Þjóðviljinn - 16.02.1990, Page 19

Þjóðviljinn - 16.02.1990, Page 19
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Stórveldaslagurinn í Reykjavík Þrátt fyrir fjarveru Garrí Kaspar- ovs heimsmeistara og Anatoly Karp- ovs verður stórveldaslagurinn í Reykjavík eða VISA-IBM Chess summitt einhver eftirtektarverðasta skákkeppni síðari ára. Einar S. Ein- arsson forstjóri VISA Island á heiðurinn af þessari keppni en fyrir fjórum árum stóð hann fyrir viður- eign úrvalsliðs Norðurlanda og Bandaríkjanna. Vonandi verður haldið áfram á sömu braut og það væri t.d. mikill fengur í þvíað fá hing- að heimsmeistarakeppni landsliða sem haldin er fjórða hvert ár en fs- land fengi sjálfkrafa þátttökurétt og kostnaður við keppnina varla meiri en við þessa. VISA - IBM Chess Summitt hefst á afmælisdegi Bobby Fischers, 9. mars, og stendur í viku. Fjórar sveitir: Sovétríkin, Bandarík- in, England og úrvalslið Norðurlanda tefla tvöfalda umferð á tíu borðum og þegar hefur liðsskipan verið gefin upp. Sovéska liðið er á pappírnum það langsterkasta og enginn aðal- maður er undir 2600 Elo stigum og má geta þess að á lista yfir 100 stiga- hæstu skákmenn heims eru meira en helmingur sovéskir skákmenn. Nú hefur verið gengið frá borðaröð sveitanna og niðurstaðan er þessi: Sovetríkin: 1. Jusupov 2. Ivantsúk 3. Vaganian 4. Sokolov 5. Gurevic 6. Dolmatov 7. Azmaparasvili 8. Polugajevskí 9. Tukmakov 10. Dreev 1. varam.: Ein- gorn 2. varam. Makaritsjev. Norðurlönd: 1. Simen Agdestein 2. Helgi Ólafsson 3. Margeir Pétursson 4. Ferdinand Hellers 5. Jóhann Hjartarson 6. Wessman 7. Jón L. Árnason 8. Schus- sler 9. Yrjola 10. Mortensen 1. var- am.: Friðrik Ólafsson2. varam.: Karl Þorsteins. Bandaríkin: 1. Gulko 2. Seirawan 3. Federowics 4. De Firmian 5. Christiansen 6. Browne 7 Benjamin 8. Kudrin 9. Dlugy 10. Dzindzihasvili varamaður: Gurevic. England: 1. Short 2. Speelman 3. Nunn 4. Chandler 5. Hodgson 6. Aams 7. King 8. Suba 9. Mestel 10. Norwood 1. varam.: Kosten. Engin forföll verða í bandaríska eða enska liðinu en K skákrisarnir eru eins og áður sagði ekki meðal þátttak- enda. Karpov vegna einvígisins við Jan Timman og Kasparov vegna deilna sinna við sovéska skáksam- bandið en hann mun ekki tefla undir merkjum þess í næstu framtíð. Það er ekki þar með sagt að Kasparov sé mótfallinn því að tefla hér á landi, heldur þvert á móti. Hann hefur við ýmis tækifæri farið lofsamlegum orð- um um ísland og íslenskt skáklíf. Annars er sovéski skákskólinn eins og marghöfða þurs; sé eitt höfuðið höggvið af spretta fram tíu í staðinn. Öðru máli gegnir því miður um sveit Norðurlandanna en þar vantar nokkra góða. Ulf Andersson getur ekki teflt því hann verður aðstoðar- maður Timmans í einvíginu við Karp- ov. Curt Hansen mun tefla sýningar- einvígi við Kasparov í Kaupmanna- höfn á sama tíma og Bent Larsen ótt- ast dægursveifluna og leggur ekki í langferð frá Buenos Aires. Skákunnendur fá að sjá nokkur andlit þ.á m. stigahæsta keppandann og fjórða mann á heimslistanum Va- sily Ivantsjúk sem margir spá að verði áskorandi Kasparovs í framtíðinni. Flestir aðrir í sovésku sveitinni hafa teflt hér áður og það sama má segja um keppendur í hinum sveitunum. f ensku sveitinni er meðal annarra yngsti stórmeistari heims, Michael Adams og Nigel Short mun væntan- lega sýna klærnar á 1. borði en hann vann frækilegan sigur á IBM-mótinu 1987 Og þá víkur sögunni til Hastings þar sem elsta skákmót heims fór fram um síðustu áramót. Hið fyrsta var haldið 1851. í efsta flokki tefldu átta skákmenn tvöfalda umferð og sex af þátttakendum munu berjast hér í Reykjavík. Sergei Dolmatov vann sannfærandi sigur, hlaut 8V5 vinning úr 14 skákum og hefur sannarlega náð sér á strik eftir mörg mögur ár. f 2.-3. sæti komu Kanadamaðurinn Kevin Spraggett og Júgóslavinn Predrag Nikolic með l‘/z vinning, Speelman varð fjórði með 7 vinninga, Chand- ler, Gulko og Jusupov í 5.-7. sæti með 6 Yz vinning og Adams rak lestina með 6 vinninga. Besta skák mótsins var að öllum líkindum viðureign Dolmatovs og Speelman, en Sovétmaðurinn vann eftir hörku baráttu: Hastings 1989/90: Sergei Dolmatov - Jonathan Speelman Nimzoindversk vörn 1. e4-c6 2. d4-d5 3. exd5-cxd5 4. c4-Rf6 5.. Rc3-e6 6. Rf3-Bb4 7. Bd3-dxc4 8. Bxc4-0-0 9. 0-0-RÖ7 (Panov afbrigðið gegn Caro - Kann vörninni hefur snúist yfir í Nimzoind- vcrska vörn en leikur Speelmans er fremur óvenjulegur. Algengast er 9. ...b6) 10. Bg5-Bxc3 11. bxc3-Dc7 12. Bd3! (Aðeins þessi peðsfórn svarar kröfum stöðunnar. Speelman hefi sennilega átt að láta vera að hirða peðið því Dolmatov lumar á stórkostlegri sókn- aráætlum.) 12. .. Dxc3!? 13. Hcl-Da5 14. Re5!-Rxe5 15. Hc5-Da3 16. dxe5! (Glæsilega leikið. Framhaldið sýnir að útreikningar Domatiovs ganga al- veg upp.) 16. .. Dxc5 17. Bxf6-He8? (Var betri vörn fólgin í 17. .. gxf6? Hvítur á auðvitað rakið jafntefli og hann getur einnig teflt til vinnings með 18. Dg4+ Kh8 19. Dh4 (ekki 19. exf6 Hg8 20. dh4 h5!) f5 20. Df6+- Kg8 21. Hel ásamt — He3.) a b c d e f g h 18. Bxh7+!-Kxh7 19. Dh5+-Kg8 20. Dg5-Df8 21. Hdl!-b6 22. Hd4! (Örlítil ónákvæmni getur ávallt eyði- lagt vel teflda skák. Dolmatov gat leikið 22. Hd3 en hefur sennilcga hafnað þeim ieik vegna framhaldsins: 22. .. Ba6 23. Hg3-Had8 24. h3-Hd3! 25. f3-Hdl+-26. Kh2-Bd3! 27. Bxg7- Dc5! og svartur sleppur. Þessi glæsi- lega varnarleið er raunar dæmigerð fyrir Speelman sem er flestum slyng- ari í erfiðum stöðum.) 22. .. Ba6 23. Hg4-Be2 24. Bxg7-Bxg4 25. Bxf8+ Kxf8 26. Dxg4-Hac8 27. h4 (Hér var kannski betra að leika 27. Dg5 og þeyta h-peðinu síðan af stað. En þessi leikur á líka að duga.) 27. .. Ke7 28. Dg5+ Kd7 29. Df4-a5 (Ekki 29. .. Ke7 30. Df6+ Kf831. h5 og vinnur.) 30. Dxf7+ Kc6 31. Df3+ Kc5 32. De3+ Kc6 33. DD+ Kc5 34. Da3+ Kc4 35. Db3+ Kc5 36. a4-Hb8 37. Dc3+ Kd5 38. f4-Ke4 39. Df3+Kd4 40. Dc6-Ke3 41. Dcl+ Ke2 42. h5-Hec8 43. Dfl+ Kd2 44. Db5 Ke3 45. g3-Kd4 46. Kg2-Kc3 47. h6-Hh8 48. Dd7-b5 (Speelman hefur barist vel en Dol- matov ekki gefið nein færi. Þessi leikur skapar örlítið mótspil en dugar þó ekki.) 49. axb5-a4 50. b6-a3 51. Da4-Kb2 52. Db4+-Ka2 53. h7-Hbc8 54. b7—Hc2+ 55. Kf3-Hb2 56. Dc4+ Hb3 57. Kg4-Kb2 58. Dc8-Hxh7 59. b8(D)-Hg7+ 60. Kh5-Hgxg3 61. Dd6-Hh3+ 62. Kg6-Hbg3+ 63. Kf7-Hh7+ 64. Kxe6-Hh6+ 65. Kf5-Hxd6 66. exd6-a2 67. d7-al(D) 68. Db7+ - og svartur gafst upp. Stigahæsti keppandinn í stórmeist- araslagnum, Vasily Ivantsjúk. í síðsta pistli birtist eftirfarandi skákþraut: a b c d e f g h Hvítur mátar í 3. leik: Lausn: 1. Ra5!-Kd7 (eða 1. .. Kf8, 2. Rac6-Ke8 3. De7 mát) 2. Rdc6! Kc7 2. .. Ke8, 2, .. Ke6, 2. .. Kd6, 3. De7 anát. 2. .. Kc8 3. Dd8 mát. ) 3. Dd8 mát. a b c d e f g h Hvítur mátar í 3. leik. í síðasta pistli var lokaleikur þraut- ar rangur, 3. Dd5 mátar í sað 3. De4 mát. Góour árangur okkar manna Eins og fram kom í síðasta þætti (sem hafnaði í glatkistu ritstjórnar Þjóðviljans) var Bridgehátíð um síð- ustu helgi. Fyrirkomulag var tvískipt; tvímenningskeppni 48 para á föstu- dag og laugardag og Flugleiðamót í sveitakeppni, með þátttöku 40 sveita, á sunnudag og mánudag. Svíarnir Tommy Gullberg og Hans Göthe sigruðu tvímenningskeppnina, eftir að Islendingapör höfðu leitt allt mótið. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson voru sagðir (ranglega) í 2. sæti, Valur Sigurðsson og Sigurður Vilhjálmsson sagðir í 3. sæti (rang- legaj og Hörður Arnþórsson og Símon Símonarson í 4. sæti. Hið rétta er, að þeir Hörður og Símon náðu 2. sætinu, en sökum mistaka þeirra í lokaumferð mótsins (þeir sátu í röng- um áttum) náðist ekki að leiðrétta þennan misskilning fyrir verðlauna- afhendingu. Þar af leiðir að pörin í 2.-3. sæti lækka um eitt sæti, því sjálf- sagt er að leiðrétta þennan misskiln- ing, enda fordæmi fyrir því allt mótið. Ekki er hægt annað en að undrast yfir þeirri ákvörðun mótanefndar, að hleypa óvönum spilurum, þótt rit- stjórar og fyrrum alþingismenn séu, inn í þessa tvímenningskeppni. Áð- urnefndur ritstjóri ætti frekar að hefja reglubundna keppnisspila- mennsku (hann hefur burði í það) frekar en að taka sætið frá mönnum sem stundað hafa keppnisbridge síð- ustu árin af kappi. Mótanefnd Bri- dgesambandsins er í vafasömum mál- um svo ekki sé meira sagt, ef þessi háttur á að vera á í framtíðinni, þegar velja á þátttakendur til keppni á móti sem þessu. Ennfremur mætti í alvöru skoða það mál að fækka keppendum eitthvað. Það eru engin 2 pör hér á landi sem eiga erindi í avörutvímenn- ingsmót. Sveit Flugleiða sigraði verðskuldað Flugleiðamótið í sveitakeppni, eftir að hafa leitt mótið frá upphafi. I lokin náðu svo erlendu sveitirnar tvær að mjaka sér í 2. og 3. sæti. Aðrar ís- lenskar sveitir sem stóðu í eldlínunni mest allt mótið (á efstu borðum) voru sveitir Modern Iceland, B. M. Vallá, Ólafs Lárussonar og undir lokin Sig- mundar Stefánssonar (sem náði 5. sæti) og Tryggingamiðstöðvarinnar. Sveit Verðbréfa náði sér aldrei á strik, fyrr en t tveimur síðustu leikjum. Þess má geta að notast var við tölvuvinnslu frá VKS og Tækni- þróun í uppröðun sveita í mótinu. Jóhann Þórir Jónsson bókaútgef- andi hefur gefið út bridgebókina Víg- reif vörn í þýðingu Þórarins Guð- mundssonar. Þetta er bókin Killing Defence eftir Hugh Kelsey, sem út- valdir bridgespilarar kannast vel við. Óhætt er að mæla með bókinni, sem er 221 bls. í pappírskilju. Fjöldi dæma er í bókinni, sem flest eru í hæsta gæðaflokki, enda Kelsey besti bridge- rithöfundur heims í dag. Bókin fæst m.a. hjá Bridgesambandinu og í bókaverslunum. Sveit Magnúsar Torfasonar varð Reykjanesmeistari í sveitakeppni eftir keppni 9 sveita í Hafnarfirði fyrir skemmstu. f 2. sæti varð sveit Huldu Hjálmarsdóttur og í 3. sæti Ragnars Jónssonar. Bræðurnir Ásgrímur og Jón Sigur- björnssynir urðu svæðismeistarar Norðurlands vestra í tvímennings- keppni, eftir 20 para mót, sem spilað var í Fljótunum nýlega. Rétt á eftir þeim urðu bræður þeirra, Anton og Bogi Sigurbjörnssynir, en aðeins skildi á milli þeirra einn slagur eða svo. Jakob Kristinsson stjórnaði mót- inu. Jón Stefánsson og Sveinn Sigur- geirsson sigruðu aðaltvímennings- keppni Skagfirðinga, sem lauk sl. þriðjudag. Þeir hlutu 269 stig. f 2. sæti urðu Steingrímur Steingrímsson og Örn Scheving með 245 stig og 3. sæt- inu náðu svo Guðrún Hinriksdóttir og Haukur Hannesson með 209 stig. Allt spilaáhugafólk velkomið í Síðu- múla 35 kl. 19.30. Minnt er á skráninguna í íslands- mót kvenna og yngri spilara í sveitak- eppni, sem háð verður um aðra helgi. Skráð er hjá BSÍ. f næsta þætti verður fjallað um þá ákvörðun stjórnar Bridgesambands- ins að færa undanúrslit Islandsmóts- ins í sveitakeppni til Akurcyrar, dag- ana 22.-25. mars. Síðustu fréttir af þessari skoplegu ákvörðun eru þær, að spilamennska hefjist kl. 13 á fimmtudaginn 22. mars og ljúki um kvöldmat á sunnudeginum 25. mars. Um 200 manna hópur spilara tekur BRIDGE þátt í undanrásunum, þaraf um 150- 160 manns af höfuðborgarsvæðinu. Meðalútgjöld spilara vegna þessarar ferðar (þeirra sem enga styrki fá frá félögunum) verða um 30 þúsund krónur, sem þýðir að útgjöldin munu slaga átt í ársveltu Bridgesambands- ins. Af og til fá menn tækifæri til að skapa sér ódauðlegt nafn. Sumir semja tónlist, aðrir grúska í bók- menntum eða lita á léreft, en Páll Valdimarsson spilar bridge. Hér er dæmi um „ódauðleikann" (en Páll gaf þetta tækifæri frá sér og mun því væntanlega falla í gleymsku, eins og við hinir meðal Jónar bridgeleiksins): S: K102 H: ÁKG10 T: K2 L: ÁD92 S: ÁDG83 H:------ T: G543 L: G543 Páll var sagnhafi í 6 spöðum (við skulum ekkert ræða sagnir, er haft eftir félögum Páls) og fékk út smátt hjarta. Einhver spilaáætlun? Þú reynir tíuna og hún heldur. Hvað svo? Spaðakóngur, spaðatía, eða spaðatveir? Jamm, allt nema spaðatvcir (sem Páll í reynd gluðraði af stað) og fer með samganginn í spil- inu, þegar í ljós kemur að Austur átti alla 5 spaðana sem úti voru. Lítum á hvað gerist, ef við ákveð- um t.d. að fara af stað með spaðatíu. Smátt frá Austri, við yfirtökum á gosa og Vestur sýnir eyðu. Laufagosi af stað, kóngur á, tekið á ás, spaðakóng- ur og meiri spaði, áttunni svínað, tek- inn spaðaás og síðan lauf að drottn- ingu og níu. Það kemur lágt og við látum níuna duga. Hún heldur og Austur er með. 5 slagir á spaða, 3 á hjarta og 4 á lauf. Það sagði enginn að slemman væri falleg, en hún vinnst með þessari spilamennsku. Spilið kom fyrir í leik sveita Modern Iceland og Samvinnu- ferða/Landsýnar í sveitakeppni Brigefélagsins. Á hinu borðinu kom út spaði (spilað í Norður) og engin saga þar á ferð (sagnhafa skortir slag á hjartað, sem Páll fékk í upphafi). Og að lokum, tígulás lá á bak við kónginn. Skrítiö spil, birdge. Aths.: Ritstjórn biðst velvirðingar á að síðasti bridge-þáttur féll niður, en það var ekki af trassaskap heldur þurfti þátturinn að víkja vegna pláss- leysis í blaðinu. - ritstj. Ólafur Lárusson NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.