Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 23
Gamall rokkari í góðum höndum Mörg neikvæð orð hafa verið látin falla um hina ýmsu Bobbýja (t.d. Vinton og Wee, og þeirra nóta með ýmsum nöfnum), sem urðu dægurlagastjörnur eftir að fyrstu rokkararnir voru sendir í herinn (Presley) fallnir í ónáð... (Jerry Lee Lewis fyrir að giftast barnungri frænku sinni og Chuck Berry fyrir að hafa í vinnu hjá sér ungan ólöglegan innflytjanda kvenkyns)... eða í valinu (Buddy Holly, Richie Valens, Big Bopp- er...). Ekki verðskulda þeir allir hnúturnar, t.d. einn hinna mörgu ítalskættuðu sjarmöra, sá með kjölturakkanafnið Dion. Enda segir í marktækum poppritum að hann hafi verið með þeim hæfi- leikaríkustu sem fram kom á þessum tíma, um 1960, og strax afbragðsgóður flytjandi og sviðs- maður. En ástæðan fyrir því að hér er dustað rykið af Dion er sú að í fyrra (’89) kom frá honum alveg ljómandi plata, Yo Frankie að nafni. En áður en við förum nánar út í sálmana á henni er rétt að rifja upp örlítið úr sögu Dions: Dion DiMucci heitir hann fullu nafni, og fæddist í New York 18. júlí 1939. Hann byrjaði að hamra á gítar og syngja 5-10 ára, og var farinn að spila fyrir smáaura á götuhornum sem táningur. Hann heillaðist af lífi götunnar,hætti í gaggó og varð ekki lítill töffari eftir að hann hafði stofnað söng- hóp með þrem félögum sínum, líka ættuðum frá ftalíu. Dion and the Belmonts, eins og þeir köll- uðu sig, slógu nefnilega í gegn árið 1958, fyrst með laginu I wonder why, og enn frekar með A teenager in love. Dion sagði skilið við Belmonts árið 1960, og ári síðar hljóðritaði hann það lag sem hefur síðan orðið hans vöru- merki, og er titill nýlegrar ævi- sögu hans, The Wanderer. Rokk- spekúlantar segja fullum fetum að texti þess lags sé fyrirmynd töffaratexta í rokki, og að hann — og týpan Dion - sé kveikjan að stíl Bruce Springsteen. Þeir taka svo stórt upp í sig að segja: Án Dions er mögulegt að við hefðum aldrei kynnst Springsteen. D/€GURMAL Ekki ætla ég að telja upp öll gömlu lögin hans Dions, en kemst ekki hjá að minnast á hið sígilda Ruby baby. En Dion hafði ekki bara gleði af götulífinu og frægðinni... þegar lag hans og Belmonts Where or when var spilað sundur og saman í útvarpi upp í 3. sæti bandaríska vinsælda- listans, lá Dion á sjúkrahúsi, varí meðferð eins og það heitir nú til dags, vegna ofnotkunar eitur- lyfja, sem hann hafði byrjað að fíkta við sem unglingur. En ekki dugði honum það, hann var heró- ínisti og losnaði ekki undan þvf efni fyrr en 1968. Enda hvarf Dion sjónum almennings, a.m.k. af vinsældalistum, um 1963. Hann var þó alltaf viðloðandi tónlist, með því að spila á kaffi- húsum og gaf auk þess út plötu og plötu við litlar undirtektir. Eins og margur af rokkkynslóðinni mátti hann víkja fyrir bresku innrásinni, eins og bítlaaldan er gjarnan nefnd í Bandaríkjunum. En þó vil ég nefna eitt lag sem hann söng inn á plötu 1968, en það var Abraham, Martin og John, sem m.a. Marvin Gay og Mahalia Jackson hafa sungið. En frumútgáfan, sú með Dion, komst í 4. sæti í Bandaríkjunum. En það er ekki fyrr en með plöt- unni Yo Frankie sem Dion kemst almennilega á blað eftir mögru árin, og það á jákvæðan hátt, í ýmsum rokkritum. Enda ekki nema sanngjarnt. You Frankie er hin mesta sómaplata, og ef ein- hver heldur að orðið roll fyrir aft- an rock sé eitthvað út í loftið ætti hann að hlusta á Dion og félaga á þessari plötu... það er til fullt af rokki, en það rólar sko ekki allt eins og það gerir svo meistaralega hér. Og er þar komið að meðleik- urum Dions: Sá sem stórnar hljómsveitinni og upptöku á Yo Frankie er breski gítarleikarinn Dave Edmunds sem á sér feril frá 7. áratugnum í bresku rokki, m.a. í hljómsveitinni Love Sculpture em gaf út hraustlega útgáfu af Sverðdansi Khatchatúríans. Hann kom sér upp stúdíói heima hjá sér í Wales, þar sem hann sökkti sér niður í að reyna að endurskapa á eigin spýtur rokk- hljóm gamla upptökukappans Sams Philips í Sun-plötufyrirtæk- inu og hljóðmúr Phils Spector. Hann kom fyrst fram undir eigin nafni þegar lagið I hear you knockin’ varð vinsælt 1970, og stuttu síðar varð draumur hans um rokkhljómsveit í gamla stfln- um að veruleika, með hljóm- sveitinni Rockpile, sem hann hef- ur rekið síðan, meðfram starfi sínu sem upptökustjóri. Maður getur varla hugsað sér hæfari mann fyrir gamlan rokk- ara að vinna með nú á þessum síðustu tæknivæddum tímum, þegar það er orðið mikið verk að reyna að ná manneskjulegum tóni út úr fullkomnum tækjun- um. En sem sagt, risastóra rós í öll hnappagöt Daves Edmunds fyrir samstarfið við Dion. Þá er komið að hljóðfæraleik- urunum: Vil ég þar fyrstan nefna píanóleikarann Chuck Levell. sem kann sko að setja áður nefnt ról í rokkið (var í Allman brot- hers band í gamla daga). Auðvit- að á trommarinn líka hlut að rokkinu og rólinu, en við settið á Yo Frankie situr Terry Williams, sem auk Rockpile hefur lagt lag sitt við Dire Strait. Philip Chen heitir bassaleikarinn og hefur m.a. spilað með Keef Hartley, Rod Stewart, Donovan og Jeff Beck. Bandaríkjamaðurinn Jim Horn blæs í saxófóninn af mikilli kunnáttu, og Dave Edmunds spilar á ýmislegt auk gítarins, og sér um bakraddir. Dion sjálfur spilar á ryþmagít- ar, eins og sagt er, en syngur eins og herforingi röddu sem er aðeins dekkri en í gamla daga. Hann er mjög góður lagahöfundur og er bróðurparturinn af iögunum eftir ANDREA JÓNSDÓTTIR Dion ungur og frægur, á forsíðu ævi- sögu sinnar. hann, eða 7 af 10. Rétt er að minnast á lag Toms Waits, Seren- ade, sem Dion syngur með nokkrum öðrum hætti en kenna má við Tom. En hvað sem Tom- aðdáendum finnst um útkomuna verður ekki af Dion skafið að hann fer vel með þennan ljóm- andi góða texta, sem í stuttu máli má útleggja: enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nokkra gesti fær Dion til leiks fær Dion til leiks á plötunni, og af þeim nefnum við Lou Reed sem syngur bakraddir í byrjunarlagi plötunnar, King of the New York Streets. Paul Simon syngur með Dion lag sem er fléttað utan um lagið (Twinkle twinkle) Little star (íslensk hljómsveit fékk svipaða hugmynd fyrir jólin....), og Bry- an Adams mætir til leiks með mannskap, þar á meðal kanad- ísku sveitasöngkonuna k.d. lang, í eigin lagi, Drive all night. En þrátt fyrir öll þessi stóru nöfn er plata þessi fyrst og síðast söngva- rans og lagahöfundarins Dions. Hér fáum við traust gamaldags rokk í þeim umbúðum sem við eiga - svona hefði það líklega hljómað í gamla daga hefðu græj- urnar í dag verið til í gær... og gamli rokkblærinn er til staðar: nokkuð töff en samt einhver ein- semd eða tregi í bland - nema hvað tregi unglingsins er orðinn að vangaveltum fimmtugs manns sem lítur um öxl - en líka fram á við með misjafna fortíðina að baki og lífsreynsluna þar af. En það er einmitt þessi blanda sem Bruce Springsteen hefur náð svo góðum tökum á, og það er margt líkt með músik þeirra félaga, Di- ons og Brúsa, - en munið hvor byrjaði! Og, sem sagt, ef einhver hefur talið Dion til hobbýjanna svoköiluðu verður hann að éta það oní sig hér með þótt seint sé. A Félag járniðnaðarmanna Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveöið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við k'ör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðar- mannaráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 75 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félags- ins og auk þess tillögur um 14 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18:00 þriðjudaginn 7. febrúar 1990. Stjórn Félags járniðnaðarmanna VERÐ FRÁ KR. 317.000 Nú er rótti tíminn tii að endur- nýja. Tðkum gamla bíiinn upp í nýjan og semjum um eftir- stöftvarnar. Lada Safir er fallegur og vandaöur 5 manna fjöiskyfdu- btll, öruggur, sterkur og eyftsiugrannur, Lada Safir hefur reynst afar vel vift erfiö akstursskityrfti og er því sérstakiega heppiiegur fyrir ísienskar aftstæður. Íslendíngar gera miklar kröfur, þaft sést vei á vinsæidum Lada Safir. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.