Þjóðviljinn - 24.03.1990, Síða 2
FRETTIR
Efnahagsmál
Kreppan á undanhaldi
Þjóðhagsspá: Betri horfur en áður í efnahagsmálum þjóðarinnar
Meiri hækkanir á sjávarafurð-
um á erlendum mörkuðum
en spáð var ásamt því að samið
var um minni launahækkanir en
gert hafði verið ráð fyrir. Þetta
hefur ma. leitt til þess að betri
horfur eru nú í efnahagsmálum
þjóðarinnar en talið var í spá
Þjóðhagsstofnunar fyrir árið
1990 sem gerð var í desember.
Þetta kemur fram í endurskoð-
aðri spá Þjóðhagsstofnunar, sem
birt var í gær um horfurnar í efna-
hagsmálum fyrir þetta ár. Að
mati stofnunarinnar eru því
mikilvægustu viðfangsefni hag-
stjórnar á næstunni að koma í veg
fyrir þenslu á næstu mánuðum.
Þensla gæti stefnt í tvísýnu þeim
árangri sem vænst er í viður-
eigninni við verðbólgu í kjölfar
nýgerðra kjarasamninga. Þjóð-
hagsstofnun telur því að þörf sé á
frekara aðhaldi í ríkisfjármálum,
peningamálum og gengismálum.
Helstu niðurstöður endur-
skoðaðrar þjóðhagsspár eru því
þessar: Skilyrði þjóðarbúsins
hafa batnað að undanförnu með
! hækkun á verði útfluttra sjávar-
afurða. Reiknað er með að verð
sjávarafurða verði að meðaltali
um 10% hærra í ár í erlendri mynt
en það var í fyrra. Af þeim sökum
eru viðskiptakjör talin batna um
rúmlega 3% á milli áranna 1989
og 1990.
Þá hafa nýgerðir kjarasamn-
ingar breytt verðlagshorfum til
hins betra. Nú er talið að verð-
bólga gæti orðið um 7% frá upp-
hafi til loka árs 1990. Gangi þessi
spá eftir verður þetta minnsta
verðbólga hér á landi í tuttugu ár.
Spáð er að landsframleiðsla
standi í stað á þessu ári frá 1989.
Þjóðartekjur gætu aukist um 1%
vegna viðskiptabatans á þessu
ári. Þetta eru betri horfur en
reiknað var með í desemberspá
Þjóðhagsstofnunar. Þá var spáð
1% samdrætti bæði landsfram-
leiðslu og þjóðartekna. Engu að
síður telur Þjóðhagsstofnun rétt
að benda á að þetta eru mun lak-
ari hagvaxtarhorfur en í öðrum
löndum.
Reiknað er með að halli á við-
skiptum við önnur lönd verði um
5 miljarðar króna, eða sem svarar
til 1,5% af landsframleiðslu. Til
samanburðar var viðskiptahall-
inn 1,6% af landsframleiðslu í
fyrra og um 3,5% bæði árin þar á
undan.
Kaupmáttur atvinnutekna á
mann gæti orðið 2-3% minni en
hann var á síðasta ári. Hins vegar
breytist kaupmátturinn lítið í ár,
þar sem kaupmáttarrýrnunin var
að mestu komin fram í byrjun
ársins. Þetta er að nokkru minni
kaupmáttarrýmun en reiknað
hafði verið með í síðustu þjóð-
hagsspá.
Þá hefur afkoma sjávarútvegs
batnað vemlega með hækkandi
verði á útfluttum sjávarafurðum.
Þjóðhagsstofnun telur að nú séu
flestar greinar sjávarútvegs rekn-
ar með hagnaði að bátaflotanum
Sjóslys
Mann-
björg
varð
Mannbjörg varð í gærmorgun
þegar Hjördís KE sökk rétt fyrir
utan Stafnesið eftir að bráður leki
hafði komið að bátnum. Fjórir
menn voru á bátnum og var þeim
bjargað á kjöl af Hafnarberginu
RE. Ekki mátti tæpara standa því
björgunarbátur Hjördísar blés
ekki út þegar á reyndi.
Þá tók norskan rækjutogara
niðri á útleið frá ísafjarðarhöfn í
gær. Hann náðist af strandstað án
utanaðkomandi hjálpar..
-grh
Akureyri
Tíu daga
íþrótta-
hátíð
í gær hófst vetraríþróttahátíð
íþróttasambands íslands á Akur-
eyri og er þetta í þriðja sinn sem
hún er haldin. Hátíðin stendur
yfir í tíu daga og lýkur sunnudag-
inn 1. apríl.
Vetraríþróttahátíð ÍSÍ er að-
eins haldin á tíu ára fresti og er
hún með stærri íþróttaviðburðum
hérlendis. Boðið er uppá fjölda
íþróttagreina á leikunum, jafnt
keppnis- sem almenningsíþróttir.
Markmið Vetraríþróttanefndar
er að gera hlut almenningsíþrótta
sem mestan. -grh
undanskildum.
-grh
Bikarmót í hestaíþróttum fer fram í dag [ Reiðhöllunni og er þetta í fyrsta skipti sem mót sem þetta er haldið hér á landi.
Þegar hafa 220 keppendur þurft frá að hverfa í forkeppni og eftir eru 55 þátttakendur sem keppa í fjórum aldursflokkum.
Reiðskólinn stendur að mótinu sem sex íþróttafélög hestmanna taka þátt í. Mynd: Jim Smart.
Mosfellsbœr
Samfylking í burðarliðnum
Eg býst við að það verði gengið
frá sameiginlegum lista and-
stæðinga Sjálfstæðisflokksins í
Mosfellsbæ um helgina. Þetta er
eina leiðin til þess að velta meiri-
hlutanum, sagði Aðalheiður
Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins í Mosfellsbæ,
við Þjóðviljann í gær.
Samningar Alþýðubandalags,
Alþýðuflokks, Framsóknar-
flokks og Kvennalista um sam-
eiginlegan lista eru á lokastigi.
Gengið hefur verið frá málefna-
samningi, en listinn er í burðar-
liðnum. Viðræður hafa staðið yfir
síðan í byrjun mars.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
geysilega sterka stöðu í bæjar-
stjórn Mosfellsbæjar, hefur 5
fulltrúa af sjö. Alþýðubandalagið
er öflugast minnihlutaflokkanna,
en Framsóknarflokkur og
Kvennalisti eiga engan fulltrúa í
bæjarstjórn.
-gg
Seltjarnarnes
Breið samstaða
Hópur fólks utan flokka og fé-
lagar í Alþýðubandalagi, Al-
týðuflokki, Borgaraflokki,
'ramsóknarflokki og Kvenna-
ista á Seltjarnarnesi hyggst efna
il prófkjörs sjötta og sjöunda
iprfl. Nýja framboðinu er stefnt
;egn meirihluta Sjálfstæðis-
lokksins, sem hefur fjóra af sjö
læjarfulltrúum á Seltjarnarnesi.
I bígerð er að stofna nýtt bæj ar-
nálafélag, sem á að verða nýr
-ettvangur fyrir þá sem vilja
ireytingar á stjórn bæjarins, aðra
organgsröð verkefna og lýðræð-
islegri stjórnunarhætti.
Meðal þeirra sem standa að
nýja framboðinu eru Kristín
Halldórsdóttir, fyrrum þingmað-
ur Kvennalistans, Guðrún K.
Þorbergsdóttir, bæjarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins og Guðmund-
urEinarsson, bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins.
Niðurstaða prófkjörsins verð-
ur bindandi fyrir þrjú efstu sæti
listans, en raða verður í sex efstu
sætin ef kjörseðill á að teljast
gildur.
-gg
Garðabœr
Oháð kona í efsta sæti
Stefnt er að þvi að ganga frá
sameiginlegum lista óháðra, Al-
þýðubandalags, Framsóknar-
flokks og Kvennalista í Garðabæ
um eða eftir helgina. Búist er við
að kona sem ekki hefur áður
starfað að stjórnmálum verði í
efsta sæti listans.
Þreifingar um sameiginlegt
framboð hafa lengi staðið yfir í
Garðabæ. Alþýðubandálagið tók
frumkvæðið, Framsóknarflokk-
urinn sagði já, en Alþýðuflokk-
urinn hafnaði samstarfi. Kvenna-
listinn kom inn í viðræðurnar síð-
ar en aðrir.
„Við bindum miklar vonir við
þetta nýja framboð og teljum að
með þessu séum við að bjóða
Garðbæingum góðan valkost,"
sagði Hilmar Ingólfsson, bæjar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins, í
samtali við Þjóðviljann í gær.
-gg
Norrœna húsið
Þjóðfétagsskelmir
í heimsókn
Jan Guillou, umdeildurblaðamaður, þrillerahöfundur ogóvæginn
gagnrýnandiþjóðskipulags ogfjölmiðla, er gestur sœnskrar bóka-
kynningar
Sænski rithöfundurinn og blab-
amaðurinn Jan Guillou er
gestur sænskrar bókakynningar,
sem haldin verður í Norræna hús-
inu í dag. Á kynningunni mun
sænski sendikennarinn, Hákan
Jansson, kynna sænskar bækur
sem út komu á síðasta ári og Gu-
illou segja frá ritstörfum sínum og
lesa úr verkum sínum. Annað
kvöld verður haldinn fundur með
fjölmiðlamanninum Guillou í
Norræna húsinu og segir hann
þar frá starfl sínu sem blaðamað-
ur og talar um fjölmiðla.
Jan Guillou er einn þekktasti
og umdeildasti blaðamaður Sví-
þjóðar, auk þess sem hann hefur
nú skipað sér á bekk með met-
söluhöfundum og er nú sá rithöf-
undur sem mesta athygli vekur
þar í landi. Hann hóf feril sinn
sem blaðamaður á karlablaðinu
FIB-Aktuellt (1966-67) og starf-
aði eftir það á vinstriblaðinu FIB/
Kulturfront (1970-75).
Árið 1973 kom hann ásamt
Ljóða- og söngdagskrá verður
haldin í Borgarleikhúsinu
næstkomandi þriðjudagskvöld
kl. 20:30. Dagskráin heitir Skáld
og skrípafífl og þar koma fram
Valgeir Skagfjörð, Bubbi Mort-
hens, Jón Sigurbjörnsson,
öðrum blaðamanni, Bratt, upp
um njósnahreyfinguna IB, sem
starfaði innan sænska landvam-
arliðsins og lagði fyrir sig njósnir
um sænska ríkisborgara. Njósn-
ararnir sluppu að vísu en hins
vegar voru Guillou og Bratt
dæmdir fyrir njósnir og sátu í
fangelsi frá 1973-74. Ári seinna
urðu skrif Guillous um starfsemi
CIA í Svíþjóð til þess að tveir
bandarískir diplómatar flúðu
land.
Guillou tók við stjóm þáttarins
Magasinet hjá sænska sjónvarp-
inu árið 1981 og gerði þáttinn að
eins konar „samvisku þjóðarinn-
ar“ þar sem hann tók fyrir mál
þeirra, sem minna máttu sín og
sem hann taldi augljóst að hefðu
verið órétti beittir, meðal annars
af dómskerfinu. Honum tókst til
að mynda að fá mál manns, sem
dæmdur hafði verið saklaus,
tekið fyrir að nýju og lyktaði því
svo að hann var sýknaður árið
1984.
Laufey Sigurðardóttir, Grettir
Björnsson, Edward Frederiksen,
Þorsteinn frá Hamri, Leikfélags-
kórinn og margir fleiri undir for-
ystu Eyvindar Erlendssonar. Að-
gangur er ókeypis.
Guillou hætti með Magasínið
síðastliðið vor á þeim forsendum
að áhrif þáttanna byggðust á
undirtektum annarra fjölmiðla á
þeim málum sem þar voru tekin
fyrir. Þegar svo var komið að
þagað var þunnu hljóði yfir þátt-
unum hætti hann, enda sagðist
hann ekki vita nema hann gerði
fólki meiri skaða en gagn með því
að fjalla um vanda þess. Áhugi
hans gæti greinilega orðið til þess
að aðrir neituðu að sinna málinu.
Það er haft á orði að velgengni
Guillous hafi vakið öfund félaga
hans í blaðamannastétt og orðið
til þess að þeir vilji sem minnst af
honum vita. Það er í það minnsta
víst að gagnrýni hans á slæmri og
siðlausri blaðamennsku, þá eink-
um á Expressen, stærsta síðdegis-
blaði Svíþjóðar, hefur ekki ein-
göngu aflað honum vina og vel-
unnara í stéttinni. Guillou er nú
svo umdeildur að hann getur ekki
lengur starfað sem blaðamaður.
Fyrstu bók sína, Ef það verður
stríð (Om kriget kommer), skrif-
aði Guillou 1971. Verulega vin-
sæll sem rithöfundur varð hann
þó fyrst með bókunum um Coq
Rouge (Rauða hanann), þriller-
um um sænska njósnarann Carl
Gustaf Gilbert Hamilton, en
fyrsta bókin í röðinni kom út árið
1986. Síðan eru bækumar um
Hamilton orðnar fjórar og fékk
þriðja bókin í röðinni, I nation-
ens intresse, verðlaun árið 1988
sem besta sænska njósnasagan
Skáld og skrípafífl
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNI Laugardagur 24. mars 1990