Þjóðviljinn - 24.03.1990, Side 6
^_________ERLENDAR FRÉTTIR________
Kosningar
Ungverskt fjölflokkastreð
Fyrstu frjálsu Qölflokkakosn-
íngarnar í Ungverjalandi frá
því 1945 verða haldnar á sunnu-
dag. Skoðanakannanir benda til
að mjótt verði á munum milli
tveggja stærstu flokkanna en nær
öruggt er talið að hvorugum
þeirra takist að ná hreinum
meirihluta.
Alls taka 28 flokkar og
stjórnmálasamtök þátt í kosning-
unum. Frjálslyndir demókratar
og Lýðræðisvettvangur hafa mest
fylgi sem þó nægir þeim ekki til
meirihluta samanlagt.
Frjálslyndir demókratar, sem
sækir hugmyndafræði sína til
frjálslyndra miðjuflokka í
Vestur-Evrópu, fékk 21,4 prós-
enta fylgi í nýrri skoðanakönnun.
Lýðræðisvettvangur, sem líka er
miðjuflokkur en heldur lengra til
hægri, fékk 20,9 prósenta fylgi.
Næst kemur hægrisinnaður
bændaflokkur, Flokkur sjálf-
stæðra smáeignarmanna, sem er
spáð 15,4 prósenta fylgi. Hann
krefst þess að öllu landi og öðrum
eignum, sem kommúnistar gerðu
upptækar á valdaferli sínum,
Kosningar
Tvísýnt í
Ástralíu
ingkosningar í Ástralíu á
sunnudag eru sagðar þær tví-
sýnustu í tuttugu ár. Skoðana-
kannanir benda til þess að banda-
Gorbatsjov
Valdbyltingin
úrelt
Gorbatsjov forseti Sovétríkj-
anna segir að tímaskeiði valdbylt-
ingar sé lokið. Þetta kemur fram i
grein sem hann skrifar í fyrsta
tölublaði nýs tímarits, Sósíalisma
framtíðarinnar, sem kom út í Ma-
drid á fimmtudag.
Gorbatsjov segir m. a. í
greininni að áður fyrr hafi vald-
beiting verið höfuðdrifkraftur
þróunar. “Valdbeiting getur ekki
lengur þjónað þessu hlutverki.
Þjóðir heims hafa komist að
þeirri niðurstöðu að valdbeiting
Íeiði einungis til afturfarar, ógni
undirstöðum menningarinnar og
jafnvel lífinu sjálfu.“
Margir af helstu forystu-
mönnum sósíalista á Vestur-
löndum eiga þátt í útgáfu tímarit-
sins Sósíalisma framtíðarinnar
sem ætlað er að vera lyftistöng
fyrir sósíalíska umræðu á tímum
örra þjóðfélagsbreytinga fram-
tíðarinnar.
Michel Rocard forsætisráð-
herra Frakka, og Felipe Gonzal-
ez forsætisráðherra Spánar voru
viðstaddir þegar fyrsta tölublað
tímaritsins var kynnt. Alfonso
Guerra aðstoðarforsætisráðherra
Spánar ritstýrir ritinu sem á að
koma út tvisvar á ári á ensku,
portúgölsku, frónsku, þýsku, ít-
ölsku og spænsku.
Reuter/rb
lag hægriflokka hafl komist fram-
úr Verkamannaflokknum í fyigi
síðustu daga.
Bob Hawk leiðtogi Verka-
mannaflokksins hefur verið for-
sætisráðherra frá því 1983. Hann
vonast til að slá met með því að
sitja enn eitt kjörtímabil.
Við upphaf kosningabarátt-
unnar var Verkamannaflokknum
spáð sigri en í skoðanakönnun
sem birtist í gær er bandalagi
íhaldsmanna spáð 37 prósenta
fylgi en Verkamannaflokknum
36 prósentum. Sé hins vegar
tekið tillit til flókinna kosninga-
reglna þar sem kjósendur geta
valið næstbesta kost hefur Verka-
mannaflokkurinn 42 prósenta
fylgi en íhaldsmenn 41 prósent.
Skoðanakannanir sýna að um
20 prósent kjósenda ætla að kjósa
hvorugan stóru flokkanna. Kjós-
jendur geta merkt við kjós sem
þeim þykir næstbestur á kjörseðl-
inum. Fái enginn frambjóðenda
meirihluta atkvæða er sá sem fær
minnst fylgi útilokaður og at-
kvæðum hans deilt á milli hinna
j frambjóðendanna samkvæmt
1 vali kjósenda.
íhaldsmenn hafa fyrst og
fremst beint spjótum sínum að
efnahagsstefnu stjórnarinnar.
Þeir vilja selja ríkisfyrirtæki eins
og ríkisflugfélagið Qantas.
íhaldsmenn vilja líka hætta að
láta heildarsamtök launafólks og
atvinnurekenda semja um laun í
heildarsamningum. Þess í stað
vilja þeir að fyrirtæki fái leyfi til
að semja beint við starfsmenn
sína á grundvelli framleiðni og
hagkvæmni.
Verkamannaflokkurinn held-
ur hins vegar fast við mikilvægi
mikilla ríkisafskipta af efnahag-
slífinu.
Reuter/rb
i
Útboð
Norðurlandsvegur, Uppsalir-
Verki skal lokið 15. 10. 1990
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis-
ins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og á Sauðár-
króki frá og með 26. 03. 1990
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir
kl. 14.00 þann 09.04. 1990.
Vegamálastjóri
verði skilað aftur til uppruna-
legra eigenda sinna.
Sambandi ungra demókrata er
spáð 11,2 prósenta fylgi. Það var
upphaflega stofnað af róttækum
stúdentum til höfuðs æskulýðs-
samtökum kommúnista og er
nátengt frjálsum demókrötum.
Ungir demókratar krefjast þess
m.a. að brottflutningi sovéskra
hermanna frá Ungverjalandi
verði flýtt og að bæði Varsjár-
bandalagið og Atlantshafsbanda-
lagið verði lögð niður.
Leifum gamla kommúnista-
flokksins, sem nú kallar sig Sósía-
listaflokk Ungverjalands, er að-
eins spáð 10,7 prósenta fylgi.
Imre Pozsgay núverandi forsætis-
ráðherra hefur hvatt til stofnunar
breiðrar samsteypustjórnar með
þátttöku sósíalistaflokksins eftir
kosningar. Hann segir það
nauðsynlegt til að leysa efnahags-
kreppuna í Ungverjalandi sem
verður rakin til áratuga óstjórnar
kommúnista í efnahagsmálum.
En allir stærstu stjómarand-
stöðuflokkarnir hafa lýst því yfír
að stjórnarsamstarf við þá, sem
tengjast kommúnistum, komi
ekki til greina. Ólíklegt er því að
sósíalistum verði að ósk sinni um
stjórnarþátttöku.
Klofningshóp harðlínumanna
úr kommúnistaflokknum, sem
kallar sig Sósíalíska verkamanna-
flokkinn, er spáð tæplega fjögu-
rar prósenta fylgi.
Allshafa7,7 miljónir kosninga-
rétt. Reuter/rb
roPAPMiim
Kosningaplakat sem sýnir Sovéther á heimleið.
Litháen
Sovéskur liðsafnaður
Stjórnvöld í Litháen saka Sov-
étstjórn um að senda aukinn
herafla til lýðveldisins sem sagt
hefur sig úr lögum við Sovétríkin.
Vytautas Landsbergis nýkjör-
inn forseti Litháens sagði í gær að
utanaðkomandi öfl ykju stöðugt
þrýsting á Litháa með erlendum
her í ríkinu. Hann sagði að vopn-
uðum hermönnum í viðbrað-
gsstöðu fjölgaði stöðugt og sak-
aði Sovétmenn um að heyja
taugastríð gegn Litháum.
Sovésk stjórnvöld bönnuðu í
gær erlendum fréttamönnum að
fara til Litháen „vegna ástandsins
þar“ eins og það var orðað.
Fréttastofan Tass skýrði frá því
að öryggisgæsla hefði verið hert í
Litháen og að starfsmenn innan-
ríkisráðuneytisins væru byrjaðir
að safna vopnum almennings í
samræmi við fyrirskipun Gorbat-
sjovs forseta Sovétríkjanna.
Yfirmaður Tokyodeildar
Tassfréttastofunnar sagði í gær
að sambandsslit Litháa við Sov-
étríkin væru jafnmikið áfall og
kjarnorkuslysið í Tsérnobíl. Sov-
étmenn myndu samt ekki grípa til
vopna.
Landsbergis fór í gær fram á
alþjóðlegan stuðning við málstað
Litháa. Hann harmaði fyrirmæli
Gorbatsjovs um að Litháar dragi
Bretland
íhaldið niðurlægt
í aukakosningum
Breski íhaldsflokkurinn varð
fyrir niðurlægjandi ósigri í
aukakosningum á flmmtudag.
Frambjóðandi Verkamanna-
flokksins vann yfírburðasigur í
kjördæmi sem hingað til hefur
verið eitt tryggasta vígi ihalds-
manna.
Sylvia Heal frambjóðandi
Verkamannaflokksins fékk 49
prósenta fylgi á móti 32 prósenta
fylgi fyrir íhaldið. Þetta er ein-
hver mesti kosningaósigur íhalds-
manna í aukakosningum frá upp-
hafi.
Kosningaúrslitin endurspegla
fylgishrun stjómar Margrétar
Thatchers á landsmælikvarða.
íhaldsflokkurinn hefur nú aðeins
30 prósenta fylgi á móti 51 prós-
ents fylgi fyrir Verkamannafl-
okkinn samkvæmt skoðanakönn-
unum.
Andstaða við stjórnina stafar
fyrst og fremst af nýjum nefskatti
sem stjórnin ætlar að leggja á um
næstu mánaðamót. Hann bitnar
mjög illa á mörgum lágtekju-
mönnum.
íhaldsmenn hafa líka misst
stuðning meðal húseigenda sem
eru að kikna undan 15 prósenta
vöxtum á húsnæðislánum.
Stjórnmálasérfræðingar segja
að lítið fylgi við minnihlutaflokka
séu líka alvarleg tíðindi fyrir
íhaldsmenn. Hingað til hafi
margir látið sér nægja að sýna ó-
ánægju sína með því að greiða
frjálslyndum eða sósíaldemó-
krötum atkvæði. Nú snúi fyrrver-
andi kjósendur íhaldsflokksins
sér hins vegar beint til Verka-
mannaflokksins.
Reuter/rb
6 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. mars 1990
sjálfstæðisyfirlýsingu sína til
baka. Landsbergis sagði að úti-
lokað væri fyrir Sovétmenn að
framfylgja þessum fyrirmælum
nema með vopnavaldi.
Reuter/rb
Landafræði fra
Námsgagna-
stofnun
í viðtali sem birtist í blaðinu í
gær við Torfa Hjartarson um nýj-
ar kennslubækur í landafræði,
sem hann hefur samið, féll það
niður að bækur þessar eru gefnar
út af Námsgagnastofnun. Eins og
flest annað námsefni reyndar sem
grunnskólum er ætlað.
Leiðrétting
Þau mistök urðu þegar birtur
var listi yfir þátttakendur í forvali
Alþýðubandalagi Reykjavíkur í
Nýju Helgarblaði í gær, að nafn
eins þátttakandans vantaði. Það
er Einar Gunnarsson blikksmið-
ur. Hann er beðinn velvirðingar á
þessum mistökum.
Leiðrétting við
minningargrein
Þau mistök urðu við birtingu
minningargreinar um Guðrúnu
Valdimarsdóttur ljósmóður hér í
blaðinu 22/3 að farið var rangt
með nafn greinarhöfundar, sem
sögð var heita Guðrún Finnboga-
dóttir. Hið rétta er að greinina
skrifaði Steinunn Finnbogadóttir
og eru hlutaðeigendur beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.