Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 23
Þetta er gott, Persónuleg, heiðarleg, kvenleg Kate Bush stökk fullmótaður tónlistarmaður fram á sjónar- sviðið tvítug að aldri árið 1978. Fyrstu tvær plöturnar hennar „The Kick Inside“ (1978) og „Li- onheart“ (1980), eru að mínum dómi með bestu plötum þessa áratugar og með því frumlegasta sem gert hefur verið í dægurtón- listinni á þeim tíma. Kate Bush skar sig vandlega frá öðrum tón- listarmönnum strax í upphafi og hefur haldið sinni sérstöðu síðan. Hún vann sér einlæga aðdáendur sem hafa haldið tryggð við hana. Yrkisefni Bush eru önnur en gengur og gerist í rokktónlist, út- setningar aðrar og söngurinn öðruvísi. Lög eins og „Wuthering Heights" (Fýkur yfir hæðir), „The Man With the Child In His Eyes“, „Wow“ og „Babooshka“, eru þegar orðin klassísk í rokk- heimum og hafa aflað Bush virð- ingar. En eftir þessar fyrstu plötur Kate Bush kom tímabil sem var ekki eins frjótt. „The Dreaming" og „Hounds of Love“ voru að vísu sæmilegar plötur en leituðu ekki ítrekað á fóninn eins og hin- ar. Þær voru of venjulegar og boginn var ekki spenntur eins til hins ítrasta og áður. Þessar tvær seinni plötur seldust líka mun minna en fyrstu tvær og sjálf seg- ist Bush ekki vera allt of hress með „The Dreaming" og „Ho- unds of Love“. Bush er afkastamikill og fjöl- hæfur listamaður, þó plötur hennar séu ekki ýkja margar, sú nýjasta „The Sensual World“ er sú fimmta í röðinni. Faðir hennar sýndi henni fyrst á nóturnar á orgeli þegar hún var 10 ára og þegar hún var 16 ára hafði hún samið 200 lög. Aðeins tvisvar hefur Bush farið í tónleikatúr en gafst upp á því. Hún vill að tón- leikar séu einnig „sjóf“ og í þess- um túrum skipti hún aðjafnaði 17 sinnum um búninga og sýndi sér- samin dansatriði með hverju lagi. Vinnan við þetta var svo gegn- darlaus að Bush segist ekki hafa þrek í að endurtaka leikinn. Hún birtist því aðeins á opinberum vettvangi á myndböndum. Með „Sensual World“ hefur þessi drottning gæðarokksins sent frá sér plötu sem stendur jafnfætis „The Kick Inside“ og „Lionheart". Kate Bush hefur rétt úr kútnum. Enda tók platan tvö og hálft ár í vinnslu í einkastú- díói fjölskyldufyrirtækis Bush. Á „Sensual World“ færir Kata hlustendum sínum aftur fjarræn og dulúðleg lög með „expression- ískum“ textum. Smátt og smátt hefur hún tekið hlutina meira í eigin hendur hvað varðar útsetn- ingar og upptökur, en tveir menn hafa þó unnið mest með henni; bróðir hennar Paddy og Dave Gilmour. Gilmour átti reyndar stærstan þátt í að koma Bush á framfæri. Kate þakkar þessum tveimur sérstaklega fyrir þolinmæðina. Þau tvö og hálft ár sem tók að gera „Sensual World", fóru aðal- lega í að gera allt upp á nýtt, aftur og aftur. Þegar fullvinnslu lags var lokið, fannst Bush það allt ómögulegt og vildi gerbreyta því. Hún hefur alla tíð hrifist af þjóð- lagatónlist, sérstaklega írskri, og blandað henni inn í rokkið með ýmsum hætti og hefur einnig sótt efnivið textanna til þjóðsagna. Tríó Bulgarka varð á vegi hennar árið 1986, en í því búlgarska tríói eru einungis konur. Raddir kvennanna hrifu Kötu og hún flaug til Sófíu til að hljóðrita þær í bakraddir, sem koma mjög vel út. En þær búlgörsku skilja ekki orð í ensku sem Bush sagði ekki koma að sök, tónlistin væri al- þjóðlegt tungumál. Kate Bush segir „Sensual World“ vera sína persónulegustu og heiðarlegustu plötu og ef til vill þá kvenlegustu. Á „Hounds og Love“ hafi hún kannski verið að reyna að fremja karlarokk en það hefði ekki gengið. En þessi þrjú orð: persónuleg, heiðarleg og kvenleg finnast mér reyndar geta verið yfirskriftin á öllu því besta sem Kate Bush hefur gert. Það mætti kannski bæta einu við, erótík. Það er gjarnan djúp erót- ísk undiralda í lögum Kötu, mjög fáguð erótík. Einfaldast er að hlusta sjálfur og sannfærast um hvers konar gæðatónlist er hér á ferð og „fjúka yfir tónlistarhæðir“ með Kate Bush. AndreaGylfa- dóttir. þetta er gott vel og mér finnst Jakob njóta sín betur með Todmobile en Síðan skein sól, að þeirri hljómsveit ó- lastaðri. „Betra en nokkuð annað" er greinilega samvinnuverkefni þar sem saman hefur komið tríó sem smellur einstaklega vel saman. Þetta eru þrjár skrautfjaðrir í ein- um hatti, Andrea, Eyþór og Þor- valdur. Ég er ekki í nokkrum vafa um að tónlistarmenntun þremenn- inganna, ásamt örugglega vænum skammti af meðfæddum eigin- leikum, á sitt í að geraTodmobile að spennandi og skapandi hljóm- sveit. Með Todmobile fara að mínum dómi ferskir vindar um tónlistarlíf skersins. Fjölbreyttur tónlistarlegur bakgrunnur þre- menninganna blandast vel á „Betra en...“. Eyþór var í Tappa tíkarrassi, Andrea í Grafík og Þorvaldur í Pax Vobis, Exodus og Hunangstunglinu. Todmobile hefur aldrei haldið opinbera tónleika. í viðtali við undirritaðan í Þjóðviljanum 18. nóvember höfðu þau áhyggjur af því að erfitt kynni að reynast að flytja tónlist þeirra á sviði. Út- setningarnar væru margar hverj- ar flóknar. Andrea sagði lögin samt alveg þola að vera einfölduð og þau þyrftu ekki að versna neitt við það. Todmobile hefur ákveð- ið að halda tónleika í íslensku óperunni þann 7. desember og er hér með skorað á alla sem kunna að meta fagmannlega og góða tónlist að mæta á jómfrúartón- leikana. Þeir verða örugglega þess virði. Það eru fleiri góð lög á þessari plötu. Oftast þegar maður hlust- ar á nýja plötu kemur að því að dampurinn dettur niður og mað- ur verður jafnvel fyrir vonbrigð- um. Slíkt gerist ekki á „Betra en...“. „Stelpurokk", „Ég heyri raddir", „Sól, jörð og máni“ eru allt góð lög. Textar Andreu eru misjafnir en sleppa allir mjög vel þegar hún syngur þá og það er einmitt galdurinn við góðan dæg- urlagatexta. „Stelpurokk" er td. mjög skemmtilegur texti sem fjallar um stelpurnar sem rokka í engu nema skóm, þegar pabbar eru í París og mömmur eru í Róm. Hingað til hefur Grafík trónað ein á toppi síns sviðs í íslenskri dægurtónlist. Todmobile er nú mætt Grafík við hlið. -hinp ÞorvaldurÞor- valdsson. Myndir Jim Smart. EyþórArnalds þetta er gott, „Betra en nokkuð annað, fyrsta plata Todmobile, byrjar með hrífandi hætti á stigmagn- andi samnefndu lagi. Dauðinn sú óumflýjanlega stund, fær á sig nýtt ogspennandi sjónarhorn. Pí- anóleikur Þorvaldar er einfaldur og smekklegur í byrjunarstefinu og Andrea heldur af stað inn dal- inn, flýgur burt og tekur af okkur loforð um að segja engum frá, kemur aldrei meir, er farin, hún er góð þessi tilfinning syngur Andrea og segist ætla alla leið. Og eitt er víst að hún fer með hlustendur alla leið. Það er kannski einkenni Tod- mobile að hún er hljómsveit sem fer alla leið. Hljóðfæraleikur og samspil, útsetningar, söngur og raddir er allt unnið fagmannlega og greinilegt að hér er mikið sköpunarfólk á ferðinni sem tekur sig alvarlega, en er mátu- lega hátíðlegt út í tilveruna. Það er farið alla leið með tónlistina og ekki tónn skilinn eftir óslípaður. Annað lag plötunnar er fágætt lag í íslensku rokki og sennilega einstætt. Andrea syngur „Lasci- ate Mi Morire“, ítalskt ljóð eftir óþekktan höfund. Enn er dauðinn á ferð eins og í mörgum textum plötunnar, titill lagsins myndi útleggjast á íslensku, „Leyfið mér að deyja deyja“. Andrea hefur ekki fyrr farið eins langt og tekist eins vel upp með klassískan söngstíl sinn og út- koman er frábær. Andrea er ekki ein um að gera þetta lag gott. Eyþór skreytir lagið með sellóinngangi og kynn- ir þar nýtt hljóðfæri í íslensku rokki. Þá er gítarleikur Þorvaldar með því allra besta sem heyrst hefur á íslenskri plötu. Hann sýnir stílbrigði bæði á klassfskan gítar og rafmagnsgítar sem ég man ekki eftir að hafa heyrt hér áður, þó maður kannist við þau erlendis frá. Þorvaldur tekur marga gítarleikara rokksins sér til fyrirmyndar en vinnur persónu- lega úr því. Jakob Magnússon gamall fé- lagi Eyþórs úrTappanum, plokk- ar bassann óaðfinnanlega á „Betra en nokkuð annað“. En Jakob og Ólafur Hólm trommu- leikari eru aðstoðarmenn Tod- mobile á plötunni. Ólafur sýnir engan stórleik, en er öruggur taktisti. Þeir tveir skila sínu verki Föstudagur 1. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 HEIMIR MÁR PÉTURSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.