Þjóðviljinn - 19.04.1990, Síða 2
Skólamál
Engin fagleg rök
Samkvæmt tillögum sem
menntamálaráðuneytið hefur
lagt fram í vinnuhópi er gert ráð
fyrir að Heyrnleysingjaskólinn
flytji á næstu 3-5 árum og verði
sérdeild í almennum grunnskóla.
Félag heyrnarlausra, Foreldrafé-
lag, Kennararáð og stjórn
Heyrnleysingjaskólans hafa hins
vegar lýst yfir eindreginni óá-
nægju sinni með þessar tillögur.
Að sögn Gunnars Salvars-
Aupplýsingafundi sem iðnaðar-
ráðherra Jón Sigurðsson hélt
í gær með embættismönnum og
sérfræðingum, kom fram að ál-
fyrirtækin þrjú sem eru i
ATLANTAL-hópnum vilja að
nýtt álver verði byggt á þannig
stað að möguleiki verði að auka
framleiðslugetu þess úr 200 þús-
und tonnum, eins og hingað til
hefur verið talað um, í 400 þús-
und tonn á næstu 10 árum.
Ráðherra tók skýrt fram að
engin áform væru um að byggja
hér 400 þúsund tonna álver en
fyrirtækin þrjú vildu halda þess-
um möguleika opnum ef rekstur
200 þúsund tonna versins gengi
vel. Þetta gæti þýtt að Reyðar-
Komandi helgi verður upphaf
formlegs samstarfs Fjöllista-
félagsins Pakkhúss Postulanna og
Tunglsins. Á föstudagskvöld og
laugardagskvöld verða tvær
breskar hip hop sveitir í Tunglinu
ásamt tveimur breskum plötu-
snúðum. Sykurmolarnir munu
síðan halda tónleika á laugar-
dagskvöldinu.
Þær uppákomur sem Pakkhús
Postulanna hefur staðið fyrir hafa
fært ísland nær því sem er helst að
gerast í tónlistarlífi Bretlands.
Um komandi helgi kemur fram
sonar, skólastjóra Heyrnleys-
ingjaskólans var engin fagleg rök
að finna í tillögum menntamála-
ráðuneytisins.
„Blöndun er virðingarvert
markmið en við megum ekki
setja öll fötluð börn undir sama
hatt. „Við plöntum ekki trjág-
róðri á berangur," segir Gunnar.
„Það er enginn einangraðri en
heyrnarlaust barn sem er innan
um fjölda heyrandi. Við megum
fjörður sé dottinn út úr myndinni
sem mögulegur staður fyrir nýtt
álver.
Það kom einnig fram á fundin-
um að álfyrirtækin eiga eftir að
halda þrjá fundi með íslenskum
embætismönnum, þann fyrsta í
New York í næsta mánuði þar
sem skatta- og orkumál verða
rædd en mikilvægasti fundurinn
verður í Reykjavík þann 19. júní
þar sem málin verða rædd í heild.
Þær fjárfestingar sem þarf að
ráðast í með raforkulínum og
orkuverum fram til ársins 1995
vegna nýs álvers, eru upp á 37
miljarða króna samkvæmt upp-
lýsingum sem komu fram á fund-
inum. -hmp
hip hop sveitin Kiss AMC, sem
samanstendur af tveimur ungum
konum sem rappa við undirleik
plötusnúðs.
Önnur hip hop sveit sem verð-
ur í Tunglinu er Ruthless Rap
Assassins og skipa hana þrír
menn. Þessi sveit kemur ásamt
Kiss AMC frá Manchester eins
og flest það ferska sem er að ger-
ast í tónlistinni í dag.
Plötusnúðarnir sem verða í
Tunglinu heita Paul Oakenfold
og Tim Jeffry.
-hmp
ekki gleyma að táknmálið er
móðurmál heyrnarlausra. ís-
lenskan er þeirra annað mál sem
þeir tileinka sér með hjálp
táknmálsins.
Það segir sig sjálft að blöndun
er óæskileg þegar tjáskipti eru
erfiðleikum bundin. Það er
nauðsynlegt að hafa í huga að
heyrnarlausir eiga sitt mál og í
sínum hópi eru þeir ekki í neinum
vandræðum með tjáskipti. Séu
þeir sviptir þessu skjóli eru þeir
jafnframt sviptir sjálfstrausti sínu
og sjálfsvirðingu. Þegar heymar-
laus er innan um heyrandi verður
hann fyrst var við fötlun sína. Þar
getur ekki skapast gagnkvæm
virðing jafningja. Þar sem annar
talar ekki mál hins,“ sagði Gunn-
ar Salvarsson.
Hjá Kolbrúnu Gunnarsdóttur
sérkennslufulltrúa fengust þær
upplýsingar að hér væri fyrst og
fremst á ferðinni ágreiningur um
aðferðir. Tillögurnar væru fyrst
og fremst vinnupunktar alls óút-
færðir.
Jóhann V. Ólafsson, formaður
foreldrafélags Heyrnleysingja-
skólans sagði að foreldrar væru
alls ekki fúsir að ræða þennan
flutning án þess að vita hvað tæki
við. Tillögurnar væm þess eðlis
að ekki væri hægt að vinna út frá
þeim. Jóhann vildi sem allra
minnst tjá sig fyrr en eftir fund
Foreldrafélagsins á föstudag en
þar verður fjallað um þetta mál.
-ss
Herjólfur
Leitað
lausna
Yfirmenn hafa ekki
boðað tilfrekari að-
gerða að sinni á meðan
leitað ersátta í deilu
þeirra við útgerðina
Lítt miðaði í samkomulagsátt í
deilu yfirmanna á Herjólfi við
viðsenyendur þeirra á fundi í
fyrradag og var jafnvel búist við
að boðað yrði til annars fundar
seinnipartinn í gær. Yfirmenn
hafa ekkii boðað til frekari að-
gerða að sinni en þeir fóru eins og
kunnugt er í þriggja daga verkfall
yfir páskahelgina.
Kröfur yfirmanna eru þær í að-
alatriðum að launabili því sem
verið hefur á milli þeirra og und-
irmanna á Herjólfi verði viðhald-
ið, en þeir telja að það hafi farið
minnkandi. Að sögn Helga Lax-
dal varaforseta Farmanna- og
fiskimannasambandsins er ekk-
ert nema gott um það örlæti að
segja sem útgerð Herjólfs hefur
sýnt undirmönnum á skipinu „en
þá finnst okkur að það eigi að
ganga jafnt yfir alla,“ sagði Helgi
Laxdal.
Elías Björnsson formaður
Sjómannafélagsins Jötuns í
Eyjum segir að að hluta til hafi
launabil á milli yfirmanna og
undirmanna á Herjólfi minnkað
við það að undirmenn fengu því
framgengt að fá greiðslur fyrir
svokallað mengunarálag.
Magnús Jónasson fram-
kvæmdastjóri Herjólfs segir mál-
ið ekki svona einfalt að það snúist
eingöngu um þessar mengunar-
álagsgreiðslur. „Yfirmenn vilja
viðhalda ákveðnu launabili á
milli þeirra og undirmanna og á
þessu máli erum við að reyna að
finna lausn sem báðir aðilar geta
sætt sig við. Ríkissáttasemjara
var tilkynnt um verkfallsboðun-
ina á sínum tíma en að öðru leyti
hefur hann ekkert samband haft
við okkur. Enda stefnum við að
því að leysa þetta mál eftir föng-
um hér heima í héraði,“ sagði
Magnús Jónasson.
í Kringlunni í gær afhenti Helga Thorberg fyrir hönd áhugahóps um bætta
umferðarmenningu Jóni Sigurðssyni í SEM-hópnum rúmlega 4,6 miljónir
króna sem söfnuðust i beinni útsendingu á Stöð 2 í haust til styrktar byggingu
sérhannaðs húss fyrir félaga í SEM við Sléttuveg. Alls söfnuðust um 20 miljónir
króna og þar af 10 miljónir í efnis- og vinnuloforðum. Af þessum 10 miljónum
höfðu verið greiddir reikningar fyrir rúmar 5,3 miljónir króna. Jafnframt voru
kunngerð úrslit í alútboði nokkurra verktaka í húsnæði SEM-hópsins sem þeir
hanna sjálfir og þar urðu hlutskarpastir Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt og
félagar fyrir Hagvirki sem einnig bauð lægst eða tæplega 181 miljón króna.
Mynd: Kristinn.
Nýtt álver
Kannski stæira
Nœturlíf
Bretar í Tunglinu
Sykurmolarnir með tónleika í Tunglinu á laugardag
Dómnefnd í verðlaunasamkeppni Verðlaunasjóðs íslenskra barna-
bóka er nú að Ijúka störfum sem eru fólgin í því að velja það besta af 29
handritum sem bárust í þessa keppni sem fram hefur farið árlega
síðan 1986. Á næstunni kemur verðlaunabókin út og þá verða verð-
launin afhent en þau eru 150.000 krónur auk venjulegra ritlauna. Á
myndinni sést dómnefndin sem skipuð er Guðrúnu Hrund Harðardótt-
ur nemanda, Sigrúnu Klöru Hannesdóttur lektor, Jóni Frey Þórar-
inssyni skólastjóra, Ármanni Kr. Einarssyni rithöfundi og Þórarni Friðj-
ónssyni útgáfustjóra Vöku-Helgafells sem stendur að keppninni.
Lítið eitur,
mikill áburður
íslendingar nota næstminnst allra
þjóða af svonefndum plágu-
eyðandi efnum í landbúnaði. Þar
er átt við eiturefni sem vinna á
illgresi, skordýrum og plöntu-
sjúkdómum. íslendingar notuðu
0,6 kíló á hvern hektara ræktaðs
lands árið 1987 en Tyrkir notuðu
minnst, 0,3 kíló. í frétt frá Upp-
lýsingaþjónustu landbúnaðarins
segir að plágueyðandi efni séu
einkum notuð í ylrækt og það
undrar því engan að Hollending-
ar noti allra þjóða mest af þessum
efnum, 18,5 kfló á hektara. Jap-
anir koma næstir með 17,6 kfló,
ítalir nota 13,3 kfló og Belgar
11,3 kfló. Önnur mynd blasir við
þegar litið er á tilbúinn áburð eins
og þann sem framleiddur eru í
Gufunesi. Þá eru Hollendingar
reyndar einnig í efsta sæti með
731 kíló á hektara en íslendingar
eru þarna í áttunda sæti með 313
kíló á hektara. Næstir á eftir Hol-
lendingum eru írar, Belgar og
Japanir. í fréttinni segir að meng-
unarhætta af völdum áburðar-
notkunar, td. mengun neyslu-
vatns, fari að miklu leyti eftir
dreifingu hennar. Þess vegna sé
hættan mun meiri í Hollandi sem
er mjög þéttbýlt en hér á landi.
25 rithöfundar
heiðraðir
Fyrir skömmu ákvað stjórn Rit-
höfundasjóðs íslands sem skipuð
er Árna Ibsen, Ingibjörgu Har-
aldsdóttur og Hermanni Jóhann-
essyni að veita 25 rithöfundum
viðurkenningu fyrir ritstörf að
upphæð 150.000 kr. hverjum.
Þessir rithöfundar eru: Agnar
Þórðarson, Andrés Indriðason,
Atli Magnússon, Berglind Gunn-
arsdóttir, Birgir Engilberts, Birg-
ir Sigurðsson, Dagur Sigurðar-
son, Gissur Ó. Erlingsson, Guð-
bergur Bergsson, Hjörtur Páls-
son, Jón O. Edwald, Kristín Óm-
arsdóttir, Ólafur Gunnarsson,
Óskar Ingimarsson, Ragnhildur
Ófeigsdóttir, Sigfús Bjartmars-
son, Sigurður Pálsson, Stefán
Júlíusson, Steinar Sigurjónsson,
Steinunn Jóhannesdóttir, Svava
Jakobsdóttir, Þorgeir Þorgeirs-
son, Þórarinn Eldjárn, Þórunn
Valdimarsdóttir og Þuríður Guð-
mundsdóttir.
Stefnumotun
í félagsþjónustu
Dagana 20. aprfl, 3. og 4. maí
gengst Endurmenntunarnefnd
Háskóla íslands fyrir námskeiði
um stefnumótun í félagsmála-
þjónustu sveitarfélaga. Er nám-
skeiðið einkum ætlað starfs-
mönnum í stjórnunarstöðum við
félagsþjónustu, nefndarmönnum
í félagsmálaráðum og nefndum
sem fást við félagsmál og raunar
sveitarstjórnarmönnum al-
mennt. I frétt frá Háskóla íslands
um námskeiðið segir að í félagsþ-
jónustu sé æskilegt að vinna í
samræmi við mótaða stefnu að
markmiðum sem öllum eru ljós.
Það sé hins vegar oft erfitt að
móta slíka stefnu og svara spurn-
ingum eins og til hvers? hvenær?
hve mikið? hvað er brýnast? hvað
mikilvægast? Á námskeiðinu er
ætlunin að kenna almennt verk-
lag við stefnumótun, áherslan
lögð á hagnýt vinnubrögð en
fræðilegri umfjöllun haldið j
nauðsynlegu lágmarki.
Leiðbeinandi verður Jón Björns-
son sálfræðingur, félagsmála-
stjóri Akureyrarbæjar.
Fyrirlestur
um fælingu
Á sunnudaginn kemur mun Dan-
iel Farrel, prófessor í heimspeki
við Ríkisháskólann í Ohio í
Bandaríkjunum, halda opinber-
an fyrirlestur í boði heimspeki-
deildar Háskóla íslands og Félags
áhugamanna um heimspeki.
Fyrirlesturinn nefnist á ensku
„Nuclear Deterrence: The
Wrongful-Intentions Argument“
og verður fluttur í stofu 101 í Lög-
bergi.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 19. apríl 1990