Þjóðviljinn - 12.01.1990, Blaðsíða 14
Mér finnst gaman
að spila
í hliómsveit
Anna Guðný Guðmundsdóttir: Mér finnst aðrir hljóð-
færaleikarar öf undsverðir að geta lagt fyrir sig hljóm-
sveitarleik
í þann mund sem ofsaveörið yfirgaf Suðurland og lagði
leið sína norður yfir hálendið á þriðjudaginn var hófust
einstakir tónleikar í Langholtskirkju í Reykjavík. Þarfluttu
þau Paul Zukofsky fiðluleikari og Anna Guðný Guðmunds-
dóttir píanóleikari verkið „For John Cage“ eftir Morton
Feldman, 75 mínútna epos á lágu nótunum þar sem píanó
og fiðla hvísluðust á og áheyrendur sátu með eyrun sperrt
til að missa ekki af einu andartaki í þessum Ijúfa og sér-
stæða tónlistarf lutningi.
Annars má víst ekki fara of mörgum orðum um hvað
þessir tónleikar voru góðir til að „spæla“ ekki þá sem
gjarnan hefðu viljað vera þarna. Það á víst ekki að hamra á
því við fólk að það hafi látið merkilegan viðburð framhjá
sér fara og ekkert við því að gera, - því tónleikar lúta ekki
sömu lögmálum og leiksýningar að því leytinu til að upp-
ákoman verður ekki endurtekin þótt hún hafi verið marga
mánuði í undirbúningi. Svo við snúum okkur að píanistan-
um, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, sem undanfarin ár
hefur látið að sér kveða í reykvísku tónlistarlífi. Hún er
ættuð að austan.
- Ég ólst upp í Reykjavík,
segir hún. - Við fluttum í sama
hús og Stefán Edelstein bjó í, en
hann var þá að taka við Barnam-
úsíkskólanum af föður sínum.
Hann tók mig inn í skólann þótt
ég væri eiginlega of ung og byrj-
aði síðan að kenna mér á píanó
þegar ég var sex ára og kenndi
mér næstu fimm árin. Þá var
Barnamúsíkskólinn á efstu hæð
Iðnskólans og margar tröppur
upp fyrir litla manneskju.
Eg held að það hafi verið mikið
happ fyrir mig að fá að læra hjá
Stefáni. Hann hafði gott lag á að
kenna og mér fannst mjög gaman
alveg frá upphafi. En ég hef
reyndar alla tíð verið mjög hepp-
in með kennara. Ég fór ellefu ára
í Tónlistarskólann í Reykjavík og
lærði hjá Hermínu Kristjánsson
næstu fimm árin. Það var mjög
góður tími, við náðum vel saman
við Hermína. Þetta er viðkvæmur
aldur og margir hætta í tónlistar-
námi einmitt þá. Á menntaskóla-
árunum kom aftur meiri lausung í
mig, ég tók þátt í Ieiklistarstarf-
semi í skólanum, - var á kafi í
hinu og þessu. En eftir að ég
hafði verið hjá Hermínu lærði ég í
ár hjá Jóni Nordal og síðan hjá
Margréti Eiríksdóttur, en það var
hún sem útskrifaði mig.
Ég byrjaði í kennaradeild Tón-
listarskólans um haust, en fann
að hún átti ekki við mig og tók því
snögga ákvörðun um áramót í
samráði við Jón og Margréti. Mig
langaði til að klára skólann og
fara út, svo frá þessum áramótum
fór ég að stefna að burtfararprófi,
sem ég lauk vorið 1979.
Það var ekkert sjálfsagt mál að
ég yrði píanóleikari þrátt fyrir
þetta próf. Ég hafði lítið sjálfsálit
og taldi mig ekki hæfa til að verða
einleikari, - eða langaði ekki til
þess. Það var margt að veltast í
mér, ég var svona hæfilega rugluð
eins og fólk getur verið á þessum
árum. Það eina sem ég vissi var
að ég vildi út.
Ég komst inn í Guildhall Scho-
ol of Music í London og hélt
fyrsta árið þar áfram á svipuðum
nótum og hjá Margréti. Ég var í
tímum hjá yfirmanni píanó-
deildarinnar við skólann og spil-
aði örlitla kammermúsík, en því
hafði ég gert mikið af í skólanum
hér, hafði góða æfingu og var
fljót að lesa af blaði. Mér fannst
ég samt vera orðin mjög einangr-
uð með þessa spilatíma mína og
gera allt of lítið af að spila með
öðrum.
Fann loksins eitt-
hvað sem ég
hafði virkilega
áhuga á að gera
- Um vorið tók ég því inn-
tökupróf inn í Post Graduate
deild skólans, en það er nám-
skeið hugsað sem eins árs nám
þegar fólk hefur lokið sínu grunn-
námi og er sérhæfing í að leika
með söngvurum og öðrum hljóð-
færaleikurum. Skólinn er mjög
frægur fyrir söngdeildina, þar er
hægt að læra þýskan, franskan og
enskan ljóðasöng, auk þess sem
þar eru settar upp óperur og hægt
að fá þjálfun í að leika undir á
óperuæfingum.
Ég komst inn í deildina og held
að það hafi verið það besta, sem
ég gat gert. Ég hélt áfram spila-
tímunum hjá sama kennara og
árið áður en var auk þess í tímum
hjá yfirmanni Post Graduate
deildarinnar einu sinni í viku og
mætti þá annað hvort ein eða
með þeim sem ég var að vinna
með. Við vorum átta í deildinni
og vorum kynnt fyrir söng-
deildinni og þau gripu svo til okk-
ar hvar sem þau náðu í okkur.
Þetta var mjög skemmtilegur
tími. Þarna fann ég mig virkilega.
Ég fékk sjálfstraustið, - hafði
loksins fundið eitthvað sem mér
fannst virkilega skemmtilegt að
gera. Ég var þarna í tvö ár, því þó
þetta sé hugsað sem eins árs nám
er mjög velkomið að maður fái að
bæta ári við; það vantar alltaf pí-
anóleikara.
Skipulag deildarinnar er mjög
frjálst, við réðum sjálf hve mikið
við vildum vinna. Ég fékk mjög
mikla uppörvun frá kennara mín-
um, yfirmanni deildarinnar og
náði mér í alla þá reynslu sem ég
mögulega gat. Ég var á fullu við
að spila; æfa verk og koma fram,
fékk æfingu í að spila undir á óp-
eruæfingum og tók mikinn þátt í
Master class. Það eru opnir
tímar, sem eru eins og tónleikar
þar sem gagnrýnt er eftir hvert
atriði. Aðrir nemendur koma og
hlusta og svo gagnrýnir kennar-
inn miskunnarlaust. Þetta var
heilmikil æfing í að koma fram og
mjög örvandi.
Svo var komið að krossgötum.
Kennarinn minn sagði mér að
fara til íslands, hér væri örugg-
lega mikil þörf fyrir mig, en mig
langaði til að halda áfram á þess-
ari braut í svona eitt ár í viðbót.
Það er skóli í Kanada, sem er á
svipaðri línu, og hann sótti ég um
eftir að ég var aftur komin hingað
en fékk ekkert svar annað en það
að ég gæti ekki fengið svar við
umsókninni strax.
Eftir vetur á íslandi fór ég með
íslensku hljómsveitinni í tón-
leikaferð til Svíþjóðar, eftir það
fór ég í frí til Vínarborgar og
Þýskalands og var enn að búast
við að heyra frá skólanum. Þó
voru hlutirnir breyttir, væntan-
legur eiginmaður, Sigurður
Snorrason, sem var einleikari í
ferðinni kominn í spilið. Mér var
boðið á námskeið í Þýskalandi
svo ég varð eftir þegar hljóm-
sveitin fór heim og var svo enda-
laust í símanum allt sumarið, ým-
ist að tala við Sigurð eða
mömmu, til að vita hvort nokkuð
hefði heyrst frá skólanum.
Loks gafst ég upp á að bíða
eftir bréfinu og það hittist þannig
á að einmitt sama dag og ég talaði
við Sigurð, sagðist ætla að koma
heim og við ákváðum að fara að
búa saman hringdi mamma og
sagði mér að ég væri búin að fá
inni í skólanum og hefði fengið
styrk fyrir skólagjöldunum. En
það var þá orðið of seint, ég var
loksins búin að taka aðra ákvörð-
un. Það er stundum eins og hlut-
irnir séu fyrirfram ákveðnir. Ef
bréfið hefði komið fyrr...
Þetta var ansi örlagan'kt og
mikil breyting á mínu lífi, því eins
og ég var vön að segja fólki þá var
ég allt í einu farin að búa með
þremur mönnum, - ég eignaðist
tvo stjúpsyni. Ég fékk strax nóg
að gera, var frá upphafi viðloð-
andi íslensku hljómsveitina og
mitt starf fyrstu árin tengdist
henni og Guðmundi. Ég spilaði
með hljómsveitinni fullskipaðri,
auk þess sem ég lék kammertón-
list og einleik innan hennar
ramma.
Það var mjög dýrmæt reynsla
fyrir mig sem píanóleikara að fá
að spila sem ein af hljóm-
sveitinni. Það er mikill munur á
því að leika kammertónlist og
með söngvurum þar sem maður
hefur allar raddirnar fyrir framan
sig og því að vera hluti af hljóm-
sveitinni, vera bara með sína
eigin rödd og fylgja stjórnandan-
14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. janúar 1990