Þjóðviljinn - 26.01.1990, Page 9

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Page 9
Maður og um- hverfi Tolli sýnir að Kjarvalsstöðum Þessar myndir eru sprottnar upp af minni cinstaklingsbundnu reynslu sem íslendingur í því um- hverfi sem við öll þekkjum: sjáv- arplássinu, á sjónum, í frystihús- inu. Ég tók þessa stefnu í mál- verkinu strax þegar ég var á skólanum í Vestur-Berlín á árun- um 1983-85. Ég vildi vinna út frá mínum eigin forsendum sem ein- staklingur. Það er Tolli sem talar. Öðru nafni Þorlákur Kristinsson. Hann opnar stóra sýningu á Kjarvals- stöðum um helgina. Og hann heldur áfram: -Ég efast um að ég hefði tekið þessa afstöðu ef ég hefði ekki far- ið til Berlínar og séð verk ungu málaranna þar: styrkur þeirra fólst frekar í sterkri sjálfsímynd og ríkri tilfinningu fyrir tímanum og umhverfinu en einhverri fag- urfræðilegri spekúlasjón. Annars hlaut ég mitt mynd- listarlega uppeldi hjá Ragnari í Smára og föður mínum, sem rak rammaverkstæði. Ég held að mín kynslóð hafi fengið sitt myndlist- aruppeldi í gegnum eftirprentan- ir sem Helgafell lét gera af ís- lenskri myndlist. Þegar maður hugsar til barnaskólaáranna, þá er það sem stendur eftir í minn- ingunni línóleumdúkurinn á gólf- inu, lýsiskannan sem þeir helltu úr ofaní okkur og myndirnar eftir Mugg, Þorvald og Jón Stefánsson Tolli með einu verka sinna: Frelsun fiskanna. Ljósm. Kristinn. á veggjunum. Að ógleymdri Fjallamjólk Kjarvals. Þetta fylgdi manni síðan hvar sem mað- ur kom í opinberar byggingar og víðar, og sat einhvers staðar inní manni, hvort sem okkur líkaði betur eða ver. Svo þegar ég var orðinn 13-14 ára fór ég að sjá eftirprentanir eftir Picasso, Modigliani, Van Gogh og fleiri innan um alla sæt- súpuna á rammaverkstæðinu hjá pabba. Þá hugsaði ég um Picasso: nú, já, hann málar eins og Þor- valdur þessi. Annars gerði maður engan greinarmun á svokallaðri æðri myndlist og öðru myndlist- arkyns á þessum árum. En leið mín til myndlistarinnar er ekki vitsmunalegt ferðalag, heldur er þetta eins konar leikur, sem tekur þig heljartökum og vinnur úr þeim áhrifum sem safn- ast hafa fyrir innra með þér. Ef litið er á þessa sýningu í heild, þá má segja að hún fjalli um mann og umhverfi. Sjóinn, fiskinn og sjávarplássið. Ég hef fengið þetta í skrokkinn eins og þúsundir íslendinga. Það má líka segja að hvað sem allri tækni og tölvuvæddum Evrópubanda- lögum líður, þá er og verður afla- brestur spurning um líf og dauða hér á íslandi. Hin beina lífsreynsla er hráefn- isöflun í myndina eins og upp- skerutíminn fyrir vínbóndann. Vínið þarf að gerjast og lagerast til þess að verða gott. Því lengra sem frá líður finnst mér þessi reynsla verða safaríkara efni í myndlist. Maður fær skarpari sýn á efnið með tímanum. í rauninni eru þetta smásögur úr eigin lífi settar upp í táknmál myndlistar- innar. Það er hin rétta blanda í mínu bruggi. Sýning Tolla verður opnuð á laugardag kl. 15. Á sunnudags- kvöld kl. 20.30 býður Tolli til kvöldvöku með vinum og kunn- ingjum að Kjarvalsstöðum. Þar verður úrvalssveit skemmti- krafta: Megas, Bubbi, Sigfús Bjartmarsson, Einar Már Guð- mundsson, Sigrún Hjálmtýsdótt- ir og Anna Guðný Guðmunds- dóttir. -ólg Föstudagur 26. janúar 1990. NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.