Þjóðviljinn - 16.02.1990, Side 13
Nýtt Helgarblað ræðir við dr. Rosalie David einn
fremsta múmíusérfræðing veraldar. Nútíma
tækni notuð til að sjúkdómsgreina fólk sem var
uppi fyrir 4000 árum. Auðug prestastétt barðist
um völdin við konunga Egypta
þetta gerðu þeir í umboði guð-
anna.
Konungarnir voru taldir vera
synir guðanna en lentu engu að
síður í erjum við prestana. Það er
tímabil í sögu Fornegypta þegar
stjórnkerfið var lamað vegna
valdabaráttu presta og konunga,
þegar konungarnir annað hvort
reyndu að þvinga vilja sínum upp
á prestana eða prestarnir klufu
sig frá konungsvaldinu.
Pað er fleira skráð á kisturnar
sem múmíurnar eru í en nöfn ein-
staklinganna og titlar. Hvað áletr-
anir eru þetta?
Áletranirnar á kistunum eru að
mestu fengnar úr svo kallaðri
„bók dauðans". Þetta voru
særingar- og galdraþulur sem áttu
að koma hinum látna heilu og
höldnu í næsta líf. Fiestar kisturn-
ar voru smíðaðar fyrirfram en
skilin eftir syða þar sem n ö;n og
titlar: einstaklinganna voru
skráðí Að öðru leyti var sama
áletrunin á öllum kistunum.
Þeir sem smiðuðu kisturnar
unnu á stórum verkstæðum.
Viðurinn sem þeir notuðu hefur
verið innfluttur frá Líbanon en
þeir notuðu einnig viðartegundir
sem var að finna heima fyrir. Af
rannsóknum má ráða að þeir hafi
oft notað gamlan og skemmdan
við í kisturnar og hulið þær með
fyllingarefnum og málningu
þannig að þeir sem keyptu kist-
urnar héldu að þeir hefðu fjárfest
í mjög góðum kistum.
- Hvað eru múmíurnar gamlar
sem þið eigið hér á safninu?
Þær elstu eru frá því um 1900
fyrir Krist, svo þær eru um 4.000
ára gamlar. Yngstu múmíurnar
eru frá þeim tíma þegar Róm-
verjar hernámu Egyptaland, sem
var uppúr árinu 30 eftir Krist.
Múmíurnar okkar spanna því um
það bil 2.500 ára tímabil. En hér í
Manchester eigum við ekki ein-
tök af elstu múmíunum.
Ein frægasta drottning Egypta
er án efa Kleópatra er kista henn-
ar varðveitt einhvers staðar?
Einhvers staðar já. Líkams-
leifar hennar og konunga af sömu
ætt hljóta að liggja einhvers stað-
ar. Það er talið að Kleópatra hafi
verið grafin í Alexandríu en graf-
hýsi hennar hefur aldrei fundist.
Menn hafa leitað að grafhýsi
Kleópötru og konungsættar
hennar í gegnum árin án árang-
urs. f dag er Alexandría nútíma
borg og ekki er ólíklegt að graf-
hýsið sé undir einhverju þeirra
húsa sem fylla borgina nú. Ef
grafhýsi Kleópötru kæmi í leitirn-
ar yrði það augljóslega stórat-
burður.
Múmíurnar eru
sendiherrar
- Sumir segja rangt af Bretum
að skila múmíunum ekki aftur.
Hvaða skoðun hefur þú á því?
Ég hef í fyrsta lagi aldrei heyrt
nokkurn Egypta nefna þessa
kröfu á ferðum mínum um Eg-
yptaland. Múmíurnar eru líka í
raun eins konar sendiherrar Eg-
yptalands í örðum löndum. Fólk
Við höfum ekki gert rannsókn-
ir á pýramídunum sjálfum hér í
Manchester en við höfum
rannsakað þorpið Kahun þar sem
verkamennirnir sem unnu að
pýramídunum bjuggu. íbúarnir
yfirgáfu Kahun í miklum flýti af
óþekktum ástæðum og skildu
nánast allt eftir, meðal annars
verkfæri, andlitsfarða og
leikföng. Þorpið var grafið upp
fyrir um níutíu árum og við eigum
mikið af munum frá því hér í safn-
inu hjá okkur.
Þessir munir hafa verið
rannsakaðir vísindalega og gefa
okkur vitneskju um það samfélag
sem var í Kahun, daglegt líf fólks-
ins og það tæknistig sem það var
á. Þannig snerta rannsóknir okk-
ar pyramydana óbeint.
Þeir sem unnu að smíði pýra- -
mídana bjuggu í frekar lokuðu
samfélagi með fjölskyldum sín-
um í Kahun. Það er líka athyglis-
vert að sumir þessara iðnaðar-
manna hafa verið útlendingar
sem ferðuðust um og seldu kunn-
áttu sína en bjuggu með
innfæddum iðnaðarmönnum í
þessu þorpi.
Að því er virðist voru þetta
frjálsir menn og sennilega hafa
þeir ekki verið mjög frábrugðnir
þeim sem ferðast um heiminn í
dag og selja kunnáttu sína varð-
andi stórar byggingarfram-
kvæmdir.
Þetta voru menn með iðn-
menntun en almennir verkamenn
unnu einnig við gerð pýramíd-
ana. Þeir voru ekki þrælar í eigin-
legum skilningi þess orðs, heldur
verkamenn sem unnu venjulega
ýmis landbúnaðarstörf. En þegar
ár flæddu yfir bakka sína eða ekki
var hægt að yrkja landið af öðrum
orsökum, hefur stjórnin gefið
þeim möguleika á að vinna við
pýramídana. Þrælahald hefur al-
mennt ekki þekkst í samfélagi
Fornegypta, þótt hinu gagnstæða
hafi oft verið haldiö fram.
- Voru Egyptar hræddir við
guðina?
Já, en annars trúðu þeir því að
ef þeir gerðu eitthvað gott fyrir
guðina myndu þeir endurgjalda í
góðu. Þess vegna sáu þeir mjög
vel fyrir daglegum þörfum guð-
anna og trúðu því að í staðinn
myndu guðirnir færa konungum
Egypta sigra í hernaði við óvinina
og fólkinu góða uppskeru og hag-
sæld.
Staða prestanna var sterk sem
seinna varð vandamál. Þegar
konungarnir fóru í hernað komu
þeir með fanga og mikinn auð
með sér til baka. Konungarnir
voru sannfærðir um að guðirnir
hefðu lagt þeim lið í hernaðinum
og gáfu því mikinn hluta auðæf-
anna til musteranna. Prestarnir
urðu þess vegna mjög auðugir og
þegar tímar liðu varð þessi staða
þeirra pólitískt vandamál.
Prestarnir fóru að keppa við
konungana um völd. Æðstu-
prestarnir réðu líka miklu um
hvaða meðlimur konungsfjöl-
skyldunnar skyldi erfa krúnuna
hverju sinni og stjórna landinu og
fer á söfn og sér þessa frábæru
muni og menjar og fær hvatningu
til að sækja Egyptaland heim.
Þetta þjónar því egyptum mjög
vel, ekki hvað síst hvað varðar
ferðamannaiðnað.
Aðalatriðið er að múmíurnar
séu varðveittar eins vel og mögu-
legt er þannig að hægt sé að rann-
saka þær og koma upplýsingum á
framfæri. Það er líka mikilvægt
að skipst sé á upplýsingum og í
Manchester höfiim við alþjóð-
legan gagnabanka. Við fáum
upplýsingar um múmíur og rann-
sóknir á þeim alls staðar úr
heiminum. Þessar upplýsingar
eru allar færðar í gagnabankann
og þeim miðlað til múmíusér-
fræðinga og lækna um allan heim.
Það er mikils virði að hafa
múmíurnar dreifðar sem víðast
þannig að fólk í ólíkum löndum
fái áhuga á málinu. Egyptar eiga
sjálfir mest af múmíum sem þeir
varðveita í Kairó-safninu og
draga að sér fólk alls staðar að.
- Að lokum ef þú berð saman
menningu Fornegypta almennt og
okkar menningu, er þá eitthvað í
menningu Egypta sem gœti reynst
okkur vel og við ættum kannski
að tileinka okkur?
Já. Mikið af handiðn Forneg-
ypta, sérstaklega skartgripirnir,
eru miklu betri að gæðum en þeir
skartgripir sem við gætum búið til
með sömu verkfærum í dag. Þeir
höfðu mjög gott hráefni og mjög
hæfa iðnaðarmenn og nægan
tíma til að framleiða þessa gripi.
Egyptar virðast líka hafa búið
við samfélagsform sem gafst frek-
ar vel í ljósi þess að það hélst
saman í 3.500 ár. Ekkert annað
samfélag hefur lifað svo lengi.
Þannig að burt séð frá mikilli
tæknikunnáttu okkar, sem meðal
annars hefur fætt af sér geimvís-
indi og svo framvegis, held ég að
lifnaðarhættir Egypta og lífsgæði
þeirra bendi til þess að þeir hafi
búið í menningarsamfélagi á háu
stigi.
-hmp
Þrátt fyrir töluverða bæklun hefur
Asru verið föngulegasta kona.
Þessi afsteypa af andliti hennar
er gerð eftir múmíunni og er talin
gefa mjög raunhæfa mynd af
raunverulegu útliti hennar þegar
hún var uppi fyrir um 3.000 árum.
Dr.Rosalie David er einn fremsti múmíusérfræðingur í heimi og segir
múmíurnar geyma heilmikinn fróðleik.
Árið 1890 studdi vefnaðarvöru
stórkaupmaðurinn Jesse Haw-
orth leiðangur fomleifafræðings-
ins Williams Flinders Petries til
Kahun og Gurob í Fayoum,
stærstu vin í eyðimörkum Eg-
yptalands. Petrie varð síðar fyrsti
prófessor Bretlands í egypskum
fræðum við University College (
London en leiðangrar hans lögðu
grunninn að glæsilegu safni eg-
ypskra fommuna í Manchester.
Petrie lét Haworth fá mikið af
þeim gripum og múmíum sem
hann fann í fjölmörgum leiðöngr-
um sínum en Haworth gaf
Manchester-safninu svo gripina,
tók þátt í kostnaðinum við að
stækka húsakynni safnsins og í
erfðaskrá sinni ánafnaði hann
safninu bæði fjármunum og forn-
gripum sem reynst hafa safninu
ómetanlegir.
Vafiö utan af fyrstu
múmíunni
Árið 1908 hófust síðan fyrstu
vísindalegu rannsóknirnar á
múmíum við Manchester-safnið,
þegar dr. Margaret Murray vafði
utan af fyrstu múmíunni í viður-
vist 500 áhorfenda sem fylgdust
spenntir með í grafarþögn í nær
tvær klukkustundir.
Rannsóknirnar héldu áfram
með nokkrum hléum en árið 1972
hóf önnur merk kona störf við
Manchestersafnið, dr. Rosalie
David. Á sjöunda aldursári
kviknaði áhugi hennar á egypsk-
um fræðum, þegar kennari í
skólanum hennar sýndi krökkun-
um myndir af pýramídunum.
Sjálf segir hún að áhugi hennar
hafi ekki kviknað fýrir alvöru fyrr
en hún hóf störf við safnið. Þá
voru nær áttatíu ár frá því dr.
Murray vafði utan af fyrstu múm-
íunni og dr. David fannst tilvalið
að taka aftur upp þráðinn þar
sem Murray skildi við hann.
Dr. David fer fyrir hópi vís-
indamanna sem rannsakar eg-
ypsku múmíurnar í Manchester
og notar til þess fullkomnustu nú-
tíma tækni. Hróður hennar hefur
farið borist og í dag er hún með
allra frægustu vísindamönnum á
sínu sviði. Nýtt Helgarblað var á
ferðinni í Manchester og leit inn á
safninu hjá dr. David og spurði
hana út í rannsóknir hennar. Dr.
David er glaðvær fremur lágvaxin
kona og hafði greinilega gaman
af að skýra út vinnu sína.
- Hafa rannsóknirnar á múmí-
unum eitthvert gildi fyrir aðra en
þá sem þœr stunda?
Já, múmíurnarermjög athygli-
sverðar heimildir vegna þess að
með rannsóknum á þeim má
komast að ýmsu um mataræði
þessa fólks í lifanda lífi, lífsmáta
þess og þá sjúkdóma sem hrjáðu
það og stundum má greina dánar-
orsök þess. Þannig að múmíurnar
geta sagt okkur töluvert um
samfélag Fornegypta og almennt
heilsufar þeirra.
Fornir ættingjar
dreiföir um heiminn
í mörgum tilvikum er hægt að
sjá nákvæmlega hvaða einstak-
lingar þetta voru vegna þess að
múmíurnar eru í kistum og nafn
og titill einstaklingsins eru skráð
á kisturnar. Þannig getum við oft
rakið hvaðan múmíurnar eru og
frá hvaða tíma og sumar þeirra
eru skyldar hver annarri. Til
dæmis höfum við múmíu hér í
Manchester sem er skyld múmíu í
Bristolsafninu. Við getum því
stundum rakið fjölskyldur múmí-
anna um heiminn þveran og endi-
langan sem er mjög áhugavert
þegar verið ear að rannsaka sjúk-
dóma, og hvort þeir hafa verið
ættgengir.
- Máfinna ættgenga sjúkdóma
í konungsfjölskyldum Egypta
eins og konungsfjölskyldum Evr-
ópu?
Já. Múmíur egypsku konungs-
fjölskyldunnar hafa að vísu að-
eins verið rannsakaðar með hjálp
röntgenmynda. En í þeim múmí-
um þar sem mögulegt hefur verið
að rannsaka líkamsvefi hefur
.,tundum mátt greina visst myn-
stur sjúkdóma í ákveðnum fjöl-
skyldum.
Þetta eru sjúkdómar sem eru
til í dag. En tíðni krabbameins er
til dæmis mjög lág, vegna þess að
meðalaldur fólks á þessum tíma
var í kringum fjörutíu ár og
krabbamein leggst aðallega á fólk
sem er eidra en það. Krabbamein
greinist líka nær eingöngu í
beinum múmíanna, það finnst
síður í líkamsvefjum.
Venjulega náði fólk ekki hærri
aldri en fjörutíu ára en sumir
urðu eldri. Við vitum til að
mynda af múmíum af konung-
bornu fólki sem náði allt að níutíu
ára aldri. Það lítur út fyrir að tíðni
ungbarnadauða hafi verið mjög
há en ef börn náðu að lifa af fýrsta
árið voru lífslíkur þeirra að öllum
líkindum mjög miklar.
Við höfum þróað læknisfræði-
lega tækni við rannsóknir á múm-
íunum. Árið 1975 vöfðum við
utan af múmíu en við það féll hún
algerlega saman. Eftir það höfum
við þróað tækni sem hróflar svo
til ekkert við múmíunum en hún
felst í notkun sneiðmyndatækis
og örmyndavéla sem gerir okkur
kleift að skoða múmíurnar bæði
innan frá og utan og að finna lík-
amsvefi. Ef við finnum líkam-
svefi getum við síðan beint tækj-
unum að þeim, stækkað þá upp
og skoðað þá án þess að skemma
múmíuna.
Þannig komumst við hjá því að
opna múmíuna en fáum samt
miklar upplýsingar. Þetta er
mikil framför sem við höfum
unnið að síðan árið 1984.
Gátan leyst
- Er tæknin sem notuð var til
að gera líkamsleifar fóíks svona
varanlegar enn ráðgáta eða þekk-
ið þið og kollegar þínir þessa
tækni í dag?
Já, við vitum hvernig þetta var
gert. Það hafa verið gerðar til-
raunir hér við safnið á dauðum
rottum, þar sem ólíkar aðferðir
hafa verið bornar saman. í aðal-
atriðum fór þetta fram í tveimur
þrepum. Fyrst var hinn látni
skorinn upp og öll innyfli eins og
lungu og lifur fjarlægð en hjartað
og nýrun voru skilin eftir. Síðan
meðhöndluðu líkmennirnir inn-
yflin og líkamann með natroni
sem er náttúrulegt efni í Egypta-
landi og hefur þann eiginleika að
draga allt vatn úr líkamsvefjum
þannig að þeir verða mjög þurrir
og rotna ekki.
Egyptar voru byrjaðir að gera
múmíur þegar árið 5.000 fyrir
Krist þegar þeir dauðu voru
bornir til grafar í sandi. Sandur-
inn var heitur og þurr og þurrkaði
líkin með eðlilegum hætti. Eftir
það byrjuðu þeir að byggja flókin
grafhýsi fyrir meðlimi konungs-
fjölskyldunnar og aðalinn. í þess-
um grafhýsum voru herbergi neð-
anjarðar hlaðin úr múrsteinum
og það var hólf á milli sandsins og
múrsteinanna þannig að lflrin
hrömuðu mjög hratt.
Um þetta leyti höfðu þróast í
Egyptalandi þau trúarbrögð að
hver einstaklingur hefði sál eða
anda sem héldi áfram að vera til í
öðru lífi og að þessi andi þyrfti að
koma til baka í líkamann í graf-
hýsunum til að taka á móti matar-
gjöfum. Af þessum sökum þurfti
andinn á varanlegum líkama að
halda. Upp úr þessu fundu þeir
aðferð sem gerði þeim kleift að
gera það sem við köllum í dag
múmíur. Þessi meðferð verður
því til af trúarástæðum en byggir
á því sem gerist af náttúrulegum
orsökum þegar fólk er grafið í
eyðimörkinni.
- Voru það þá forréttindi
konung- og eðalborinna að eiga
líkama til að hverfa til úr fram-
haldslífinu?
Já. Fyrst voru einungis gerðar
múmíur úr meðlimum konungs-
fjölskyldunnar en síðan fylgdi að-
allinn á eftir og að lokum þeir
einstaklingar úr hástéttinni sem
höfðu efni á þessari meðferð. En
alger meirihluti þjóðarinnar,
sennilega um 80%, var áfram
grafinn í sand.
Á þessari mynd sést mjög vel hvernig múmíurnar eru vafðar. Myndir;
Kristín Gestsdóttir
Sálir almennings hurfu því aft-
ur til líkama sinna sem þornuðu
með náttúrulegum hætti en fengu
í raun enga meðferð. Þegar við
skoðum múmíur erum við þar af
leiðandi að skoða líkamsleifar
æðstu einstaklinga þjóðfélagsins
en ekki almennings.
- Hafið þið einhverja vitneskju
um daglegt lífþessa fólks?
Við höfum verulegar upplýs-
ingar um daglegt líf þessara ein-
staklinga vegna þess að hvers-
dagslegir hlutir voru settir í graf-
irnar með þeim þar sem því var
trúað að einstaklingurinn þyrfti á
klæðnaði, andlitsfarða, leirkerj-
um, skartgripum og eldunar-
áhöldum og svo framvegis að
halda í næsta lífi. Þessir hlutir
voru því settir í grafimar.
Fornleifafræðingar hafa líka
grafið upp úr rústum bæja ýmsa
gripi sem fylla upp í myndina.
Það má Ifka komast að ýmsu um
mataræði fólksins með því að
skoða til dæmis tennumar í múm-
funum. Á tönnunum sést að þetta
fólk hefur þjáðst af tannsjúkdómi
sem lagðist á yfirborð tannanna
og er rakinn til brauðsins sem það
borðaði en það var mengað
grófum sandi. Þegar komið var
fram á unglingsárin vom tenn-
umar því mikið eyddar og eftir
því sem fólk varð eldra þvf verri
vom tenumar sem aftur leiddi til
alls kyns tannholdssjúkdóma og
jafnvel blóðeitmnar.
Múmíur í Mancnester
í egypsku deildinni í Manchester-safninu má sjá þessa múmíu af konu að nafni
Asru, sem talin er hafa verið uppi á tímabilinu 730-664 f. Kr. Hún hefur að öllum
líkindum lifað frekar kvalafullu lífi. Rannsóknirdr. David hafa leitt í Ijós að hún var
með samgróna hryggjarliði, engin liðarmót í fingrum og gat ekki andað í gegnum
nefið.
- Egyptar kunnu töluvert fyrir
sér í læknisfræði. Hafið þið fund-
ið einhver merki þess?
í raun og vem ekki. Egyptar
stunduðu í gmndvallaratriðum
tvenns konar læknismeðferð,
skurðlækningar, sem að mestu
vom byggðar á hjátrú, og lyfja-
meðferð en það hafa ekki fundist
neinar lyfjamenjar í múmíunum.
Það er því mjög erfitt að fullyrða
að ákveðin múmía hafi fengið
einhverja tiltekna lyfjameðferð
hjá læknum.
Engu að síður er ömggt að
Fomegyptar vom byrjaðir að
nota lyf við lækningar um 2.000
fyrir Krist. En eins furðulegt og
það nú er þá vom engin lyf sett í
grafhýsin hjá múmíunum. Sjálf-
sagt hefur heldur ekki verið talin
þörf á því þar sem menn stóðu í
þeirri trú að eftir dauðann yrðu
þeir líkamlega fullkomnir. Sjúk-
dómar og slík vandamál fylgdu
mönnum ekki inn í næsta líf og
þess vegna engin þörf á lyfjum í
næsta lífi.
- Hefur þú sjálf rannsakað
pýramídana?
Ekki að neinu ráði. Þær rann-
sóknir hafa ekki beinlínis verið á
mínu sviði. Annað aðalsvið mitt
em egypsku musterin, en dokt-
orsverkefnið mitt fjallaði um
hlutverk þeirra í trúarbrögðu-
num. Pýramídarnir snertu ein-
ungis mínar rannsóknir ef þeir
tengdust á einhvern hátt muster-
unum. Uppbygging pýramídanna
sjálfra kom þar ekkert við sögu.
Musterið var hús guðanna og
prestarnir vom í raun þjónar guð-
anna og hlutverk prestanna var
að sinna óskum þeirra. Hver guð
var táknaður með styttu og prest-
amir báru mat að styttunum
þrisvar á dag með ákveðinni trú-
arathöfn, stytturnar voru klædd-
ar upp og málaðar og krýndar
kórónu. Að athöfninni lokinni
var maturinn auðvitað eftir ó-
snertur. Svo hann var tekinn burtu
og færður forfeörum konung-
anna sem að sjálfsögðu snertu
heldur ekki á honum. Eftir það
var matnum skipt á milli prest-
anna sem þeirra dagleg greiðsla.
Þeir fengu því þrjár góðar máltíð-
ir á dag.
Föstudagur 16. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13