Þjóðviljinn - 19.04.1990, Síða 8
ERLENDAR FRETTIR
Negal
Andófsöfl í ríkisstjóm
Verðandiforsœtisráðherra Nepals velur mannréttindafrömuði og
kommúnista í ríkisstjórn sína en óvissa ríkir um völd kóngs
Nepals, fyrnim andófsmaður
Pýskaland
Bombulaust
íNató
Vesturþýskir jafnaðarmenn
lýstu yfir í gær að þeir teldu vel
koma til greina að sameinað
Þýskaland yrði aðili að Nató svo
fremi öll kjarnorkuvopn yrðu
fjarlægð af þýskri grund.
Þetta kom fram á fundi frétta-
manna með Karsten Voigt,
helsta málsvara Þýska jafnað-
armannaflokksins í utanríkismál-
um, í gær. Ekkert væri því til
fyrirstöðu að sameinað Þýska-
land ætti aðild að Nató um stund-
arsakir eða uns samevrópskt ör-
yggiskerfi hefði leyst
Atlantshafs- og Varsjárbandalög
af hólmi. „En öll kjarnorkuvopn
verður fortakslaust að fjarlægja
af þýsku landi.“
Voigt sagði ennfremur
æskilegt að einhverjar sovéskar
og bandarískar hersveitir yrðu
um kyrrt í Þýskalandi á um-
breytingarskeiðinu meðan unnið
væri að nýskipan öryggismála.
Engar Nató-hersveitir ættu þó að
halda inná svæðið sem fyrrum
hefði verið Austur-Þýskaland,
þess ættu að gæta varnarsveitir
sem í fyrstu kæmu úr austurþýska
hernum en síðar sambræðingi
hans og þess vesturþýska.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands og foringi Kristilegra
demókrata, hefur jafnan krafist
þess að sameinað Þýskaland yrði
aðili að Nató og ekki sett nein
skilyrði um kjarnorkuvopn. Nú
eru bæði bandarísk og bresk
kjarnorkuvopn staðsett í Vestur-
Þýskalandi.
Reuter/ks
að nafni Krishna Prasad Bhattar-
ai, skýrði fréttamönnum frá ráð-
herravali sínu í gær en gat ekki
gefið skýr svör um valdsvið kon-
ungs í framtíðinni né hvort ráð-
herralistinn yrði lagður fyrir
hans hátign til samþykkis eða
synjunar. Fram kom að í ríkis-
stjórn hans verða m.a. þrír fé-
lagar úr flokki hans sjálfs, Frjáls-
lynda þingræðisflokki Nepals,
þrír kommúnistar og tveir
mannréttindafrömuðir.
Birendra kóngur er einvaldur
samkvæmt núgildandi stjórnar-
skrá en fól Bhattarai á dögunum
að mynda bráðabirgðastjórn og
sitja í forsæti hennar uns frjálsar
þingkosningar hafa farið fram í
Nepal, þær fyrstu frá 1959.
Það tók Bhattarai 10 daga að
setja saman ráðherralista en svo
hafði hann týnt honum þegar
fréttamenn náðu loks að króa
hann af og inntu sagna. Eftir japl
og jaml og fuður og árangurs-
lausar þreifingar niður í jakka-
vasa og hliðarhólf skjalatösku
nefndi Bhattarai ráðherraefni sín
eftir minni. Þeirra á meðal eru frú
Sahana Pradhan, formaður Sam-
einuðu vinstrifylkingarinnar, Jog
Prasad Upadjaj, vara-aðalritari
Nepalsþings, og Julum Shakja
marskálkur, einn kunnasti and-
ófsmaður landsins.
En Bhattarai var ekki viss í
sinni sök þegar hann var inntur
eftir framtíðar hlutverki kóngs-
ins, hvort makt hans yrði
minnkuð eða hvort hann hefði
héreftir sem hingaðtii lokaorðið
um stjórnvaldsákvarðanir.
„Vera má að kóngi þóknist að
breyta ráðherralistanum að ein-
hverju leyti,“ sagði hann og skír-
skotaði með þessu til samkomu-
lags um að einvaldurinn fyrrver-
andi fengi að hlutast til um skipan
tveggja ráðherraembætta. Þá var
hann spurður að því hvort hann
ætti við það að kóngur hefði ein-
hverskonar neitunarvald. „Það
má einu gilda hvort hann fellst
eða fellst ekki á ráðherravalið.
0
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
ICELAND SYMPHONY ORCHESTRA
TÓNLEIKAR í HÁSKÓLABÍÓI
íostudaginn 20. apríl kl. 20.30
ÚR AMERÍSKUM
SÖNGLEIKJUM
Lög úr söngleikjum eftir
Rogers & Hammerstein,
Lemer & Lowe, Leigh & Hayman,
Cole Porter, John Williams o.fl.
EINSÖNGVARAR:
ANN GRESHAM sópran
JAMES JAVORE baritone
STJÓRNANDI:
MURRY SIDLIN
Aðgöngumiðasalan í Gimli
opin frá kl. 9-17, sími 622255
Birendra kóngur og frú. Tekur hann ofan eður ei?
málið snýst um það hvort ég kýs
að hann hafi hönd í bagga eður
ei.“
Kóngurinn Birendra féllst á að
semja við fjendur sína um stjórn-
arbætur eftir öldu mótmæla og
andófs sem hann hafði árangurs-
laust reynt að kveða niður með
vopnavaldi. Þann 6. apríl síð-
astliðinn kom til gífurlegra mót-
mæla um land allt og hermenn
vógu að minnsta kosti 50 manns.
Bhattarai er 65 ára gamall.
Hann sat á bak við lás og slá í 14
ár í valdatíð fyrri kóngs, föður
Birendras. Það gerðist í kjölfar
þess að endi var bundinn á lýð-
ræðisþróun árið 1959.
Reuter/ks
Palestína
Mannfall á Gaza
639 Palestínumenn hafafalliðfyrir hendi gyðinga, 44
gyðingar fyrir hendi Palestínumanna og 198 Palest-
ínumenn fyrirhendi Palestínumanna frá þvílntífada
hófst í öndverðum desember 1987
r
Israelskir hermenn skutu tví-
tugan Palestínumann til bana á
Gazasvæðinu í gær og særðu tvo
aðra skotsárum. 3 Palestínumenn
hafa fallið fyrir hendi ísraelskra
hermanna á herteknu svæðunum
frá mánaðamótum.
Átökin á Gaza, einkum í Gaza-
borg, hófust í fyrradag þegar ísra-
elska herstjórnin aflétti útgöngu-
banni af svæðinu. Þá slösuðust 33
Palestínumenn skotsárum að
sögn heimildamanna úr þeirra
röðum. Palestínumenn minnast
þess nú um stundir að 2 ár eru
liðin frá því ísraelskar vígasveitir
myrtu Khalil Al-Wazir, næstráð-
anda Jassírs Arafats í PLO, í
Túnis.
ísraelsmenn hafa vegið 639
Palestínumenn frá því uppreisn
þeirra síðarnefndu, Intífada,
hófst á Gaza og landinu vestan
Jórdanar í öndverðum desember
1987. 44 gyðingar hafa fallið.
Auk þessa hafa 198 Palestínu-
menn fallið fyrir hendi annarra
Palestínumanna sem saka þá um
að ganga erinda ísraelsku her-
stjórnarinnar.
Fram á ofanvert árið í fyrra
vógu ísraelsmenn að meðaltali
einn Palestínumann á dag á her-
teknu svæðunum en mikið hefur
dregið úr byssugleði þeirra í ár.
Þetta orsakast af tvennu, hermir
Reuter. Hertum aga meðal her-
manna ísraelsstjórnar og mót-
mælaþreytu Palestínumanna.
Engu að síður er mannfall mikið
og á fyrsta fjórðungi ársins í ár
féllu rúmlega 30 Palestínumenn í
valinn. Reuter/ks
iORFRETTIRi
11 manns
létust, þar af fimm börn, þegar
skólarúta brann til kaldra kola
eftir að líðsmenn Líbönsku her-
deildanna skutu á hana í Austur-
Beirút í gær. Bifreiðin var nýkom-
in yfir Grænu línuna svonefndu,
sem skilur að austur- og vestur-
hluta borgarinnar, og var á heim-
leið með börn og kennara. Fyrr
um daginn sprakk öflug sprengja
í einni af bækistöðvum Aouns
hershöfðingja, þess sem á í mikl-
um útistöðum við Líbönsku her-
deildirnar, og grandaði fjórum
hermönnum hið minnsta. Auk
þessa elduðu sítasveitir grátt silf-
ur í gærmorgun, Amalliðar og fé-
lagar Hizbollah. Þau átök kost-
uðu 12 ára pilt lífið.
38.313
austurþýskir verkamenn misstu
atvinnuna á fyrstu þremur mán-
uðum ársins þótt 124.000 kol-
legar þeirra hefðu tekið sig upp
og flutt búferlum til Vestur-
Þýskalands. Iðnframleiðsla
Austur-Þýskalands dróst saman
um 4,7 af hundraði á fyrsta árs-
fjórðungnum sé borið saman við
sama tíma í fyrra. Viðskipti
Austur-Þjóðverja og Sovét-
manna eru og minni en áður og
nemur sá samdráttur um 18 af
hundraði. Innflutningur hefur
minnkað um 7% miðað við fyrsta
ársfjórðung í fyrra en útflutningur
um 7,9%.
Æðsta ráð
Sovétríkjanna hafnaði í gær kröfu
ríkissaksóknarans um að tveir
þingmanna yrðu sviptir þing-
helgi. Ákæruvaldið hugðist draga
þá Telman Gdljan og Nikolaj
Ivanov fyrir rétt og láta þá svara til
saka fyrir að hafa farið offari við
rannsókn spillingarmáls sem
hermt er að tengist ýmsum
oddvitum flokks og ríkis, þar á
meðal hinum nafntogaða fyrirliða
íhaldsmanna, Jegor Lígatsjov.
Þessu hafnaði þingheimur og ítr-
ekaði nauðsyn þess að farið yrði
ofaní saumana á vafasömu bauki
valdsmanna. Gdljan og Ivanov
eru hetjur í augum sovésks al-
mennings frá því þeir
rannsökuðu um sex ára skeið og
afhjúpuðu spillingu í hópi flokks-
brodda í Mið-Asíu.
Danskir hommar
og danskar lesbíur hafa gengið
unnvörpum í hjónaband frá því
þeim varð það heimilt þann 1.
október síðastliðinn. Fyrstu þrjá
mánuði eftir að hjúskapur sam-
kynhneigðs fólks hlaut náð fyrir
augum löggjafarvaldsins gengu
648 einstaklingar úr þess röðum í
það heilaga.
Hin áríega baffisala skátanna
veiöurí
félagsheimili Kópavogs (niöri)
fráhL3-6.
Hlaöborö meö gimilegum höhum.
Styrfeiö obtur í staifi!
KVENNADEILDIN URTUR
. . &
SKA3AFEIAGIÐ KOPAR