Þjóðviljinn - 12.01.1990, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.01.1990, Blaðsíða 20
PISTILL INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR Af byltingum og innrásum og breyttum hér og þar Á þessum árstíma grípur gjarnan um sig sú árátta að líta um öxl og skoða liðið ár eins- og það sé einhver afmarkaður þáttur í lífi einstaklings og þjóðar, jafnvel heimsins. Kapítuli sem sé búinn og komi aldrei aftur. Og vissulega er margs að minnast frá því herr- ans ári 1989. Einhver var að segja að skólafólki framtíðar- innar væri mikill greiði gerður með því að einmitt þetta ár var svo viðburðaríkt, það væri nefnilega svo auðvelt að muna ártalið. 1789 var franska bylt- ingin, 1989 var byltingin í Austur-Evrópu... Enn á þó eftir að súpa kálið og bíta úr nálinni, er ég hrædd um. Þótt miklir atburðir hafi gerst með leifturhraða og Austur-Evrópa sé nú önnur en hún var þegar börnin byrj- uðu í skólanum í haust er at- burðarásin enn í fullum gangi. Menn skyldu því bíða með stórar yfirlýsingar um „hrun kommúnismans og sigur lýð- ræðisins" þangað til komið er á hreint hvaða kommúnismi það var sem hrundi og hvaða lýðræði það var sem sigraði. Eða þannig. Oft hafði ég leitt hugann að því hvernig og hvenær Berlín- armúrinn yrði rifinn niður, en aldrei hefði mig órað fyrir því að það mundi gerast inni í stofu hjá mér. í beinni útsend- ingu, nánast. Mér hefði held- ur aldrei dottið í hug að höfuð Ceausescus yrði borið á silf- urfati inn á jólaborðið mitt einsog hvert annað meðlæti með hangiketinu. En svona er hún. fjölmiðlaöldin, sem við lifum. Það hefur líka verið fróð- legt að fylgjast með innrás Bandaríkjahers í Panama og velta um leið vöngum yfir hlutverki fjölmiðla og þætti þeirra í mótun tíðarandans. í raun og veru eru ástæðurnar fyrir innrásinni gamalkunnug- ar og augljósar hverjum þeim sem einhverja nasasjón hefur af sögu Mið-Ameríku og þætti Bandaríkjanna í þeirri sögu. Það er ekki einsog þetta sé nýtt, ónei. Það er ekki heldur nýtt að atburðirnir séu klædd- ir í dulargervi og látið í veðri vaka að eitthvað allt annað sé að gerast. Hitt væri splunku- nýtt ef ráðamenn í Washing- ton væri allt í einu farið að flökra við harðstjórum og kosningasvindlurum í Mið- Ameríku. Árið 1977 gerðu þeir með sér samning um framtíð Pan- amaskurðarins Jimmy Carter og OmarTorrijos. Samkvæmt honum eiga Panamabúar smám saman að fá full yfirráð yfir skurðinum. Það er auðvit- að ekkert gamanmál fyrir Bandaríkjastjórn að eiga nú að standa við gerðan samning án þess að tekist hafi að setja þægilegan og viðræðugóðan mann á valdastól í Panama - þurfa að díla við ljótan kall einsog Noriega. Þá er náttúr- lega ekki um annað að ræða en að fjarlægja ljóta kallinn og setja feitan þjón í hans stað. Minnsta mál í heimi. Og gekk alveg prýðilega að telja heimsbyggðinni trú um að eina vandamálið í Panama væri Noriega og eiturlyfja- smygl hans. Svo var innrásin gerð og sjónvarpið sýndi okkur þessar sígildu myndir af fólki sem sagðist vera afskaplega ham- ingjusamt og þakklátt fyrir það að heil hverfi í borginni þess voru lögð í rúst. Eitthvað vildi nú innrásin dragast á langinn samt, og var ekki ein- leikið hvað „liðsmenn Nori- ega“ vöfðust fyrir rambóun- um úr norðri. Og svo fóru ein- hverjir dónar að vefengja op- inberar tölur um fjölda þeirra sem fórust í innrásinni. Nú er talið að þúsundir manna hafi fallið í þessari fólskulegu árás stórveldis á varnarlitla smá- þjóð. Og enn halda rambó- arnir áfram að skekja vopnin og gretta sig framan í þjóðir Mið-Ameríku - nú síðast var stóreflis flugvélamóðurskip að hreiðra um sig á Karíba- hafi. Stundum flögrar að manni að Bandaríkjamenn hafi ekki áttað sig á þessum breytta tíð- aranda sem við erum alltaf að tala um hér í Evrópu. Þeir eru að verða einsog nátttröll. Á meðan fjölmiðlarnir báru okkur vangaveltur Gorbat- sjovs um það hvort Varsjár- bandalagið ætti eða ætti ekki að leggja uppreisnarmönnum í Rúmeníu lið létu bandarísk- ar orrustuvélar sprengjum rigna yfir sofandi fólk í verka- mannahverfum Panamaborg- ar. Mikið væri gott ef frelsis- og lýðræðisunnendur í Evrópu settu Mið-Ameríku inn í sína heimsmynd. Færu að ástunda jákvæð samanburðarfræði og krefjast þess af Bandaríkja- mönnum að þeir fylgi fordæmi Sovétmanna og láti nágranna sína í friði framvegis. Að þjóðir Mið-Ameríku fái að syngja með þjóðum Austur- Evrópu Sinatra-sönginn góða; „ril Do It My Way“. Bókmenntir eða afþreying Himinninn yfir Novgorod eftir Regine Deforges Þýðandi: Þuríður Baxter 336 bls. ísafold 1989 íslenskur útgefandi Himinsins yfir Novgorod eftir franska rit- höfundinn Regine Deforges gef- ur bókina út eins og hún væri vandað afmælisrit eða vísindalegt greinasafn. Hún er prentuð á rjómalitan pappír og allir kaflar byrja á hægri síðu. Það þykir flott og líka gagnlegt ef þarf að útbúa sérprent af stökum greinum í bók, en í spennandi skáldsögu verkar undarlega á lesanda að koma að auðri síðu í miðri at- burðarás, eins og oft gerist á kaflaskilum. Þá finnst manni að nú hljóti að verða mikil hvörf í verkinu, ný öld sé að renna upp, nýjar persónur að taka við, og verður feginn þegar svo reynist ekki vera. Tilgangur útgefanda er ef til vill að koma þeirri hugmynd að hjá lesanda að hann sé ekki með neina venjulega þýdda skáldsögu í höndunum heldur mikið og vandað bókmenntaverk. Saga Regine Deforges um Anne stórfurstadóttur frá Kíev í Rússlandi er afskaplega skemmtileg. Hún er af því tagi að mann langar til að taka Norður- leiðarútuna til Akureyrar bara til að fá að lesa hana í friði. Þetta er söguleg skáldsaga frá 11. öld og höfundur hefur lagt á sig heimild- akönnun til að geta lýst atburðum á sannfærandi hátt, klæðaburði, helgisiðum, matarvenjum og svo framvegis. Er þetta þá ekki merkt bókmenntaverk? Eða er þetta vel heppnuð afþreying? Ástin sigrar Rétt eins og unglingabækur skiptast afþreyingarbækur handa fullorðnum í tvo hópa, annan ætl- aðan körlum, hinn konum. í karl- abókmenntunum snúast málin um afbrot og njósnir, með ein- faldar hugmyndir um gott og vont, rétt og rangt, sem ás, og kynsvöll - eða ástir - til skrauts. I kvennabókmenntunum er ástin viðfangsefnið, ás atburða og tak- mark þeirra þó að þeir geti ann- ars verið af ýmsu tagi. Þær reyna að fullvissa konur um að þrátt fyrir reynslu þeirra af hinu gagn- stæða þá dreymi karlmenn um að elska eina konu og vera henni trúir allt til dauðans. Ef við verð- um svo lánsamar að ramba á þann eina rétta verði lífið sam- felldur fagnaður eftir það. Afþreyingarbækur eiga það sameiginlegt að vera fyrirsjáan- legar, líka leynilögreglusögur þó að þær eigi allt undir því að vera ekki fyrirsjáanlegar. Hið fyrir- sjáanlega í þeim er að lesandi veit (að minnsta kosti ef hann hefur lesið svona bækur áður) að glæpamaðurinn finnst að lokum og að viss röð og regla kemst á eftir tímabundna óreiðu. Hvernig skyldi þetta koma heim og saman við Himininn yfir Novgorod? Ekki er hægt að segja að at- burðarás þeirrar sögu sé að öllu leyti fyrirsjáanleg, og veldur þar mestu að þetta er ævisaga. Við fylgjumst með þvf þegar Anne er send að heiman frá sér árið 1050, þáfjórtán ára, til að verðadrottn- ing Henri Frakkakonungs, sem er ekkjumaður á fertugsaldri, heldur valdalítill konungur og hommi, og ala honum erfingjann sem lengi hefur verið beðið eftir. Hún eignast frumburð sinn sex- tán ára, Philippe sem seinna var nefndur hinn fyrsti og varð kon- ungur átta ára. Anne er 23 ára pegar hún verður ekkja, þriggja barna móðir og nánast heilög manneskja eftir allt sem hún hef- ur orðið að þola af manni sínum. En hún hirðir ekki um heilagleika sinn heldur giftist greifanum illræmda af Valois, þvert ofan í væntingar þegna sinna - og les- anda. Hún verður ekkja í annað sinn tæplega fertug, ákveður að sjá sitt kæra Rússland áður en hún deyr, orðin roskin kona á þeirra tíma mælikvarða, og tekst það með naumindum. Saga Anne frá Kíev endar á SIUA AÐALSTEINSDÓTTIR dauða söguhetjunnar, það er ekki regla í ástarsögum handa konum. Ástin er heldur ekki hreyfiafl í sögu hennar. Anne er prinsessa og síðar drottning og skyldurnar ráða lífi hennar, ástin ræður engu. Þó að hún sé tigin- borin verður hún að hlýða þang- að til hún er orðin ekkja. En sagan endar samt á því að elskendurnir ná saman, og ástin verður burðarás skáldsögunnar með Philippe, bojaranum glæsi- lega sem tilbiður Anne og er alltaf nærstaddur alveg af tilvilj- un þegar líf hennar er í hættu. Það vilja verða all-fyrirsjáanleg ástarsögukraftaverk. En þegar þau ná saman í lokin er það í sönnum rómantískum anda sem minnir á ljóð Bjarna Thoraren- sen: „Kysstu mig hin mjúka mær! því þú ert sjúk. Kysstu mig hin mjúka mær! því þú deyr ...“ Persónur Persónusköpun er grunn og einhliða og mun skyldari venju- legum afþreyingarsögum en söguþráðurinn. Þar vantar baga- lega á sálfræðilegt raunsæi og breidd. Konurnar taka hefð- bundnar stellingar madonnunn- ar, skækjunnar og móðurinnar, karlarnir eru góðir eða vondir, fagrir eða ljótir, hraustir eða veikburða. Jafnvel stökkbreyt- ingarnar á greifanum af Valois til góðs og aftur til ills verða hálf- vélrænar af því að úr þeim er ekki unnið á sannfærandi hátt. Þær verða bara. Anne sjálf fær ofurlítið lífs- mark með skaphita sínum framan af, en höfundi dettur fátt í hug til að viðhalda því eða dýpka mynd hennar. Eina óvænta persóna sögunnar er Henri konungur, sem getur stafað af því að höfundur hafi fundið nothæfar heimildir um hann. En ekki held ég að sam- kynhneigt fólk verði ánægt með lýsinguna á honum, þar er fátt sem vegur upp á móti hversdags- legustu fordómum. Hann er með skræka rödd, áhrifagjarn vingull og hefnigjörn kveif. Tilfinningar til barnungrar brúðar sinnar ber hann engar, virðist líta á hana sem gagnslausan hlut af því að hún er ekki sætur strákur. En þó að Henri sé tillitslaus við Anne er hann miklu grimmari við ástmöginn sem vogar sér að hafna honum. Lýsingin á með- ferðinni á honum er mergjaðri en ég hef áður séð í afþreyingarbók- um handa konum. Þegar komið er að honum í dýflissu er hann stegldur við gólfið með spjóti sem stungið er gegnum sundurgrafin kynfæri hans! Fleiri lýsingar á grimmd eru í bókinni, svo og all-ýtarlegar bar- dagalýsingar sem vilja þó hanga utan á frásögninni. Þetta minnir meira á afþreyingarsögur fyrir karla en konur, og það gera líka kynlífslýsingarnar sem Regine er órög við. Barböru Cartland yrði sjálfsagt um og ó ef hún læsi bækur Regine Deforges. Liðin er sú tíð þegar stúlkur fengu fullnægingu við það eitt að glæsi- mennin kysstu á höndina á þeim. Það eru heldur ekki sælustund- ir sem Regine er svo áfram um að lýsa, henni er meira í mun að lýsa vondum aðförum að konum og upplýsa um hvað ekki eigi að gera. Niðurstaða mín er sú að Him- inninn yfír Novgorod sé afþrey- ingarsaga, en hún er ágæt afþrey- ing og sýnir skýra þróun í átt til þess að sameina skemmtibækur karla og kvenna. Þýðingin Texti Þuríðar Baxter er vel unninn og stundum mjög fal- legur. Hún hefur ekki einungis skrifað bókina á vönduðu ís- lensku máli heldur hefur hún greinilega rifjað upp íslenska miðaldatexta til að gefa þýðing- unni sannan hljóm. Eg nefni sem dæmi hvatningarræðu Vilhjálms sigurvegara fyrir orrustuna við Hastings. Auðvitað má deila um ýmsar lausnir, til dæmis í sambandi við mynd og beygingu margra mannanafna sem Þuríður hefur á frönsku. Mér fínnst endilega að Anne eigi að heita Anna, bæði er það miðaldalegra og rússnesk- ara. En þessu ræður þýðandi. Ekki get ég þó betur séð en annaðhvort skjótist höfundi eða þýðanda í einu mikilvægu atriði. A bls. 318 lætur Anne Vilhjálm sigurvegara hafa hring til sann- indamerkis með boðum sínum til dularfulla riddarans í þjónustu hans, og á bls. 324 verður riddar- inn utan við sig af hamingju við að sjá aftur hringinn sem „hann hafði látið af hendi svo mörgum árum áður“. En það var alls ekki hann sem gaf henni þennan hring heldur hún honum! ef marka má atvikið sem segir frá á bls. 40. Frágangur er góður fyrir utan það að menn hneigja sig sífellt með ypsiloni. Þankastrik eru not- uð á greinaskilum þar sem bein ræða hefst, en of oft eru þau sett þar sem engin bein ræða er að byrja. 20 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.