Þjóðviljinn - 19.04.1990, Page 9

Þjóðviljinn - 19.04.1990, Page 9
AFMÆLr *$ Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor sextugur Hratt líður tíminn sem löngum fyrr. Þeir sem slitu skóm sínum á hlöðum og göngum M. A. á seinni hluta rímmta áratugarins, - flestir vitanlega á hraðri ferð í bekkjarstofur hins gamla og virðulega húss, er enn lifir í minn- ingu vorri fullt þokka og formfeg- urðar, eru nú teknir að grána lítið eitt í vöngum, dálítið merktir þessum heimi, volk hans og vafst- ur eigi skilið oss eftir án einkenna sinna: hin fræga tönn tímans náði einnig að naga hold vort og anda. Og engin Iðunn kom með hin góðu epli að gefa oss að eta, að vér yrðum ungir í annað sinn... Einn var sá er geyst fór og sókti námið fast, enda til þess kominn á vettvang, veittist það auðvelt og naut sín vel við fótskör meistar- anna og mátti öllum ljóst vera að hér beygðist krókur til þess er síð- ar varð með því afmælisbarnið er í dag einn af oddvitum íslenzkra fræða og bókmennta. Kemur hér til eigi aðeins mótun í mennta- skóla heldur og hollt andrúmsloft á æskuheimili, en þar var í heiðri höfð þjóðleg mennt, faðir hans kunnur hagyrðingur, átti létt með að kasta fram góðri stöku. Hösk- uldur Einarsson bóndi að Vatns- horni í Skorradal, áður á Sigríð- arstöðum S.-Þing. og þar fæddist afmælisbarnið, móðir hans borg- firzkrar ættar, Solveig Bjama- dóttir komin af greindarfólki um Borgarfjörð. Hefur Sveinn gefið góða lýs- ingu á hinni fyrstu för sinni til mennta í listilegri grein er hann reit í „Afmæliskveðja til Tómasar Guðmundssonar“, er út kom 1981, um leið og hann sýnir les- endum inn í heim er nú má þykja gamall orðinn og bregður upp mynd af heimili sínu og sjálfum sér, - þekkilega og eðlilega mynd, - sem margir af vorri kyn- slóð eiga auðvelt með að skilja. Hann kom í skólann fyrir norðan vetri síðar en margir bekkjar- bræðra hans en lauk öllu námi þar með miklum sóma, og er mér til efs að margir þeir, er skóla sóktu um það leyti og telja má fulltrúa bændamenningar eða þeirra uppeldishátta er þar ríktu, hafi staðið honum framar í iðni og samvizkusemi, en þar fyrir utan var hann gæddur mikilli námshæfni og greind. A þessum árum voru kynni eigi mikil vor í millum, en höfðum þó eitthvað saman að sælda við rit- smíðar með því hann var ritstjóri skólablaðs á stundum, ef ég man rétt. Var reyndar fátt um vina- fundi og hé!t hvor á sínu, en að lokum munum við hafa hallazt á sömu sveifar báðir, er í háskóla kom og tíminn stóð með okkur. Hvat sveifa...? Verk prófessorsins bera hon- um vitni sem nákvæmum fræða- manni og er vert að þakka góða útgáfu á Gesti Pálssyni, ítariegt verk og vel úr garði gert að öllu. Skal ekki fjölyrt um annað það er hann hefur látið frá sér fara af bókmenntalegum skrifum, en þó barst hér inn um dyr mínar lítið kver nýverið: Ljóðarabb, og birt- ist í skrifi þessu bókmenntalegur skilningur Sveins og óbrigðull smekkur. Fer hann á kostum í umfjöllun sinni um kveðskap nokkurra skálda og er þetta hin bezta lesning öllum er unna ís- lenzku máli og skáldskap. Margur er sá er fetar þrönga línu námsefnis í skólum og skal það eigi lastað, enda full þörf á oft og tíðum. Á háskólaárum sín- um mun hinn ungi norrænustú- dent hafa kynnzt við skáld og litt- erata höfuðborgarinnar og hefur það víkkað sjónhring hans, og ný sjónarmið og lífsviðhorf orðið honum kunn. Býr hann að þess- um kynnum og hafa þau forðað honum frá stöðnun, en stundum vill svo fara, ef fingur er eigi hafð- ur á slagæð lífs og tíma sem er óhollt bókmenntamanni. Lífið er styrkara en bókin þótt góð sé. Má, að ég hygg, sjá þessa merki í Rabbi hans og e.t.v. víðar. Ungur nam Sveinn öll fræði um guðinn Þór og hamar hans og nut- um við þar ágætrar kennslu Stein- gríms Sigurðssonar, frábærs ís- lenzkukennara, hafði hann uppi Wimmer einn og þókti hin bezta bók. Er þessa getið hér því ég treysti því að þú munir ganga til fulls frá þeim verkum er óunnin eru í smiðju þinni, og með atorku þeirri er Snorri gæddi goðið er á hamri þessum hélt. Veit ég, að fullklárað var verk þitt um Gest, en eigi svo sem nú tíðkast, að haf- in eru verk bókmenntaleg og söguleg, en þá einhver bindi eru út komin dettur hinn margfrægi botn úr öllu saman. Má vera fyrir fjár sakir. Má um þetta segja, svo sem svar hljóðaði, þá er spurt var um starfa Sunnlings eins: hann rekur nagla til hálfs. Að öðru: þakkir til konu þinn- ar frú Vigdísar Þormóðsdóttur prests Sigurðssonar og ykkar beggja er þið sátuð turn mér til heiðurs ásamt vinum öðrum, síð- degi eitt á liðnu hausti. Sjáumst á góðu dægri. Lifið heil. sr. Baldur Vilhelmsson prófastur Vatnsfirði I { Z)reymir þig stundum um að vinna milljónir? UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.