Þjóðviljinn - 26.01.1990, Side 11
MINNING
Þegar Ólafur Ásgeirsson fellur
frá í blóma lífsins, þá er okkur
fagfélögum hans það eitt til hugg-
unar að hann var búinn að ljúka
miklu og góðu verki. Bók hans,
Iðnbylting hugarfarsins, átök um
atvinnuþróun á ísiandi 1900-
1940, er tímamótaverk í íslands-
söguritun, varanlegur fengur sem
heldur áfram að hafa áhrif á
hvernig við hugsum og skrifum
um sögu okkar um ófyrirsjáan-
lega framtíð. Slíkt er í rauninni
ærið æviverk sagnfræðings. Ein-
hver merkur sænskur sagnfræð-
ingur mun hafa sagt að höfundur
fræðirits ætti að setja því það
mark að breyta línu í kennslu-
bók. Ég get ímyndað mér að bók
Ólafs verði að minnsta kosti væn
klausa á milli greinaskila, kann-
ski sérstakur kafli, í kennslubók-
um framtíðarinnar.
Ég var svo heppinn að vera
kallaður leiðbeinandi Ólafs þeg-
ar hann var að skrifa kandí-
datsritgerðina sem varð að bók-
inni Iðnbyltingu hugarfarsins.
Það var yndi að fylgjast með
skarpskyggni hans, kappi og
ánægju af að koma uppgötvunum
sínum á blað. Að sumu leyti var
ögrandi að vinna með Ólafi því
að hann gat verið fastur á skoðun
sinni og langað meira til að
sannfæra kennarann en láta
sannfærast. Engu að síður bar
hann djúpa og einlæga virðingu
fyrir sannleikanum sem er grund-
völlur allra fræða. Hann samein-
aði með dæmafáum ágætum þá
meginkosti fræðimanns að boða
skoðun sína af brennandi áhuga
og persónulegri alvöru en þola þó
aldrei að hún gengi hið minnsta á
svig við sannleikann. Það er
hörmulegt að fá ekki að njóta
meira af kostum hans. Gleymum
samt ekki að minnast með þakk-
læti þess sem hann skilur eftir hjá
okkur. Hugsum um hann eins og
Hannes Pétursson orti:
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
Gunnar Karlsson
Ólafur Ásgeirsson
sagnfrœðingur
Fæddur 5. sept. 1956 - Dáinn 16. jan. 1990
Að hugsa um Ólaf Ásgeirsson í
þátíð er býsna fjarlægt. Hann
stendur manni svo ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum; stór og
stæðilegur, kraftmikill og hik-
laus, staðfastur og röggsamur,
glaðlyndur, skrumlaus, einlægur
og hugmyndaríkur - góður félagi
í leik og starfi. Nú er hann allur,
aðeins 33 ára að aldri. Minning-
arnar leita á hugann. Og stund-
irnar með honum verður maður
ævinlega þakklátur fyrir. Þær
voru mikilvægar.
Ólafur var óvenjulegur maður,
þræddi ótroðnar slóðir. Hann
settist á skólabekk í Garðyrkju-
skóla ríkisins í Hveragerði og
lauk þaðan prófi árið 1976. Ekki
leið á löngu uns hann hóf sjálf-
stæðan rekstur á því sviði í
Reykjavík. Að garðyrkju starf-
aði hann síðan ætíð ötullega. Þar
naut hann sín vel, hafði „græna
fingur“ og yndi af að skipuleggja
garða - unun af að skapa. Jafn-
hliða garðyrkjustörfunum hélt
hann áfram námi, lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð árið 1981 og
innritaðist í sagnfræði við Há-
skóla íslands um haustið. Þrátt
fyrir miklar annir sóttist honum
sagnfræðinámið vel og lauk
B.A.-prófi í þeirri grein vorið
1984. Og áfram hélt hann. Hug-
urinn hneigðist í æ ríkari mæli að
sagnfræðirannsóknum. Vorið
1988 brautskráðist hann síðan frá
Háskólanum með cand.mag-próf
í sagnfræði upp á vasann. Þá um
haustið lagðist hann í víking til
Skotlands með fjölskyldu sinni
og hugði á frekara háskólanám
og rannsóknir í Edinborg. Þang-
að átti hann hins vegar ekki aftur-
kvæmt úr jólaleyfi hér heima
1988. Hann lést í Landspítalan-
um hinn 16. janúar sl. eftir erfið
veikindi.
Leiðir okkar Ólafs lágu saman
í sagnfræðináminu við Há-
skólann. Þar myndaðist samheld-
inn hópur fólks sem bast
traustum vináttuböndum. í þess-
um hópi var Ólafur ákaflega
mikilvægur. Hann geislaði af
orku og hugmyndaauðgi og hafði
5000 SÆNSKAR KRONUR
5000 SÆNSKAR KRÓNUR
5000 SÆNSKAR KRÓNUR
á viku eða jafnvel meira.
Stórkostleg söluhugmynd fyrir alla fjölskylduna.
Við bjóðum upp á góða samvinnu, þar sem við
munum vinna samhliða undir stjórn samtaka
okkar. Þú getur unnið heima, og við krefjumst
engrar reynslu. Þú ákveður sjálf/ur vinnutíma
þinn. Vinnan felst í því að skrifa heimilisföng og
að pakka inn pökkum til viðskiptavina í Evrópu.
Þú færð stöðuga aðstoð frá fyrirtæki okkar.
Þú þarft að leggja fram 16.500 sænskar krónur
sem byrjunarfjármagn.
Við sjáum um allt sem þú þarfnast.
Leyfðu okkur að segja þér frá meiru varðandi
(Detta. Skrifaðu til okkar og fáðu nánari upplýs-
ingar.
HERMENT AB
Box 5044
S-123 05 FARSTA
Sverige
unun af að ræða um landsins gagn
og nauðsynjar, stjórnmál á líð-
andi stund, alþjóðamál, sagn-
fræði, bókmenntir, heimspeki.
Allt milli himins og jarðar. í
hópnum vógu orð hans þungt og
hann kenndi okkur hinum margt.
Hvort sem var á kaffistofunni í
Árnagarði í hléi milli kennslu-
stunda eða í Norræna húsinu á
laugardagsmorgnum eftir fót-
bolta var hann yfirleitt þunga-
miðja samræðnanna og bryddaði
upp á umræðuefnum sem voru
hvert öðru áhugaverðara. í
kringum hann var aldrei ládeyða.
Hann var eldhugi, talaði tæpi-
tungulaust, kom til dyranna eins
og hann var klæddur, var rökfast-
ur og alltaf reiðubúinn til að
skiptast á skoðunum og hug-
myndum. Vitaskuld var hann
ekki ætíð sammála því sem síðasti
ræðumaður sagði en hann virti
skoðanir annarra.
í sagnfræðináminu vakti
Ólafur athygli fyrir brennheitan
áhuga á fræðunum, áhuga sem
smitaði aðra nemendur. Hann lét
til sín taka í kennslustundum og
varpaði iðulega nýju ljósi á þau
viðfangsefni sem verið var að
taka fyrir. Hann vildi sjá mál í
víðu samhengi. Þröngu sjónar-
hornin voru honum lítt að skapi. í
rannsóknum sínum lagði hann
óhræddur á brattann, tókst á við
goðsagnir, hefðir og venjur í túlk-
un á íslandssögunni. Áhuginn
beindist einkum að sögu íslend-
inga á 20. öld og heildarþróun
íslensks þjóðfélags. Greinar sem
eftir hann liggja í blöðum og
tímaritum um þjóðfélagsmál og
sögu þjóðarinnar á þessari öld
bera því glöggt vitni. Hann ritaði
m.a. um Ólaf Friðriksson og „an-
arkismann" (Ný saga 1987), um
Jón Baldvinsson og hlutverk hans
í Alþýðuflokknum og íslenskum
stjórnmálum á árunum milli
stríða (Sagnir 1985 og 1986) og
jafnframt um lýðveldisstofnun-
ina og afstöðu „lögskilnaðar-
manna“ til hennar (Sagnir 1983).
Sjálfstæð vinnubrögð, kenning-
ar, tilgátur og hugmyndasmíð
einkenndu yfirleitt skrif hans. Á
því sviði var hann völundur.
Hæfileikar Ólafs Ásgeirssonar
sem sagnfræðings komu greini-
lega í ljós er bók hans Iðnbyiting
hugarfarsins, Átök um atvinnu-
þróun á íslandi 1900-1940, kom
út árið 1988 hjá Menningarsjóði.
Bókin vakti mikla athygli fyrir
nýja og ferska sýn á íslenska
þjóðfélagsþróun á 20. öld og
djarfhuga túlkun á henni. í ritinu
fjallar hann um og greinir þau
átök sem urðu í íslensku samfé-
lagi er sveitamenningin og
„gamla samfélagið" varð að þoka
fyrir hinu „nýja samfélagi"
þéttbýlis og iðnvæðingar. Hann
vildi kanna hugmyndir lands-
manna um iðjumenninguna í víð-
asta skilningi, þá menningu, sem
iðnbyltingin skapaði, og hvernig
þeir töldu mögulegt að temja þau
sterku öfl sem knúðu hana áfram.
Togstreita þéttbýlis og sveita var
honum hugstæð og hann vildi ýta
til hliðar hugtökum eins og
„hægri“ og „vinstri“, taldi þau
villa mönnum sýn og löngu úrelt.
Hann vildi horfa á samfélagsþró-
unina frá nýjum sjónarhóli.
Skapa nýja sögu. Og honum
tókst vel upp. Ekki aðeins með
því að gæða frásögn sína lffi og
fanga lesandann, heldur miklu
fremur vegna þess að rannsóknin
varpar nýju ljósi á íslandssöguna.
í ritdómi um bókina í einu dag-
blaðanna sagði prófessor í hag-
fræði m.a. að rit Ólafs ætti það
„sameiginlegt með öðrum snill-
darverkum að hún fær lesandann
til að sjá í nýju ljósi fyrirbæri sem
hann taldi sig þekkja. ... Vel má
vera að fróðir menn sjái ann-
marka á einhverju sem þar er rit-
að og vafalaust mun þessi nýstár-
lega bók vekja deilur, en hún er
skrifuð af meiri snilld, hug-
myndaauðgi og víðsýni en flestir
íslenskir höfundar ráða yfir.“ Og
í sérfræðitímariti sagnfræðinga
sagði m.a. að bók Ólafs hefði „þá
ótvíræðu kosti að bera að þar er
viðfangsefnið sett fram með
djörfum og ögrandi hætti sem
hvetur til áframhaldandi athug-
ana og skoðanaskipta á sviði
sögurannsókna. Árangurinn er
metnaðarfullt verk sem vekur
margar áleitnar spurningar." Þeir
sem ætla sér að reyna að skilja og
skoða íslenska þjóðfélagsþróun á
20. öld geta ekki gengið framhjá
þessari bók. Hún er og verður
órækur vitnisburður þess hversu
frjór sagnfræðingur Ólafur Ás-
geirsson var. Hann var boðberi
nýrra strauma í íslenskri sagn-
fræði og fór ótroðnar slóðir í
rannsóknum sínum. í Edinborg
hugðist hann leggja grunn að
frekari könnun á sögu íslendinga
á 20. öld, takast á við þjóðfélags-
þróunina frá 1940. Miðað við þær
hugmyndir sem hann hafði á
prjónunum er enginn vafi að sú
rannsókn hefði ekki verið síðri en
þær sem þegar voru komnar frá
honum. Hann hefði getað sagt
þjóð sinni margt. Við hana vildi
hann tala. Hann vildi að sagn-
fræðingar tækju virkan þátt í
þjóðfélagsumræðunni og lagaði
sitt af mörkum til þess að svo
mætti verða.
Auk þess að sinna sagnfræði
með rannsóknum og skrifum
lagði hann fræðigreininni lið á
ýmsan annan hátt. Hann var virk-
ur í félagsstarfi sagnfræðinema
við Háskólann, sat tvö ár í rit-
stjórn tímaritsins Sagnir sem ne-
mendur þar standa að, átti þátt í
að hleypa nýju sagnfræðitímariti
af stokkunum árið 1987, Nýrri
sögu sem Sögufélag gefur út, og
átti sæti í fyrstu ritstjórn þess,
kenndi sögu við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti skamma
hríð, flutti erindi á vegum Sagn-
fræðingafélags íslands, sótti
sagnfræðiráðstefnur heima og er-
lendis og var óhræddur að taka til
máls ef því var að skipta. Raunar
var með ólíkindum hvað hann
komst yfir samhliða garðyrkju-
störfunum.
Ólafur Ásgeirsson var fæddur
5. september 1956 í Reykjavík,
sonur hjónanna Ásgeirs Ólsen og
Unnar Ölafsdóttur, og var þriðji í
röð fimm systkina. Ur foreldra-
húsum hefur hann fengið gott
veganesti, um það vitna
mannkostir hans, dugnaður og
stefnufesta. Hann var kvæntur
Ragnheiði Guðjónsdóttur, fóstru
í Reykjavík, og eignuðust þau tvö
börn, Baldur, f. 1982, ogGuðjón
Þór, f. 1987. Fjölskylda hans hef-
ur misst meira en hægt er að tjá
eða túlka með orðum. Henni færi
ég innilegustu samúðarkveðjur,
sem og öðrum vinum og vanda-
mönnum.
Minningarnar um Ólaf Ás-
geirsson eru margar og allar góð-
ar. Þær geymi ég vel og vandlega í
huga mínum og þakka forlögun-
um fyrir að hafa kynnst honum.
Það er sárt að sjá á eftir slíkum
mannkostamanni, manni sem átti
framtíðina fyrir sér og mikils var
af vænst. Góðum vini.
Eggert Þór Bernharðsson
Félagsfundur
Félag
járniðnaðarmanna
verður haldinn miðvikudaginn 31. janúar 1990
kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Kjara- og samningamál
3. Önnur mál
Mætið stundvíslega.
Stjórnin
NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11
Ykkur öllum sem heiðruðuð minningu Gísla Guðmundssonar
frá Tröð
og sýnduð okkur samkennd og vináttu við fráfall hans, færum við okkar bestu þakkir.
Anna M. Guðjónsdóttir Valgerður Guðmundsdóttir
Jón H. Gíslason Margrét Sigurðardóttir
Brandur Gíslason Marta Hauksdóttir
Guðmundur T. Gíslason Jóhanna Vigfúsdóttir
AtliGíslason Unnur Jónsdóttir
Ásmundur Gíslason Guðrún Gísladóttir Rannveig Hallvarðsdóttir