Þjóðviljinn - 19.04.1990, Page 11
Þjóðmenning
Seint verður botninum náð
Héraðssafn Þingeyinga
Fyrir nokkru var greint hér í
blaðinu frá byggingu Safnahúss-
ins á Húsavík. Var þar að mestu
byggt á frásögn Finns Kristjáns-
sonar, safnvarðar. Safnahús
þeirra Þingeyinga er talandi vott-
ur um það hverju samstaða,
áhugi, fórnfýsi og ósérplægni fá
áorkað.
I Safnahúsinu hafa sex söfn að-
setur: Héraðsskjalasafn, náttúru-
gripasafn, byggðasafn, ljós-
myndasafn, málverkasafn og
héraðsbókasafn. Öll eru söfn
þessi það ágæt, að vert væri að
fjalla um hvert þeirra sérstak-
lega.
Héraðsskjalasafnið var stofn-
að 7. janúar 1958. Síðan hafa því
á hverju ári borist kynstur af
bókum, skjölum og margskonar
fróðleik, sem nú hefur verið forð-
að frá glötun, sem því hefði ann-
ars smátt og smátt verið búin.
Héraðsskjalasafnið er þrískipt:
a) einkasöfn, b) gögn, sem varða
einstaka hreppa sýslunnar og
Húsavíkurkaupstað og c) gögn,
sem varða opinbera aðila. Ollum
þessum feng er raðað í þar til
gerðar öskjur og er þetta líklega
hið eina safn sinnar tegundar hér-
lendis þar sem slíkt fyrirkomulag
er eingöngu notað. Allar bækur,
skjöl og annað efni er fært inn á
nákvæma spjaldskrá svo að heita
má að ekki taki svipstund að
finna það, sem leitað kann að
vera að hverju sinni.
„Sagan endalausa“
Sá á kvölina, sem á völina. Og
sannindi þess orðtaks reyndi ég
vissulega nú. Eða hvað skal helst
nefna af öllu því, sem hér hefur
rekið á fjörur? Ég veit það bara
hreint ekki og mun þar raunar
hrein tilviljun ráða. Hitt veit ég,
að f átt eitt verður nefnt af því sem
hér er að sjá og fer þó fjarri að öll
kurl séu komin til grafar, því ár-
lega berast safninu ýmiss konar
verðmæti, sumt frá löngu liðnum
árum, annað nýrra.
Á göngu okkar Finns um safn-
ið rak ég augun í titilsíðu á listi-
lega handskrifuðu blaði, sem
nefnist Snarfari. „Já, þetta er
sveitablað," segir Finnur, „sem
gefið var út af Lestrarfélagi Kinn-
unga og er með rithönd Baldvins
Baldvinssonar á Ófeigsstöðum.
Sveitarblöð voru nokkuð algeng í
Þingeyjarsýslu á síðari hluta
næstliðinnar aldar og framan af
þessari. Það var minna um blaða-
útgáfu á íslandi þá en nú þegar
ailt er að kaffærast í blöðum og
tímaritum. Þá gegndu sveitar-
blöðin þýðingarmiklu hlutverki.
Þau þjálfuðu menn í ritleikni og
þar hreyfðu menn ýmsum áhuga-
málum sínuum. Blöðin voru
handskrifuð og gengu venjulega
boðleið bæ frá bæ. Þau voru því
handleikin af mörgum og mætti
því ætla að þau hefðu látið á sjá.
'$vo er þó naumast að ráði, enda
vax lesmál sjaldséðara þá og því
sennilega meira metið en hjá
ýmsum^gerist nú. og því eru þessi
blöð enrtþá til. I Saftiinu eru nú
geymdir 7R titlar handskrifaðra
sveitarblaðaÁFlest komu þau út í
Mývatnssveit eða yfir 20. Elstu
blöðin eru frá 1875 en yngst frá
1930. Þau urðu auoyitað ekki öll
langlíf en Snepill íEnjóskadal
kom þó út í 50 ár eðaNríí 1909-
1959 og Snarfari í kinn í 4Aár, frá
1886-1929.
Dagbækur og
bréfasöfn
Þingeyingar virðast hafa verið
býsna drjúgir við dagbókar-
skriftir og er hér allmargt slíkra
bóka, og ná sumar þeirra yfir
marga áratugi. Ekki verður sú
náma tæmd hér en nefna má dag-
bækur Snorra Jónssonar frá
Þverá í Laxárdal og föður hans,
Jóns Jóakimssonar. Dagbækur
Jóns Jakobssonar frá Árbæ á
Tjömesi, sem ná yfir árin 1889-
1915.
Lítum aðeins á bréfasöfnin,
sem hér em bæði mörg og merk.
Má þar nefna bréfa- og viðskipta-
bækur frá Jóni Gauta Péturssyni
á Gautlöndum. Bréfasafn Jóns í
Y sta-felli og J óns Snorrasonar f rá
Þverá í Laxárdal. Dagbækur,
handrit og bréfasafn frá dánarbúi
Hallgríms Þorbergssonar á Hall-
dórsstöðum, Skúla Þorsteinssyni
frá Reykjum í Reykjahverfi og
Tómasi Tryggvasyni frá Litlu-
völlum í Bárðardal, Þuru Árna-
dóttur frá Garði, Baldvini Jónat-
anssyni skálda og Sigurði Sig-
urðssyni hreppstjóra frá Hall-
dórsstöðum í Kinn. Þannig get-
um við haldið áfram. Hér er t.d.
bréfasafn Skafta Arasonar til
Snorra Jónssonar frá Þverá í Lax-
árdal, en Skafti var einn af fyrstu
landnámsmönnum Nýja-íslands
og síðar Argely-byggðar í Kana-
da og ná bréfin yfir fyrstu 20 ár
landnámsins. TTieódór Gunn-
laugsson frá Bjarmalandi færði
safninu mikið bréfasafn frá ýms-
um kunnum mönnum, ásamt
myndaalmanaki með ítarlegum
skýringum, sömdum af honum
sjálfum.
Þetta er nú orðinn langur lest-
ur, en þó langar mig til að bæta
hér við bréfa- og handritasöfnum
Páls Jónssonar frá Stóru-völlum,
Jóns H. Þorbergssonar frá Laxa-
mýri, bréf Benedikts frá
Auðnum og Péturs á Gaut-
löndum og hið stórmerka og
mikla bréfa- og handritasafn
Gísla Guðmundssonar, alþingis-
manns.
Eitt og annað
Við höfum nú að þessu sinni
dvalið við sveitablöðin, dagbæk-
ur og bréfasöfn en einnig lítillega
getið handritasafna. En meira er í
pokahorninu, t.d. margskonar
skjöl frá Konráði Vilhjálmssyni
frá Hafralæk og svo hinar stór-
merku Þingeyingaskrár hans.
Hér eru merkar náttúrufræði-
bækur, innlendar ogerlendar, frá
William Pálssyni frá Halldórs-
stöðum og útfarar- og stólræður
sr.Benedikts Kristjánssonar frá
Múla, fluttar á árunum 1880-
1900. Handritasafn Helga frá
Dæli í Fnjóskadal, en hann safn-
aði þjóðfræðum og ýmsum sögn-
um og með þessari gjöf fylgdi
höfuðlíkan af Helga.
Ámi Bjarnason, bókaút-
gefandi á Akureyri, hefur reynst
drjúgur til fanga fyrir safnið. Hér
eru m.a. frá honum margskonar
skjöl og gamlar heimildir um
Þingeyinga, sem fluttu til Vestur-
heims. Þá gefur hér að líta
minningarrit um Sigurjón frá
Laxamýri og teikningar, sem Jó-
hann skáld Sigurjónsson lét gera
úti í Kaupmannahöfn af hafnar-
mannvirkjum, sem hann hugðist
koma upp við Höfðavatn í Skaga-
firði.
Nú, ef við höldum áfram þá em
hér Veðurbækur Benedikts frá
Auðnum frá árunum 1924-1938,
lýsing á gömlum vegum í
Þingeyjarsýslu, handritasafn
Jónasar Baldurssonar frá
Lundarbrekku, vísnasafn Egils
Jónassonar á Húsavík með
teikningum eftir Hrein Ragnars-
son, og handrit Hrólfs Ásvalds-
sonar um ýmsa eldri Þingeyinga.
Ömefnaskrár em hér úr ýmsum
hreppum sýslunnar. Hér er
skjalasafn Jóhanns Skaptasonar,
sýslumanns, mikið að vöxtum og
fjölbreytt.
- Og hér er líka að finna nótna-
bækur.
- Já, þetta er sálmasöngsbók
Péturs Guðjohnsens, bók með
lögum eftir Bellman, teiknuð og
„nóteruð" af Arngrími Gíslasyni
málara. Nú, þetta er sálmasöngs-
bók skrifuð af Sigtryggi Helga-
syni og svo hérna nótnahefti og
sálmasöngsbók með fjórum
röddum, skrifuð af Benedikt frá
Auðnum.
Filmur og myndir
Fyrir nokkmm árum eignaðist
Safnið tvær smá filmulesvélar, -
alveg ómissandi tæki - og segul-
band, til þess að taka upp raddir
manna. Hefur töluvert verið að
því gert og verður að sjálfsögðu
áfram.
Komið hefur verið upp miklu
safni ljósmynda, einkum gamalla
og fer það stöðugt vaxandi. Var
því upphaflega hrint af stokkun-
um fyrir atbeina Kvenfélaga-
sambands Þingeyinga. í safninu
eru nú á þriðja þúsund ljósmynd-
ir.
Og ekki má gleyma filmu-
söfnun þeirra Eiríks Þorbergs-
sonar, Sigríðar Ingvarsdóttur,
Þórarins Stefánssonar, Friðjóns
Axfjörðs o.fl. Þau em mikil að
vöxtum og ákaflega verðmæt.
Við Finnur Kristjánsson, safn-
vörður, höfum nú lokið göngu
okkar um Héraðsskjalasafnið. Á
margt hefur hér verið minnst af
því, sem þar er að sjá, - kannski
óþarflega margt, að einhverra
dómi - en þó mun hitt naumast
færra sem ógetið er um, enda
verður seint kafað til botns í
þessu stórmerka safni. -mhg
Fimmtudagur 19. apríl 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11