Þjóðviljinn - 12.01.1990, Blaðsíða 13
Ráttinn til að stunda fisk-
veiðar á ekki að selja
Finnbogi Jónsson framkvœmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað svarar spurningum Nýs Helgarblaðs
Hagfræðingar og hagsmuna-
aðilar í sjávarútvegi virðast sam-
mála um að þótt núgildandi kvót-
akerfí í sjávarútvegi hafí skilað
mikilvægum árangri, þá hafí það
brugðist í því meginmarkmiði að
ná hagkvæmni i rekstri útgerðar-
innar. Fiskiskipaflotinn sé enn
um 30-40% of stór. Margir hafa
lýst þeirri skoðun að hagkvæmni
muni ekki nást nema með frjálsri
sölu veiðiheimilda til lengri tíma.
Telur þú að slík sala sé æskileg og
þá með hvaða hætti?
Ég tel að þau lög sem nú eru í
gildi um stjórn fiskveiða hafi þeg-
ar leitt til umtalsverðs sparnaðar í
útgerðarkostnaði og aukinnar
verðmætasköpunar í sjávarú-
tvegi. Það er hins vegar rétt að
þau hafa ekki enn haft veruleg
áhrif á stærð fiskiskipaflotans. Þó
er ljóst að á allra síðustu misser-
um hafa allmargir bátar horfið úr
rekstri á grundvelli núgildandi
laga og veiðiheimildir þeirra ver-
ið sameinaður öðrum. Úthlutun
veiðiheimilda til lengri tíma mun
ýta enn frekar undir þessa þróun.
Ég sé hins vegar ekki ástæðu til
að auka sölu veiðiheimilda um-
fram það sem nú gildir. Þvert á
móti tel ég að slíkt geti verið mjög
varhugavert og alls ekki nauðsyn-
legt til að ná markmiðinu um
aukna verðmætasköpun í sjávar-
útvegi.
Hagfræðingar hafa bent á það
að sjávarútvegurinn hafi á und-
anförnum árum verið „skatt-
lagður“ með tiltölulega háu gengi
krónunnar. Þessi ,.skattlagning“
hafí hins vegar bitnað mjög
harkalega á öðrum atvinnugrein-
um í landinu, einkum útflutning-
siðnaði (þar með töldum físki-
ðnaði) og ferðaþjónustu, og
skapað óeðlilegan viðskiptahalla
við útlönd.
Ert þú sammála því að þessi
„skattlagning“ hafí átt sér stað?
Væri eðlilegra að „leiðrétta“
gengisskráninguna en taka um
leið upp sölu veiðiheimilda til út-
gerðarinnar?
Það er rétt að þeirri verðmæta-
sköpun sem sjávarútvegurinn
hefur skapað hefur verið dreift til
annarra greina og ails þjóðfélags-
ins að hluta til með háu raun-
gengi. Á síðustu árum hefur verið
gengið það langt í þessum efnum
að sjávarútvegurinn sjálfur hefur
verið rekinn með verulegum
halla og þjóðin í heild hefur eytt
langt umfram tekjur í formi mik-
ils viðskiptahalla við útlönd. Hér
hefur hins vegar ekki verið um
hugsaða eða markvissa skattlagn-
ingu á sjávarútveginn að ræða
heldur hafa þessar aðstæður
skapast af þeirri viðleitni
stjórnvalda að draga úr verð-
bólgu. í því skyni var genginu
haldið föstu sem út af fyrir sig er
gott markmið en því miður
gleymdist að taka á öllum öðrum
þáttum sem áhrif hafa á verð-
bólguþróunina. Hvort rétt væri
að fella raungengið enn frekar
eingöngu í því skyni að taka
jafnhliða upp sölu veiðiheimilda
dreg ég mjög í efa. Fyrir því eru
margar ástæður sem of langt mál
yrði að rekja. Ég læt nægja að
minna áhrifin á verðlagsþróunina
og áhrif á kaupmátt launafólks.
Neikvæðu áhrifin yrðu að mínu
mati margfalt meiri en þau hugs-
anlega jákvæðu áhrif sem slíkt
hefði í för með sér. Núverandi
rikisstjórn hefur tekist að koma á
jafnvægi í viðskiptum við útlönd,
jafnvægi á lánamarkaðnum og að
draga verulega úr þeim halla-
rekstri sem hefur verið í okkar
undirstöðuatvinnugreinum. Það
er staðreynd að rekstrarskilyrðin
ekki síst í sjávarútveginum voru-
að steypa allri tilveru okkar á
þessari úthafseyju fram af ystu
bjargbrún. Það sem nú skiptir
máli er að verkalýðshreyfingunni
og atvinnurekendum takist með
eða án aðstoðar ríkisvaldsins að
gera samninga sem tryggi þann
kaupmátt sem þjóðarbúið þolir
og hefðu í för með sér að verð-
bólgan færi í fyrsta skipti í tvo
áratugi niður fyrir 10% Slíkur
samningur er langstærsta kjara-
bót sem launafólk og öll þjóðin
hefur haft raunhæfan möguleika í
langan tíma. Við eigum ekki að
láta fræðilegar vangaveltur um
auðlindaskatt og nýja gengis-
skráningu rugla okkur í því að ná
þessum markmiðum.
Nú hefur skapast markaður
hjá útgerðarmönnum með
óveiddan físk í sjó í formi yfír-
verðs á skipum með kvóta. Telur
þú eðlilegt að ríkisvaldið úthluti
slíkum verðmætum til útgerðar-
manna án endurgreiðslu?
Það hefur ríkt yfirverð á
skipum allt frá því að innflutning-
ur á skipum var takmarkaður.
Það er ekkert að gerast eingöngu
með tilkomu kvótakerfisins.
Takmörkun á nýtingu tiltekinnar
auðlindar skapar alltaf ákveðið
yfirverð á aðgöngumiðanum
sjálfum. Fyrir þjóðarbúið í heild
er það hins vegar miklu meiri
ávinningur að svo gerist heldur
að auðlindinni. Það er líka rétt að
hafa í huga, að fyrir þá sem hafa
stundað útgerð og ætla að stunda
áfram er slíkt yfirverð á skipum í
raun einskis virði gagnvart
rekstrarafkomunni.
Það er eingöngu við sölu sem
þessi svokallaða „ókeypis" út-
hlutun verðmæta verður að raun-
verulegum tekjum. Ég tel ekkert
óeðlilegt við það að þegar tekj-
urnar myndast verði þær skatt-
lagðar, enda er það gert. Ef nú-
gildandi tekjuskattskerfi er ekki
fullnægjandi í þessum efnum þarf
einfaldlega að endurskoða skatt-
lagningarreglurnar. Það að ríkið
færi að selja útgerðarmönnum,
sjómönnum og fiskvinnslufólki
réttinn til að starfa við íslenskan
sjávarútveg, rétt sem íslenskar
sjávarbyggðir hafa haft i áratugi
og reyndar aldir, tel ég hins vegar
fráleitt miðað við núverandi að-
stæður.
Sala veiðileyfa er lykill að
hagræðingu í útgerð
Már Guðmundsson efnahagsráðgjafifjármálaráðherra svarar spurningum Nýs Helgarblaðs
Telur þú einhvers konar
auðlindaskatt á sjávarútveg
eða sölu veiðileyfa koma til
greina?
Ég tel að einhvers konar sala
eða leiga veiðileyfa sé óhjá-
kvæmilegur hluti af fisksveiði-
stjórnun ef samtímis á að stuðla
að hagkvæmni í sjávarútvegi,
tryggja það að arðurinn af fisk-
stofnunum renni til þjóðarinnar í
heild og að aðrar útflutnings- og
samkeppnisgreinar fái þrifist við
hlið sjávarútvegsins.
Til að stuðla að hagkvæmni í
fiskveiðum er nauðsynlegt að
úthluta kvótum eða veiðileyfum
til langs tíma og helst þarf að
skera á öll tengsl á milli kvót-
aúthlutunar og eignar í fiski-
skipum. Með þessum hætti
myndi fiskiskipaflotinn stefna ört
á hagkvæmustu stærð, bæði
vegna þess að eign á skipsskrokk
er ekki lengur forsenda kvót-
aúthlutunar, og vegna þess að
langtímakvótar gera langtímask-
ipulagningu hjá útgerðum mögu-
lega.
Vandamálið við að úthluta
kvótum eða veiðileyfum af þessu
tagi ókeypis til útgerðarfyrir-
tækja felst einkum í tvennu. í
fyrsta lagi er verið að úthluta
sameiginlegum verðmætum
landsmanna til fárra útvalinna,
sem auðvitað felur í sér þjóðfé-
lagslegt óréttlæti. í öðru lagi get-
ur sá mikli hagnaður sem mynd-
ast í sjávarútvegi við þetta orðið
til mikils óhagræðis fyrir aðrar
útflutnings- og samkeppnisgrein-
ar. Vegna vægis sjávarútvegs í út-
flutningstekjum landsmanna er
óhjákvæmilegt að þessi hagnaður
leiði til hækkunar á raungengi
krónunnar, enda nánast forsenda
þess að allir landsmenn fái notið
hlutdeildar í ávinningnum, þ.e.
ef ekki er um að ræða auðlindask-
att eða sölu veiðileyfa í einhverju
formi. Eins og alkunna er hefur
gengi krónunnar ráðist mikið af
stöðu sjávarútvegsins, þannig að
bætt staða hans felur í sér að
raungengi krónunnar hækkar en
það hefur aftur í för með sér að
verðlag verður lægra en ella og
kaupmáttur launa hærri. Þessi
hækkun raungengis hefur hins
vegar í för með sér verulegar
þrengingar fyrir aðrar
útflutnings- og samkeppnisgrein-
ar og kæfa í fæðingu þá vaxtar-
brodda sem þar kunna að
leynast. Besta leiðin til að leysa
bæði þessi vandamál er að selja
eða leigja útgerðinni kvótana. Þá
yrði tryggt að allir landsmenn
nytu hlutdeildar í arðinum af
fiskistofnunum án þess að óþarfa
byrðar væru lagðar á aðrar
atvinnugreinar í formi hás raun-
gengis krónunnar. Ég tel að fyrir-
komulag af þessu tagi geti sam-
rýmst einhvers konar byggða-
kvóta, t.d. þannig að hluti veiði-
leyfaleigunnar sé á vegum byggð-
arlaganna og að þau fái þannig
leigugjaldið til sín.
Er nauðsynlegt að lækka
raungengi krónunnar og þar
með kaupmátt launa samfara
sölu eða Ieigu veiðiheimilda til
útgerðar?
Ég tel alls ekki gefið að svo sé.
Því hefur verið haldið fram að
sjávarútvegurinn hafi í raun bor-
ið auðlindaskatt í formi hás
gengis krónunnar. Málið er hins
vegar ekki svona einfalt að mínu
mati. Það er að nokkru leyti rétt
að arðurinn af fiskstofnunum
hefur dreifst til landsmanna í
gegnum gengisskráninguna, þ.e.
með því að gengið er hærra en
ella, verðlag lægra og kaupmátt-
ur hærri. Það er kannski eins
gott, því á meðan sjávarútvegur-
inn bjó ekki við kvótakerfi og
fjárfesting í greininni var frjáls,
er hætt við að sjávarútvegurinn
hefði fjárfest allan ávinning í
burtu. „Skattlagning", sem tekur
á sig form hágengis kemur þó al-
menningi til góða. „Skattlagn-
ing“, sem tekur á sig form offjár-
festingar í fiskiskipum kemur
xhins vegar engum til góða. Hún
er hrein sóun. En það er einmitt
það sem hefur að nokkru leyti átt
sér stað.
Það er því að mínu mati vel
hugsanlegl að hægt sé að koma
við sölu eða leigu veiðileyfa, án
þess að henni þurfi að fylgja
lækkun raungengis krónunnar og
kaupmáttar almennings, sérstak-
lega ef henni er komið á í áföng-
um. í því tilfelli myndi það hald-
ast í hendur að sjávarútvegurinn
verður smám saman hagkvæmari
og full sala eða leiga á veiði-
leyfum kemst á. Því á greinin að
þola það án þess að endilega
komi til lækkunar á raungengi
krónunnar. Enda er það erfið
byrjun á framkvæmd hugmyndar
sem á að lokum að stuðla að hærri
þjóðartekjum og þar með að
hærri raunlaunum og betri lífs-
kjörum, að þurfa að skerða þau
sömu lífskjör. Hætt er við að
framkvæmdin yrði þá andvana
fædd.
Endanlegt svar við spurning-
unni veltur auðvitað á því hvert
raungengið er þegar breytingin er
framkvæmd. Miðað við raun-
gengið eins og það er nú, en það
hefur fallið mikið að undanförnu
og er nú fyrir neðan sögulegt
meðaltal, tel ég ekki ástæðu til að
gera því skóna að til lækkunar
raungengis þurfi að koma.
/
Föstudagur 12. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13