Þjóðviljinn - 24.03.1990, Síða 4
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Samstofna fólkið
Það rennur upp fyrir ýmsum Ijós, þegar þeir uppgötva
það, að kristnir menn voru nú ekki meiri bókstafstrúarmenn
og sagnfestumenn, - eða öfgamenn, - þegar þeir lokuðu
ritsafni Nýja testamentisins á 4.öld, að sama sagan er þar
sögð í fjórum textum, og þar af eru þrír sem kallað er sam-
stofna. Margir vilja ráða þetta táknmál svo, að fólki sé með
því eindregið ráðið að vara sig á stórasannleik.
Þetta er raunar ítrekað í bókinni með ummælum um marg-
ar vistarverur og svo framvegis. Þar eins og víðar er gert ráð
fyrir mismunandi skoðunum, þótt stefnan sé hin sama. Og
sannleikurinn er sá að þróunin í mannheimum hefur að
verulegu leyti byggst á átökum hugmynda, frekar en per-
sóna, hvort heldur litið er á stjórnmál eða aðrar greinar
tilverunnar.
Það er því engin ný bóla, að hreyfing sem beitir sér fyrir
sameiginlegum markmiðum, kjósi mismunandi áherslur og
andblæ. Hins vegar fékkst slæm reynsla af ofsóknum á |
hendur svonefndum villutrúarmönnum, innan hreyfingar og
utan. Undanfarnir áratugir og loks mánuðir leiddu svo
ógnvænlega í Ijós hver skrímsl einstrengingsháttur og ein-
stefna getur alið af sér, þótt undir formerkjum mannúðar og
framfara sé. Nú á tímum hefur skilningur aukist á nauðsyn
samstöðunnar um hugsjónir og verðmæti, en ekki síst frels-
ið til að tjá hugmyndir sínar og láta reyna á þær. Hugmyndir
eiga að mæta hugmyndum og þær að þróast þannig. Að því
leyti eru átök gagnleg.
Hins vegar gegnir öðru máli, þegar barátta hugmyndanna
skellurniðurá völl bræðravíganna og persónulegrar henti-
stefnu. Jafnvel rannsóknarréttar í leit aðvillutrúarmönnum.
I ölduróti því sem einkennir nú sem fyrr undirbúning fram-
boðsmála bryddar oftar en ekki á vissri einkunnagjöf og
ummælum, sem yddað getur spjótsodda þannig að sár
hljótist af. Réttlætir viðfangsefnið slíkan málatilbúnað?
Svarið er nei. Kosningabaráttan er ekki nema að hálfu leyti
sú íþrótt að kaffæra andstæðinginn.
Kosningabarátta er nefnilega ekki síður tækifæri til að
skapa andrúmsloft nýsköpunarinnar, þegar hugmyndir og
skoðanir kalla fylgismenn sína til að magna þær og gegnum-
lýsa í senn. Menn skyldu ekki vanmeta það brum og frjó-
magn lýðræðisins sem kviknar á kosningavori. Að því leyti
fela átökin í sér sumar, ef vel er á haldið. Sú frumstæða
hugsun, sem tjóðrar stjórnmálin við göturæsið, er hættuleg
öllu samfélaginu.
Mannkostafólk hefur til dæmis skilið þetta alla tíð, meðan
hörð átök hafa geisað milli hugmyndakerfa. Arfleifð þeirra
sem óbilgjarnastir voru er lítil. Breski blaðamaðurinn Martin
Jacques lýsir (Dessu á athyglisverðan hátt í hugleiðingu
þeirri um afdrif marxismans, sem birtist í Nýju Helgar-
blaði Þjóðviljans, og hann setur upp að ævafornum hætti í
samtal meistarans og nemandans.
Hugarheimur nútímamannsins hvarvetna, hvar í flokki
sem hann stendur, er á vissan hátt gegnsýrður af þeim
baráttumálum jafnaðarmanna, sem þeir hættu oft lífi sínu
fyrir. Þetta er stórfenglegur árangur baráttumanna og
brautryðjenda. Á sama hátt lokar hreyfing jafnaðarmanna í
nútímanum heldur ekki augunum fyrir ýmsum þeim aðferð-
um í þjóðfélaginu, sem fólk með aðrar stjórnmálaskoðanir
hefur sýnt fram á að eru raunhæfar til árangurs.
Hefur Alþýðubandalagið, sem stofnað var m.a. til að sam-
eina vinstrimenn og náði góðum árangri í því efni, sömu
möguleika í þeirri stöðu sem nú hefur opnast í höfuðborginni
til að sinna því verkefni, spyrja sumir. Hefur þróun hugmynd-
anna náð þeim árangri, að Nýr vettvangur í Reykjavík sé
undanfari annars konar stjórnmálahreyfingar en hérlendis
hefur starfað áður? Eða er hann einungis skammlíf dægur-
fluga, kviknuð í óðagoti?
Fylgst verður víða og náið með málflutningi og vinnu-
brögðum fylkinganna á næstu vikum. Alþýðubandalagið
hefur vissa yfirburði yfir keppinauta sína á vinstri vængnum,
sökum reynslu og aðstöðu. Það hefur verið hluti af sögu allra
stjórnmálahreyfinga að ganga reynsluskeið eins og þetta.
Og auðvitað stendur það traust eftir sem áður, ef það vill.
Traustirfylgismenn þess vita, að sú ábyrgð, sem áfulltrúum
flokksins hvílir, er grundvöllur framtíðarinnar.
KLIPPT OG SKORIÐ
Pinochet kveður forsetastólinn í Chile: Hann kvaðst hafa með valdaráninu 1973 verið að gera hið sama og
alþýða Austur-Evrópu nú!
Sótraftar í
frelsiskórinn
Eitt af því sem dapurlegt er við
hrun ríkiskommúnismans í
Austur-Evrópu er það, að nú fara
allir sótraftar á flot og þykjast
vera lýðræðishetjur. Þeir reyna
að skáka í því skjólinu, að nú sé
heimurinn sannfærður um að
kommúnisminn og ófrelsið séu
eitt og hið sama. I framhaldi af
því er búin til sú spillta rökfræði
að andkommúnistinn hljóti þá að
vera lýðræðishetja.
Þetta ömurlega sjónarspil var
leikið á dögnunum í Chile. Þar
var Augusto Pinochet að gefast
upp á að stjórna landi, fyrst sem
einráður herstjóri og síðar sem
valdhrokafullur forseti yfir mjög
skertu lýðræði. Menn komu sam-
an í höfuðborginni Santiago til að
fagna því að Patricio Alwyn var
að taka við forsetaembætti, en
hann er kristilegur demókrati
sem stjómarandstaðan í Chile
hafði sameinast um að styðja til
sigurs í lýðræðislegum kosning-
um.
Að bjarga lýðræði
með einræði!
Þegar Pinochet var að kveðja
forsetastólinn hóf hann upp
kvörtunarsöng um að allir væru
vondir við sig, en í rauninni væri
hann maður sem allir hefðu mis-
skilið. Hann komst m.a. svo að
orði:
„Fyrir sextán árum síðan gerð-
um við það sem fólkið í Austur-
Evrópu er að gera núna. En það
er eins og enginn hafi skilið það
og nú erum við bara misskildir
menn. Það sem nú gerist við Berl-
ínarmúrinn, það framkvæmdum
við árið 1973“.
Það þarf mikla kokhreysti og
ósvífna trú á minnisleysi fólks til
að taka svo til orða. En eins og
menn vonandi muna, þá beittu
þeir Pinochet og félagar hans
Chileher ekki til að steypa alræði
og koma á lýðræði árið 1973. Þeir
steyptu lýðræðislega kjörinni
stjórn sósíalistans Salvadors Al-
lendes með fulltingi Bandaríkj-
anna og komu á einræði herfor-
injgaklíku. í valdaráninu voru
um 1500 manns myrtir, meðal
þeirra réttkjörinn forseti lýðveld-
isins, Allende. Tugir þúsunda
Chilebúa voru neyddir til að flýja
land. Og að því er kaþólska kirkj-
an í Chile hermir, þá „hurfu“ um
átta hundruð menn og konur til
viðbótar þeim sem myrtir voru í
blóðbaðinu 1973 á þeim fimm
árum sem herforingjastjórnin
hélt uppi grimmum ofsóknum
gegn öllum þeim sem taldir voru
til vinstri í stjórnmálum. Af því
stríði eru einnig sagðar herfilegar
sögur um pyntingar á föngum.
Ef að þessi saga á að vera af
merku framlagi Augusto Pinoc-
hets og hans nóta til lýðræðisins,
þá er fokið í flest skjól fyrir sann-
leikann.
Uppáskrift frá
Bandaríkjunum
Nú mætti ætla að menn barasta
ypptu öxlum yfir sjálfsmati Pin-
ochets. En svo illa vill til, að þeg-
ar forsetaskipti fóru fram í Chile
nú snemma í mars, þá voru þar
nær staddir nokkrir þjóðhöfð-
ingjar eða staðgenglar þeirra.
Fjórtán alls reyndar. Flestir
þeirra komu einvörðungu til að
heilsa upp á hinn nýja forseta,
Alwyn, og vildu ekkert af Pinoc-
het vita. Einn var þó sá sem heim-
sótti Pinochet og vottaði honum
virðingu sína. Það var Dan Qua-
yle, varaforseti Bandaríkjanna.
Ekki nóg með það. Quayle
þessi skrifaði upp á sögutúlkun
Pinochets eins og að drekka vatn.
Eftir fund þeirra sagði varaforseti
Bush, að sagan mundi minnast
Pinochets sem „mannsins sem gaf
Chile lýðræðið aftur. Og var það
meiriháttar ákvörðun".
Á hverju megum við næst eiga
von á þessum hræsninnar tímum?
Falskar framfarir
Nokkur orð í viðbót áður en
skilist er við stjórnartíð Pinochets
í Chile.
í hægrimannaheimi hefur Pin-
ochet einkum fengið lof fyrir að
hressa upp á efnahag landsins.
Og rétt er það að, útflutningur
hefur aukist - á fiski, timbri og
landbúnaðarvörum ekki síst. En
þegar reikningar eru upp gerðir
kemur í ljós, að þessi hagvöxtur
er eins falskur og mest má verða.
Markaðshyggjustjórn Pinoc-
hets efndi til mikils frelsis í fisk-
veiðum með sölu veiðileyfa til
Japana og annarra. Mikil rán-
yrkja hefur nú stefnt mörgum
fiskistofnum í hættu, afli fer aftur
minnkandi og Chilebúar sjálfir fá
mun sjaldnar fisk á borð sín en
áður var (neysla á mann á ári hef-
ur minnkað úr 6,3 kg. á dögum
Allendes niður í 4,4 kg nú).
Útflutningur á timbri hefur
nær tífaldast að verðmæti frá
1976 og nemur nú 780 miljónum
dollara. En þessi aukning fæst
með miskunnarlausri rányrkju
sem leiðir til þess að skógar Chile
ganga enn hraðar til þurrðar en
regnskógar Brasilíu.
Matvælaframleiðsla hefur
aukist - en m.a. með fyrirhyggju-
lausri ofnotkun skordýraeiturs og
annarra vafasamra efna, sem hef-
ur þegar rýrt trú manna á ávöxt-
um og öðrum matvörum frá
Chile. Chile er reyndar talið eitt
mengaðasta land í heimi nú um
stundir, bæði sveitir og borgir. í
borgum hefur ungbarnadauði
vaxið stórlega og læknar finna í
ungbörnum „svört lungu“ eins og
í reykingamönnum sem deyja úr
lungnakrabba.
Þessi þróun þarf engum að
koma á óvart sem reynt hefur að
fylgjast með þróun mála í Chile.
Það var snar þáttur í markaðs-
hyggju stjórnar Pinochets að líta
á náttúrvernd sem einhverskonar
skaðlegan sósíalisma. Eða eins
og haft er eftir fjármálaráðherra
Pinochets, Hernán Buchi: „Lög
um umhvefisvernd væru hindrun
á vegi okkar efnahagsþróunar.“
Og skal nú ekki fleira sagt í bili
um viðskilnað Augusto Pinochet,
sem var forseti Chile af náð
Bandaríkjanna í sautján ár.
ÁB
pJÓÐVILJINN
Síðumúla 37-108 Reykjavík
Sími:68 13 33
Símfax:68 19 35
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.)t Garðar
Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pótursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson
(Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, ÞrösturHaraldsson.
Skrifstofuatjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: OlgaClausen.
Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Símavarsla: Bára Siguröardóttir, ÞorgerðurSiguröardóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiöslu- og afgreiöslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiösla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaöur: Katrín Ðáröardóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn:
Sföumúla37, Reykjavík, sími:68 13 33.
Símfax: 68 19 35.
Auglý8Íngar:Síðumúla37,sími68 13 33.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verö f iausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverö á mánuöi: 1100 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. mars 1990