Þjóðviljinn - 12.01.1990, Blaðsíða 4
Höfuðborgarsvœðið
Svigním Kjalnesinga er
yfirgnæfandi mest
Flestirfermetrar á mann á Kjalarnesi. Nokkrar blokkir íBreiðholti
eru á „harðbýlum svœðum “. Mosfellsbœr er þriðjungur höfuðborgarsvœðisins og liggur hœstyfir sjó.
Seltirningar eru ekki einastafœstir heldur líka nær landlausir
Ólafur H. Torfason skrifar og súluritar
Jarðfræðikort af höfuðborgar-
svæðinu er í uppsiglingu á veg-
um Orkustofnunar. Til að bregða
Ijósi á kostnað við verkið og
glöggva sig á aðstæðum var dr.
Helga Torfasyni, jarðfræðingi,
sem þegar hefur kortlagt stóra
hluta landsins til útgáfu, falið að
gera samanburð á nokkrum
stærðum sem skipta máli.
Tekið skal fram að Kjósina
vantar í samanburð þann sem hér
er sýndur, en hún telst engu að
síður hluti höfuðborgarsvæðis-
ins.
Margt nýstárlegt kemur á dag-
inn í þessari frumrannsókn. Til
dæmis er Mosfellsbær að meðal-
tali miklu hærra yfir sjó en önnur
bæjarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu. Gott er að miða við 100
metra hæð yfir sjávarmál, en ofar
þeirrar línu er talið fremur harð-
býlt.
Alls eru 43,1% Mosfellsbæjar
yfir 100 metra hæð yfir sjávar-
máli. Að þessu leyti er Mosfells-
bær ekki hentugur til bygginga-
framkvæmda, en ræður yfir mikl-
um möguleikum til útivistar.
Lægst liggja að meðaltali
Hafnarfjörður og Seltjarnarnes,
þar sem aðeins 4,2% landrýmis
er yfir 100 m hæð. Þetta þýðir að
nýtingarhlutur landrýmisins get-
ur verið nokkuð hár.
Hins vegar er fimmtungur
Reykjavíkurlands yfir 100 metr-
unum og nokkrar blokkir í
Breiðholti liggja yfir þeirri línu. í
ljósi þess er engin furða þótt
sænsku dónarnir hafi skrifað í
blöð sín um árið að verulegur
hluti Reykvíkinga byggi við jaðar
„snjólínunnar" sem hæfist í
Breiðholti. Þessi staðreynd, að
um 20% Reykjavíkurlands liggur
yfir 100 metra hæð sýnir líka að
verulegur hluti landsins hentar
aðeins sem útivistarsvæði eða til
annarra nota en íbúðabygginga.
Rétt er að taka fram, að sam-
eiginlegum afréttum Kópavogs
og Seltjarnarness annars vegar og
sameiginlegu upprekstrarlandi
Garðbæinga og Bessastaða-
hreppsbúa er skipt til helminga í
hvoru dæmi.
Mosfellsbærer144
ferkílómetrar
Samtals er höfuðborgarsvæðið
talið 562,3 ferkílómetrar. Þá eru
m.a. meðtalin svæði í Árnessýslu
og Kjós, en að öðru leyti eru
þetta sveitarfélögin við strönd-
ina, frá og með Hafnarfirði að
sunnan og Kjósarhreppi að
norðan.
Hér er Kjósinni sleppt, og í
þessum samanburði er Mosfells-
bær langstærsta veldið á höfuð-
borgarsvæðinu, rúmlega 144
ferkílómetrar á stærð, en Reykja-
vík losar 120 ferkílómetra. Ef
skoðað er stærðarhlutfall ein-
stakra bæjarfélaga af höfuðborg-
arsvæðinu öllu, kemur í ljós að
Mosfellsbær þekur 33%, eða
þriðjung svæðisins. Seltjarnarnes
er bara 3%.
Og enn versnar dæmið fyrir
Seltirninga, ef skoðað er svæðið
sem telst „byggilegt", eða neðan
100 metra hæðar. Þar eiga Sel-
tirningar aðeins 1,3% af byggi-
legum hluta höfuðborgarsvæðis-
ins. Á hinn bóginn standa
Reykvíkingar með pálmann í
höndunum, því þeir eiga stærsta
hluta byggilega svæðisins, eða
35,8%.
Mannfjöldinn
Mannfjöldi á höfuðborgar-
svæðinu skiptist svona 1988:
„Harðbýli“ hlutinn
Tölurnar sýna hve mörg % hvers sveitarfólags liggja I ytir 100
metra hæö ytir sjávarmáli.
Otan 100 m ertaliö haröbýlt.
Sameiginlegixn afrétti Kópavogs og Seltjarnesi er skipt bl
helminga millt bæjarlólaganna og sama gikbr um
(ameiginlegan afrótt Garóabæjar og Bestaita&ahropps
HEIUILO: ORKUSTOFNUN 1989
ÞJÚOVIUMN / ÓHT
4,2 4,2
19 21,9
Hafnarljöröur Seltjarnames Garöabær Kópavogur
Reykjavík Mosfellssbær
ÞJÓOVUINN / ÓHT
íbúar % af heild
Reykjavík 95.811 68,2
Kópavogur 15.551 11,1
Hafnarfj. 14.199 10,1
Garðabær 6.843 4,9
Seltj.nes 4.027 2,9
Mosfellsb. 4.027 2,9
Kópavogur
í þrem pörtum
Engir nágrannar geta verið
menn með mönnum á íslandi án
þess að koma sér upp að minnsta
Kjalarnes
Mosfellsbær
Bessastaöir
Garöabær
Kópavogur
Hafnarljöröur
Seltjarnarnes
Reykjavík
I 216626 1
■■■35858 1
hS Fermetrar á mann
13916 13690 13203 Ferrnetrar lands á hvern íbúa í sveitarfélögum á höfuöborgarsvæöinu
||1260 1988 |
% hvers
sveitarfélags undir 35,8
Seltjarnarnes Kópavogur Garöabar Mosfellssbær Hafnartjöröur Reykjavfk
MÓOAJMI/ÓMT
kosti tilefni til landamerkja-
deilna. Og auðvitað geta menn
verið ósammála um mörk
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu líka.
Við samanburð á gróðurkort-
um í mælikvarða 1:25.000, sem
Landmælingar fslands gáfu út
1988, - og landskortum sömu
stofnunar í sama hlutfalli, - kem-
ur í ljós að mörkum ber ekki sam-
an á amk. tveim stöðum. í Blá-
fjöllum leikur vafi á um annars
vegar landamerki milli Bessa-
staðahrepps og Garðabæjar, og
hins vegar á milli Reykjavíkur og
Árnessýslu.
Finnist gull, silfur, jarðhiti eða
önnur verðmæti á umdeildu
svæðunum stefnir þó tæplega í
hæstaréttarmál á borð við Mý-
vatnsmál og Landmannaafrétt-
armál. Eins og oft áður eru kortin
ekki nákvæm og'aðilar geta unað
við samkomulag um merkin.
Það er fróðlegt í ljósi
Vatnsenda-mála hinna sfðari sem
nú eru risin, vegna kauptilboðs
Reykjavíkur í jörð þessa í Kópa-
vogslandi, að skoða land Kópa-
vogs nánar. Á kortinu sést að það
liggur á 3 aðskildum svæðum.
Reykjavík fleygar land Kópavogs
upp á Hellisheiði. Einnig má geta
þess að Hafnarfjörður á land í
Krísuvík.
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. janúar 1990