Þjóðviljinn - 26.01.1990, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Qupperneq 5
• • IOSITDAÍ, SIKIVIIR Aldraðir Stefnuleysi húsnæðismála Efla þarf sérstaklega valkosti aldraðra íhúsnæðismálum. 5þúsund manns búa við óviðunandi aðstœður en hinireiga eignir fyrir 100 miljarða. Jóhanna Sigurðardóttir: Draga úr þörfá stofnanarými þegar aldraðir verða sífellt stœrri hluti þjóðarinnar Fræðslu og upplýsingastarf- semi um valkosti eldra fólks í húsnæðismálum er mjög óbóta- vant og stórauka þarf möguleika aldraðra á að velja sér húsnæði við sitt hæfi. I mörgum tilfellum hefur verið staðið illa að undir- búningi framkvæmda, byggt of dýrt húsnæði, öryggis- og þjón- ustumál óljós, eignafyrirkomulag vandasamt og fjárhagsgrund- völlur í molum. Þetta eru dökku hliðarnar á skýrslu nefndar sem félagsmála- ráðherra skipaði árið 1988 til að gera úttekt á húsnæðismálum aldraðra. Nefndin var þó sam- mála um að stórstígar framfarir hafi orðið í húsnæðismálum aldr- aðra á síðastliðnum árum og bent er á sérstakan lánaflokk til að auðvelda fóiki yfir sextugu að komast í þjónustuíbúðir, kaup- leigukerfið, húsbréf ofl. I ljós kemur að mikill meiri- hluti fólks yfir 65 ára, eða 78%, býr í skuldlausu eða skuldlitlu eigin húsnæði. Rösklega fimm þúsund manns á þessum aldri á ekki fasteign og búa margir úr þeim hópi við mjög slæmar að- stæður, td. án eldunaraðstöðu, baðs og sturtu, eða þurfa að deila þessari aðstöðu með öðrum. Heildareignir fólks á þessum aldri nema um 100 miljörðum króna og má ætla að á næstu 20- 25 árum muni þeir sem nú eru á aldrinum 40-60 ára erfa þá upp- hæð. Um 23 þúsund íbúðir munu erfast og er nauðsynlegt að taka mið af því við stefnumótun hús- næðismála. Nefndin leggur ma. fram þær tillögur að auka fræðslu og ráð- gjöf um valkosti eldri borgara, gera þurfi könnun á reynslu af eignarformi í íbúðum í sambygg- ingum aldraðra og auka þurfi að- gang þeirra að heimaþjónustu, dagvistun eða dægradvöl til að skapa aukið öryggi og félagsleg tengsl. Lögð er áhersla á að að- gerðir í húsnæðismálum miðist ekki eingöngu við nýbyggingar og auðvelda þurfi fólki að laga eigið húsnæði að breyttum for- sendum á efri árum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir sérstaklega þurfa að efla lánaflokk Bygging- arsjóðs ríkisins sem ætlaður er fólki yfir sextugt. Þannig á fólk að geta komist í sérhannaðar þjón- ustuíbúðir án þess að selja eigin íbúð fyrr en flutt er með fimm ára skammtímaláni og einnig er möguleiki á langtímaláni til 40 ára. Einnig þarf að auka þátttöku banka í fjármögnun og telur nefndin að setja eigi lög eða regl- ur í því sambandi. í framhaldi af þessu hefur fé- lagsmálaráðherra ákveðið að gera 5 ára framkvæmdaáætlun sem stuðli að því að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimilum, í eldri íbúðum eða hagkvæmari. Þannig mun ríkisvaldið kort- leggja þörfina í öllum kjördæm- um, en skipulag og framkvæmd verður vitaskuld í höndum sveitarfélaganna. -þóm Jóhanna Sigurðardóttir kynnir niðurstöður netndar um húsnæðismál aldraðra. Mynd: Jim Smart. Dagvistarmál Osló jafnvel framar Reykjavík Oslófram tilþess talin bjóða lélegust úrræði allra höfuðborga íEvrópu ídagvistarmálum. Ástandið íReykjavík samt verra Það er almennt álit Norð- manna að ástand í dagvistarmál- um þar sé það versta í Evrópu og að ástandið í Osló sé lang verst í Noregi, enda íhaldsmenn verið við stjórnvölinn þar í langan tíma. Sá er þó munurinn á íhalds- mönnum í Osló og í Reykjavík að borgaryfirvöld þar stæra sig ekki af ástandinu. Þrátt fyrir allt er það þó skömminni skárra en í Reykjavík. Þjóðviljinn aflaði sér upplýs- inga hjá borgaryfirvöldum í Osló í gær og kom þá í ljós að 47% allra barna á aldrinum 0-6 ára dvelja á dagvistarstofnunum í Osló og lang flest þeirra eru í heilsdags- vistun. í Reykjavík eru hinsvegar innan við 14% bama í heilsdags- 47% 60% 14% Reykjavík Osló Stokkhólmur vistun á dagvistarstofnunum. Ef bætt er við hálfs dags vistun, þ.e.a.s. leikskólum, kemst hlut- fallið í 40%. Dagvistarpláss í Osló eru alls 15.803. Þar af er á vegum hins opinbera 9.983 og á vegum einka- aðila en með opinberum stuðn- ingi 3.949. Samtals eru því pláss á vegum hins opinbera og hálfopin- bera 13.932. Þar af eru heilsdagsplásssin 10.092, hitt em hálfs dags pláss. Það er svo til eingöngu fólk í forgangshópum sem fær inni með börn á dagheimilum hins opin- bera í Osló og það sama gildir um lang flest einkaheimilin sem njóta opinbers stuðnings. Fyrst t röðinni em fötluð böm, þá börn einstæðra foreldra, og þriðji hóp- urinn er mjög tekjulágar fjöl- skyldur. Þjóðviljinn spurði einnig um biðtíma á biðlistum í Osló en eng- ar reglur virðast um það og ekk- ert yfirlit til yfir lengd biðtímans. Yfirlýsing Davíðs Oddssonar um að Reykjavíkurborg standi fremst allra höfuðborga í Vestur- Evrópu um úrræði í dagvistar- málum verður því enn einkenni- legri í ljósi þess að úrræðin virð- ast ekki einusinni standast sam- anburð við þá höfuðborg sem fram til þess'a hefur verið talin bjóða hvað lélegust úrræði í þess- um málum. -Sáf Andri BA Þingmenn krefjast skýrslu Skúli Alexandersson, Guð- mundur Garðarsson og Matthías Bjarnason kröfðust þess við utan- dagskrárumræður á Alþingi í gær um málefni fiskiskipsins Andra BA að þingmönnum yrði gefin fullnægjandi skýrsla um alla þætti málsins. Leiðrétting í forsíðufrétt Þjóðviljans í gær um samkeppni Davíðs Odds- sonar og borgarstjórans í áramót- askaupinu, féll niður ein lína. Rétt er setningin svona: Og það sem meira er, að í Kaup- mannahöfn má skrá öll börn á biðlista en í Reykjavík má ekki skrá þau fyrr en þau eru orðin 18 mánaða í leikskóla og eingöngu börn úr forgangshópum komast á biðlista dagheimilanna. Sáf Skúli sagði í samtali við Þjóð- viljann að skýrslunnar hefði verið krafist m.a. vegna þess að svo virtist sem heimild til kaupa á skipinu í fyrra hefði verið troðið í gegnum Alþingi á röngum for- sendum. Veiðileyfi innan lög- sögu Bandaríkjanna virtist ekki vera til staðar, eins og sagt var þegar frumvarp um skipskaupin var lagt fram á þingi. Ennfremur sagði Skúli að ýms- ar spumingar vöknuðu þegar tog- ast væri á um jafn mikilsvert mál og veiðiheimildir. „Á hvaða grunni ætla íslendingar að semja? Ætla þeir að láta eitthvað á móti, eða lofa að gera eitthvað?“ sagði hann. Andri BA liggur enn við strendur Alaska á meðan beðið er eftir því hvort bandarísk stjórnvöld veiti skipinu þorsk- vinnslukvóta. Hátt settir emb- ættismenn úr íslenska stjórnkerf- inu hafa verið vestur í Washing- ton undanfamar vikur til að reyna að liðka fyrir, en sú við- leitni hefur ekki borið árangur fram að þessu. Embættismenn- irnir em væntanlegir heim um eða eftir helgina. í fréttatilkynningu frá upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna um afstöðu bandarísku ríkisstjómar- innar til þorskvinnslukvóta við strendur Álaska, kemur fram að engum útlendingum hafi verið veitt slík heimild á þessu ári. Þá sé útilokað að segja til um hvort útlendingum verði veitt slíkt leyfi síðar á árinu. Upplýsingaþjónustan bendir á að á þessu ári hafi verið veitt leyfi til að veiða 227 þúsund tonn af kyrrahafsþorski, en bandarísk fyrirtæki hefðu farið fram á heim- ildir fyrir 343 þúsund tonnum. Einnig kemur fram í fréttatil- kynningunni að búist sé við frek- ari viðræðum við íslensk stjórnvöld í náinni framtíð til að reyna að leysa málið. íslendingar fengu þorsk- vinnslukvóta við vesturströnd Bandaríkjanna 1988 og 1989 en nýttu sér þá ekki. Þorskvinnsluk- vótar íslendinga innan lögsögu Bandaríkjanna byggja á samn- ingi milli ríkjanna frá 1984. Þar segir m.a. að íslendingum sé veitt skilyrt leyfi til fiskveiða innan lögsögu Bandaríkjanna, í sam- vinnu við bandarísk fyrirtæki. Meginskilyrðið er það að íslend- ingar, svo og aðrir útlendingar, fái aðeins að veiða þann fisk sem bandarísk skip veiði ekki og sem sé ætlaður útlendingum í sam- ræmi við bandarísk lög. -gb Föstudagur 26. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 Framboð í Reykjavík Framsóknar- menn í við- ræður á ný Stiórn Framsóknarfélag Reykjavíkur samþykkti í gær ao ganga að nýju til viðræðna við minnihlutaflokkana í borgar- stjórn Reykjavíkur um sameigin- legt framboð, en „alger forsenda fyrir slíku samstarfi sé þátttaka allra núverandi minnihluta- flokka, þám. Kvennalistans.“ Tiiefnið er fundarsamþykkt ABR og bréf frá stjórn Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík um að reyna til þrautar um framboðið. Framsóknarmenn leggja áherslu á að auk málefnasamnings verði tryggð eðlileg hlutdeild flokk- anna á sameiginlegum framboðs- lista og að samkomulag sé um borgarstjóraefni. Þeir setja frest til 15. febrúar um ákvörðun í mál- tnu. OHT

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.