Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR
Ég malda
í móinn
gegn auglýsingum
Ég, Skaði, verð að viðurkenna það að
oft verð ég andskoti þreyttur á fjölmiðlum. Til
dæmis hélt ég að það hefði nú verið meira
en nóg, að bæði Tíminn og DV sögðu dag-
lega fregnir af karlafarinu á Stefaníu
prinsessu af Mónakó. En þegar Morgun-
blaðið mitt bættist við og spurði stórum stöf-
um hvort Stefanía þessi væri ekki að stað-
festa ráð sitt loksins (enda hefði hún tilkynnt
á 25 ára afmælinu sínu að hún væri fullorð-
in) - þá var mér öllum lokiö.
Hvað kemur það okkur við hjá hvetjum
þessi stelpugála sefur eða sefur ekki?
spurði ég Ólaf frænda minn sem er mikið
inni í tjölmiðlum og þannig.
Þú spyrð eins og fávís kommi, frændi,
sagði Ólafur. Auðvitað kemur það fólki við,
allir kariar sem ekki geta kvænst til fjár og
allar konur sem ekki geta valið úr körium,
þau fá kikk og útrás við þetta og uppbót í
sálinni og sætta sig betur við heiminn.
Ég veit það ekki, sagði ég. Mér finnst allt
vera að fyllast í fjölmiðlum af djöfullegu
skrumi og auglýsingamennsku sem er yfir-
þyrmandi eins og Víkverji minn segir og svo
Jónas hjá DV, sem skrifar að menn séu ekki
lengur að auglýsa vöru eða innihald heldur
eru menn barasta að selja eitthvað sem þeir
kalla ímynd og ertómt fals og vitleysa.
Þvæla er þetta í þér Skaði, sagði Ólafur.
Auðvitað em menn að selja ímynd en ekki
vöm og upplýsingar um hana. Hvaða upp-
lýsingar heldurðu að hægt sé að setja í aug-
lýsingar um gos og tannkrem? Akkúrat
öngvar enda varðar engan um þær. Hins-
vegar er hægt að gefa það til kynna að sá
sem drekkur spræt eða sevenöpp hann
færist eitthvað nær því að vera sætur og töff
og hafa kvenhylli og vera miklu yngri en
hann er og kunna jafnvel á sjóskíðum. Þetta
hefur alltaf verið svona. Enda er vemleikinn
ekki til heldur bara hugmyndir okkar um
hann eins og Plató sagði fyrir meira en
2000 ámm.
Ekki veit ég hvort vemleikinn er til, sagði
ég, en hitt veit ég að ég þekki skemmdan
fisk og vont súkkulaði þegar ég smakka.
Þú skalt ekki vera viss um það, sagði Ó-
lafúr. Ef ég kæmi því nú inn hjá þér að lítið
eitt skemmdur fiskur væri meinhollur and-
skoti, heldurðu ekki að þú mundir syngja
annan sálm þá?
Ég vil hafa raunsæi, sagði ég. Ég er
sammála honum Jónasi hjá DV, ég vil til
dæmis ekki að kjósendur gefi skít í öll góð
mál og fari eftir meintum persónuleika þeirra
sem eru í framboði. Ég vil ekki að Stein-
grímur fái að valsa um sem ímyndaður klett-
ur í hafinu eða Ólafur Ragnar sem ábyrgur
bókhaldari hjá ríkinu.
Ég veit það er sárt frændi, sagði Ólafur.
En hvað er það á móti því að okkur hefur
tekist að skapa nýja fmynd Davíðs Odds-
sonar sem er hættur að vera hrekkjusvín en
er bæði vitur og góðgjam? Fagmennskan
lifi. Það kumraði svolítið í mér, en ég lét
samt ekki sannfærast.
Það er eitthvað að, frændi, sagði ég,
ekki allt með felldu í okkar veldi. Það er líka
eins og Víkveiji segir: engu líkara en þessir
sölumenn haldi að allir jarðarbúar geti lifað á
einhverskonar sölumennsku!
Á hverju ættu þeir annars að lifa? spurði
Ólafúr. Það getur hver asninn sem er fram-
leitt allan andskotann, en það þarf klókan
mann til að selja. Aðalvandinn í nútímanum
er einmitt að fá menn til að hætta að fram-
leiða fram í rauðan dauðann, enda er meira
en nóg til af lambakjöti, stólum, kóki, Ijóða-
bókum, mótorhjólum, lopapeysum, smokk-
um og rennilásum. Eina ráðið til að draga úr
öllu því flóði er að fá fólk til að selja hvert
öðru eitthvað og helst eitthvað sem ekki þarf
að vera að framleiða með ærinni-
fyrirhöfn. Til dæmis geta menn selt hver
öðrum skoðanir, viðhorf, slúður, persónu-
leika, framhaldslíf, fým' líf, ást, blíðu, vináttu
og bara yfirleitt svona góðan fíling. Þess
vegna fannst mér líka svo góð fréttin í einu
blaðinu um nýja stálbræðslu sem kemur öll-
um í gott skap - enda ætlar hún að ffam-
leiða úr brotajámi sem er ekki til.
Ólafur Ragnar ætlar að bæta
stöðu landsbyggðarinnar...
I ROSA-
GARÐINUM
NU VANTAR OSS
LYKIL HINS
GULLNA GJALDS
Hvað er eftirsóknarverðara
hér í heimi en að græða peninga
á náunganum?
Alþýöublaóiö
BENT Á AÐRA
MÖGULEIKA
Hvað er sælla en að hafa
glas í annarri hendi, hljóðnema í
hinni og auga myndbandsvélar
fyrir framan sig?
Tíminn
HIN NÝJA
FORYSTUSTÉTT
Hestar teyma 3000 útlend-
inga norður
Fyrirsögn í Tímanum
FIRRTAR TENNUR
A uppboðinu (óskilamuna
hjá lögreglunni) að þessu sinni
er að finna tanngarða. Ekki eru
seldir mjög persónulegir munir
svo sem giftingarhringir.
Morgunblaóió
LÖGREGLAN
LJÚF OG BLÍÐ
Húsráðendur leituðu til lög-
reglunnar þegar návist flugunnar
varð óbærileg og tókst lögregl-
unni að koma gestinum óboðna
á dyr án þess að hann bæri
skaða af.
Morgunblaóió
VÉR LIFUM ÞÓTT
VÉR DEYJUM
Það er fúrðulegt hversu mik-
ill endurnýjunarkraftur býr í
okkar litla veiðimannasamfé-
lagi. Stjómmálaflokkar fæðast
og deyja líkt og gorkúlur á fjós-
haug og líka fyrirtækin.
Morgunblaóið
SÆLIR ERU
HÓGVÆRIR
Þegar Jón Sigurðsson var
sjálfur beðinn um að segja
hvernig stjórnandi hann væri,
komu smá vöflur á hann, svo
sagði hann: „helvíti klár”.
Alþýöublaóió
EFNAHAGS-
UNDRIÐ ÍSLENSKA
Islenska stálfélagið tekið til
starfa: Framleiða úr brotajámi
sem er ekki til?
Alþýöublaóió
TJA, INGI
EÐA INGÓ...
Að setja bláan haus á Al-
þýðublaðið er álika og að af-
henda Inga Bimi leiðaraskrifin
Alþýöublaöió
VINNUHAGRÆÐING
Bæjarstjórinn á ísafirði: Má
ekki tala nema á hann sé yrt.
Vesturland
HINN ALGJÖRI
DAUÐI
Sláturhúsi slátrað.
Fyrirsögn í Noróurslóö
FEIMNISMÁL.
Sumir (leikarar í sýningu á
Dalvík) fóm hreinlega á kostum,
en ég nefni engin nöfh.
Noröurslóö
2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. maí 1990