Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjoöfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðvlljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla: @68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð: í lausasölu 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Blekkingin dýra Senn setjast þeir á rökstóla forsetarnir Gorbatsjof og Bush. Og þótt Bandaríkjaforseti hafi hringt í Steingrím og aðra oddvita í Nató til að fullvissa þá um að hann muni ekki leika einleik á friðarflautuna, þá hafa menn óspart uppi bjartsýnistúlkanir í þá veru, að á Möltufundinum muni kalda stríðið endanlega huslað. En mörgum má undarlegt þykja, að þegar líkur eru á því að kalda stríðið gufi upp í hlýrra andrúmsloftri stórbættrar sambúðar risaveldanna, þá verða furðu margir í Nató argir og leiðir og reyna sem mest þeir mega að fjölga fyrirvörum um afvopnunarþróun. Slík viðbrögð eru reyndar ekki ný og standa djúpum rótum í öllu því sem hernaðarbandalögin hafa tínt saman sér til réttlætingar í fjörtíu ár. Eins og gagnrýnendur þeirrar stefnu sem ríkjandi hefur verið í Atlantshafs- bandalaginu hafa margsinnis bent á, hefur það verið mikill siður í þeim herbúðum að ofreikna með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum herstyrk Sovét- manna og Varsjárbandalagsins. Venjulega hefur það verið gert með þeirri aðferð að telja hermenn og eintök af ýmsum vopnum, þótt æ fleiri sérfróðir menn hallist á þá skoðun að slíkur samanburður segi furðulítið um her- styrk, að ekki sé talað um raunverulega möguleika and- stæðingsins á skyndiárás. Ofmatið á herstyrk austur- blakkarinnar hefur, samkvæmt þessari gagnrýni, gegnt tvennskonar hlutverki. Annarsvegar er um að ræða hent- uga aðferð til að hræða þjóðþingin til að auka útgjöid til hermála, en við þau útgjöld eru miklir gróðahagsmunir tengdir eins og að líkum lætur. Hinsvegar hefur vígbúnað- arkapphlaupið þjarmað mjög að efnahag Sovétmanna, haldið þeim niðri - af þeirri einföldu ástæðu að meðan iðnaður þeirra er mun afkastaminni en Bandaríkjanna kostar það miklu meira fyrir þau að halda uppi svipaðri hernaðarmaskínu. Að sjálfsögðu hafa þeir sem stýra áróðri fyrir Nató á hverjum tíma vísað slíkri gagnrýni á bug sem skaðlegu vatni á myllur Rússa. En nú bregður svo við, að frá Bandaríkjunum sjálfum koma fréttir og yfirlýsingar sem staðfesta margt í ádrepum á „dýrustu blekkingu heims“ eins og sagan um mikla hernaðaryfirburði Sovétríkjanna hefur verið kölluð. Nú síðast hefur blaðið Washington Post komist í leynilegar skýrslur um það að yfirstjórn bandaríska hersins hafi fyrir löngu gert sér grein fyrir því, að sovéski herinn væri ekki fær um þá skyndiárás, sem vígbúnaður í Vestur-Evrópu tók mið af. Og Cheney varn- armálaráðherra hefur snúið við blaði frá því sem fyrir skemmstu vartalið gott og gilt í Bandaríkjunum og sagt að Sovétmenn væru svo vel af stað farnir í afvopnun, að mál sé til að Bandaríkjamenn geri slíkt hið sama og skeri niður sín miklu útgjöld til hermála. En sem fyrr segir: þetta er allt talið „með afbrigðum erfitt vandamál fyrir Altantshafsbandalagið" eins og haft er eftir einum varnarmálasérfræðingnum í fréttum gær- dagsins. Það veit ekki hvernig við skal bregðast. Það veit ekki hvernig það á að réttlæta tilveru sína fyrir almenn- ingi. Herstjórarnir vita ekki hvernig þeir eiga að verjast kröfum almennings um að skorin verði niður útgjöld til hernaðar. En það er að sjálfsögðu mál málanna, hve vel til tekst að losna undan oki hinnar siðspilltu sóunar til vígbúnaðar, bruðls sem hefur farið í að reka tíu miljónir hermanna, 40 þúsundir skriðdreka, 10 þúsund herflug- vélar og 2600 herskip - allt í nafni öryggis í Evrópu og heimsfriðar. Og var þó sífellt verið að segja okkur að þetta væri hvergi nóg, það þyrfti enn að ráðast í ný vopnakerfi og enn dýrari og í raun háskalegri. Vonandi fáum við það staðfest sem fyrst að sú tryllta öld sé liðin. Reykvískt næturiíf Eða: Ungur maður missir fótanna við andlát móður sinnar Á ferð sinni rekst ungi maðurinn sem Valdimar Örn Flygenring leikur ma. á fyrrverandi eiginkonu sína sem Tinna Gunnlaugsdóttir leikur. Það er stefna Sjónvarpsins að sýna amk. eina innlenda fram- leiðslu af leikræna sviðinu í hverj- um mánuði yfir vetrartímann og með smátrikkum í bókhaldinu tekst að ná því markmiði. Leikritið sem sýnt er í kvöld er hins vegar ekkert bókhaldstrikk, það er hefðbundið kiukkutíma sjón- varþsleikrit eftir Sigurð Pálsson. Nóttin já nóttin heitir verkið og er eins og leikrit Svövu Jak- obsdóttur, Næturganga, sem sýnt var á sl. vetri, afrakstur þess að stjómendur Sjónvarps fóm eitt sinn fram á það við nokkur skáld að þau skrifuðu handrit að sjón- varpsleikritum. Uppruninn er hins vegar svo til það eins sem þessi tvö verk eiga sameiginlegt. Leikrit Sigurðar gerist í Reykjavík nútímans og að hluta til í einhverri næturlífstil- vem sem undirritaður veit ekki til þess að sé til. Aðalpersóna leikritsins er ung- ur maður, leikinn af Valdimar Erni Rygenring, sem fær þau dapurlegu tíðindi sem hann er ný- kominn af fjöllum með túrista- hóp að móðir hans, sem hann bjó hjá, sé látin. Við það riðlast til- veran hjá pilti og hann æðir af stað út í tilveruna án tilgangs né takmarks. Á ferð sinni rekst hann á ýmsa, svo sem fyrrverandi konu sína sem Tinna Gunnlaugsdóttir leikur, ástkonur, söngkonur, portkonur, dyravörð og þjón. Auk þeirra Valdimars og Tinnu fara þau með hlutverk í leikritinu: Ingrid Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Steinunn Ólafs- dóttir, Pétur Einarsson, Margrét Guðmundsdóttir, Helgi Skúla- son, Sigurður Karlsson og Steindór Hjörleifsson. Tónlist við leikritið samdi Hilmar Öm Hilmarsson, Páll Reynisson ann- aðist kvikmyndatöku og fram- kvæmdastjóri var Kristín Erna Arnardóttir. Leikritið Nóttin já nóttin er á dagskrá Sjónvarpsins kl. 21.25 í kvöld. -ÞH Helgarveðrið Horfur á laugardag: Vestlæg eða suðvesturlæg átt og hiti víðast um eða rétt yfir frostmarki. Snjó- eða slydduél um vestanvert landið en bjart veður að mestu austanlands. Horfur á sunnudag: Suðvestlæg átt, bjart veður og líklega frost norðaustanlands en þykknar upp, hlýnar og fer að rigna með SA-átt um suðvestanvert landið. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.