Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.12.1989, Blaðsíða 15
vegsráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Útfærslan átti að taka gildi skömmu áður en samningur Ólafs um veiðiheim- ildir Breta rann út. Það kom hins vegar á daginn að Bretar töldu sig ekki bundna því að hætta veiðum samkvæmt samningi Ólafs. Þeir tilkynntu um áframhaldandi veiðar, fengju þeir ekki fram- lengda veiðiheimild. Þessari deilu lauk svo í árslok 1976, þegar endanlega tókst að taka fyrir allar veiðiheimildir innan 200 mílna lögsögunnar. í eldlínunni Þú stóðst meira og minna í eld- línunni allan þann tíma sem þetta mál var á dagskrá. Er ekki erfitt að gera sér rétta mynd af þessari sögu, þegar þú ert tengdur henni svo persónulega? Jú, það er rétt að hafa það í huga að hér er um frásögn beins þáttakanda í atburðarásinni að ræða. Hún getur því aldrei orðið hlutlaus. Ég var á Alþingi þegar útfærslan 1952 var ákveðin. Ég var sjávarútvegsráðherra þegar 12 og 50 mflna útfærslurnar voru ákveðnar og ég átti sæti í land- helgisnefnd stjórnmálaflokkanna þegar 200 mflna útfærslan var samþykkt. Landhelgismálið hefur trúlega ráðið meiru um þróun íslenskra stjórnmála á þessum tíma en flest annað. Hvernig birtust þessi áhrif? í ævisögu Ólafs Thors eftir Matthías Johannessen er gerð grein fyrir viðskiptum hans við breska íhaldsmenn í kjölfar út- færslunnar 1952. Þar kemur strax fram, að hann, sem taldi sig mik- inn Bretavin og aðdáanda bresks lýðræðis, taldi sig í raun vera að berjast við það að koma vitinu fyrir Breta, svo að þeir töpuðu ekki öllu áliti íslensku þjóðarinn- ar. Ólafur varð forsætisráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðis- manna og Framsóknar 1953, en Hermann Jónasson formaður Framsóknarflokksins var utan stjórnarinnar. Þá þegar var kom- in þreyta í samstarf þessara flokka og má ráða af ýmsu að Hermann var farinn að huga að mögulegri stjórnarmyndun án S j álfstæðisflokksins. Vinstri stjórn Hermanns þar réð afstaðan til landhelg- ismálsins ekki minnstu, og má segja að ríkisstjórn Hermanns með Alþýðuflokknum og Al- þýðubandalaginu, sem mynduð var eftir kosningamar 1956, hafi orðið til um það mál. Stjómar- myndunin var þó erfiðleikum bundin, því hægri armur Alþýð- uflokksins var andvígur öllu sam- starfi við Alþýðubandalagið, og þegar Alþýðuflokkurinn gerði það að kröfu sinni að Guðmund- ur í. Guðmundsson, sem var sér- stakur talsmaður Stefáns Jó- hanns og yfirlýstur andstæðingur Hermanns og Gylfa Þ. Gísla- sonar, yrði utanríkisráðherra, þá var strax ljóst að stjórnarsam- starfið yrði erfitt. Guðmundur í. var í nánum tengslum við Sjálf- stæðisflokkinn, og hafði sömu af- stöðu og hann til útfærslu land- helginnar: hann vildi slá henni á frest og semja um málið við NATO. Sjónarmið Sjálfstæðis- manna mótuðust öðrum þræði af því að þeir voru í harðri stjórnar- andstöðu: þeir vissu að frestun málsins myndi sprengja stjórn- ina. Þegar tvísýnt var orðið um úrslit málsins, þá tilkynnti ég Hermanni Jónassyni að ég myndi nota mitt vald til þess að undirrita og gefa út reglugerð um 12 míl- urnar. Ég sá fyrir mér að ef stjórnin myndi springa á málinu, þá kæmi það í hlut andstæðinga útfærslunnar að ógilda þá reglu- gerð eftir kosningar, og það yrði ekki létt verk að réttlæta slíka að- gerð gagnvart þjóðinni. Þessu lyktaði með því eftir ótrúlega spennuþrungna daga að Alþýð- uflokkurinn gekkst inn á að standa að útfærslunni. Þeir óttuð- ust kosningar um landhelgismál- ið. Fleigur ívest- rænt samstarf? Þú varst á þessum tíma ásakað- ur um að vilja reka fleig á milli íslands og NATO og skaða vest- ræna samvinnu. Var landhelg- ismálið meðvitað notað í þeim til- gangi? Það er rétt að ég var ásakaður um þetta, meðal annars af Morg- unblaðinu. Ég hélt því hins vegar fram þá og síðar að það væri vel hægt að vera útfæslumaður og herstöðvasinni. Dæmi um slíkt var m.a. Pétur Ottesen alþingis- maður, sem hvatti mig dyggilega í þessu máli þegar mest á reið. Enginn efaðist um tryggð hans við vestræna samvinnu. Málið var ekki svo einfalt. Umræða um hafréttarmál á alþjóðavettvangi hafði sýnt að gömlu nýlenduveld- in og þær þjóðir sem stundað höfðu veiðar á fjarlægum miðum stóðu fastar á því að fiskveðilög- sagan væri þröng og athafnasvæði þeirra sjálfra sem víðast. Strand- ríki og mörg nýfrjáls ríki vildu hins vegar stærri landhelgi og fullan yfirráðarétt strandríkja yfir landgrunnssvæðum. Hags- munir íslendinga og Breta voru andstæðir í þessu máli og árekstr- ar okkar á milli því óhjákvæmi- legir. Það var svo sérstakt póli- tískt vandamál að hörðustu and- stæðingar okkar í málinu voru einmitt þær þjóðir sem mestu réðu í NATO og öðrum vestræn- um samtökum, sem íslendingar voru jafnframt aðilar að. Menn vissu um þennan vanda strax 1956, en engu að síður lýstu for- ystumenn allra stjórnmálaflokk- anna yfir stuðningi við 12 mflna landhelgi í orði. Menn voru hins vegar misjafnlega staðfastir gagnvart þeim þrýstingi sem Bretar beittu okkur í gegnum NATO. Skeyti frá NATO í maí 1958 sendi Paul Henry Spaak, framkvæmdastjóri NATO Hermanni Jónassyni for- sætisráðherra langt skeyti þar sem af hálfu NATO er gerð úr- slitatilraun til þess að hafa áhrif á afstöðu íslenskra stjórnmála- manna. Þar er höfðað til hollustu hans við vestræna samvinnu, en jafnframt má túlka skeytið sem hótun eða sterka aðvörun. Vegna staðfastrar afstöðu sinnar var Hermann ásakaður fyrir að vera ótrúr vestrænni samvinnuhug- sjón og hálfgerður kommúnisti. Endurtók þessi saga sig ekki þegar kom að útfærslunni í 50 mflur? Jú, þá var það Josef Luns fram- kvæmdastjóri NATO sem beitti sér í málinu og lagði hart að NATO-sinnum hér á landi að hætt yrði við útfærsluna og að samið yrði um málið við NATO. Það er athyglisvert að þótt Bretar hefðu stefnt hingað herskipum þá voru þeir aldrei ásakaðir um það innan NATO, að stefna í hættu vináttu vestrænna þjóða. Á þeim bæ voru íslendingar hins vegar kallaðir friðarspillar fyrir sakir óbilgirni sinnar. Höfðum við aldrei stuðning Norðmanna? Nei, þeir tóku aldrei okkar málstað innan NATO. Þeir buð- ust hins vegar til þess að ganga á milli, gerast sáttasemjarar. Tvöfeldni Ólafs í seinna þorskastríðinu, þegar átökin stóðu um 50 mflurnar, var oft deilt um það hvort landhelgis- gæslan gerði allt sem hægt væri. Fréttir bárust um að varðskipum hefði verið bannað að klippa á togvíra o.s.frv. Áttu þessar ásak- anir við rök að styðjast? Jú það er rétt að slíkur orðróm- ur komst á kreik, og ég kvartaði oft um þetta við Ólaf Jóhannes- son, sem þá var líka dómsmála- ráðherra. Hann vék sér jafnan undan því að svara slíkum ásöku- num. Nú hefur það hins vegar gerst, að út eru komnar æviminn- ingar Guðmundar Kjærnested skipherra, þar sem hann greinir ýtarlega frá þessum málum. Þar kemur fram, þegar við berum saman fyrirskipanir sem hann fékk, og fundargerðir ríkisstjórn- arinnar frá sömu dögum, að hvað eftir annað er varðskipsmönnum bannað að klippa, þótt um annað hafi verið talað á ríkisstjórnar- fundum og á Alþingi. Baktjaldamakk Hafði Atlantshafsbandalagið áhrif á úrslit deilunnar um 50 mfl- urnar? Það er mjög athyglisvert að sjá það eftirá hvað gerðist á bak við tjöldin þá spennuþrungnu daga í lok september 1973 sem urðu undanfari þess að Ólafur Jóhann- esson fór til London og samdi við Breta. Á þessum tíma var allt á suðupunkti hér heima vegna á- standsins á miðunum, og almenn- ingsálitið krafðist þess að eitthvað yrði gert. Ólafur hafði lýst því yfir þann 20. september að ástandið á miðunum gæti leitt til þess að íslendingar endur- skoðuðu afstöðu sína til NATO. Þann 27. september lýsti hann síðan yfir að stjórnmálasambandi við Breta yrði slitið 3. október ef herskipin hefðu ekki fengið skipun um að fara út fyrir 50 míl- ur þann dag. Tveim dögum síðar barst Ólafi boðsbréf frá Edward Heath, forsætisráðherra Breta, um að koma til London. Jafn- framt skyldu herskipin fara út fyrir 50 mflurnar. Það sem hefur hins vegar ekki komið fram eru þau símtöl sem átt höfðu sér stað þessa daga á milli Joseph Luns annars vegar og Edwards Heath og Ólafs hins vegar. Það leikur enginn vafi á því að Luns hafði í þessum samtölum gengið frá því að áhættulítið yrði fyrir Ólaf að lýsa yfir stjórnmálaslitum og að áhættulítið yrði fyrir Heath að draga herskipin út, því það væri þegar frágengið að gerður yrði samningur í London. Tveggja kosta völ Ólafur lýsti því yfir fyrir brott- förina að landhelgisgæsla yrði óbreytt, en Guðmundur Kjærn- ested skýrir frá því, að þeim hafi verið bannað að aðhafast nokkuð á meðan Ólafur var í London. Enginn vafi er á því að þegar hér var komið, þá taldi Olafur Jó- hannesson að hann ætti aðeins um tvo kosti að velja: annað hvort að halda sáttum í NATO og gefa eftir í landhelgismálinu, eða að standa fast á fyrri skoðun og búa sjálfur við eilífa útskúfun NATÓ. Ólafur var NATO-sinni, og því valdi hann fyrri kostinn. Samningurinn sem hann gerði var afleikur í sterkri stöðu okkar íslendinga. Það kom berlegast í ljós, þegar veiðiheimildir Breta áttu að renna út 1975. Við höfðum bent á það að þessi samn- ingur fól ekki í sér neina viður- kenningu á okkar rétti, hann fjallaði aðeins um veiðiheimildir til Breta. Samningurinn viður- kenndi ekki einu sinni lögsögu ís- lands um framkvæmd þessara veiðiheimilda. Þar höfðu Bretar sama rétt og íslendingar. Bretar lýstu því yfir 1975, að samningur- inn hindraði þá ekki í áframhald- andi veiðum, ef veiðiheimildir fengjust ekki endurnýjaðar. Vaknað af vondum draumi Þegar hér var komið sögu var Ólafur Jóhannesson orðinn dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Það urðu honum áreiðanlega mikil von- brigði að sjá að þessi samningur sem hann hafði gert við Breta var einskis nýtur. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hafði gefið út nýja reglugerð um 200 mflna fisk- veiðilögsögu mánuði áður en samningurinn við Breta átti að renna út. Þrátt fyrir almenn mót- mæli í öllum stjórnmálaflokkum gegn nýjum undanþágusamning- um hófust nýjar samningavið- ræður við Breta. Þeim stýrðu af íslands hálfu Einar Ágústsson utanríkisráðherra og Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Þessar samningaviðræður leiddu til þess að Geir Hallgrímssyni var boðið til London. Þá átti að nota aftur gamla ráðið sem Joseph Luns hafði notað gegn Ólafi Jó- hannessyni 1973. Ólafur hafði hins vegar engu gleymt, og taldi sig hafa samið um það 1973 að bresk skip hættu veiðum í ís- lenskri landhelgi eftir 2 ár. Hann stýrði landhelgisgæslunni og lét skera á togvíra annað slagið. Þann 4. maí 1976 var sigurinn í raun í höfn. Þeir 16 togarar sem þá voru eftir á miðunum undir vernd 11 herskipa, neituðu að halda leiknum áfram og sigldu út fyrir 200 mflna mörkin allir sem einn, þrátt fyrir tilmæli breskra stjórnvalda um áframhaldandi veiðar. Efnahagsbandalagið hafði á þessum tíma lýst yfir að það myndi sjálft taka sér 200 mflna lögsögu frá árslokum 1976 og hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt að fisk- veiðilögsaga skyldi miðuð við 200 mflur. Smánarleg endalok Við þessar aðstæður skerst Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, í málið og segist vilja vera milligöngumaður um sam- komulag við Breta. í Osló var endir bundinn á deiluna með smánarsamningi við Breta um veiðiheimild 24 togara að meðal- tali á dag næstu 6 mánuðina. Áður hafði ríkisstjórnin gert til- efnislausan samning við V- Þjóðverja um veiðiheimildir til nóvemberloka 1977. Undanslátt- arsamningar þessir gerðu það að verkum að við sátum uppi með vesturþýsk veiðiskip í íslenskri landhelgi löngu eftir að Efna- hagsbandalagið hafði sjálft tekið sér 200 mflna lögsögu. Það var smánarlegur endir á baráttu, þar sem íslendingar höfðu gegnt for- ystuhlutverki á alþjóðavettvangi. -ólg Föstudagur 1. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.