Þjóðviljinn - 26.01.1990, Page 6
Asíukommúnistar streitast við
Aldnir leiðtogar kommúnistaríkja íAsíu haldafast við
sitt þrátt fyrir breytingarnar í Austur-Evrópu
Endalok valdaeinokunar
kommúnista í Austur-Evrópu og
lýðræðisumbætur í Sovétríkjun-
um hafa lítil áhrif haft í Asíu enn
sem komið er. Höfuðvígi komm-
únismans í Asíu, Kína, Norður-
Kórea og Víetnam halda sínu
striki og leiðtogar þeirra hafa
hert hugmyndafræðilegan
áróður fyrir áframhaldandi forr-
æði kommúnisma í ríkjum sín-
Þótt herlögum væri aflétt í Pek-
ing hafa kínverskir leiðtogar
haldið áfram að hvetja her og lög-
reglu til að vera á varðbergi
gagnvart gagnbyltingaröflunum.
Víetnömsk stjórnvöld hafa
hætt að senda nemendur til náms
í þjóðfélagsvísindum og skólum
verkalýðshreyfingarinnar í
Austur-Evrópu af ótta við að þeir
verði fyrir áhrifum af umbóta-
hreyfingunni þar. Og Norður-
Kóreumenn hafa sýnt sam-
skiptum við Kínverja mun meiri
rækt en áður.
Leiðtogar þessara þriggja ríkja
þvertaka fyrir þann möguleika að
atburðirnir í Austur-Evrópu
gætu endurtekið sig í Asíu.
Mongólska hættan
Fréttir síðustu daga frá Mong-
ólska alþýðulýðveldinu sýna
samt að asíukommúnistar eru
ekki ónæmir fyrir þeim frelsis-
vindum sem nú blása um komm-
únistaheiminn. Embættismenn í
Mongólíu hafa tekið vel í kröfur
stjórnarandstæðinga um fjöl-
flokkakerfi og lofað frjálsum
kosningum.
Náið samband mongólskra
kommúnista við Sovétríkin á
vafalaust þátt í því að breyting-
arnar í Austur-Evrópu hafa meiri
áhrif í Mongólíu en annars staðar
í Asíu. En sögulega og menning-
arlega standa Mongólar mun nær
Kínverjum en Sovétmönnum.
Mongólía hefur öldum saman
verið hluti af Kínaveldi og mun
fleiri Mongólar búa innan landa-
mæra Kína en í Mongólska alþýð-
ulýðveldinu. Breytingar í frjáls-
ræðisátt í Mongólíu geta hæglega
valdið ólgu meðal þeirra þriggja
miljóna Mongóla sem eiga heima
í Kína.
Jafnvel þótt fréttir af umbótun-
um í Austur-Evrópu séu af
skomum skammti í opinberum
fjölmiðlum í kommúnistaríkjum
Asíu fylgjast forystumenn þeirra
náið með þeim.
MartröA
á ári snáksins
í augum harðlínukommúnista í
Asíu var ár snáksins, sem lýkur í
dag samkvæmt kínverska tungl-
almanakinu, ár voveiflegra at-
burða í Evrópu. Þeir hafa einsett
sér að tryggja að ár hestsins, sem
hefst á miðnætti í kvöld, hlaupi
ekki af stað með ámóta atburðum
í Asíu.
Friðsamleg mótmæli stúdenta
og annarra stjórnarandstæðinga í
Peking snerust upp í martröð í
fyrrasumar þegar hermenn skutu
á óvopnaðan almenning.
Leiðtogar kínverskra kom-
múnista sýndu þá á áþreifanlegan
hátt að þeir vildu í engu slaka á
alræðisvaldi kommúnistaflokks-
ins í stjórnkerfi landsins þrátt
fyrir umbætur í efnahagsmálum.
Peir skirrðust ekki við að beita
hervaldi gegn óvopnuðum
mótmælendum til að tryggja
áframhaldandi völd sín.
Víetnamskir kommúnistar
hafa líka mikla vantrú á ágæti
AÐ UTAN
Götumarkaður í Kína. Einkaframtakið hefur ekki verið gert útlægt þótt hægt hafi verið á umbótum.
breytinganna í Austur-Evrópu.
Þeir sýna sömu tregðuna til að
deila völdum með öðrum og kín-
versku flokksleiðtogarnir. Þrátt
fyrir náin tengsl við Sovétríkin,
sem hafa veitt Víetnömum mikla
efnahagsaðstoð, telja forystu-
menn Víetnama sig ekki skuld-
bundna til að fylgja fordæmi fylg-
iríkja Sovétríkjanna í Austur-
Evrópu.
Sættir Kínverja
og Víetnama
Á undanförnum mánuðum
hafa samskipti Kínverja og Víet-
nama batnað mjög. Friður ríkir á
landamærum þeirra þar sem stutt
er síðan þeir skiptust daglega á
skotum. Jarðsprengjur hafa verið
fjarlægðar, íbúar landamærahér-
aðanna ferðast óhindraðir yfir
landamærin og stunda blómleg
viðskipti sín í milli.
Fyrir nýjárshátíðina skiptust
Kínverjar og Víetnamar á stríðs-
föngum og leiðtogar þeirra eru
farnir að rifja upp langa sögu
vinsamlegra samskipta þótt þeir
lýsi ekki beinlínis yfir gagn-
kvæmri vináttu enn sem komið
er.
Batnandi samskipti Kínverja
og Víetnama má hugsanlega
rekja til þess að breytingarnar í
Austur-Evrópu hafi vakið leið-
toga þeirra til meðvitundar um að
þeir eiga ýmislegt sameiginlegt.
Það kunna að vera góð tíðindi
fyrir Kambódíumenn þar sem
bætt samskipti Kínverja og Víet-
nama geta auðveldað lausn
innanlandsstríðsins í Kambódíu.
Noröur-Kóreumenn
halda sínu striki
Norður-kóreskir kommúnistar
hafa alltaf verið tortryggnir
gagnvart öllum frávikum frá mið-
stýrðu stjórn- og hagkerfi. Þeir
voru frá upphafi efins um ágæti
umbótastefnu Gorbatsjofs í So-
vétríkjunum og slökun á alræði
kommúnistaflokksins.
Kim Ilsung æðsti leiðtogi
Norður-Kóreumanna hefur alltaf
barið alla andstöðu niður með
harðri hendi. Hvergi í kommún-
istaheiminum er alræði flokksins
og foringja hans jafnalgjört og í
Norður-Kóreu.
Stjórnvöld í Norður-Kóreu
voru því að vonum ánægðir með
hörð viðbrögð kínverskra
stjórnvalda við lýðræðiskröfum í
fyrrasumar og hafa á undanförn-
um mánuðum sýnt Kínverjum
mikla vináttu.
Norður-Kóreumenn höfðu um
tíma miklar áhyggjur af þróun-
inni í Kína, sérstaklega auknum
samskiptum Kínverja við Suður-
Kóreu. En harðlínumenn í kín-
versku stjórninni hafa nú
fullvissað þá um að þeir þurfi
ekki að óttast að missa vináttu
Kínverja.
Bændabyltingar
Kínverskir og víetnamskir
kommúnistar eiga það sameigin-
legt að þeir brutust til valda eftir
langvarandi skæruhernað. Það
sama má í rauninni segja um kór-
esku kommúnistana þótt bylting
þeirra hafi eiginlega verið angi af
kínversku byltingunni og frelsis-
her Kim Ilsungs væri deild í Frels-
isher kínverskra kommúnista.
Kommúnistabyltingarnar í
Asíu voru fjöldahreyfingar sem
miljónir manna tóku þátt í. Þrátt
fyrir marxískan orðavaðal
byggðu kommúnistar þar fyrst og
fremst á stuðningi bænda og bylt-
ing þeirra var bændabylting.
Rætur kommúnistaflokksins eru í
sveitunum og hann verður ekki
hrakinn frá völdum svo auðveld-
lega jafnvel þótt menntamenn í
borgunum snúist gegn honum og
krefjist lýðræðis.
Á hinn bóginn hafa stöðugt
meiri völd færst yfir til borganna
samhliða aukinni iðnvæðingu.
Kínverskir, kóreskir og víet-
namskir kommúnistar hafa líka
byggt upp viðamikið stjórnkerfi í
borgunum sem nær til alls lands-
ins. Embættismenn ríkisins eru
flestir menntamenn og jafnvel
gamlir skæruliðaforingjar teljast
vart sveitamenn lengur eftir ára-
tuga búsetu í borgum.
Stuðningur bænda nægir þess
vegna ekki einn sér til að tryggja
áframhaldandi völd kommúnista
ef borgarbúar rísa upp gegn
þeim.
Aukin áhrif hersins
Kommúnistar geta neyðst til
að styðjast æ meir við herinn til
að halda völdum eins og valda-
stéttin í mörgum Suður-
Ameríkuríkjum. Beiting her-
valds gegn stjórnarandstæðing-
um í Peking í sumar kann að vera
upphafið að slíku herræði í Kína.
RAGNAR
BALDURSSON
Kim II Sung með syni sínum og arf-
taka Kim Jong II. Kommúnistar hafa
hvergi gengið lengra í persónudýrkun
en í Norður-Kóreu.
Myndatexti:
Mörkin á milli flokks og hers
hafa reyndar alltaf verið frekar
óljós hvort heldur það er í Kfna,
Víetnam eða Norður-Kóreu.
Leiðtogar kommúnista eru flestir
fyrrverandi skæruliðaforingjar,
og háttsettir flokksleiðtogar eru
oft jafnframt foringjar í hernum.
Kínverjar hafa slæma reynslu
af herforingjastjórnum. Á fyrri-
hluta þessarar aldar skiptist Kína
upp í svæði undir stjórn herfursta
sem höfðu eigin einkaheri og
börðust stöðugt innbyrði um
völdin.
Jafnvel þótt kínverski herinn
eigi að heita sameinaður undir
einni stjórn er staðreyndin sú að
sum herfylki eru fyrst og fremst
trú sínum eigin foringja og
myndu jafnvel snúast gegn
stjórninni í Peking ef hann
skipaði svo fyrir.
Hvað sem annars kann að ger-
ast er það einlæg ósk Kínverja að
slíkt ástand endurtaki sig ekki.
Kommúnískt
keisaraveldi
Ýmsir hafa bent á að valda-
kerfi kommúnista svipar að
mörgu leyti til hefðbundins
þjóðfélagskerfis í Kína og nág-
rannaríkjum þess. Þetta kann að
hafa auðveldað valdatöku kom-
múnista í þessum ríkjum. Emb-
ættismannakerfi kommúnista
kom í stað embættismannakerfis
keisaraveldisins.
Bæði kínverskir og kóreskir
kommúnistar hafa líka ýtt undir
gegndarlausa persónudýrkun
þannig að flokksleiðtoginn hefur
verið dýrkaður eins og keisari.
Það hefur reynst mjög árang-
ursrík stjórnaraðferð þar sem
þeir hafa höfðað til æfafornrar
hefðar.
Keisaraskipulagið var mjög
stöðugt og breyttist lítið í tvö þús-
und ár. Margir líta á leiðtogahóp
kommúnista í þessum löndum
sem nýja keisaraætt. Norður-
kóreskir kommúnistar ganga
meira að segja svo langt að þeir
ætla að láta leiðtogaembættið
ganga í erfðir frá Kim 11 Sung til
sonar hans Kim Jong 11.
Ef til vill gerir þetta stöðu
kommúnistastjórnanna í Asíu
sterkari en í Áustur-Evrópu. En
það má ekki gleyma að höfuðá-
stæðan fyrir því að keisaraveldið
féll og Kórea og Víetnam urðu
nýlendur var sú að gamla þjóðfé-
lagið var ekki í stakk búið að fást
við vandamál nýrra tíma.
Óuppfyllt loforö
Þrátt fyrir þann mun sem er á
kommúnistaríkjunum f Asíu og
Austur-Evrópu hlýtur hrun
austur-evrópsks kommúnisma að
hafa áhrif á þau. Þrátt fyrir aukna
áherslu á gamlar hefðir og sér-
einkenni eigin menningar geta
þau ekki horft framhjá skipbroti
hugmyndafræðinnar og þjóðfé-
lagsfyrirmyndarinnar sem þau
þáðu frá Sovétríkjunum.
Markmið kommúnistabylting-
arinnar í Asíu var ekki aðeins að
öðlast sjálfstæði undan nýlend-
ukúgun heldur líka að bæta lífs-
kjör almennings og menntun,
binda endi á allan ójöfnuð og
byggja upp nútímaiðnað og há-
þróað þjóðfélag sem stæðist sam-
anburð við auðugar þjóðir Vest-
urlanda.
Kommúnistum hefur ekki tek-
ist að uppfylla þessi loforð um
nýtt og betra þjóðfélag. Ef til vill
var það ein höfuðástæðan fyrir
hruni kommúnistaalræðisins í
Austur-Evrópu. Og það getur
ekki síður orðið kommúnistum í
Asíu að falli ef þeim tekst ekki að
bæta hag almennings.
Framtíö
Asíukommúnismans
Óneitanlega er erfitt að spá
fyrir um framtíð kommúnstaríkj-
anna í Asíu. Spádómar um þróun
mála í kommúnistaheiminum að
undanförnu eiga það eitt sam-
eiginlegt að þeir hafa ekki staðist.
Veldi kommúnista í Kína, Kór-
eu og Víetnam virðist mun fast-
ara í sessi en í ríkjum Austur-
Evrópu. Bæði kínverskir og ví-
etnamskir kommúnistar hafa haf-
ið breytingar á hagkerfum ríkja
sinna sem nú þegar hafa skilað
miklum árangri. Þeir komust að
þeirri niðurstöðu að hefðbundn-
ar hagstjórnaraðferðir komm-
únista dugðu ekki til að uppfylla
loforð um aukna velsæld og
eflingu ríkja þeirra í samfélagi
þjóðanna.
Kínverjar hófu efnahagsumb-
ætur fyrir rúmum tíu árum, löngu
á undan Sovétmönnum, og Víet-
namar hafa fylgt fordæmi þeirra
þrátt fyrir óvináttu við Kína.
Jafnvel þótt Kínverjar hafi nú
hægt mjög á efnahagsumbótum
sínum er líklegt að þeir haldi
þeim áfram vegna þess hvað þær
hafa skilað þeim góðum árangri.
Ekkert landsvæði í heiminum
hafði jafnöran hagvöxt og Kína á
níunda áratugnum.
Takist kommúnistum ekki að
halda áfram að bæta kjör al-
mennings, hlýtur veldi þeirra að
hrynja í Asíu ekki síður en í Evr-
ópu.
Og jafnvel þótt flokkarnir
haldi völdum áfram má búast við
miklum breytingum á stjórn
þeirra þegar aldnir leiðtogar falla
frá.
:6 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. janúar 1990