Þjóðviljinn - 12.01.1990, Blaðsíða 3
Sósíal-
rómantík og
nostalgía
Síldarárin á Siglufirði
í endurminningum
Sigurjóns Jóhanns-
sonar
Sigurjón Jóhannsson leik-
tjaidasmiður og listmálari
opnar sýningu í Listasafni ASÍ á
laugardag kl. 14. Þessi sýning er
nokkuð óvenjuleg miðað við fyrri
verk Sigurjóns, þar sem hún hef-
ur að geyma vatnslitamyndir er
lýsa mannlífi og umhverfi á Siglu-
firði á síldarárunum þegar Sigur-
jón var þar sem unglingspiltur.
Myndirnar eru um leið eins konar
sviðsetning minninganna þar sem
síldarplanið er leiksviðið.
Sigurjón var á sínum tíma
þekktur fyrir róttæk viðhorf til
myndlistar og má segja að hann
hafi kynnt popplistina fyrir ís-
lendingum. Hér eru þó engin
róttæk sjónarmið á ferðinni,
heldur öllu fremur' eins konar
myndskreytingar við endurminn-
inguna. Við spurðum Sigurjón
hverju það sætti, að hann málaði
nú með þessum hætti.
-Þetta er verkefni sem sótt hef-
ur á mig samfara endurminning-
unni, og ég hef unnið að þessu
með öðru undanfarin þrjú ár.
Þetta er eins og hvert annað verk-
efni sem maður tekur sér fyrir
hendur, og það er í engu sam-
hengi við mín fyrri myndlistar-
verk.
Er það tilviljun að það gerist á
sama tíma að Birgir Sigurðsson
skilar frá sér viðamiklu ritverki
um sfldarárin og þú heldur þessa
sýningu? Vissuð þið eitthvað af
hvor öðrum á meðan þið voruð
að vinna verkin?
-Nei, við vissum hvorugur af
hinum í þessu samhengi. En
kannski er þetta engin tilviljun.
Kannski er þetta einhver nostalg-
ía eða eftirsjá eftir liðnum tíma.
Eitthvað sem var og við erum
búin að missa. Annars lifum við á
undarlegum tímum. Menn segja
að allt sé leyfilegt. Nú eru þeir
farnir að mála popplist í Sovét-
ríkjunum. Og við getum líka kall-
að þessar myndir mínar eins kon-
ar sósíalrómantík. Þá höfum við
haft endaskipti á hlutunum.
Manstu eftir því þegar við hitt-
umst síðast. Þá komumst við að
þeirri niðurstöðu að myndlistin
ætti sér ekkert verðugt viðfangs-
efni lengur. Hún væri orðin eins
konar heimspeki um sig sjálfa.
Þessar myndir mínar eru ekki slík
heimspeki. Þær eru ekki merki-
legri en þær sýnast. En þær eru
tilkomnar af einhverri þörf.
Við þetta má bæta eftirfarandi
orðum Þorgeirs Þorgeirssonar úr
sýningarskrá:
- Hvers vegna er sæla okkar
svona dapurleg í aðra röndina?
- Það gerir uppruninn.
- Hvaðan er sælan ættuð?
- Úr Bernskulandinu.
Bernskulandið er þessi staður
sem þrá okkar allra stefnir til.
Sigurjón Jóhannsson á sýningu sinni í Listasafni ASÍ. Ljósm. Kristinn.
Samgöngur þangað eru meiren
stopular. Tilgangslaust að búa sig
neitt til farar. Þetta er staður sem
kemur til manns innanúr sálinni
þar sem græni liturinn er þögull
og hlédrægur, blái liturinn
ídreyminn, svarti liturinn
flosmjúkur og jafnvel guli litur-
inn hefur sig hægan. Einsog
minning um minningu eða hróp
vafið í þögn.
-ólg
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ
BORGAR
UTSALA
í FULLUM GANGI
Þetta eru helgarferðir til London, Luxemborgar, Glasgow,
Frankfurt og Stokkhólms. Brottfarir eru alla fimmtudaga,
föstudaga og laugardaga og verðið er aðeins krónur
Þetta er ekkert verð fyrir svona ferð.
Bókið snemma - takmarkaður sætafjöldi.
Fargjaldið gildir í brottfarir frá 1. jan. til 28. febr.
Ferðir á ofangreindu fargjaldi eru aðeins til sölu I janúarmánuði.
FLUGLEIÐIR
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3
AUK/SlA klf