Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 12
 Geng ekki berserksgang lengur Malcolm McDowell hefur verið einhver litríkasti per- sónuleiki breskrar kvik- myndagerðar síðustu tvo ára- tugi. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda, bæði stórra og smárra, góðra og vondra, en hefur verið öllu minna í sviðs - Ijósinu aðundanförnu miðað við næstliðinn áratug. Þegar þessum einstaka leikara skaut upp sem sérstökum gesti á kvikmyndahátíðinni EuropaCinema á Ítalíu gat undirritaður hreinlega ekki staðist (Dann möguleika að ná viðtali við kappann. McDowell staldraði mjög stutt við í Viareggio, fremur litlum strandstað norðarlega á vestur- strönd Ítalíu, en þar var hátíðin haldin að þessu sinni. Hann kom þangað sem aðalleikari ítölsku kvikmyndarinnar Maggio Music- ale sem var fulltrúi ítala í keppni hátíðarinnar. McDowell átti að mæta á blaðamannafund um hálf- átta leytið en mér tókst að króa hann af á öðrum stað í húsinu klukkustund fyrr og reka úr hon- um garnirnar. Maðurinn sem í upphafi ferils síns var tákn byltingarsinnaðra ungmenna hefur tekið miklum breytingum á undanfömum árum. Mestu skiptir að hár hans er að mestu hvítt að lit en þótt fáeinar hrukkur hafi bæst í andlit hans er það aðeins til að skerpa skapgerð hans. Verkefnaval hans hefur einnig breyst, frá trílógíu Andersons If..., O Lucky Man! og Britania Hospital og meistara- verki Kubricks, A Clockwork Orange, í smærri og Iítt þekktari myndir og framhaldsþætti síðustu árin með viðkomu í umdeildum myndum á borð við Caligula og Cat People. Þessar vangaveltur voru lagðar til hliðar um stund og eðlilegast að byrja á að spyrja McDowell hvemig honum hafi líkað að leika í Maggio Musicale. Hætturað berja og nauðga! „Mér finnst hlutverk mitt í myndinni ákaflega heillandi því ég hafði aldrei fengist við neitt Breski leikarinn Malcolm McDow- ell hefur átt mjög litríkan feril í kvik- myndum síðustu tvo áratugina. Hann hefur sjald- an leikið ljúf- menni ogjafnvel tekist að hneyksla sína dyggustu að- dáendur en McDowell er enn mjög afkastamikill leikari. Nýtthelg- arblað hitti hann á kvikmyndahátíð á Italíu þessu líkt fyrr. Ég leik leikstjóra sem er að setja upp ópera og lendir í ýmsum lítils háttar vand- ræðum á meðan. Til hans kemur ungur strákur sem verður honum ráðgáta og minnir hann ískyggi- lega á sjálfan sig. Ég hafði aldrei hugsað út í hlutverk leikstjórans á þessu sviði og vissi lítið um óp- eruuppfærslur þannig að fyrir mér var þetta mjög skemmtileg reynsla. Hinsvegar var þetta hlut- verk kannski ekki mjög erfitt fyrir mig vegna þess að ég veit hvert hlutverk leikstjóra er í al- mennum skilningi." Ertu ánægður með útkomuna? „Satt að segja hef ég ekki séð myndina og er nokkuð spenntur að sjá hvernig tókst. Ég hafði mjög gaman af því að leika í Maggio Musicale en það var einnig mjög erfitt. Við tókum hana á aðeins sex vikum sem var mjög strembið. En það var um- fram allt skemmtileg og heillandi reynsla að leika í myndinni." Hvað með feril þinn að undan- förnu? Nú varst þú boðberi upp- reisnar yngri kynslóðarinnar á þínum fyrstu leikaraáram og tókst á hendur við mörg djörf hlutverk, en í seinni tíð hefur far- ið heldur minna fyrir þér. Hvað liggur að baki? „Ja, reyndar er það ekki svo að ég hafi dregið mig í hlé frá kvik- myndaleik heldur er hann fremur á öðru sviði í dag. Sem dæmi þá hef ég leikið í sex kvikmyndum á þessu ári sem verður að teljast mjög mikið. En ég geri mér grein fyrir því að persóna mín er allt önnur í dag en hún var fyrir 20 árum og þvf fæ ég eðlilega úr allt öðram handritum að moða. Þeg- ar ég horfi á kvikmyndir einsog If... og Clockwork Orange finnst mér ég varla sjá sjálfan mig leika því það er orðið svo langt síðan og persónuleiki minn hefur einn- ig tekið breytingum. Ég meina, ég geng ekki um berjandi fólk og nauðgandi konum! Eða altént geri ég það ekki lengur. Ha, ha, ha!“ ítalir gó&ir En nú hefur þú í ríkari mæli leikið í ódýrari kvikmyndum sem ekki era líklegar til mikilla vin- sælda. Hvers vegna leikur þú í myndum einsog Maggio Music- ale? „Við skulum átta okkur á því 12 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.