Þjóðviljinn - 12.01.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.01.1990, Blaðsíða 6
Viðskiptamartröð á Krókhálsi Stöð 2 með öfugan höfuðstól á bilinufrá hálfum til eins miljarðs króna. Litlarsem engar tryggingarfyrir 400 miljón krónalánihjá Verslunarbankanum. Launþríeykisins sem átti stöðina um 700 þúsund á mánuði Ævintýrið á Krókhálsi hefur nú breyst í enn eina íslenska viðskiptamartröð sem menn líkja jafnvel við Hafskipsstrandið á sínum tíma. I Ijós hefur komið að Stöð 2 hefur frá byrjun verið rek- in á lánum sem hafa hlaðið utan á sig en eignir á bakvið eru litlar sem engar. Það hefur komið fram að hlut- afé Stöðvar 2 var 5,5 miljónir króna. Samkvæmt heimildum Nýja Helgarblaðsins höfðu eigendurnir, þeir Jón Ottar Ragnarsson, Hans Kristján Árnason og Ólafur H. Jónsson, einungis greitt rúmar þrjár milj- ónir af þessum 5,5 miljónum króna. Þessir menn hafa nú skrif- að sig fyrir 150 miljón króna hlut- afjáraukningu, sem tryggð er í kaupum Reykjavíkurborgar á Vatnsendalandinu. Hinsvegar er nú Ijóst að framundan eru mikil málaferli vegna Vatnsendasöl- unnar þar sem systkini Magnúsar Hjaltested og stjúpmóðir hans gera tilkall til arfsins til jafns á við Magnús. Bent er á að þegar Magnús skrifaði undir kaupsamning við Reykjavík hafi hann brotið gegn ákvæðum erfð- askrárinnar. Það bendir því flest til þess að þremenningarnir Jón Óttar, Hans Kristján og Ólafur H. muni ekki geta staðið skil af 150 miljónunum fyrir 5. febrúar en þá rennur frestur þeirra út til að hafa gert upp við Eignarfélag Verslunarbankans. Öfugur höfuðstóll um miljarð Efnahagsreikningur Stöðvar 2 er í einu orði sagt hrikalegur. Samtals skuldar stöðin 1,3 milj- arða króna. Eign stöðvarinnar er metin á um 800 miljónir króna, en flestir viðmælendur blaðsins töldu það mat langt uppi í skýjun- um, jafn óraunhæft og flest ann- að við reksturinn. Höfuðstóll fyrirtækisins er því neikvæður um hálfan miljarð króna miðað við þetta mat. Skoðum hvað býr að baki þess- um 800 miljónum. Helmingurinn af því, eða 400 miljónir, mun vera svokallað dreifikerfi Stöðvar 2. Hvað felst í því? Annarsvegar eru það afruglararnir sem rúm 40 þúsund heimili í landinu hafa keypt. Telja verður útilokað að ef til gjaldþrots kæmi að gengið yrði að öllum þessum heimilum og afrugararnir teknir trausta- taki. Þá er mjög ólíklegt að hægt verði að stöðva aðra aðila til þess að nota þessa afruglara ef fram á sjónarsviðið kæmi ný sjónvarps- stöð sem sendi út læsta dagskrá. f raun og veru er mjög einfalt kerfi þarna á bakvið, sem menn með lágmarksþekkingu í rafeinda- tækni ráða við. Annar þáttur í dreifikerfinu er sjónvarpsleyfið, sem ráðherra veitir. Rúlli Stöðin missir hún leyfið og ráðherra hefur í valdi sér hverjum það verði veitt. Leyfið er því í raun einskis virði. Hvers virði er þá dreifikerið? Samkvæmt þessu er það einskis virði. En lítum þá á í hverju sú 400 miljón króna eign sem eftir stendur feist. Annarsvegar er þar um að ræða sýningarrétt sem Stöðin hefur tryggt sér og hins- vegar útistandandi skuldir, eink- um í formi tekna af auglýsingum. Samkvæmt heimildum Nýja Helgarblaðsins er stærsti hluti þess efnis sem Stöðin hefur keypt myndir sem þegar hafa verið sýndar tvisvar. Talað er um að sýningarrétturinn á þeim sé met- inn á 150-160 miljónir króna. Telja verður ólíklegt að neinn hafi áhuga á að kaupa sýningar- rétt á myndum sem þegar hafa verið sýndar í tvígang á Stöð 2. Fari stöðin á hausinn eru þessar 150 miljónir glatað fé. Hvað stendur þá eftir? Það eru útistandandi skuldir og sýning- arréttur á áður óbirtu efni, en samkvæmt heimildum blaðsins er það mjög lítið. Samtals er hér um að ræða 250 miljónir krónur eignamegin í bókhaldinu og öfug- ur höfuðstóll hljóðar þá upp á rúman miljarð. Litlar sem engar tryggingar Skoðum nú aðeins skuldir Stöðvar 2. Samtals nema þær 1,3 miljarði króna, þar af nam skuldin við Verslunarbankann 400 miljónum. Þar af eru 225 miljónir króna algerlega óverð- tryggðar en 175 miljónir með óskilgreindri tryggingu í eignum þremenninganna. Hluti af því er tryggt í sumarbústaðalandi sem Jón Óttar erfði ásamt móður sinni og systkinum í Soginu. Restin hlýtur svo að vera tryggð í öðrum eignum þremenninganna og telja viðmælendur blaðsins af og frá að þeir eigi eignir sem standi undir þessum tryggingum. Auk þessarar 400 miljón króna skuldar við Verslunarbankann skuldaði Stöðin 900 miljónir ann- arsstaðar. Þær skuldir eru ekki bundnar í tækjakosti stöðvarinn- ar því hann er allur á kaupleigu og reiknast því ekki með í efna- hagsreikningum. Ekki er hann í húseignum því stöðin er í leigu- húsnæði. Það er því eðlilegt að menn spyrji sig hvar þessar skuldir liggi. Ekki er hægt að benda á neinn einn stóran aðila því skuldaslóð- inn virðist liggja út um allt innan- lands og utan. Ekkert aðhald virðist hafa verið í fjármálum stöðvarinnar þar til fyrir rúmu ári að Verslunarbankinn sá að allt stefndi í óefni og skipaði Jón Sig- urðsson, fyrrum framkvæmda- stjóra Miklagarðs, fjármálastjóra fyrirtækisins. Eitt fyrsta verk Jóns mun hafa verið að taka fyrir plastkortaviðskipti starfsmanna, en háir reikningar munu hafa safnast fyrir á þeim, sem enginn hirti um að greiða. Völd Jóns náðu þó ekki yfir þríeykið sem átti stöðina. Himinhrópandi laun Miklar tröllasögur hafa gengið af launum starfsmanna, einkum þó þremenninganna. Eitt er ljóst að þau hafa ekki verið skorin við nögl, því samkvæmt heimildum blaðsins var ákveðið að lækka laun þeirra verulega með samkomulaginu sem gert við Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans nú um áramót. Það sam- komulag gerir ráð fyrir að þeir hafi 300 þúsund krónur á mánuði hver, þannig að laun þeirra á meðan þeir gátu skammtað sér þau sjálfir hafa verið langt fyrir ofan allt sem eðlilegt getur talist, einkum sé það haft í huga að ver- ið var að byggja fyrirtækið upp úr engu. Blaðið telur sig hafa all traustar heimildir fyrir því að hver þeirra hafi haft laun á bilinu 700-800 þúsund krónur á mán- uði, séu öll fríðindi reiknuð með. Þá er ljóst að ýmsir aðrir starfs- menn hafa verið með mun hærri laun en gengur og gerist á hinum almenna vinnumarkaði, allavega hefur stöðin getað keypt starfs- menn af öðrum fjölmiðlum, bæði frá Sjónvarpinu og af blöðunum. Nú hefur verið tekið fyrir það og allar nýráðningar stöðvaðar. Þannig er Þórir Guðmunds- son, sern hefur verið yfir er- lendum fréttum á stöðinni, á leiðinni út. Hann mun ætla sér í heimsreisu og vinna efni sjálf- stætt í leiðinni. Enginn nýr maður verður ráðinn í stað Þóris, heldur verða tilfærslur innan frétta- deildarinnar og maður úr inn- lendu fréttunum sest í stól Þóris. Lánstraust fyrirtækisins er þorrið. Þannig veit blaðið fyrir víst að starfsmenn stöðvarinnar þurfa að staðgreiða fargjöld hjá Flugleiðum. Það þýðir ekkert fyrir þá að mæta með beiðni frá fyrirtækinu og sömu sögu er að segja um flest öll viðskipti fyrir- tækisins. Myndverið mjólkað íslenska myndverið hefur framleitt mest allt innlent sýn- ingarefni fyrir Stöð 2. Það má segja að þessi tvö fyrirtæki séu í raun eitt og sama kompaníið þó þau séu sjálfstæð hlutafélög, enda verða þau sameinuð nú þeg- ar nýju eigendurnir taka við stjórn fyrirtækjanna. íslenska myndverið hefur heldur ekki farið varhluta af tap- rekstri og nemur tap þess á síð- asta ári 60 miljónum króna sam- kvæmt Morgunblaðinu í gær. Samkvæmt heimildum Nýja Helgarblaðsins er tapið þannig tilkomið að myndverið hefur orð- ið að selja framleiðslu sína til Stöðvar 2 langt undir kostnaðar- verði, til þess að reikningar stöðvarinnar litu ögn skár út. Auglýsinga- viðskiptin Enn einn anginn af þessu öllu saman eru auglýsingaviðskipti stöðvarinnar. Segja heimildar- menn að enginn hafi yfirsýn yfir hversu mikið stöðin á eftir að sýna af auglýsingum upp í úttekt- ir starfsmanna, en það mun hafa tíðkast í stórum stíl að starfsmenn tækju út vörur í fyrirtækjum, allt frá smáhlutum upp í bifreiðar, og greitt fyrir það með loforði um auglýsingatíma, yfirleitt langt undir gangverði auglýsinga. Þannig mun einn starfsmaður hafa verið rekinn nýlega fyrir að taka út bifreið út á slík loforð. Óræð framtíð Þó nú virðist logn eftir fyrstu hryðjuna er málinu langt því frá lokið og framtíð Stöðvar 2 enn jafn óviss og fyrir áramót, þrátt fyrir að nýir eigendur hafi komið inn með hlutafé. Dæmið er ein- faldlega alltof erfitt til þess að 400 miljón króna hlutafjáraukning ein bjargi fyrirtækinu. Þar þarf meira að koma til. Og nú hefur komið í ljós að RÚV íhugar aðra sjónvarpsrás og hvernig fer þá fyrir Stöð 2? Stenst hún slíka samkeppni? Og stenst hún sam- keppni helgarsjónvarps ef Sýn fer í loftið? Áskrift að Stöð 2 er nú rúmar tvö þúsund krónur á mán- uði og það munar um minna í heimilisbókhaldi íslenskrar al- þýðu, einkum ef aðhaldsaðgerðir verða til þess að dagskrá stöðvar- innar þynnist enn meira út. _Sáf 6 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.