Þjóðviljinn - 24.03.1990, Síða 8

Þjóðviljinn - 24.03.1990, Síða 8
LANDBÚNAÐUR Búnaðarþing Landbúnaður og lifandi byggð ✓ / Ur ræðu Hjartar E. Þórarinssonar, formanns Búnaðarfélags Islands við setningu Búnaðarþings Við setningu síðasta Búnaðar- þings flutti Hjörtur E. Þórarins- son, formaður Búnaðarfélags Is- lands athyglisverða ræðu. Vék hann fyrst að því, að þinghaldið hefði nokkuð dregist vegna nýaf- staðins þings Norðuriandaráðs, sem Hótel Saga hefði verið upp- tekið af að sinna. Mikilvægt væri að hótelreksturinn gengi vel en það byggðist á góðri nýtingu að- stöðunnar. Þvi betur sem rekst- urinn gengi, því fyrr færi hótelið að skila eigendunum, - íslenskum bændasamtökum - hagnaði, sem það væri raunar farið að gera. Húsið hefði fyrir löngu réttlætt tilveru sína. „A því fáum við nýja staðfestingu æ ofan í æ þegar við heyrum að höfðingjar heimsins gisti þar með fríðu föruneyti á leið sinni um hnöttinn hálfan eða heilan og fá að vita það, að fyrir- tækið er í eigu og rekið á vegum hins fámenna bændasamfélags í þessu norðiæga landi. Kannski er það hégómaskapur, en ég játa það að mér finnst töluverð veg- semd að því stétt okkar til handa," sagði Hjörtur E. Þórar- insson. Heimskulegt hjal Ekki er væri nóg að vera í góðu áliti hjá erlendum hefðar- mönnum ef viðhorf samborg- aranna til bændastéttarinnar væri annað. „Ég veit,“ sagði Hjörtur, „að sumt fólk úr bændastétt kin- okar sér við að ræða þann neikvæða og niðurlægjandi tón, sem oft heyrist í þjóðfélagsum- ræðunni í garð landbúnaðar. Þó er víst, að margur maðurinn líður mikið fyrir ljót og heimskuleg orð, sem dunið hafa og dynja enn í eyrum þjóðarinnar og ganga svo langt að staðhæfa, að landbúnað- urinn leggi ekkert, öldungis ekk- ert af mörkum í þjóðarbúið eða þá þegar ástundun í landbúnaði á íslandi er líkt við óvinahernað og kostnaðar, sem af landbúnaði leiðir fyrir þjóðina, sé sambæri- legur við hervarnir, og stríðs- kostnað erlendra ófriðarþjóða.“ Kannski væri réttast að svara í engu slíku öfga- og óráðshjali og illa væri þá komið málum bænda ef þetta væri rétt mynd af áliti þjóðarinnar á þeim sem atvinnu- stétt. Góðu heilli væri svo ekki. Skoðanakannanir sýndu mjög af- dráttarlaust að mikill meirihluti þjóðarinnar hefði fullan skilning á því, að hér þyrfti að stunda landbúnað í líkum mæli og nú gerist, þótt menn yrðu að neita sér um erlendar búfjárafurðir, sem stundum megi fá ódýrt. „Langflestir gera sér grein fyrir gildi landbúnaðar að leggja á borð þjóðarinnar góð og ósvikin mmtmm moismki \ Afþessum jeppa hafa íslend-. . I ingar mjög mikla og góða reynslu bæði sem fyrirtaks - ' fjölskyldu- og ferðabíl og — öflugum vinnuþjark. • x Nú eiga bændur og rekstrar-. x aðilar kost á þvíað draga virð- \ isaukaskattinn frá bílverði. \ " \ ' . Tokum gamla \ \ \n rar. og semjum um ei \ \ I / . ' . . Opið laugardaga frá kl. 10-14. \ . . \' . \ \ VeróllsliLM Staðgr.verð 1300 SAFÍR4G.......371.269,- 1500 STATI0N4G.....424.932,- 1500 STATI0N LUX 5G.461.292,- 1600 LUX5G.........454.992,- * 1500 SAMARA 5G, 3D 490.485,- ‘1500 SAMARA 5G, 5D 518.524,- 1600 SPORT 4G......661.620,- 1600 SP0RT5G.......723.289,- ‘„Metallic" litirkr. 11.000,- Ofangreint verð er miðað við að bifreiðarnar séu ryðvarðar og tilbún- ar til skráningar. Innifalin er einnig 6 ára ryðvarnarábyrgð samkvæmt skilmálum ryðvarnarstöðvar. T—-------------------- Jón Loftsson, skógræktarstjóri, kynnir forseta Búnaðarfélags ís- lands, Hirti E. Þórarinssyni, trjá- plöntuframleiðslu Skógræktar ríkisins í Hallormsstaðaskógi. Hjörtur gerði uppgræðslu, skóg- rækt og landvernd að sérstöku umtalsefni á Búnaðarþingi, sem einnig samþykkti skelegga álykt- un um gróðurvernd. Mynd:ÓHT matvæli á hverju sem gengur um árferði og aðdrætti. Langflestir skilja það órofa samband, sem er á milli landbúnaðar og lifandi byggðar í landinu. Langflestir skilja að sveitir með engri byggð eða hrörnandi byggð eru ekki það, sem menn vilja sjá þegar þeir ferðast um land sitt til fróð- leiks og skemmtunar og enn síður það, sem þeir vilja sýna útlendum gestum komnum til að skoða land okkar og þjóð.“ Hönd í hönd En jafnframt er vilji þjóðarinnar að sjá landið grænna og grónara en það er. Síst sé ástæða til að gera lítið úr áhuga fólks á aukningu gróðurs og endurheimt land- gæða. Vonandi endist hann og skili árangri í bráð og lengd. Bún- aðarsamtökin hafi margsinnis lýst vilja sínum til að taka hönd- um saman við alla þá, sem vilja efla gróður landsins, lággróður jafnt sem trjágróður. „Aðeins verður áhugafólkið að gera sér grein fyrir því, að bændur geta ekki sleppt taumhaldi á þessum þýðingarmiklu málum algerlega í hendurnar á samtökum, sem hafa engra beinna hagsmuna að gæta í landnýtingu eins og bændur, sem eiga afkomu sína undir skynsam- legri nýtingu lands til hefðbund- ins, íslensks búskapar. Ég geri þetta mál að umtalsefni hér vegna þess hve það er ofarlega á dagskrá í hinni almennu umræðu og snertir svo mjög öll sambúð- armál bænda við þéttbýlisbúa, sem nú er svo yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar. Gróðurverndarmálin eru sá þáttur umhverfismála, sem hæst kalla á athygli og aðgerðir hér á landi og munu verða í sviðsljós- inu á komandi árum, m.a. með tilkomu sérstaks ráðuneytis um- hverfismála. Fundur í Eyjafirði Hjörtur vék að skógræktar- málunum og greindi frá því, að nýlega hefði hann verið á fundi norður í Eyjafirði, þar sem fjall- að hefði verið um skógræktará- ætlun, sem gerð hafði verið fyrir einn hrepp þar á svæði, sem talið er að búi yfir skógræktarskilyrð- um eins og þau gerist best hér. Á flestum jörðunum væri ákjósan- legt skógræktarland, sem bændur teldu sig geta friðað, fyrir búfjár- beit og lagt til skógræktar, án þess að það þrengdi að búskap þeirraog framleiðslu. Væru þetta hátt í 200 ha. í smærri og stærri skákum. „Mér virðist hilla undir það,“ sagði Hjörtur, „að skógar af hverju tagi setji svip á landið í mörgum, kannski flestum héruð- um. Ekki endilega timburskógar, eins og merin láta sig dreyma um í þessu eyfirska dæmi, öllu heldur skógar til gróðurverndar, skjóls og yndisauka, þeim sem þar búa og hinna, sem aðeins eru gestir. Ekki dettur mér þó í hug að þessir hlutir gerist snögglega, aldir fremur en eru held ég raunsærri mælieining á tímann í þessu sam- bandi. En ferðin er nú raunar hafin - hálfnað verk þá hafið er og búnaðarsamtökin hljóta að eiga hér stóran hlut að máli með Skógrækt ríkisins og áhugafé- lögum.“ Búnaðarþingið Þvínæst minntist Hjörtur E. Þórarinsson á ýmis mál, sem Búnaðarþing kæmi til með að fjalla um að þessu sinni, svo sem umhverfis- og gróðurverndarmál og skipulagsmál bændasamtak- anna, sem mjög hefðu verið í deiglunni að undanförnu. Efa- laust yrðu einhverjar skipulagsb- reytingar, bæði hjá Búnaðarfé- lagi íslands og Stéttarsambandi bænda þó að algjör samruni þessara tveggja samtaka væri tæplega það, sem koma skyldi. Á liðnu ári hefði ræst úr með fjár- veitingar hins opinbera til Bún- aðarþings svo unnt reyndist að greiða uppsafnaðar rekstrar- skuldir en hinsvegar skorti enn á að félaginu væri markaður sér- stakur, sjálfstæður tekjustofn, til þess að kosta hinn félagslega þátt starfseminnar. Vonandi rættist hið fyrsta úr því. Tímarnir breytast og stofnanir mannanna hljóta að taka mið af því en „hvað sem framtíðin ber í skauti sér í þessu efni fyrir búnað- arsamtökin og fyrir íslenska bændastétt á miklum umbrota- tímum hérlendis og erlendis þá vil ég láta í ljós þá von, að þetta Búnaðarþing, hið 74. í röðinni frá upphafinu 1899 verði, eins og fyr- ri þing, starfsamt og fjalli um málin af raunsæi og ábyrgðartil- finningu og yfirvegaðri bjartsýni á framtíðina þótt blikur séu á lofti. Þessi voru lokaorð Hjartar E. Þórarinssonar við setningu Bún- aðarþings. _n,hg 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 24. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.