Þjóðviljinn - 26.01.1990, Qupperneq 16
Fiskveiði-
stefnan hefur
brugðist
Fyrirtveim vikum kynnti Nýtt
Helgarblaö þá umræðu sem verið
hefur í gangi um alllangt skeið um
ágalla þess fyrirkomulags sem
við höfum á fiskveiðum okkar.
Skúli Alexandersson alþíngis-
maður kom að máli við blaðið og
hafði ýmislegt til málanna að
leggja. Hér á eftir er rakið samtal
hans og blaðamanns um helstu
ágreiningsefnin varðandi fisk-
veiðistefnuna.
Það kom fram í máli allra
þeirra sem þátt tóku í umræðunni
í blaðinu 12. janúar síðastliðinn,
að núgildandi fiskveiðsistjórnun,
sem tekin var upp 1984, hefði
skilað nokkrum árangri að
minnsta kosti í verndun fiski-
stofnanna, segir Skúli.
Þetta er ekki rétt, því þetta
fyrirkomulag hefur mistekist í
öllum þeim meginatriðum sem
máli skipta.
Fjórföld mistök
í fyrsta lagi hefur verið gengið
á þorskstofninn meira en ráðlagt
var og með þeim hætti að hrygn-
ingarstofninn hefur aldrei verið
minni en einmitt nú. Og nýliðun í
þorskstofninum síðustu þrjú árin
bendir til þess að stofninn muni
enn fara niður á við næstu árin.
Þetta má sjá á meðfylgjandi lín-
uriti.
en það er fráleitt
að ímynda sér að
veiðigjaldið
muni sníða af
henni gallana,
segir Skúli Alex-
andersson al-
þingismaður
í öðru lagi átti kvótakerfið
einnig að valda minnkun fiski-
skipaflotans. Það þveröfuga
gerðist og hann fer sívaxandi. Nú
eru fjölmörg ný skip í smíðum
fyrir íslendinga erlendis þótt
flotinn sé talinn of stór.
í þriðja lagi átti kvótakerfið að
skapa hagræðingu og minnka
sóknarkostnað. Sóknarkostnað-
urinn hefur hins vegar aukist,
bæði vegna breyttrar sóknar og
vegna stækkunar flotans.
I fjórða lagi var svo fullyrt að
kvótakerfið myndi skila betri afla
að landi. Menn myndu bæta vinn-
ubrögðin þegar aflamarkið væri
takmarkað. Þarna hefur ekki
orðið nein breyting til hins betra
nema síður sé: eignarhald skips-
ins á fiskinum í sjónum hefur
frekar haft neikvæð áhrif.
Takmörk á sókn
en ekki afla
Hvernig á þá að koma í veg
fyrir ofveiði, ef það er ekki gert
með aflakvóta á skip?
Jú, það er rétt, menn segja að
kvótakerfið hafi bjargað því sem
bjargað varð og að án þess væri
ástandið ennþá verra. En þetta
eru engin rök. Þegar kvótakerfið
var ákveðið haustið 1983 höfðu
menn miklar áhyggjur af þorsk-
stofninum, og það var ekki
ágreiningur um að grípa þyrfti til
aðgerða. Spurningin var hvernig
bregðast ætti við. Skrapdagakerf-
ið sem gilt hafði var gallað, en
hafði þann kost að ekki var farið
yfir þau mörk sem sett voru í upp-
hafi árs. Með núgildandi kerfi
hefur það hins vegar gerst á
hverju ári. Og þessi umframafli
hefur fyrst og fremst verið smá-
Skúli Alexandersson alþingismaður: veiðigjald mun bara hækka gangverðið
sem er á kvótanum. Ljósm Jim Smart
þorskur. Hér áður fyrr var stærsti
hluti þorskaflans tekinn á vetrar-
vertíð fyrir Suðurlandi og þá var
algeng stærð 7-10 kg. á fisk. Smá-
þorskurinn á miðunum nú er hins
vegar um eða innan við 2 kg.
Þetta segir fljótt til sín í heildar-
viðkomu stofnsins.
Ég hef verið þeirrar skoðunar
að stjórna megi sókn í bolfisk
með sóknarmarkskerfi, sem
byggðist fyrst og fremst á því að
bæta gæði aflans og draga úr
sóknarþunga, bæði með því að
lögleiða frídaga um helgar á báta-
flotanum og takmarka veiðitúra
togara við 4 daga, þannig að
tryggt sé að þeir komi alltaf að
landi með fyrsta flokks hráefni.
Gæði fyrir magn
Það er ekki trúverðugt að við
séum að framleiða gæðavöru úr
8-10 daga gömlum togarafiski
eða tveggja nátta netafiski eða
eldri. Okkur er sagt að ekki megi
líða nema 1-2 klst. frá því að eld-
isfiski er slátrað þar til hann fer í
vinnslu eða umbúðir. Og hann á
að vera kominn á markað helst
innan sólarhrings til þess að hríð-
falla ekki í verði. Hvers vegna
halda menn að skipti öðru máli
með villtan fisk? Það liggur í
augum uppi að margfalda má
verðmæti aflans með bættum
vinnubrögðum.
Ein ástæða þess að illa hefur
gengið að bæta gæði fiskfram-
leiðslunnar er sú sögulega stað-
reynd að við byrjuðum fiskút-
flutning á Bretlandsmarkað á sín-
um tíma. Bretar þekktu þá ekki
annan fisk en þann sem var viku
eða tveggja vikna gamall, eða vel
vistaður eins og sagt er. Þegar
frystiiðnaðurinn hófst var fiskur-
inn sem fór í vinnslu í sama gæða-
flokki og sá sem við höfðum sent
á Bretlandsmarkað. Við getum
hins vegar framleitt vöru í allt
öðrum gæðaflokki. Sama gæða-
flokki og eldislaxinn. En til þess
þarf breyttan hugsunarhátt og
breytta sókn sem fæli í sér að
verulega yrði dregið úr sóknar-
þunga og frekar hugsað um gæði
en magn. Til þess þyrfti góðan
flota og fiskvinnslustöðvar í kring
um allt landið, svo stutt sé á mið-
in.
Betri nýting
flotans
En hvernig viltþú minnkafiski-
skipaflotann, sem flestir eru sam-
mála um að sé allt ofstór og dýr?
Þetta tengist því sem á undan
er sagt. Úthaldstími skipa er allt
of langur. Sókn sem miðast við
gæði en ekki magn krefst fleiri
skipa, og slík breyting í sókninni
gerði því minnkun flotans ekki
eins aðkallandi og ella. Aukin
Uppreisn í Finnmörk
Föstudaginntólftajanúarskýrðu
dagblöðin í Finnmörk fráskipt-
ingu þorskkvótans fyrir 1990.
Sama dag gerðist það að Konrad
nokkur Knutsen, oddviti í litlu
sveitarfélagi sem heitir Loppa, lét
hafa það eftir sér í fjölmiðlum að
hann hvetti alla Finnmerkurbúa
til að neita að greiða skuldir sínar.
Hann hvatti ennf remur til að
stofna varðsveitir í hverju byggð-
arlagi til þess að hindra lögreglu í
að kasta fjölskyldum út úr húsum
eftir nauðungaruppboð.
Knutsen er gamall og grandvar
sveitarstjórnarmaður úr Verka-
mannaflokknum, og undir venju-
legum kringumstæðum hefði
svona yfirlýsing verið talin sönn-
un þess að maðurinn væri
genginn af vitinu.
Svo fór þó ekki að þessu sinni.
Stuðningsyfirlýsingar streymdu
þvert á móti úr öllum áttum, og
fleiri oddvitar tóku undir. í mörg-
um byggðarlögum var þegar haf-
ist handa við að stofna varð-
sveitir.
Þegar blaðamaður á einu hér-
aðsdagblaðanna spurði Knutsen
hvort hann væri ekki hræddur um
að verða dæmdur fyrir að hvetja
til lögbrota, hló hann við, en
sagði svo: „látum þá bara kasta
mér í fangelsi ef það getur orðið
að einhverju gagni.“
Þorskstofninn hrynur
Eftir að ljóst varð að þorsk-
stofninn við strendur Noregs er á
þrotum, eru framtíðarhorfurnar
fyrir íbúa sjávarþorpanna í
Norður-Noregi allt annað en
bjartar.
Fyrir þremur árum spáðu fiski-
fræðingar sjávarútveginum bjart-
ri framtíð, sérstaklega lofaði
þorskárgangurinn frá 1983 góðu
fyrir næstu árin.
Þessir góðu spádómar rættust
ekki. Það varð æ ljósara að
vistkerfið í Barentshafi var kom-
ið úr jafnvægi, fæðukeðjan hafði
rofnað eftir að bæði sfldar- og
loðnustofninn voru nánast
veiddir upp til agna.
Fæðuskorturinn í sjónum bitn-
aði ekki bara á þorskárganginum
frá 1983, sem svo miklar vonir
voru bundnar við, heldur varð
vart við geigvænlega fækkun sjó-
fugla, og selvöður flykktust að
ströndum Finnmerkur í fæðuleit.
Selainnrásin, sem hafði þegar
verið árviss viðburður í austur-
hluta Finnmerkur í mörg ár, náði
hámarki veturinn 1987/88. Þá
eyðilagði selurinn vetrarvertíð-
ina fyrir bátaflotanum um alla
Finnmörk, selirnir átu úr netun-
um og flæktu sig sjálfa í þau.
Þorskurinn hvarf út á dýpri sjó,
þar sem einungis togarar gátu
náð honum.
Síðastliðinn vetur brá þó svo
við að selurinn kom ekki upp að
ströndinni. Vetrarvertíðin byrj-
aði vel fyrir bátaflotann, en sú
sæla stóð ekki nema til 4. apríl,
því þá skall á þorskveiðibann.
Árskvótinn var þrotinn, og
þorskveiðibannið stóð til ára-
móta.
Það var þó fyrst nú fyrrihluta
vetrar, að það kom í ljós hversu
geigvænlegt ástandið er orðið.
Þorskstofninn er kominn í útrým-
ingarhættu, og á því ári sem nú er
nýbyrjað fá Norðmenn bara að
veiða 113.000 tonn af þorski.
Andstœðir
hagsmunir
Hagsmunaárekstrar milli
landshluta og milli togara- og
bátaflotans hafa komið sterkara
fram eftir að ljóst varð hve lítið er
til skiptanna.
Norður-Noregur og Vestur-
Noregur búa við mismunandi
hefðir í sjávarútvegi. Á vestur-
landinu hafa menn þurft að sækja
fiskinn langt, og þar eru gerð út
stór fiskiskip. Áður fyrr voru
sfldar- og loðnuskipin mest áber-
andi, en síðustu árin hafa tog-
skipin leyst þau af hólmi.
I Norður-Noregi aftur á móti,
og sérstaklega í Finnmörk, hefur
verið stutt á fiskimiðin, og þar er
gerður út stór floti minni báta.
Hér hafa sjómenn rótgróna
andúð á togurum, og kenna þeim
og loðnuskipunum um hvernig
komið er.
Og vissulega má það til sanns
vegar færa. f Barentshafi eru
uppeldisstöðvar þorsksins, og
síðasta áratuginn hafa togarar frá
16 SlÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. janúar 1990