Þjóðviljinn - 26.01.1990, Side 13
Séra Rögnvaldur Finnbogason: Öryggi þjóða er nú ógnað af hættu sem á sér ekki sögulega hliðstæðu. Ljósm. Jim Smart
hefði. Bæði þyrfti að koma til
betri nýting á þeirri orku sem
fyrir væri, og svo þyrfti að huga
að nýjum orkugjöfum, sem væru
í sátt við umhverfið. Aukin ork-
uneysla væri ekki lengur forsenda
hagvaxtar, heldur betri orkunýt-
ing og nýir „hreinir“ orkugjafar.
Á það var einnig bent, að ef
koma ætti orkunotkun þróunar-
landanna á sama stig og iðnríkj-
anna fyrir 2025, þyrfti að
fimmfalda núverandi orkunotk-
un í heiminum. Vitað væri að líf-
ríki jarðar stæðist ekki slíka
aukningu ef hún byggðist á
brennslu óendurnýtanlegra kol-
efna náttúrunnar. Og orkuskort-
ur meðal þróunarríkja nú veldur
mikilli eyðingu skóga.
Fulltrúar Brundtland-nefndar-
innar sem stóðu að gerð skýrsl-
unnar um sameiginlega framtíð
mannkyns fyrir Sameinuðu þjóð-
irnar bentu á að markaðurinn
einn gæti ekki stýrt mannkyninu
inn á skynsamlega braut í orkun-
otkun: til þess þyrfti markvissa
hugarfarsbreytingu og verð-
myndunarstefnu þar sem orkusp-
arandi viðleitni og nýting
„hreinna“ orkulinda væri verð-
launuð.
Vitundarvakning
allra þjóða
Það var sameiginleg niður-
staða allra þátttakenda á þessu
þingi, að nú dygði ekkert minna
en sameiginlegt átak allra stétta
og þjóða til þess að bregðast við
þessum vanda: frumkvæði vís-
indamanna og andlegra og pólití-
skra leiðtoga dygði skammt ef al-
þjóðleg vitundarvakning fylgdi
ekki í kjölfarið: nýr hugsunar-
háttur þar sem horfið er frá þeirri
eignagræðgi sem nú ríkti meðal
iðnríkja. Nýr hugsunarháttur þar
sem horfið er frá því mikla mis-
rétti sem þróunarríkin eru beitt
með vaxtagreiðslum lána og sam-
keppni við niðurgreiddan og
verndaðan landbúnað iðnríkj-
anna. Ábendingar Erichs Fromm
væru enn í fullu gildi: lífið er ekki
fólgið í því að hafa, heldur að
vera.
Umhverfisvandinn
í Sovét
Athyglisvert var að sjá hve vel
sovésku gestgjafarnir gerðu sér
grein fyrir eðli þessa vanda og
þeim miklu mistökum, sem gerð
hafa verið í Sovétríkjunum á und-
anförnum áratugum. Gorbatsjov
hefði lagt áherslu á það að perest-
rojkan hefði gjörbreytt viðhorf-
um Sovétmanna til vistfræðinnar.
í framtíðinni yrði krafan um vist-
fræðilegt öryggi grundvallarfor-
senda allrar efnahagsstarfsemi í
Sovétríkjunum.
Mörg dæmi voru rekin um mis-
tök á sviði umhverfismála í So-
vétríkjunum. Þannig spyrðu
menn sig nú þeirrar spurningar til
dæmis, hvernig á því stæði að
Úkraína, sem var eitt gjöfulasta
landbúnaðarland á jörðinni, gæti
nú vart brauðfætt sig lengur?
Ástæðuna væri að finna í hinum
tröllaukna samyrkjubúskap og
ríkisbúskap, sem þar hefði verið
stundaður í hálfa öld. Stórbúin
hefðu m.a. notað dráttarvélar
sem væru allt að 40 tonn að
þyngd. Þungi þeirra hefði ein-
faldlega breytt og eyðilagt hinn
frjósama jarðveg Úkraínu og
valdið ómælanlegu tjóni.
Eitt af því sem fram kom í ræðu
Gorbatsjovs, var yfirlýsing hans
um að Sovétríkin lýstu sig reiðu-
búin að hætta öllum kjarnorkutil-
raunum hvenær sem er og um
aldur og ævi, ef Bandaríkin gerðu
slíkt hið sama.
Erfiöir tímar
í Moskvu
Rögnvaldur sagði að þetta
hefði verið sín sjöunda ferð til
Moskvu á undanfömum 6 árum.
Hann sagðist hafa fylgst með þró-
un perestrojkunnar og árangur
hennar hefði ekki enn séð dagsins
ljós á efnahagssviðinu. Hún væri
frekar draumur en veruleiki.
Breytingin fælist fyrst og fremst í
því að fólk væri opinskárra og
óhræddara við að segja meiningu
sína. Hins vegar væri vöruskortur
meiri en áður: hagkerfið væri í
raun hrunið án þess að annað
hefði séð dagsins ljós. Það væri
ljóst að Sovétmenn þyrftu á efna-
hagsaðstoð að halda frá Vestur-
veldunum. Annars gæti komið til
innanlandsátaka, jafnvel hung-
ursneyðar og flótta yfir landa-
mærin til VestUrlanda. Ráða-
menn á Vesturlöndum gerðu sér
ekki raunhæfa mynd af þeim
hrikalegu vandamálum sem þar
væri við að glíma, og að það væri
ekki síður vestrænt hagsmunamál
að árangur næðist á efnahags-
sviðinu í anda perestrojkunnar.
Það er áberandi að almenning-
ur í Moskvu virðist ekki hafa
mikla trú á að draumar Gorbat-
sjovs rætist. Unga fólkið hafi hins
vegar fengið ranghugmyndir um
velferðina á vesturlöndum og
haldi að þar þurfi menn ekki ann-
að en opna munninn til þess að fá
fljúgandi steiktar gæsir.
Rögnvaldur sagði að
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan
legði nú mikla áherslu á að rjúfa
þá einangrun sem hún hefði búið
við í 70 ár. Starf hennar væri eins
og hróp úr myrkri, en kirkjunnar
menn væru sér meðvitaðir um
þýðingu kirkjunnar í því upp-
byggingarstarfi sem framundan
væri. Rússneska kirkjan væri
þúsund ára gömul stofnun en
flokkurinn ekki nema sjötíu ára.
Ákall
Yfirlýsingu heimsþingsins í
Moskvu lýkur með eins konar
ákalli til mannkynsins. Þar segir
meðal annars:
-Tíminn er naumur og vand-
amálin eru alvarleg. Hugrekki,
hugmyndaflug og staðfastur vilji
eru ómissandi. Lengur er ekki
hægt að láta reika á reiðanum:
róttækrar breytingar er þörf á
hugmyndum okkar og afstöðu...
-Við verðum að finna nýjan
andlegan og siðferðilegan grund-
völl mannlegra athafna á jörð-
inni. Mannkynið verður að
bindast náttúrunni nýjum bönd-
um og endurheimta virðingu fyrir
undrum hennar....
-Umhyggja gagnvart umhverf-
inu verður að gegnsýra öll stig
ákvarðanatöku, allt frá hinni ein-
staklingsbundnu til þeirra
ákvarðana er varða gjörvallan
hnöttinn. í rauninni eru ákveðin
tengsl á milli réttlátrar kröfu vax-
andi mannfjölda á jörðinni um
mannsæmandi líf, frelsi undan
mengun botnlausrar fátæktar,
botnlausra skulda og hrörnunar
umhverfisins. Mannfjöldinn hef-
ur aukist með áður óþekktum
hraða. Takmörk vistkerfis jarð-
arinnar valda því að hún getur
ekki borið ótakmarkaðan mann-
fjölda um aldur og ævi. Þess
vegna er stefna í mannfjölgun-
armálum óhjákvæmilegur þáttur
í allri raunhæfri umhverfisstefnu
til langs tíma...
-Við lýsum eftir víðtækum al-
þjóðasáttmála til verndar um-
hverfinu...
-Við verðum að endurnýja
þjóðleg og alþjóðleg stjórnkerfi
þannig að hægt sé að bregðast við
á skipulegan og virkan hátt, til
dæmis með því að stofna Öryggis-
ráð umhverfismála og með því
móta nýjar efnahagslegar vísitöl-
ur er gefi rétta mynd af lífsgæðum
og umhverfisgæðum...
-Við skuldbindum okkur til að
vinna að þessum háleitu mark-
miðum mannkyninu og hinni
brothættu plánetu okkar til
heilla. Sérhver okkar heitir því að
planta tré á þessu ári sem tákn um
heit okkar og segja fólki hvers
vegna. -ólg
Grundvöllur nýrrar hugsunar
Úr ræðu A1 Gore Ir. öldungadeildarbing- ■_... ie.p„m rnk„m Hvm vktain x
ræðu A1 Gore Jr. öldungadeildarþing-
manns á þingi Bandaríkjanna
Bandaríski öldungadeildarþing-
maðurinn Albert Gore Jr., sem
keppti um framboðssæti demó-
krata fyrir síðustu forsetakosn-
ingar í Bandaríkjunum, hefur
undanfarið verið helsti talsmaður
umhverfisverndarmanna á
Bandaríkjaþingi. Hann hafði sig
einnig mikið í frammi á þinginu í
Moskvu. Eftirfarandi eru brot úr
ræðu hans:
Á þessu þingi eru saman
komnir þeir sem urðu manna
fyrstir til að fullyrða, að grund-
völl nýrrar hugsunar verði að
finna handan sjálfs þjóðfélagsins
í hinu hnattræna vistkerfi. Okkur
er orðið ljóst að við erum stödd í
miðri umhverfiskreppu, sem er
stærri að umfangi en heimurinn
hefur áður horfst í augu við...
Viðfangsefni okkar eru
augljóslega hækkandi hitastig
jarðar, ósoneyðing, tegunda-
dauði, skógareyðing, mengun
sjávar, súrt regn, loft- og vatns-
mengun, o^ öll þau skyldu vanda-
mál er -rriarka hrörnandi um-
hverfi. Til þess að bregðast við
vandanum þarf hins vegar marg-
þættar breytingar í afstöðu okkar
til umhverfisins: breytingar á
sviði laga og alþjóðasamskipta og
þó sérstaklega breytingar á hugs-
unarhætti í grundvallarafstöðu
okkar til jarðarinnar....
Ný tæicnikunnátta er aðeins
hluti af lausninni. Takast þarf á
við skuldabyrði þróunarland-
anna og fólksfjölgunina, annars
verður allt unnið fyrir gýg. Þró-
unarríkin gera ekki meira en rétt
að standa undir frumþörfum
efnahagslegrar þróunar. Án
hjálpar geta þau ekki greitt þann
umframkostnað, sem leggja þarf
fram til þess að draga úr hnatt-
rænum umhverfisáhrifum efna-
hagslegra framfara.
Það er engin trygging til fyrir
því að okkur muni takast í þessari
viðleitni. Reyndar eru góðar
ástæður til að óttast að við mun-
um slá á frest og grípa til hálf-
káksaðgerða þar til um seinan
verður áð komast undan verstu
Al Gore Jr. öldungadeildarþing-
maöur frá Tennessee.
afleiðingum gerða okkar. And-
spænis vandamálum sem eru svo
djúpstæð og víðtæk er ekki órök-
rétt að leyfa sér að efast um að
heimurinn muni gera sér ljóst
hvað er í húfi og virkja þann pól-
itíska vilja og þau meðul sem
duga til árangursríkra viðbragða.
Allt frá 1945 hefur stór hluti
heimsbyggðarinnar skipt sér upp
í vopnaðar herbúðir, sem hafa
skipast eftir hugmyndafræði-
legum rökum. Hvor vígstöðin
fyrir sig áleit að andstæðingurinn
væri ekki bara keppinautur, held-
ur ógnun við eigin tilvist. Knúnir
af þessum ótta hafa aðilar háð
baráttu sem gleypt hefur bróð-
urpartinn af starfsorku leiðtog-
anna, bestu vísindamannanna og
starfskraftanna og allt of stóran
hluta sjálfs þjóðarauðsins.
Ég nefni þetta ekki sem dæmi
um visku stjórnvalda, heldur sem
vitnisburð um hvað þjóðfélög
geta á sig lagt þegar þeim finnst
að sér vegið. Æ minni vafi leikur
á því að sú röskun sem orðin er á
vistkerfi jarðarinnar feli í sér ógn-
un við öryggi allra þjóða sem ekki
eigi sér sögulega hliðstæðu. Ef
við getum gert okkur þetta ljóst
nægilega snemma, þá hef ég þá
trú að þjóðir heimsins muni geta
brugðist við á réttan hátt. Þar að
auki getum við vænst þess að fjár-
munir, sem að öðrum kosti yrði
varið til að tryggja hernaðarlegt
öryggi, verði í auknum mæli fáan-
legir til uppbyggilegri þarfa: til
þess að glíma við alþjóðlegt um-
hverfisöryggi...
Um leið og vísindalegur skiln-
ingur okkar á lögmálum náttúr-
unnar eykst, vekur það undrun
okkar að heildarmynd alheimsins
og eining sköpunarverksins eru
sannanlegar staðreyndir en ekki
bara andlegar eða heimspeki-
legar sýnir. Við skiljum líka að ef
mannkyninu tekst ekki að endur-
skapa heildarmynd hlutanna, þá
munum við halda áfram að
magna upp magnþrungin eyðin-
garöfl sem munu leiða af sér
óbætanlegar skemmdir.
Niðurstaða okkar verður því sú
að umhverfiskreppan er ekki
bara efnisleg, heldur líka andleg í
eðli sínu. Þeirri aðlögun sem
mannkynið þarf að einsetja sér
verður því ekki stýrt af sérfræð-
ingum, þjóðhöfðingjum eða lög-
gjafarsamkundum: hún verður
líka að spretta upp af einstakl-
ingsbundnu innsæi og
hugljómun. Björgun mannkyns
krefst nýrrar hugsunar. Þessi
samkoma og aðrar á næstu mán-
uðum geta - ef vonir okkar rætast
- markað fæðingu nýs hugsunar-
háttar. Við skulum leggja okkur
fram um að svo verði.
ólg. sneri