Þjóðviljinn - 16.02.1990, Síða 14
— ef satt væri
Bréf til Þrastar Haraldssonar,
Þjóðviljanum, frá Birni G.
Björnssyni, framkvæmdastjóra
Dagskrárgerðarsviðs, Stöð 2,
með ósk um birtingu í blaðinu.
Kæri Þröstur.
Ég les stundum pistla þína um
fjölmiðla og er oftar en ekki sam-
mála þér um margt. Þess vegna
langar mig til að leiðrétta mis-
skilning sem gætti í pistlinum
föstudaginn 9. febrúar sl. þar sem
ég tel víst að þú viljir heldur hafa
það sem sannara reynist.
Þar fullyrðir þú, eins og sá sem
hefur sannnleikann sín megin, að
Jón Ólafsson. einn þeirra at-
hafnamanna sem nýlega afréð að
hætta hluta af eigum sínum til
þess að Stöð 2 megi starfa áfram,
hafi í hagsmunapoti „vikið frá
ungri konu sem sá um poppþátt".
Ljótt, ef satt væri, varð mér að
orði við Iesturinn.
Nú vill svo til að þrátt fyrir at-
orku sína og dugnað á ýmsum
sviðum stjórnar Jón Ólafsson
ekki innlendri dagskrárgerð á
Stöð 2, heldur hef ég haft það á
minni könnu frá því um mitt ár
1987. Það hefur ekki alltaf verið
auðvelt því hugur stjórnenda
stöðvarinnar hefur ævinlega stað-
ið til mun meiri dagskrárgerðar
en raunveruleg fjárhagsstaða
leyfði og oftar hefur þurft að
hafna en velja. Nýir eigendur
hafa sömuleiðis lýst yfir metnaði
fyrir hönd innlendrar dag-
skárgerðar enda er það trú mín
að þeir hafi einkum verið að fjár-
festa í íslenskri sjónvarpsstöð.
Til að gera innlenda dag-
skrárgerð að veruleika í þeim
mæli sem raun ber vitni hefur
Stöð 2 mátt leita allra leiða til að
mæta kostnaði. Árangursríkast
hefur verið að halda framleiðslu-
kostnaði innan stöðvarinnar í lág-
Ljótt
marki og leita ætíð hagkvæmustu
leiða. Þannig skilaði mitt fólk um
33.000 mínútum af efni á dagsk-
rána árið 1989 fyrir um 145
milljónir króna sem gerir meðal-
verð á hverja mínútu um kr.
4.400. (Hér er allur kostnaður
reiknaður.) Þessa tölu mættu
reiknimeistarar þeirrar sjón-
varpsstöðvar, sem spilar með al-
mannafé, skoða nánar.
En ráðdeild og sparsemi dugar
ekki alltaf til. Þegar Stöð 2 hóf
göngu sína var hugtakið „kostun"
svo til óþekkt hér á landi, nema
þá helst í íþróttum. Með orðinu
„kostun" er gerð tilraun til að
þýða erlenda hugtakið „sponsor-
ship“, sem á við það þegar
óskyldur aðili leggur fé af mörk-
um til dagskrárgerðar og fær ekk-
ert fyrir snúð sinn nema að nafn
hans er tengt útsendingu þáttar-
ins. Þessa leið hefur Stöð 2 farið í
nokkrum mæli og með prýði-
legum árangri. Margir stórvið-
burðir hafa komið fyrir augu
áhorfenda okkar vegna stuðnings
fyrirtækja í formi „kostunar" sem
ella hefðu aldrei birst á skjánum.
Nægir að nefna Heimsbikar-
mótið í skák 1988 og einvígi Jó-
hanns og Kortsnojs í Kanada.
Ég hef aldrei getað skilið ótta
vinstri manna við „kostun". Þetta
er einhver snjallasta leið sem
fundin hefur verið upp til að láta
„gróða kapítalistanna“ renna til
þarfra verka í almannaþágu og
mun betri en að leita sífellt í vasa
skattborgaranna í gegnum ríkis-
sjóð, enda er aðferðir fundin upp
í Ameríku.
Glöggir menn eins og núver-
andi menntamálaráðherra hafa
komið auga á þessa leið og er þess
að vænta að henni verði gert hátt
undir höfði í nýjum lögum um
kvikmyndir þannig að fjárfram-
lög einstaklinga eða fyrirtækja til
kvikmyndagerðar verði tvöfalt
frádráttarbær frá skatti og þar
með lyftistöng íslenskri menn-
ingu. Fleiri hafa komið auga á
kosti „kostunar“ því sjálft ríkis-
sjónvarpið merkir nú æ fleiri
þætti sína óskyldum stuðnings-
aðilum úti í bæ.
Með „kosturí' er engan veginn
verið að rýra gildi viðkomandi
dagskrár og þaðan af síður felst í
henni framsal ritstjórnarvalds
(Editorial Rights). Ég þekki eng-
in dæmi þess að „kostanda" hafi
staðið til boða að ráða efni, inni-
haldi eða áherslum í „kostaðri"
dagskrá, enda hefði slíkt aldrei
komið til greina. (Ef til vill er
„kosturí* leið út úr fjárhags-
þrengingum Þjóðviljans?).
Nóg um það. Nú er það svo að
dagskrárgerð í sjónvarpi þarf
alltaf dálítinn undirbúningstíma.
Dagskráin er ákveðin marga
mánuði fram í tímann og lagðar
línur fyrir heilt „dagskrártímabil"
í einu. Þannig er fyrir löngu
akveðið hvað er á dagskrá út vet-
urinn og nú er verið að vinna
áætlanir fyrir sumarið og næsta
haust. Sjónvarpsvísirinn gerir
það svo að verkum að við þurfum
að ákveða smáatriðin með
tveggja mánaða fyrirvara.
Þegar vetrardagskráin 1989-90
var ákveðin sl. haust og öllu inn-
lendu dagskrárfé hafði verið ráð-
stafað voru margir þættir eftir á
óskalistanum. Þar á meðal var
poppþáttur fyrir unglinga sem oft
vilja verða afskiptur hópur. Þá
var samþykkt að leita leiða til að
fá slíkan þátt kostaðan að öllu
leyti. Eftir nokkra könnun kom í
ljós að tveir aðilar, sem oft hafa
reynst okkur góður bakhjarl,
voru reiðubúnir að skipta kostn-
aði við gerð þáttarins á milli sín;
Vífifell (Coca-Cola) og Ólafur
Laufdal (Hollywood og Aðal-
stöðin). Þannig var lagt af stað í
byrjun nóvember og Margrét Ól-
afsdóttir, umsjónarmaður þáttar-
ins, var framlag Aðalstöðvar-
innar.
í desember, eftir fjóra þætti,
tjáði Ólafur Laufdal mér að hann
vildi losna úr þessu samstarfi og
tilgreindi tvær ástæður; breyting-
ar voru fyrirhugaðar á rekstri
Hollywood og kannanir staðfestu
að hlustendahópur Aðalstöðvar-
innar var annar en sá sem stefnt
var að með þættinum. Auk þess
hafði Aðalstöðin ekki notfært sér
þann rétt að senda þáttinn út í
dagskrá sinni. Mér var ljúft að
verða við óskum Ólafs, enda var
gerð þessa þáttar aðeins lítið brot
af ánægjulegu samstarfi hans og
Stöðvar 2 á mörgum sviðum.
Slitum við samstarfinu með
samningsbundnum fyrirvara og
Stöð 2 tók á sig hans hluta kostn-
aðarins.
Þetta er lítill heimur og strax í
desember hafði Páll Þorsteinsson
fengið veður af þessum breyting-
um. Hann hafði samband við mig
símieiðis og stakk upp á samstarfi
við Stjörnuna um gerð þáttarins.
Stjarnan leggur áherslu á tónlist
við hæfi ungs fólks og var því
vænlegur kostur. Þá þegar hófst
undirbúningur að breyttum
poppþætti. í lok desember voru
nöfn Hollywood, Aðalstöðvar-
innar og Margrétar Hrafnsdóttur
felld út úr sjónvarpsvísi febrúar-
mánaðar, sem þá var í vinnslu. Þá
var hins vegar ekki fyrirséð hvaða
dag í febrúar hinn nýi þáttur gæti
tekið við svo gamla nafnið var
látið halda sér út mánuðinn.
Þegar þessar breytingar voru
ákveðnar óraði engan fyrir því
hvaða stefnu hlutafjármál Stöðv-
ar 2 myndu taka á nýju ári, ekki
frekar en að Stöð 2 mundi taka
upp skemmtiatriðin á nemenda-
móti Versló sama daginn og
skólastjóri þess sama skóla tók
við starfi sjónvarpsstjóra á Stöð
2! Hér eru á ferðinni svo einstak-
ar og skondnar tilviljanir að engu
tali tekur. Enda sagði Flosi ein-
hvern tíma að raunveruleikinn
væri fáránlegri en skáldskapur-
inn.
Svo einfalt er nú það. Ég lái þér
ekki, Þröstur minn góður, að
draga þá ályktun um Jón Ólafs-
son, sem birtist í pistli þínum eins
og þið eruð innstilltir þarna á
Þjóðviljanum, því eins og segir í
kunnri íslendingasögu, hann lá
svo vel við höggi!
Ég hef nú haft þetta svona ýtar-
legt vegna þess að mér finnst
endilega að sá, sem skrifar um
fjölmiðla í málgagni sannleikans,
megi fræðast ögn um fjölmiðla og
starfið þar. Þrátt fyrir góðan vilja
má ekki ætla að áhrifa hinna nýju
eigenda Stöðvar 2 fari að gæta
verulega í innlendri dagskrárgerð
fyrr en með haustinu og þá einna
helst í því að þeir munu tryggja
stöðinni fjármagn til að halda
dagskrárgerðinni áfram. Og ég
þori að fullyrða að eðlileg vinnu-
brögð verða án efa í öndvegi.
Svona til gamans: Eins og þið á
blöðunum hafið menn í því að
horfa á og skrifa um sjónvarp,
höfum við á Stöð 2 stundum velt
því fyrir okkur hvort það væri
ekki ráð að við gerðum slíkt hið
sama með blöðin: Valinkunnir
heiðursmenn setjast með afrakst-
ur liðinnar viku, t.d. eftir
hádegismatinn á sunnudögum, fá
sér kaffibolla og segja kost og löst
á blöðunum. Hve mikið aðkeypt,
erlent efni? Hve mikil innlend
dagskrárgerð? Hve miklar aug-
lýsingar? Slappur leiðarinn hjá
Jónasi núna? Skyldu blöðin vera
nógu skemmtileg til að halda
uppi slíkum þætti? Hver veit?
Eftir að hafa lesið pistilinn
þinn velti ég því fyrir mér hvort
það hefði ekki verið rétt af þér að
slá á þráðinn til mín upp á stöð
áður en þú skelltir honum í prent-
un og spyrja mig hvort þetta væri
satt með Jón Ólafsson. En svo sá
ég strax að þá hefði ekki verið
neinn pistill.
Svona blaðamennska er auð-
vitað til skammar en er því miður
orðin alltof algeng. Þeir, sem
falla í þá gryfju að sverta mann-
orð annarra og byggja aðeins á
óstaðfestum grun, eiga sinn stóra
þátt í því að blað eins og Þjóð-
viljinn á við fjárhagsvanda að
stríða vegna fárra lesenda.
Mér finnst þó alvarlegast af
öllu því sem fram kemur í
pistlinum, að þú játar það að
Þjóðviljinn skuli hafa mann í því
að skrifa um fjölmiðla, sem horfir
ekki á þá. Fáðu þér myndlykil hið
fyrsta og kynntu þér það fjöl-
breytta sjónvarpsefni sem Stöð 2
býður áskrifendum sínum uppá,
og skrifaðu svo.
Þá gæti svo farið að ég gerðist
áskrifandi að Þjóðviljanum.
NÁMU NÁMSSTYRKIR
Landsbanki íslands auglýsir eftir umsóknum um
tvo styrki sem veittir verða NÁMU-félögum.
BB Einungis aðilar að námsmannaþjónustu
Landsbanka íslands, NÁMUNNI, eiga rétt á að
sækja um þessa styrki.
WM Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁM-
UNNI fyrir 15. mars 1990, eiga rétt á að sækja um
styrk vegna þessa námsárs.
BWi Hvor styrkur er að upphæð 100 þúsund
krónur og verða þeir afhentir í byrjun apríl 1990.
K| Umsóknir er tilgreini námsferil, heimilishagi
og framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka ís-
lands eigi síðar en 15. mars næstkomandi.
J Umsóknir sendist til:
Landsbanki íslands, Markaðssvið,
b.t. Ingólfs Guðmundssonar,
Austurstrœti 11, 155 Reykjavík.
Náman er nafn á heildarþjónustu Landsbanka íslands, sem er sér-
slaklega sniðin að þörfum námsfólks. Allir námsmenn 18 ára og eldri
eiga rétl á að sœkja um aðild að þessari þjónustu.
í NÁMUNNl er nú m.a.:
- Einkareikningur með yfirdráttarlieimild, 3 ókeypis tékkhefti,
einkareikningslán o.fl.
- Kjörbók, háir vextir, ekkert úttektargjald ef keypt eru verðbréf.
- Visa-kort strax við upphaf viðskipla.
- Námslokalán, allt að 500.000,-, lánstími allt að 5 ár, viðtal við
bankastjóra óþarft.
- Ráðdeild, þjónusturit Landsbankans, ókeypis áskrift.
- Filofax-minnisbók, ókeypis eftir 6 mánaða skilvís viðskipti.
- Styrkveiting, tveir styrkir á hverju ári.
- Dreifing og móttaka gagna fyrir Lánasjóðinn, eyðublöð og
bœklingar LÍN liggja frammi í afgreiðslum Landsbankans. Af-
henda má öll gögn sem eiga að fara til LÍN í afgreiðslum
bankans. Viðkomandi afgreiðslustaður sér síðan um að koma
gögnunum til LÍN samdœgurs.
- Ráðgjöf og upplýsingar, sérstök mappa með upplýsingum, út-
reikningum á greiðslubyrði lána o.fl.
Til að öðlast þessi réttindi þarf aðeins að stofna Kjörbók og Einka-
reikning. Þeir námsmenn sem fá lán frá LÍN verða einnig að leggja
námslánin inn á Einkareikning.
Með kveðju,
13.2. 1990,
Björn Björnsson
Ræktunarstjóri
Skógrækt ríkisins óskar aö ráöa ræktunar-
stjóra, er veiti forstööu gróðrarstöð stofnunar-
innar á Mógilsá í Kjalarneshreppi. Umsækjend-
ur þurfa að kunna góð skil á ræktun trjáplantna.
Búseta ræktunarstjóra verður á Mógilsá.
Umsóknir sendist skógræktarstjóra, Jóni Lofts-
syni, Skógarlöndum 3,700 Egilsstöðum, fyrir 1.
mars 1990.
Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar á skrif-
stofu Skógræktar ríkisins, Egilsstöðum, sími
97-12100, telefax 97-12172.
Fóstra óskast
Foreldrafélagið Gríma leitar að fóstru til að veita
faglega forstöðu dagheimilinu á Hjónagörðum.
í boði er:
★ Gefandi starf með börnum 6 mánaða - 2ja
ára og 5-9 ára á tveimur deildum.
★ Áhugasamir foreldrar og gott starfsfólk.
★ Skemmtilegt umhverfi og yndisleg börn.
★ Góð laun.
★ Sér ekki um fjárhagslegan rekstur.
Áhugasamar fóstrur hafið samband í síma
624221 eða 623605 milli kl. 17 og 21.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið ísafirði
Félagsfundur
verður haldinn á Hótel Isafirði þriðjudaginn 20. febrúar klukkan
20:30.
Dagskrá:
1. Drög að framboðslista.
2. Önnur mál.
Áríðandi að allir mæti.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Kópavogi
Opið hús
Opið hús. Rabbfundir alla laugardaga milli 10 og 12 á skrifstofunni
í Þinghóli, Hamraborg 11.
Verið velkomin. Stjórnin
Alþýðubandalagið Kópavogi
Skrifstofa félagsins
verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga.
Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fréttir af
málefnum bæjarfélagsins og greiða félagsgjöldin.
Sími 41746. Stjórnin
14 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ