Þjóðviljinn - 12.01.1990, Blaðsíða 16
„Kýr drukknaði á Langeyri
og kerling á Básenda“
Básendaveðrið 1799baruppásamadagogóveðriðnúívikunni, 9. janúar. Þá skolaði þrem þorpum áhafútá Suður-
og Vesturlandi og eitt þeirra byggðist aldrei aftur. Þá varð meira tjón en dæmi eru um á einni nóttu
Kort úr (slenskum söauatlas frá AB yfir helstu hafnir á 15. og 16 öld. Hér má sjá Básenda undir ilinni á
Reykjanesstígvélinu. Á þessum tíma ná hvorki Keflavík né Reykjavík máli, en Grindavík er ásamt Básend-
um helsta verstöö og verslunarhöfn á Reykjanesskaga
„Nóttina milli 8. og 9. janúar
var eitt það mesta sjóflóð
hvers óttalegu verkanir lengi
munu í minnl verða: í Selvogi
fóru af 4 bæir, brotnuðu 6 skip
og 80 fjár fór í sjóinn - í Grinda-
vík fóru af 6 bæir, brotnuðu 12
skip og 100 fjár flæddi - á Sel-
atöngum brotnuðu 2 skíp.
Básendar fóru gjörvallir í sjó
nema 1 hús, tjáist það þó brot-
ið. Hvalsneskirkja og Kálfa-
tjarnar brákaðar og ei embætt-
isfærar, Neskirkju við Seltjörn
braut í smátt og eigandinn
missti vitið um tíma - gluggar í
Bessastað, Viðey og Tugthúsi
brotnuðu, 24 menn á Akranesi
húsvilltir. Innraholmshólmi
sokkihn - Stiftamtmaður
missti sín skip í Viðey nema
teinæring, Þórólfur í Engey öll
- skólahaldari mörg. Kýr
drukknaði á Langeyri og kerl-
ing á Básendum ... “
Ekki er þetta lýsing á óveðrinu
sem gekk yfir suðurströnd ís-
lands og Suðurnes í byrjun þess-
arar viku heldur er það Benedikt
prestur á Vogsósum sem skrifar
svo til Sveins Pálssonar 28. janú-
ar árið 1799 (stafsetning er færð
til nútímahorfs). Hann er að lýsa
miklum veðurofsa sem stundum
er kenndur við verslunarstaðinn
Básenda sem þá var vestan á
Reykjanesi, skammt fyrir norðan
þar sem nú er bærinn Hafnir.
Staðurinn gengur líka undir
nöfnunum Bátsendar og Báts-
andar, hér verður það samræmt í
heimildum og hann nefndur Bás-
endar.
Eins og sést á meðfyigjandi
korti úr íslenskum söguatlas, sem
kom út hjá Almenna bókafé-
laginu nú fyrir jólin, voru Bás-
endar ein fárra verslunarhafna á
íslandi fyrr á öldum, mun eldri en
bæði Reykjavík og Keflavík til
dæmis. En svo rækilega þvoði
óveðrið Básenda af yfirborði
jarðar að menn fluttu ekki þang-
að aftur og þar eru nú tættur ein-
ar.
Sjórinn
gekk á land
Þetta var „eitt hið ofsalegasta
veður, sem menn hafa sögur af,“
segir Þorvaldur Thoroddsen í Ár-
ferði á íslandi, „með stórrign-
ingu, þrumum og eldingum,
brimi, hafróti og sævargangi. Á
Eyrarbakka braut sjórinn
geymsluhús verslunarinnar með
miklum vöruforða og keyrði hús-
brotin langt upp í mýri, öllum
stakkstæðum velti sjórinn við og
gróf grundvöll undan flestum
húsum, gekk upp um gólf, inn um
glugga og braut þil. Svo hafði
brimgangurinn lækkað og jafnað
malarkambinn, að hann var ekki
orðinn miklu hærri en fjaran ...“
1990 segir blaðamaður Þjóð-
viljans að Eyrarbakki hafi litið út
„eins og eftir sprengjuárás“ að
morgni 9. janúar ...
„I Stokkseyrarhverfi,“ segir
Þorvaldur enn, „brotnuðu 26
stærri og minni skip og bátar, þar
fórust 63 hross, 9 nautgripir og 58
kindur, mörg hús skemmdust og
brotnuðu, hey og matarforði
spilltist ...“ 9. janúar 1990 voru
engir bátar í Stokkseyrarhöfn, en
sjór gekk yfir sjóvamargarðana
og yfir þorpið og eyðilagði bæði
varnargarða og götur bæjarins.
Sjóhæðin var svo mikil á götun-
um að það drapst á vél björgunar-
bfls slysavarnardeildarinnar þótt
hár sé.
1799 gekk sjór „á Seltjamar-
nesi 5 álnir hærra, eftir lóðréttu
máli, en við vanalegt stór-
straumsflóð,“ segir Þorvaldur,
„sjórinn braust yfir þvert Sel-
tjarnarnes fyrir innan Lamba-
staði og vestanvertvið Eiði og var
þar hvorki mönnum né hestum
fært yfir á 300 faðma svæði.“
„ An eruptio volcanica submar-
ina?“ spyr Sveinn Pálsson á latínu
í dagbók sinni sem hefst þetta ár -
ef til vill neðansjávareldgos?
En fátt er svo með öllu illt...
Sveinn Pálsson segir líka að
mikið hafi rekið af fiski: „Seli,
hnísur, keilur og karfa- í Herdís-
arvík svo mjög í Óveðrinu að
soðning nóg til á miðþorra - af
karfa.“
Naumleg
mannbjörg
Víða þurfti að flytja fólk úr
húsum sínum í ofviðrinu um dag-
inn. Hvað gerði fólkið árið 1799?
„Fólk allt gekk til hvflu að
venju að kvöldi hins 8. þessa
mánaðar,“ segir Jón Helgason í
Öldinni átjándu. „Var þá aðfall
og hávaðarok með miklum sjó-
gangi og ógurlegu brimhljóði. Er
skemmst frá því að segja, að
veður færðist mjög í aukana upp
úr lágnættinu, og litlu síðar tók
sjór að ganga á land á strand-
lengjunni sunnan Reykjanes-
skaga, um Suðurnes öll, Innnes,
Kjalarnes, Akranes, Mýrar og
Snæfellsnes."
Svo lýsir hann hvernig fór fyrir
fólkinu á Básendum þessa hörm-
ungarnótt:
„Kaupmaðurinn á Básendum,
Henrik Hansen, vaknaði við það
klukkan tvö um nóttina, að hrikti
í hverju tré í húsinu. Litlu síðar
heyrði hann, að þung högg tóku
að dynja á því, líkt og veggbrjót
hefði verið beint að því. Svarta-
myrkur var á, en kaupmaðurinn
hafði ekki eirð í sér, snaraðist
fram úr rekkju sinni og ætlaði að
líta út til þess að gæta að, hverju
þetta sætti. En þegar hann opn-
aði húsdyrnar flæddi sjórinn í
fang honum."
Það var Ægir sjálfur sem barði
upp á hjá kaupmanninum þessa
nótt. og þegar búið var að opna
ruddist hann óboðinn inn,
streymdi óstöðvandi inn í her-
bergin, og heimilisfólkið, hjónin,
þerna þeirra og fjögur börn, flúði
í ofboði undan honum á nærklæð-
um einum saman út í myrkrið,
storminn og vatnsganginn. Fyrst
æddu þau upp á loft, svo út í úti-
hús þegar húsið fór að riða til. En
þökin tættust af útihúsunum og
brátt var sýnt að þau yrðu að flýja
burt af staðnum. Jón segir svo
frá:
„Hélst fjölskyldan í hendur svo
að enginn týndist, og skreið
jafnvel í hörðustu hrinunum, því
að þá var óstætt með öllu. - Þann-
ig náði fólkið loks um morguninn
að Loddu, hjáleigu rétt hjá Staf-
nesi, nær dauða en lífi.“
Margir
hætt komnir
Eins og við sáum og heyrðum í
fréttum í vikunni voru margir
hætt komnir í óveðrinu og mildi
að enginn skyldi farast. Máttar-
völd héldu líka verndarhendi
sinni yfir íbúum á Suðurlandi og
Suðurnesjum fyrir nærri tvö
hundruð árum. Áðeins ein mann-
eskja lét lífið svo vitað væri,
gömul kona og farin að heilsu
sem var niðursetningur hjá kaup-
manninum á Básenda. Hún druk-
knaði þegar reynt var að bjarga
henni upp um þekjuna á torfkofa
hjúanna.
Hins vegar björguðust margir
naumlega þá eins og nú, og má
nærri geta að margar krafta-
verkasögur hafi orðið til eftir
þessar hamfarir. Jón Helgason
segir tvær í Öldinni átjándu, aðra
af gömlum manni sem legið hafði
í kör í fjörutíu ár á bænum Stóra-
Hrauni og neitaði að fara úr rúmi
sínu þótt hann blési. Þegar veðrið
gekk niður var vitjað um karl og
var hann þá lifandi og ómeiddur
þó að kotið hefði hrunið. Hin
saga Jóns nefnist:
Barnsvaggan
í rjáfrinu
„Á Skipaskaga munaði mjóu,
að manntjón yrði. Sjór flæddi yfir
neðri hluta Skagans og umflaut
býlið Breið, þar sem Ari formað-
ur Teitsson og Ingibjörg Jóns-
dóttir bjuggu. Flóðið var svo
mikið, að bátfært hefði verið
langt upp eftir Skaganum vegna
dýpis, svo að fólkið átti ekki
undankomu von. Baðstofan á
Breið skaddaðist brátt, en í kring
var óstætt vatn. Tólf vikna gömul
telpa, dóttir hjónanna, Dýrfinna
að nafni, lá í vöggu, og var það
ráð tekið að binda vögguna upp í
sperru, svo að sjór næði henni
ekki, á meðan baðstofan stæði.
Þar kom þó, að baðstofan
hrundi öll, nema eitt eða tvö staf-
gólf, og nær hið eina, sem uppi
hékk af þakviðum, var sperran,
sem vaggan var bundin í. Forðaði
fólkið sér upp á veggjarbrotin og
stóð þar til morguns í sævarlöðri
og hnédjúpum sjó.“
Óvenjulegir
ósjóir
Skyldi vera einhver ástæða
fyrir því að storm og flóð ber upp
á sama dag með 191 árs millibili?
Við spurðum Pál Bergþórsson
veðurstofustjóra hvort þessir
dagar ættu eitthvað sameiginlegt
sem 9. janúardagar annarra ára
ættu ekki. Hann vissi ekki til
þess.
„Ég held að það sé alger tilvilj-
un að óveðrin skella á sömu nótt-
ina. Á þessum árstíma má alltaf
búast við miklum veðrum, en
þetta voru óvenjulegir ósjóir
miðað við að ekki var háflóð. Það
var nokkuð stórstreymt 9. janúar
en núna er hálfum metra hærra í
sjónum."
Við megum þakka fyrir að ekki
skuli hvessa í dag. Og ekki
megum við síður þakka fyrir að
búa í húsum sem fjúka ekki eins
og hrófatildur þegar veðrið
minnir okkur á sig, eins og gerðist
þessa löngu liðnu óveðursnótt.
SA vann úr heimildum
sem nefndar eru í greininni
Eyrbekkingar vilja traustari sjóvamargarða eftir hamfarimar í vikunni, Ægir konungur tekur ekki mark á
þeim sem fyrir eru. Myndin er af gamla sjógarðinum á Eyrarbakka
16 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ' Föstudagur 12. janúar 1990