntakerfi að þakka. Og þau stóru mistök sem við höfum gert hér á landi í efnahagsmálum og atvinnuuppbyggingu hefðu kann- ski orðið minni ef við hefðum hugað betur að menntuninni. Við þurfum að setja okkur það mark- mið að framhaldsskólalögunum verði framfylgt. Til þess þurfum við að kanna skólakerfið betur og skilvirkni þess, leggja fé í þróun- arstarf og endurmenntun kenn- ara. Skóli framtíðarinnar Hvernig sérð þú fyrir þér skóla framtíðarinnar? Ég sé það fyrir mér að í fram- tíðinni verði ekki þau skörpu skil á milli skóla og vinnu, sem við höfum þekkt hingað til. Grunnmenntunin mun í auknum mæli tengjast atvinnulífinu og atvinnulífið mun tengjast skólun- um með aukinni endurmenntun og símenntun. Við þurfum skóla sem getur boðið upp á nám fyrir alla í samræmi við áhuga hvers og eins og þarfir atvinnulífsins. Jafn- framt þurfum við góða almenna undirstöðumenntun, sem geri okkur kleift að bregðast við sí- breytilegum aðstæðum. Sumir stúdentar eiga lítið erindi í Háskólann Porsteinn Vilhj álmsson: Sumar brautir sem boðið er upp á í fj ölbrautaskólum henta alls ekki sem undirbúningur undir nám í Háskóla Islands. Þetta verður að geranemendumljóst áður en þeir hefja nám Þorsteinn Vilhjálmsson: Ég tek ekki undir það sjónarmið að undirbún- ingi og kunnáttu stúdenta hafi stórlega hrakað á undanförnum árum, en hins vegar standa nýstúdentar ákaflega misjafnlega að vígi þegar þeir hefja nám í Háskólanum. Mynd - Jim Smart. egar rætt er um Háskóla ís- lands og nemendur hans berst talið oft að þcim stúdentum sem hverfa frá námi án þess að Ijúka prófgráðu. Ýmsar fullyrðingar hafa verið á lofti um þetta frá- hvarf, svo sem að það sé allt of mikið hlutfallslega og mun meira en í öðrum háskólum. Skuldinni er oft skellt á framhaldsskólana og sagt að þeir hafi brugðist því hlutverki að undirbúa nemendur undir háskólanám og námið þar sé ekki í neinum tengslum við það sem bíður fólks þegar í Há- skólann er komið. Nú hefur kennslumálanefnd Háskóla fslands unnið ítarlega könnun á námsgengi og fráhvarfi nemenda. í niðurstöðum könn- unarinnar kemur m.a. fram að 47% nýnema, sem innrituðust í Háskólann haustið 1982, hurfu frá námi án þess að ljúka loka- prófi. Flestir hættu á fyrsta ári eða komu alls ekki til náms. Sam- anburður við einn skóla í Banda- ríkjunum sýnir að þetta hlutfall er ekki óeðlilega hátt. Athyglisvert er að líta á niður- stöður könnunarinnar hvað varð- ar frammistöðu og fráhvarf nem- enda úr mismunandi skólum, því komið hefur íljós að fráhvarfið er mun meira meðal nemenda úr flestum fjölbrautaskólunum heldur en hinum hefðbundnu menntaskólum. Þannig hætta um og yfir 60% af nýnemum frá fjöl- brautaskólunum í Breiðholti og Ármúla á meðan þetta hlutfall er um 35% meðal nemenda frá menntaskólunum á Akureyri, í Reykjavík og á Laugarvatni. - Þessar niðurstöður komu mér nokkuð á óvart m.a. vegna þess að skipulag og starfshættir í fjölbrautaskólum er að mörgu leyti líkara því sem er í Háskólan- um heldur en skipulag hefðbund- inna menntaskóla. Það var því ekki óeðlilegt að reikna með því að reynsla nemenda úr fjöl- brautaskólunum nýttist þeim bet- ur þegar þeir hefja nám hér. Niðurstöðurnar ollu mér einnig nokkrum vonbrigðum þar sem ég hef verið hrifinn af hugmyndinni á bak við fjölbrautaskólana, sagði Þorsteinn Vilhjálmsson sem er formaður kennslumála- nefndar Háskólans. Skýr skilaboð til nemenda Ég tek ekki undir það sjónar- mið að undirbúningi og kunnáttu nýstúdenta hafi hrakað stórlega á undanförnum árum. Hins vegar ljúka margfalt fleiri stúdentsprófi nú en áður og leiðirnar að því marki eru mjög fjölbreytilegar. Það má því segja að stúdentar standi ákaflega misjafnlega að vígi þegar þeir hefja nám hér. Þess vegna hefur kennslumála- nefnd lagt á það áherslu að fram- haldsskólarnir gefi nemendum sínum skýrar upplýsingar um það hvað felist í því námi sem þeir velja. Það er ljóst að sumar brautir sem boðið er upp á í fjöl- brautaskólum henta alls ekki sem undirbúningur undir háskóla- nám. Stúdentsprófið sem er hið formlega skilyrði fyrir inngöngu í Háskólann er þannig ekki alltaf trygging fyrir góðri undirstöðu undir námið hér. Við teljum það mikilvægt að nemendum sé gert þetta ljóst áður en þeir hefja framhaldsskólanám. Ég get nefnt sem dæmi að nám á íþróttabraut er áreiðanlega góður undirbún- ingur undir nám í íþróttakennar- askólanum eða íþróttaháskólum erlendis, en nemendur af þeirri braut eiga að öðru jöfnu lítið er- indi í Háskóla íslands. Innra starf fram- haldsskólanna Nú hefur nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins unnið að gerð tillagna um innra starf framhaldsskólanna. Hefur kennslumálanefnd tekið afstöðu til þess sem þar kemur fram? Það hefur verið fjallað um þessa skýrslu í kennslumála- nefnd, en þeirri umræðu er ekki lokið. Það eru nokkur atriði sem við höfum rætt sérstaklega og teljum ástæðu til að gera athuga- semdir við. I fyrsta lagi veldur það okkur áhyggjum að í kjarna sem gert er ráð fyrir að allir nemendur taki hefur kennsla í samfélags- og raungreinum verið minnkuð og slíkt teljum við mjög óæskilegt. Þetta eru undirstöðugreinar sem eiga að gefa nemendum þekk- ingu og skilning á því sem er að gerast í umhverfinu í nútíð og framtíð. Að auki má benda á að lagt er til að fellt verði niður þriðja mál í kjarna til stúdents- prófs, og ég veit að innan Há- skólans eru mjög skiptar skoðan- ir um réttmæti þess. Það er hins vegar rétt að taka það fram að þótt tillagan geri ráð fyrir að þriðja málið verði ekki lengur skylda geta nemendur áfram val- ið slíkt nám. Annað atriði sem við teljum ástæðu til að gera athugasemd við eru þær hugmyndir að allir nem- endur ljúki framhaldsskólaprófi eftir tveggja ára nám. Við teljum hættu á að slíkt geti þrengt að óþörfu að nemendum sem frá upphafi stefna að stúdentsprófi og geri þeim erfiðara fyrir við að skipuleggja sitt nám. I tengslum við gerð skýrslunn- ar var rætt um að slaka á kröfu háskóla um stúdentspróf fyrir þá nemendur sem standa sig mjög vel í framhaldsskólanámi. Við erum á móti slíkum hugmyndum og teljum það svigrúm sem dug- legum nemendum er nú veitt með áfangakerfi framhaldsskólanna nægilegt. Fjölbrautaskólar árangri leið? Eru fjölbrautaskólarnir á rangri leið með tilliti til undirbún- ings undir Háskólanám? Ég vil nú ekki segja það þótt eflaust þurfi víða að bæta kennsl- una, a.m.k. á bóklegu náms- brautunum. Þó að könnun á frá- hvarfi sýni talsverðan mun á frammistöðu nemenda úr mis- munandi skólum geta skýring- arnar á því verið margar. Það er til dæmis líklegt að í suma skóla veljist einfaldlega duglegri náms- menn sem stefna frá upphafi að háskólanámi. Það er hins vegar alveg ljóst að ýmsar nýjungar í námsframboði í fjölbrauta- skólum henta ekki sem undirbún- ingur undir nám við Háskóla ís- lands þó það kunni að henta ágætlega sem undirbúningur undir aðra skóla. Það verður líka að hafa það í huga að hlutverk framhaldsskólanna er ekki ein- göngu undirbúningur undir há- skólanám. í þessu sambandi er eins og áður sagði mikilvægast að nemendum sé það ljóst hvaða hluti af námsframboði hentar undir háskólanám og hvað ekki. Fyrir 2 árum gerði Háskólinn leiðbeiningarbækling fyrir fram- haldsskólana þar sem fram kem- ur hvaða undirbúning Háskólinn telur æskilegt að nemendur hafi fengið áður en þeir hefja nám, og framhaldsskólarnir hafa tekið mið af þessum leiðbeiningum við skipulag bóknámsbrautanna. Ég vona að þróunin verði sú að reynt verði í vaxandi mæli að beita þessari aðferð til að efla tengslin milli háskóla- og fram- haldsskólastigs og að fleiri skólar fari inn á sömu braut. |þ Yfir 60% af nýnemum í Háskóla íslands sem koma úr fjölbrautaskólunum í Breiðholti og Ármúla hverfa frá námi á meðan þetta hlutfall er um 35% meðal nemenda úr hefðbundnum menntaskólum. Mynd - Kristinn Föstudagur 1. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.