Þjóðviljinn - 26.01.1990, Síða 3
ÞAU NOTA BOÐKERFI PÓSTS & SÍMA
Stefán Hörður Grímsson tekur við verðlaununum úr hendi forseta.
„Hjótum þess
morgunglöð... “
Stefán Hörður Grímsson hlaut
íslensku bókmenntaverðlaunin
Það var langt og hlýtt lófatak
sem fylgdi tilkynningu forseta Is-
Iands, Vigdísar Finnbogadóttur,
um að Stefán Hörður Grímsson
skáld hefði hlotið íslensku bók-
menntaverðlaunin sem forseti ís-
lands afhendir fyrir bók sína Yfir
heiðan morgun. Hún var ein tíu
tilnefndra bóka og mikil spenna
ríkti fram á síðustu stund um það
hver hlyti heiðurinn í þetta fyrsta
sinn sem verðlaunin eru veitt.
Athöfnin á Kjarvalsstöðum
var í mörgum liðum áður en kom
að stundinni sem allir höfðu beð-
ið eftir. Jón Karlsson formaður
Félags íslenskra bókaútgefenda
bauð gesti velkomna og sagðist
álíta að verðlaunin hefðu náð til-
gangi sínum, þau hefðu styrkt
stöðu bókmennta og eflt umræðu
um góðar bækur. Hamrahlíðar-
kórinn söng og svo afhenti Svavar
Gestsson menntamálaráðherra
fimmtán börnum og unglingum
viðurkenningar fyrir ljóð og laust
mál. Félag íslenskra bókaútgef-
enda og menntamálaráðuneytið
stóðu fyrir samkeppni meðal
grunnskólanema í tilefni mál-
ræktarátaks og bamabókaviku
og á siötta hundrað framlaga bár-
ust. Atta ungmenni hlutu verð-
laun fyrir ljóð, sex drengir og
tvær stúlkur, og sjö hlutu verð-
laun fyrir smásögur og ritgerðir,
fímm stúlkur og þrír drengir.
Þeir sem eru vel að sér í ljóðum
Stefáns Harðar þurftu ekki að
bíða lengur spenntir þegar Vigdís
forseti tók til máls, því hún byrj-
aði svona:
Smæðir og stœrðir ...
allt nœr harla skammt.
Vísast að hið sanna
reynist hvergi satt
og sönnun engin sönn
né nokkur merking,
en forsendur liðist
hægt í andstæð tákn.
Njótum þess morgunglöð
að villast rétta leið!
Nœsta fótmál skín í undrafirð.
Og enn kvað við hjartanlegt
lófatak þegar forsetinn kallaði
skáldið til sín.
Stefán Hörður Grímsson fædd-
ist 31. mars 1919. Fyrsta ljóða-
bókin hans, Glugginn snýr í
norður, vakti ekki mikla athygli
þegar hún kom út 1946, en frá og
með annarri bók sinni, Svartálfa-
dansi (1951) hefur hann talist til
bestu ljóðskálda á íslandi. Munu
þeir ófáir sem segja að hann sé
fremstur allra núlifandi skálda á
landinu.
Stefán Hörður var lengi til
sjós, bæði á fískiskipum og á er-
lendum flutningaskipum á stríðs-
árunum. Sjómennskunnar sér
víða stað í ljóðum hans. Hann
sýnir myndir úr sjávarþorpum og
segir í hálfkveðnum vísum frá lífí
farmannsins, ævintýralegu en
tættu, hins síbreytilega manns
sem verður að fara burt og er orð-
inn annar þegar hann snýr aftur.
Ljóð Stefáns eru heit af tilfinn-
ingu, hvort sem hann yrkir um ást
eða sorg eða fordæmir svik okkar
við jörðina sem við tókum að
erfðum. Hann yrkir um hið smáa
og stóra - eins og kemur fram í
ljóðinu hér að ofan vitum við
ekki svo gjörla hvort er hvað ...
Og margar myndir hans eru
óviðjafnanlegar - eins og þessi í
litla ljóðinu Tvenn gluggatjöld í
verðlaunabókinni:
Um leið og stúlkan hengdi
blúndugluggatjöldin sín
fyrir sinn eina glugga,
hengdi tunglið þau
á vegginn andspænis.
Eins og gefur að skilja,
skein tungl þá glatt.
Ó, æska -
SA
Ungu verðlaunahafamir og menntamálaráðherra.
M cr lího
ott samband
milli þcirro
þcgor þou
cru chki soman
Oft er bagalegt að geta ekki náð sambandi við fólk sem þarf að vera
mikið á ferðinni innan húss og úti við. Nú er sá vandi úr sögunni. Boðkerfi
Pósts & síma gerir fólki kleift að senda boð frá venjulegum síma til léttra
boðtækja sem viðtakandi hefur í vasa sínum. Hann er í kallfæri hvar sem
hann er.
\ I / Boðtæki taka ýmist við tónboðum eða talnaboðum.
Tækið sem Halldór smiður hefur í vasanum gefur frá sér
fjögur mismunandi tónmerki. Hann og Anna kona hans
• I ' hafa komið sér saman um að ákvæðið tónmerki tákni
að Halldór eigi að hringja heim. Anna hringir einfaldlega
í svæðisnúmer boðkerfisins og fimm stafa boðkallsnúmer
og velur í framhaldi af því þá tölu sem kallar fram það hljóðmerki sem þau
hafa valið í þessu skyni.
BODKERFI
PÓSTSOGSÍMA
Fyrirtæki geta komist hjá kostnaðarsamri farsímavæðingu með því áð
nota boðkerfið. Það getur líka virkað sem fullkominn símsvari og hægt er
að senda boð til allt að 10 boðtækja í einu. Boðkerfið er einnig til mikilla
þæginda fyrir einstaklinga og eykur öryggi þeirra í fjölmörgum tilvikum.
Merkjasendingar þess ná urn allt Stór-Reykjavíkursvæðið og sendar hafa
verið settir upp á Akureyri, Selfossi, Akranesi og Keflavík.
Stofngjald fyrir boðþjónustu miðað við tónboðtæki er kr. 5000.- og
ársfjórðungsgjald kr. 800.-. Stofngjald fyrir þjónustu talnaboðtækja er
kr. 6000.- og ársfjórðungsgjald er kr. 1000.-. Á verðið leggst 24,5%
POSTUR OG SIMI
Við spörutn þér sporin
Boðtæki eru seld í öllum söludeildum
Pósts & síma og hjá nokkrum öðrum
innflytjendum notendabúnaðar.
Eru þau einnig nefnd símboðar.
Fáðu frekari upplýsingar um
boðkerfið hjá söludeildum
Pósts & síma Ármúla 27
(fyrirtækjaþjónusta), sími 680580,
Kirkjustræti, sími 26165 og
Kringlunni, sími 689199 og á
Póst- og símstöðvum þar sem
sendar hafa verið
settir upp.
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3